Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.02.1974, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 08.02.1974, Blaðsíða 4
NY VIKUTIÐINDI HEFNDIN er sælgæti morðingja Veitingastofan, The Miracle Lounge, var ekki staður, sem þú myndir bjóða piparmeyj- unni henni föðursystur þinni á. Max og Mickey — bræðurn- ir ráku þessa veitingastofu, sem jafnvel í Chicago, en þar kalla menn ekki allt ömmu sína eins og kunnugt er, varð að teljast í meira lagi vafa- samur staður. Þessir bræður höfðu fengizt við margt um dagana. Þeir voru m. a. fyrr- verandi atvinnuhnefaleikar- ar, sem létu það ekki á sig fá, þó að þeir yrðu að snúast í ýmsu sama daginn, eins og t. d. að kasta út nokkrum fyllibyttum, eða hrekja á flótta nokkra vélbyssuskjót- andi glæpamenn af A1 Cap- one-tegundinni. Nokkrir drykkjuboltar voru að skola niður tíunda eða tutt- ugasta viskísjússinum, og Max horfði á þá, þaðan sem hann stóð innan við vinbarinn. Klukkan var hálf-þrjú að nóttu, og gestum farið að fækka. Lois Gate, löguleg hnáta, sem stjórnaði teninga- spilinu, var að hirða afrakstur kvöldsins, og Mickey, yngri bróðirinn, stóð meðal gestanna og sagði brandara. í búningsherberginu á bak við veitingasalinn voru nokkr- ar sýningarstúlkur að losa sig við fíkjublöðin, sem þær höfðu notað við sýningarnar um kvöldið og klæðast fötum. Næturlest ók hjá rétt í þessu og þess vegna heyrði enginn, þegar blái Chevrolett- inn snarstanzaði fyrir utan veitingastofuna. — ★ — Hurðinni var allt í einu hrundið harkalega upp, og há- vaxinn og velvaxinn ungur maður stóð í dyrunum. Lag- legt andlit hans var afmyndað af reiði, og hann ruddist inn með vélbyssu á lofti. — Hver einasti tíkarsonur hér inni skal verða drepinn, öskraði hann, og það fór ekki á milli mála, að hann meinti þetta. — Forðaðu þér, Mickey, hrópaði Max, — þetta er Larry. Andartak stóðu allir eins og steingervingar, skelfingu lostn- ir, en um leið og Max kast- aði sér niður á bak við barinn, þusti fólkið í allar áttir. Drykkjuboltarnir, sem hvort eð var hefðu kannske hnigið undir borðið, gerðu það nú umsvifalaust, allir sem einn, en margir gestanna leituðu dyranna eða reyndu að skýla sér á annan hátt. Morðinginn hló brjálæðis- lega, hlóð byssuna í skyndi miðaði síðan á Mickey, sem var á hlaupum til dyranna. En rétt í þeirri andrá hljóp fallega stúlkan hún Lois Gate einnig í átt til dyranna á eft- ir Mickey, og það var því líkami hennar, sem fékk í sig öll skotin og þurfti ekki um þau að binda. Og enn hlóð byssumaðurinn, en nú var Mickey horfinn af vettvanginum, og byssumaður- inn horfði æðislega í kringum sig í leit að bráð og skaut út í loftið. En þá var það, sem blaðasnápurinn John Keller birtist í dyrunum, þeirra er- inda að fá sér einn lítinn fyr- ir svefninn, skot'hríðin dundi á honum, um leið og hann kom í gættina, og hann sofnaði svefninum langa án þess að fá nokkuð að drekka. Þessi brjálaði morðingi ruddist nú út úr veitingastof- unni, sem öll var orðin blóði drifin. Hann beindi byssu sinni að nokkrum vegfarend- um á götunni og hótaði þeim öllu illu, um leið og hann stökk upp í bílinn, ók á brott og hvarf í nóttina. — Larry Neumann gerði þetta, sagði Mickey við lög- regluna, sem kom á staðinn. Ég hefi aldrei gert hundi mein urp, mína daga, en þennan hund myndi ég hengja í greip, minni, ef ég næði honum. Ég vissi alltaf, að hann myndi fyrr eða síðar drepa einhvern. Hermann Dorf lögreglufull- trúi spurði, hvort þeir bræður hefðu átt í einhverjum útistöðr um við Larry, og kom þá » ljós, eftir því sem Mickey sagði, að fyrr um það bil hálf- um mánuði hafði Larry borið þeim bræðrum á brýn, að snuða sig, þegar þeir