Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.02.1974, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 15.02.1974, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Þannig hljóðaii dagskipunin: B REPTU HANN! LfFSEIGUR NJÓSNARI VILLAN Umberto Cantania var uppljómuð, þó að komið væri undir morgun, þann 18. júní 1962. Fiametta greifi, rit- andi karl á níræðisaldri, sat ró- legur í plusshægindi, einskon- ar hásæti og drap tímann með því að dumpa stafnum sínurn í gólfið. Tvö eða þrjú pör á fimmtugsaldrinum dönsuðu ró- legan vals, sem hljómsveitin var að spiJ.a. En það gekk ekki alls staðar eins rólega hjá gestum þessa húss. Barnabarn gamla greif- ans, hún Alida nefnd „Þotan“, var í essinu sínu. Fleiri en þús- und manns af ýmsu tagi döns- uðu viltan dans í garðinum, átu léku taumlausa ástaleiki, hvar kaviar, drukku kampavín og sem því varð viðkomið, — í gróðurhúsinu, tennisflötinni, sólskýlinu, gufubaðinu og yf- irleitt alls staðar, þar sem næði fékkst til atlota. Þarna voru stjórnmálamenn, kvikmyndaleikarar, fjármála- jöfrar, aðalsfólk, fínar vænd- iskonur, boðflennur og ljós- myndarar. Ennþá hafði enginn dottið í sundlaugina, en 18. ára ljós- hærð dama hafði „dáið“ á bak- inu á steyptu ljóni, og herran dundaði útúr-drukkinn við að hella kampavíni niður um háls- málið á kjólnum hennar. Tízku- dama, Kiki að nafni, ók Ferr- arribíl fram og aftur um blómabeðin. Tom Mackay, amerískur ljósmyndari, sem „vann“ um þessar mundir í Róm, reyndi að losna við dökk- hærða skvísu, sem sóttist eftir fyrirsætustarfi. „Tom,“ sagði hún, „þú ert listamaður og getur lagað nef- ið á mér á myndinni. Reyndar tekur enginn eftir að það sé of stórt, þegar þeir sjá mig nakta, því að þá á ég mér engin minn líka. — Seinna góða, seinna. Við skulum skoða okkur um. Þegar Tom loks losnaði við hana, hafnaði hann í hópi fólks, sem, sem horfði á undurfagra stúlku dansa stríðsdans uppi á píanóinu. í raun og veru var hún ekki að dansa; hún var að selja sig hæstbjóðanda. Sköllóttur mað- ur í smóking bauð 180.000 lír- ur eða um 25.000 krónur, en dökkur maður með vefjarhött bauð 400.000 lírur, og daman stökk í fang honum. MACKAY gekk inn í húsið, gegnum danssalinn og til baka að sundlauginni. Hann var að svipast um eftir Powell Kest- heny, ungverskum sendiráðs- ritara, sem einnig var þekktur sem stórtækasti morðingi rúss- neskra spæjara. — Ég er steypireyður, gelti ungpía á stökkbrettinu, — falleg steypireyður. Hún stökk í vatnið. Einhver snaraðist út í og fiskaði hana upp úr. Önnur dama byrjaði að tína af sér spjarirnar, og hún reyndist ber undir kjólnum, að öðru leyti en því, að hún var í buxum samlitum hárinu. Hún kastaði frá sér kjólnum, og mað- urinn, sem greip hann á lofti, var Kestheny. Stúlkan kastaði sér í fang hans, og hann fleygði henni í vatnið. Mackay færði sig nær Ung- verjanum. Hann sló um sig með kampavínsflösku og þóttist vera út úr drukkinn. Ljóshærða stúlkan, sem sótti svo fast að verða fyrirsæta var þarna á næstu grösum, og hann sagði: — Nú er tækifærið, og byrj- aði að tína af henni spjarirn- ar. — Sýndu okkur af hverju þú hefur að státa. Þetta átti nú við dömunað og hún hló af kæti. Hann