Ný vikutíðindi - 08.02.1974, Blaðsíða 6
6
NY VÍKUT EHNDI
Sterkara en fangelsismúrarnir
HORST FECHTNER hafði
verið í yfirheyrslu og var á
leið í fangaklefann sinn í einu
fangelsanna í Austur-Þýzka-
landi, þegar hann kom auga
á fangelsisiækninn og einn
fangavörðinn'koma út úr klef-
anum, sem var við hliðina á
hans klefa, og voru þeir með
stórt knippi af blóðugum um-
búðum. Til eyrna hans bárust
stunur út úr klefanum.
Einn af fangavörðunum, sém
voru með Hort, forvitnaðist
um, hvað komið hefði fyrir.
Læknirinn svaraði:
„Stelpan gerði tilraun til
sjálfsmorðs. Skar á púlsinn
með glerbroti.“
Horst var hrint hranalega
inn í, óþrifalegan klefann og
hurðinni skellt í lás að baki
hans. Hann hafði setið í fáng-
elsi í sex mánuði, ákærður um
njósnir fyrir Vesturvetldin.
Hann verkjaði í kroppinn eftir
misþyrmingarnar, sem hann
hafði orðið að þola í yfirheyrsl-
unni. Það kostaði hann mikla
áreynslu að borða hinn ógeðs-
lega mat, því að fjórar tenn-
ur höfðu verið brotnar í munni
hans. Mörgum sinnum hafði
hann hugsað sér að fremja
sjálfsmorð.
Alla næstu nótt lá Horst
vakandi á lúsugu dýnunni og
hugsaði um stúlkuna í klefan-
um hinum megin við þilið. Á
vissan hátt var það nokkur
hugarfróun að hugsa um ann-
ars vanlíðan, og um morgun-
inn byrjaði hann að berja á
vegginn. Allir fangar þekkja
kerfið, eitt högg þýðir, A, tvo
Br,og fevb framvégiö. Það’teíf'-
ur langan tíma að banka stutta
setningu. En í fangelsi hafa
menn nægan tíma.
„Hvernig er líðan?“ bankaði
Horst.
„Hver eruð þér?“ var spurt.
„Hort Fechtner, nítján ára,
dæmdur í þrjátíu og tveggja
ára fengelsisvist.“
Hún sagði honum, hver hún
var, en Horst fann ekki út
skírnarnafn hennar, en síðara
nafnið var Gellner. Þetta nafn
minnti hann á eitthvað, sem
hann gat þó ekki rifjað upp,
né hvar hann hefði heyrt þetta
nafn. Hún sagði honum, að
hún væri dæmd í tuttugu og
fimm ára vist.
Dag eftir dag bönkuðu þau
hvort til annars. Það var á-
hættusamt fyrirtæki, því að
ef þau yrðu staðin að verki,
beið þeirra myrkraklefi í
kjallara byggingarinnar. Horst
sneri baki að veggnum og
barði með hnappi. Innan tíðar
fundu þau upp eins konar
hljóðlausa hraðritun. Þau urðu
brátt mjög leikin í þessu og
gátu talað hratt saman á þenn-
an hátt. í byrjun hafði Horst
oftast orðið, stúlkan kvaðst
vera veik og kjarklítil og vildi
heldur hlusta en tala. Hann
sagði henni lífssögu sína.
Hann var fæddur í Stettin
1929. Faðir hans, sem verið
hafði löggæzlumaður, var kall-
aður í herinn 1939 og féll í
innrásinni í Póllandi. Móðir
hans fékk þá atvinnu í banka
einum.
Litlu fyrir stríðslokin kom
Horst svo áð segja rakleitt af
skólabekknum og tók þátt í
bardaganum gegn sókn Rúss-
anna.
Þegar þriðja ríkið leið undir
lok, var hann tekinn til fanga
og flúttur í nýreistar vinnu
fangabúðir ; í Austur-Þýzka-
landi. Vinnan var þrældómur,
en hann var ungur og hraust-
ur og þoldi þrældóminn' sæmi-
lega. Tilvist hans var þó við-
unandi, því að hann fékk við
og við frí. Fríið notaði hann
til þess að fara á dans- og aðra
skemmtistaði.
Fyrir forgöngu rauða kross-
ins fékk hann góðar fréttir ,af
móður sinni. Hún var komin
til VesturÞýzkalands og átti
þar heima í litlum bæ. Hann
ákvað að reyna að flýja þang-
að hið fyrsta.
En til slíks flótta kom þó
ekki.
Morguninn 18. maí 1948 var
hann sóttur af tveimur lög-
regluþjónum og sendur til
hinna illræmdu úraníumnáma
í Erzebirge, Strax er hann kom
þangað, var hann leiddur fyr-
ir herrétt, og framkvæmdi yf-
irheyrsluna grimmúðugur rúss-
neskur foringi, sem spurði for-
málalaust, hvort hann ætti
nokkra ættingja í Vestur-
Þýzkalandi. Horst var ungur
og einfaldur og svaraði:
„Já, móðir mín dvelur þar.“
Þá voru örlög hans ráðin.