gáfu honum til baka af hundrað dollara seðli, og hafði hann þá verið mjög drukkinn. Bræð- urnir tóku þetta óstinnt upp og börðu hann rösklega. Unnusta Larrys, Norma Col- lins, tuttugu og átta ára göm- ul stúlka, sagði, að þau hefðu ætlað að gifta sig næsta laug- ardag. Hún sagði einnig, að þeir Epsteinsbræður hefðu barið Larry svo óskaplega, að hann hefði orðið að leggjast á sjúkrahús. Hann hefði því að sjálfsögðu verið fullur heiftar í þeirra garð. — En mér datt ekki í hug, að hann myndi myrða neinn, sagði hún. Gamall skólafélagi Larrys gat varpað skýrara Ijósi á raunveruleika lyndiseinkunn Larrys. Framhald á bls. 7. KUK-KUK Hann var í verzlunarleiðangri í Tókíó, og um kvöldið ætlaði hann að sannprófa hið fræga skemmtanalíf stórborgarinnar. Svo að hann skundaði inn í skuggalegt borgarhverfi, þar sem allt virtist fást fyrir pen- inga. Fljótlega vatt sér stúlka að honum. Hún kvaðst kunna dá- Iítið, sem hann hefði aldrei reynt áður — örugglega. Þau fóru inn í lítið hótel og fengu herbergi, og stúlkan sagði: — Nú skulum við koma í kuk-kuk- leik. Við slökkvum Ijósið, og þegar ég segi kuk- kuk, förum við hvort fyrir sig úr einni flík. Jæja, hann var til í tuskið. Hún kukkaði, og hann kastaði klæðunum. Svo allt. í einu hætti hún að kukka. Hann kveikti Ijósið, og þá sá hann sér til hrellingar, að hún var horfin með öll hans föt! Fjandinn, hugsaði hann. Hvað á ég nú að gera? Einn og yfir- gefinn — og fatalaus! Hann gekk að glugganum og úti á götunni kom hann auga á flokk bedúína, sem var þar á gangi. Og honum datt óðara snjallt ráð í hug: Ég vef bara rúmlakinu utan um mig og fer inn í Bedúína- hópinn — þá tekst mér að komast vandræðalaust heim á hótelið mitt. Stuttu seinna rak hann lest- ina í Bedúínaflokknum. Þá sneri Bedúíninn fyrir framan hann sér að honum og sagði: — Jæja! Þú hefur sjálfsagt líka verið í kuk-kuk-leik! minn? sagði hún og beygði sig yfir hann: Ernie reyndi aftur að slá hana, en missti enn af henni. Hún er sleip, hugsaði hann, kattliðug. En ef hann gæti skriðið yfir að símanum, þá væri honum borgið. Hann byrjaði að skríða eft- ir gólfinu, nokkra þumlunga í einu. Darby hjúkrunarkona var alltaf örfáa þumlunga frá honum. Hann gat horft upp eftir fótleggjum hennar, en honum var lítil huggun í því. Hann komst að skrifborðinu sínu og byrjaði að reisa sig upp. Það var eins og hún hefði beðið eftir þessu, því að þeg- ar hann var rétt í þann veg að ná til símatækisins, þá sleit hún símann eldsnöggt úr sam- bandi. Ernie lét sig falla aftur á gólfið, og svo byrjaði hann að skríða aftur til stólsins síns. Hún hellti sér í glas og sagði: — Þetta er ágætis viskí, sem þú hefur hér. Það er slæmt, að ég skuli ekki geta gefið þér sopa. — Gefðu mér að minnsta kosti vindling, sagði hann, — þar er karton þarna yfir á skápnum. Gefðu mér eina sígarettu og gerðu svo það sem þér sýnist. Þú hlýtur að vita, að jafnvel dauðadæmd- um mönnum er leyft að reykja, áður en þeir eru tekn- ir af lífi. Darby hjúkrunarkona opn- aði kartonið, tók þaðan einn vindlingapakka og úr honum eina sígarettu. Hún fór sér hægt að öllu þessu, og eins við að kveikja í sígarettunni. Hún andaði reyknum djúpt að sér og naut hans sýnilega. Hún blés reyknum siðan fram- an í Ernie og sagði: — Láttu þig bara dreyma um að þú sért að reykja. Reyndar er það of gott fyrir þig líka. — Ertu búin? — Nei, nei, ekki nálægt því. Þú átt mikið hjá mér ennþá. — ★ — Hún sat á sófanum, og Ernie horfði hugsandi á hana. Nú tók hún af sér húfuna, hneppti frá sér sloppnum og leysti niður hár sitt: — Þetta geri ég alltaf, áður en ég fer að hátta, sagði hún. Langar þig til að sjá meira? —- Ég er alls ekki