greip hana á öxl sér og kastaði henni til Kestheny, sem greip hana í fangið og sló hressilega á bakið á henni, en um leið hratt Mcak- ay þeim báðum út í. Hann stakk sér á eftir þeim, en fór úr jakkanum fyrst. Harm"farm fljótlega‘Ungverj- ann, kafaði undir henn og dró hann niður. Ungverjinn var í jakkanum, og Mackay dró hann niður um handleggi hans, svo að hann gat ekki hreyft sig. Hann átti ekki langt eftir og kom engum vörnum við. Að einni mínútu liðinni yrði þessu verki lokið. Þá sá hann varðmennina synda í áttina til þerra. Hann bölvaði sárt í huganum, flýtti sér að sleppa og spyrnti sér harkalega upp á yfirborðið. Ljóshærða stúlkan sat kvik- nokin á laugarbakkanum og hló. — Jæja, fæ ég starfið? spurði hún. En Mackay var í illu skapi og hreytti út úr sér: — Nei, nefið á þér er alltof stórt. Stúlkan fór að skæla og var leidd burtu. Varðmennirnir drógu nú Kesthenay upp og hófu á hon- um líffgunartilraunir. — Nei, sjáið allt vatnið, sem kemur upp úr h onum, kallaði stúlkukind ein, — það er eins og úr hval. Að nokkrum mínútum liðn- um settist Ungverjinn upp og skal allur og nötraði. Hann starði á Mackay, og það var ekki blíðlegt augnaráð, sem hann sendi honum. Svo brosti hann elskulega og sagði: — Slysin vilja henda menn. — Já, allt í gamni, sagði Mackay. Kestheny kinkaði kolli: — Já, ég kann líka nokkra leiki, og ætli við eigum ekki fljótlega eftir að leika þá. Mackay kinkaði kolli, stóð síðan æ fætur og hélt heim- leiðis. Þegar hann kom til herbergja sinna á hótel Tiburtina, hringdi hann strax í leyninúmer. — Mér mistókst, sagði hann hranalega, — en annað tveggja verður nú, að Kestheny á ekki langt eftir ólifað ellegar ég. PAWELL Kestheny var ó- þekktur meðal almennings, en þeim mun betur þekktur hjá leyniþjónustu vestrænu þjóð- anna, og þá sem hættulegasti njósnari Rússa. Hann hafði ver- ið í þessu starfi hátt á annan áratug. Hann var lágur vexti, en sterklega vaxinn. Hann líkt- ist hafnarverkamanni í sjón, enda hafði hann eitt sinn verið það. Þó að hann væri ungverslí- ur, hafði hann barizt með rauða hernum í heimsstyrjöldinni og síðan snúið sér að njósnunum. Hann komst fljótt upp metorða- stigann í þeirri grein og þótti framúrskarandi við að koma fólki fyrir kattarnef. Fyrsta verk hans á því sviði hafði verið að kála þeim, sem hafði ráðið hann til njósnanna, yfirmanni leynilögreglunnar, sem þá var fallinn í ónáð, Andrei Igoro- vich. Persónulegar tilfinningar virtust aldrei skipta hann nokkru máli. Hann nokkru máli. Hann framkvæmdi skip- anir skilyrðislaust. Á undan gengnum tíu árum vissu menn til, að hann hafði komið fyrir kattarnef ekki færri en fimmtán mönnum, sem fallið höfðu í ónáð og voru annaðhvort stalinistar, eða end- urskoðunarsinnar. 