Eftir fyrstu yfirheyrsluna,
sem var hin ægilegasta og stóð
yfir í tvær klukkustundir,
voru hendur hans bundnar
hieð”'stáíþræði óg 'líónúm várþ'-
að í fangaklefa.
Á hverri nóttu var hann
vakinn upp til yfii'heyrslu.
Skæru rafmagnsljósi var beint
að augum hans, og hann spurð-
ur hinnar sömu spurningar:
Hvort það væri ekki satt, að
hann væri njósnari í þágu
Vesturveldanna? Þegar hann
neitaði, að svo væri, barði for-
inginn hann grimmdarlega í
andlitið. Stundum stóð yfir-
heyrslan yfir til klukkan þrjú
og fjögur að morgni. Félli
hann í yfirlið, sprautuðu þeir
vatni á andlit hans, unz hann
komst til meðvitundar á ný.
Héldu þeir svo yfirheyrslunni
áfram.
Að lokum fór svo, að hann
missti geðró sína. Hann stökk
fram og ógnaði foringjanum.
Þá börðu þeir hann miskunn-
arlaust, unz hann missti með-
vitundina, og þannig lá hann
í marga daga.
Þegar hann hafði jafnað sig
lítið eitt, var hann leiddur
fram fyrir marga rússneka her-
foringja. Á veggjunum í her-
berginu hengu margar myndir
af Stalin. Þar var dómurinn
kveðinn upp. Þrjátíu og tvö ár.
Er fram liðu stundir var
stúlkan orðin það hress, að
hún gat skýrt Horst frá sögu
sinni. Hún var fædd í Breslau
árið 1925 og hafði numið rúss-
nesku í skóla. Þegar Rússarn-
ir komu til Þýzkalands, átti
hún heima í Halle.
Dag einn var hún boðuð á
skrifstofu herdeildarinnar í
bænum. Þar var henni skýrt
frá því, að þeir þyrftu á lið-
sinni þýzkra stúlkna að halda,
og sér í lagi þeirra, sem kynnu
rússnesku. Hún gekk undir
margþætt próf og var að því
loknu ráðin sem skrifari og
túlkur, staða, sem veitti henni
aogang að ýmsum þýðingar-
miklum málum.
„Á þennan hátt gafst mér
tækifæri til þesk að hjálpa
löndum mínum,“ sagði hún.
Hún komst yfir nafnaskrá
þýzkra manna, sem átti að
handtaka, aðvaraði þá, svo að
þeir gátu flúið í tæka tíð..
Þetta gekk eins og í sögu
í marga mánuði. En dag nokk-
urn fékk rússneskur foringi á-
samt tveimur hermönnum inn
í skrifstofuna. Án þess að
mæla eitt orð, settu þeir á
hana handjárn og fluttu hana
á brott.
í fangelsinu hófust strax
hinar ægilegustu yfirheyrslur.
Þær fóru fram á næturþeli
eins og yfir Horst. Hún var
flutt inn í sal, látin setjast í
stól og að augum hennar var
beint skæru rafljósi. Rússarnir
vissu, hvað hún hafði aðhafst.
Stundum var skipt vöktum
við yfirheyrsluna og spurning-
unum rigndi yfir hana í 18
klukkustundir samfleytt. Einn
daginn, þegar hörkufrost var
úti, var hún afklædd og látin
í baðker fullt af ísköldu vatni.
Þar lá hún í þrjá klukkutíma.
Þá gafst hún upp og var
dæmd.
— ★ —
„Horst,“ bankaði hún dag
nokkurn, „manstu ekki eftir
því, að við vorum saman eina
kvöldstund?"
Svo kom nafnið: Ingibjörg
Gellner.
Honum varð hvert við. En
þá mundi hann allt. Það var
í danshúsi í Austur-Berlín, ári
áður en hann var handtekinn.
Kunningsskapur sprottinn af
tilviljun. Þau höfðu dansað
þrisvar eða fjórum sinnum
saman og ákveðið að hittast
síðar. Hún var lagleg, alvöru-
gefin stúlka. Hann hafði sagt
henni, að honum litist vel á
hana.
Þannig bönkuðu þau vikum
saman hvort til annars. Jólin
nálguðust, og fangarnir voru
leiknir grimmilegar enn
nokkru sinni fyrr. Maturinn
var hreinasta óæti, og um allt
fangelsið bárust æðisgengin
kvalafull óp fanganna.
Þessa daga fannst þeim
Horst og Ingibjörgu þau vera
miklu nær hvort öðru en
endranær — þau voru eins og
tvö lítil börn, sem leituðu
skjóls hvort hjá öðru í stormi.