að horfa á þig. — Jú, þú ert að því, herra minn, og þú munt sjá miklu meira, áður en við erum skil- in að skiptum. Þú heldur, að þig langi ekki í neitt meira en sígarettu. Bíddu þangað til þú sérð það, sem þig langar ennþá meira í. — Og auðvitað á ég ekkert að geta, fremur en fyrr, sagði hann. — Nei, þú getur ekki neitt. Ég ætla, piltur minn, að þjarma miklu betur að þér, og þegar mér finnst nóg komið, labba ég héðan út og beint til flugvallarins. Já, þú skalt fá nóg um að hugsa. Hún hélt áfram að afklæða sig. — Ég lít ekki á þig, sagði Ernie. Þegar Darby hjúkrunarkona stóð á einni saman brókinni, strauk hún sig alla og teygði og sagði að það væri gott fyr- ir línurnar stiklaði hún að borðinu, þar sem hún hafði lagt frá sér viskíflöskuna, og fékk sér í glasið og kveikti sér í nýrri sígarettu. Það var með naumindum, að brjóst- höldin héldu stórum brjóstum hennar, og þegar hún losaði snögglega um þau, spruttu brjóstin út eins og það væru í þeim gormar. — Líttu nú á, tigrísdýrið mitt, virtu þetta vandlega fyr- ir þér — af hverju gerirðu það ekki? — ★ — Ernie gaut til hennar aug- unum, og brjóst hennar blöstu við honum, eins og armlengd frá honum. Hár hennar féll niður á breiðar mjaðmir henn- ar. Hún smeygði höndunum undir buxnastrenginn og lét buxurnar falla á gólfið. Fisk- aði þær svo upp með tánni og sparkaði þeim framan í Ernie. Hann gnísti tönnum og kreisti stólbríkurnar svo fast, að hnú- ar hans hvítnuðu. Hún sneri sér allri til fyrir framan stólinn hjá honum. — Hræddur við að horfa, hetjan? Heldurðu kannske, að þú fellir aftur úr stólnum? Svona, svona, lambið mitt, þú ættir að virða þetta vel fyrir þér. Hún tók dansspor fyrir framan hann og hreyfði til hendurnar eggjandi. — Ég nýt þessa, sagði hún, og andardráttur hennar var orðinn tíður. — Ó, þetta er svo dásamlega gaman. —Þú ert bandvitlaus manneskja. — Það er ljótt, krúttið mitt. Fyrir þig. Mér hefur alla tíð fundizt dásamlegt að stríða karlmönnum. Ég fæ ekki betri skemmtun. — ★ — Hún lét sig falla aftur á bak í sófann og lagðist í eggj- andi stellingar. — Þegar ég var sextán ára, þá afklæddi ég mig alltaf við gluggann, og ég gerði mörgum órótt í geði með því.. Pabbi skaut mann vegna þessa. Og þegar ég var að læra til hjúkr- unar, þá háttaði ég, ef ég fékk því viðkomið, þar sem ég var viss um að læknanemarnir sæju til mín. Ég naut þess svo að æsa þá þannig upp . . . Reyndu að hreiðra um þið á þessum sófa, tíkin þín, hugs- aði Ernie og hreyfði sig ör- lítið til í stólnum. Já, þarna var hann. Hann ýtti á hnapp í stólnum, og sófinn tókst á loft. Darby hjúkrunarkona tókst líka á loft, og þegar hún kom niður aftur, þá kastaði Ernie C. Winston sér áfram, og nú missti hann ekki af henni. Hún öskraði, beit og klóraði, en hún gat ekki með nokkru móti losað sig úr þeim tökum, sem hann hafði náð á henni. — Vertu nú góður, ég var bara að gera að gamni mínu, sagði hún, — þetta átti allt bara að vera gaman. — Já, telpa mín, eins og litla músin mín. Ernie kyssti hana á hálsinn og fann skjálftann, sem fór um hana. Hann þrýsti henni enn fastar að sér og fann, hvernig hún skalf allt í einu og titraði, eins og hún hefði orðið fyrir rafstraumi. Já, nú hef ég náð góðum tökum á þér, telpa mín, hugs- aði hann. Þú hleypur ekki langt úr þessu, ef ég þekki konur rétt. Hann seildist eftir viskí- flöskunni, og honum virtist ó- hætt að sleppa öllum tökum. Darby hjúkrunarkona hefði ekki farið, þó að hann hefði heimtað það. Meðan hann drakk viskíið^ hamaðist hún eins og ljónynja við að afklæða hann. — Dýrið þitt, tautaði hún, — þú hefur unnið aftur . . .

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.