1960 var Ungverjinn fluttur til Vestur-Berlínar og gerður að sendiráðsritara. Þrem vikum eftir að hann kom þangað, flýði þekktur austur-þýzkur komm- únistaforingi, Gunther Habe. Habe þessi bjó yfir mörgum leyndarmálum, sem hann hugð- ist afhenda Vesturveldunum, en áður en það yrði, fannst hann dauður í Wilhelmstrasse. Bana- meinið virtist í fljótu bragði vera hjartaslag, en við nánari rannsókn reyndist hann hafa dáið af örfínni úðun cyanide- eiturs úr þar til gerðri sprautu. Þetta verk krafðist mikillar leikni og þjálfunar. Kestheny sagðist hafa verið að vinna eftirvinnu í sendiráð- inu, en yfirvöldunum tókst ekld að afsanna það. Næst var hann fluttur til Mið-Asíu. Hann losaði Rússa þar við þrjá Arabahöfðingja, sem allir voru mjög hlynntir Vesturveldunum, og hann setti í þeirra staði þrjá aðra, sem all- ir voru vinveittir Rússum. Þetta var mesta afrek Kenth- enys til þessa, og hann hafði ekki verið vandur að meðulum við að koma fórnardýrunum fyrir. Hann var nú kominn til Róm, og það hafði ekki liðið langur tíma frá komu hans og þar til skrokkurinn af banda- rískum njósnara fannst á floti á Tíberánni. • SÚ ÁKVÖRÐUN haffði nú verið tekin, að Kestheny, sem nefndur var „Slátrarinn frá Budapest“, skyldi nú fá að bragða á sínum eigin meðulum. Til verksins var valinn 35 ára gamall Bandaríkjamaður, sem dvalizt hafði sex ár í Róm og lifað þar hátt. Og þó að hann væri ljósmyndari, sein seldi djarfar myndir af ítölsk- um signorítum til hæstbjóð- anda, þá var hann á „launum“. Mackay hafði varpað úr falri- hlíf á bak við víglínu nazista, til að hafa þar samband við skæruliða. Þegar stríðinu lauk, hafði Mackay sezt að í Róm og lagt stund á Ijósmyndun, síðan hald- ið til Bandaríkjanna og hafið þar ljósmyndaiðn. Honum leiddist starfið og hvarf aftur til starfa fyrir leyniþjónustuna. Hann hafði nóg að bíta og brenna og konur á hverjum fingri. Hann hafði þegar unnið ýmis mikilvæg störf fyrir leyni- þjónustuna, þegar honum var falið að kála Kestheny. Mac- kay var þrekinn meðalmaður á hæð, ekki afburðagóður spæ- ari, en vann samvizkusamlega og örugglega. Þetta verk hafði hann hafið á sinn venjulega ígrundaða máta. Rannsakað fyrst af mik- illi nákvæmni alla lifnaðar háttu og æviferil Ungverjans, en það var einmitt svona ná- kvæmni í starfinu, sem gerði Mackay færan um að vinna af- rek, sem skarpgáfaðri og dug- legri mönnum tókst ekki. Kestheny hafði Mackay á skrá hjá sér eins og aðra Banda- ríkjamenn í Róm, og á þeirri skrá var þessi þrekpi^Panda- ríkjamaður sagðuh ljósmynd- ari, sem virtist ekkert ákveðið háfa fyrir stafni, úrkynjaður og áreiðanlega meinlaus og hættulaus með öllu. Eitt af því, sem Mackay hafði komizt að við rannsókn á lifn- aðarháttum Kestheny, var, að veizlusalir Hotels Loftleióa standa öllum opnir HOTEL LOFTLEIÐIR Leitið ekki langt yfir skammt. Ef efna á til árshátið- ar, samsætis, afmælisveizlu, brúðkaups eða mann- fagnaðar af einhverju tagi, eru likurnar mestar fyrir því, að „HÓTEL LOFTLEIÐIR" hafi húsakynni, sem henta tilefni og væntanlegum fjölda þátttakenda. „HÓTEL LOFTLEIÐIR" býður fleiri salkynni, sem henta margvíslegri tilefnum en nokkurt annað sam- komuhús á landinu. Allirhafa heyrt Um VÍKINGASALINN, sem tekur 200 manns °9 KRISTALSALINN, sem ertilvalinn fyrir 170 manns, en auk þess eru i hótelinu ýmsir aðrir, minni salir, sem henta samkvæmum af ýmsum stærðum. FÉLAGASAMTÖK, sem undirbúa ÁRSHÁTÍÐIR sinar á næstu vikum, ættu að hafa samband við skrifstofu HÓTELS LOFTLEIÐA — simi 22322 — sem fyrst, þvi að ef að vanda lætur. FÁFÆRRI INNI ENVILJA,

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.