Og einn morguninn sagði hún
honum niðurlag sögu sinnar..
— ★ —
„Ég var einu sinni gift,“
byrjaði hún. Maðurinn hennar
hét Hinrik Gellner og var
verkfræðingur. Þau voru vígð
í hjónaband í Breslau 1944.
Þýzkaland var að hruni komið,
og rússneski innrásarherinn
sótti fram.
Ingibjörg átti von á fyrsta
barni þeirra. í janúar 1945,
nokkrum dögum áður en Rúss-
ar hertóku Breslau, var Ingi-
björg flutt brott úr bænum
ásamt mörgum öðrum konum
og börnum. í flóttamannaskála
í nálægð Berlínar ól Ingibjörg
dóttur.
Hinn 20. apríl komu Rúss-
arnir til Berlínar, og orustan
um höfuðborg Þýzkalands
hófst. Skelfingin var hryllileg
jafnt á nóttu sem degi.
Sprengikúlum rigndi niður, og
að næturlagi var himinninn
uppljómaður af voldugum eld-
sprengjum. Hermannaskálinn
varð fyrir sprengju, og Ingi-
björg flýði með kornbarnið sitt
ásamt öðrum konum í skýli
nokkurt. Þar höfðust þær við
í þrjá sólarhringa án þess að
bragða vott né þurrt.
Á fjórða degi komu Rúss-
arnir. Konunum var skipað að
koma út úr byrginu, og þær
voru látnar fara í gönguraðir
bak við rússnesku herdeildina.
Ingibjörgu var nauðgað, hve
oft það var vissi hún ekki.
Nokkru síðar var hún flutt
ásamt öðrum konum til Berl-
ínar og skipað að vinna í al-
menningseldhúsi. Um haustið
dó barnið hennar af næringar-
skorti. Maðurinn hennar dó úr
tæringu.
— ★ —
Dálítill tími leið án þess að
Ingibjörg lét til sín heyra.
Hugur Horsts var í æsingu.
Hanp., þgfgle^mfij sín-
um þjáningum. Þær- höfðu
enga þýðingu; hann leitaði í
huganum að hughreystandi
orðum handa Ingibjörgu.
Á jólakvöldinu bankaði
hann: „Gleðileg jól.“
Hún endurgalt á sama hátt.
Næst barði hann: „Heyrir
þú vel til mín?“
Hún svaraði: „Já.“
;,Vilt þú giftast mér, ef við
losnum einhvem tíma héðan>?“
Augnabliks þögn.
Svo svaraði hún:
„Já, já.“
Þetta var vonlaus draumur.
Engu að síður treystu þau
hinu bezta.
Tveimur dögum síðar komu
tveir lögreglumenn inn til
Horst.
„Komdu og fylgdu okkur,“
skipuðu þeir. „Þú átt að fara
í annað fangelsi.“
Þeir settu handjárn á hann.
Hann sýndi mótþróa og hróp-
aði eins hátt og hann gat, til
þess að láta Ingibjörgu vita,
hvað gerzt hafði. Lögreglu-
mennirnir hrundu honum út
og drógu hann á brott.
— ★ —
Horst sat fimm ár í fangelsi.
Hann var til dæmis í „Gulu
ógninni“, en það fangelsi var
byggt fyrir 1200 fanga, en
Rússarnir höfðu þar 6500
manns. Horst var við þriðja
mann í klefa, sem var jafn-
stór og sá, sem hann hafði
verið einn í.
Einn daginn varð almennt
uppþot í fangelsinu, hróp bár-
ust frá klefa, hæð af hæð,
skerandi hróp, sem heimtuðu
betri og meiri mat og mann-
úðlegri meðferð. Sextíu lög-
reglumenn óðu fram og aftur
með ólar, sem þeir slógu fang-
ana með. Sextán fangar létu
lífið, en margir særðust.
Svo var það 18. janúar 1954,
að klefa Horst var lokið upp.
Horst var skipað að stilla sér
upp í röð meðal annarra fanga
þar á ganginum. Síðan var
gengið niður í fangelsisgarð-
inn.
Yfirmaður fangelsins flutti
ræðu. Hann gat þess, að sam-
komulag hefði orðið á utan-
ríkisráðherrafundinum, að
náða nokkra fanga. Þeir, sem
ættu ættingja í Vestur-Þýzka-
landi gætu horfið þangað, og
myndi þeim verða fylgt að
landamærunum.
Framhald á bls. 5.
BfLAR
Fólksbílar aí f jölmörgum tegundum og árgerðum.
Jeppar. — Sendiferðabflar. — Vörubflar.
AIIs konar skipti möguleg.
Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfí.
Höfum kaupendur að nýjum og nýlegum bflum.
Komið eða hringið sem fyrst.
Bílasalan Höfðatúni 10
SIMAR 18870 OG 18881. í
WUWWnWUWWft^WWUWUWU^^WUWWWWUWWVWW*