Ný vikutíðindi - 05.07.1974, Blaðsíða 1
EFNI MEÐAL ANNARS:
Rfl'Ö' WD [KCLD
Gleðisaga. — Kompan. —
Sakamálasaga. — Brand-
arar.
Föstudagur 5. júlí 1974. — 19. tbl., 17. árg. — Verð 80 krónur
Fara skuldirnar vi5 Rússa
upp í 4 milljarða ?
Við höfum stundum bent á
hvað viðskipti okkar við
Rússa eru varasöm og hvernig
þeir hafa stöðugt gengið á lag-
ið með að hækka þær vörur
Sem við ka'upum af þeim. Á
sama tíma hefur verið miög
érfitt fyrir okkur að fá þá til
að greiða hærra verð lyrir út-
flutning okkar. Má þar t. d.
benda á, að við seljurn þeim
freðfisk miklu lægra verði en
Banda’dkjamönnum. Rétt fyrir
bingrofið í vor kom þetta til
umræðu á Alþingi og þá
neyddist Lúðvík til að viður-
kenna að líkur bentu til þess
að skuldir okkar við Rússa
Framsóknarmenm
kusu komman
Stefán Jónsson, fyrrum
fréttamaður naði kjöri sem
alþingismaður í Norður-
landskjördæmi eystra.
Hann var einnig í framboði
þar við síðustu kosningar
en náði þá ekki kjöri.
Skýringar á sigri hans
nú liggja ekki 1 fylgi Al-
þýðubandalagsins í kjör-
dæminu heldur óánægju
með lista Framsóknarflokks
ins. Jónas Jónsson ráðu-
nautur, frá Ysta Felli
skipaði þriöja sæti listans
áður og kom inn á þing,
sem varamaöur þegar Gísli
Guðmundsson lézt. Nú
var Jónasi bolað burt af list
anum og í hans stað settur
Ingvi Tryggvason, sem
gengt hefur starfi blaða-
fulltrúa bændasamtakanná.
Þessi skipan mæltist mjög
illa fyrir og varð til þess aö
Framsóknarmenn kusu
Stefán Jónsson hópum sam
an til að ná sér niðri á
flokksforystunni.
Alþýðubandalagið og
Stefán geta því þakkað
framsóknarmönnum þing-
meðsætið. Framsóknar-
flokkurinn getur aftur á
móti séð meö þessu, að
Þingeyingar eru stoltir
menn sem láta ekki flokks-
forystuna í Reykjavík segja
sér hvaða menn þeir
eigi að senda á þing.
Hverjir moka fiórinn?
Fátt er nú meira rœtt en
hverjir muni mynda nýja
stjórn. Flokkarnir eru önn-
um kafnir við að reyna alls
kyns brœðslutillögur en lít-
ið hefur gengið ennþá. Eft-
ir jafnteflið í kosningunum
getur stjórnarmyndun
reynst erfið.
Útilokað er fyrir sjálf-
stæöismenn aö mynda
meirihlutastjórn með kröt-
um. Einnig er útilokaö fyr-
ir framsókn að mynda
meirihlutastjórn meö sín-
um gömlu stamstarfsflokk-
Um úr vinstri stjórninni.
Til aö mynda meirihluta-
stjórn þarf framsókn að fá
Alþýðuflokkinn til liðs við
sig og sá möguleiki er vissu
lega fyrir hendi.
Gylfa þyrstir í völd og
myndi eflaust ekki slá hend
inni á móti ráöherrastól
En þá yrði Alþýðuflokkur-
inn aö kingja mörgum stór-
um orðum ef hann ætti aö
starfa með kommúnistum í
stjórn. Á kosninganóttina
talaði Magnús Kjartansson
utan aö þessu við Gylfa, er
hann bað Gylfa um að í-
huga vel hvort ekki væri
kominn tími til aö breyta
um stefnu.
Meirihlutastjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Fram-
sóknar kemur vart til
greina. Þótt þaö væri
kanski eölilegast að stærstu
flokkarnir mynduðu stjórn
saman er lítil von til þess
að slík stjórn gæti blessast
vegna ólíkrar grundvallar-
stefnu í svo mörgum mál-
um.
Línurnar fara sem óðast
aö skýrast næstu daga og
við veröum bara að bíöa og
sjá hvaö setur.
viyndu stóraukast á árinu.
Þessi skuluasöfnun gefur Rúss-
um höggstað á Islendingum,
sem þeir munu hiklaust nota
sér ef þeim býður svo við að
horfa.
Til frekari glöggvunar birtir
blaðið hér á eftir fyrirspurn
Lárusar Jónssonar til Lúðvíks
um þetta efni og svör ráðherr
ans:
Lárus Jónsson gerði fyrir-
spurn til viðskiptaráðherra um
viðskipti íslendinga við þjóðir
Sovétríkjanna. Þar var spurt
um eftirfarandi: 1) Hvað hefir
innflutningur einstakra vöru-
tegunda, sem íslendingar
kaupa frá Sovétrikjunum,
hækkað í .verði.frá 1. janúar
1973 til síðustu mánaðamóta?
2) Hvað hefir útflutningur ein
stakra vörutegunda, sem ís-
lendingar selja Sovétþjóðum
Framhald á bls. 7.
FatafeUa vikunnar
— Drukknir
með
Fjölskylda úr borginni
kom úr sumarleyfisferð um
landið fyrir skömmu og
sagði farir sínar ekki slétt-
ar. í Atlavík varð fólkið
fyrir barðinu á drukknum
unglingum úr Reykjavík,
sem óku þar um tjaldstœði
dauðadrukknir og ollu stór-
hœttu á líkamsmeiðingum
eða dauða þeirra er þarna
lágu í tjöldum. Tilmœlum
um að hætta þessum leik
var svaraö illu einu og fólki
hótað hinu versta ef það
skipti sér af þessari iðju.
Fjölskyldan sem hér um
ræðir kom að Atlavík á
laugardegi og sló upp tjaldi
á þar til gerðu svæði þar
sem nokkur tjöld voru fyr-
ir. Allt var með kyrrum
kjörum þar til leið á nótt-
ina. Þá komu þangað ung-
lingar úr Reykjavík á fjór-
um bílum og voru ung-
mennin öll meira og minna
drukkin. Ekki tjaldáði þessi
lýður en kastaði út úr bíl-
unum vindsængum og tepp
um. Síðan var setzt á sæng-
urnar og drykkju haldiö-á-
unglingar valda stórhættu
glannalegum akstri
fram meö viðeigandi háv-
aða og látum. Þarna voru
bæði stúlkur og pilt^r á
ferð og fljótt fóru nokkur
pör að iðka grófa ástarleiki
undir beru lofti undir
hvatningarhrópum hinna.
Fólk úr nálægum tjöld-
um bað lýðinn um að yfir-
gefa staðinn og benti þeim
á að þarna væru m. a. ung
börn og eldra. fólk sem ekki
fengi nokkurn svefnfriö.
Tilmælum þessum var illa
tekið og nú ákvað skríllinn
að sýna tjaldbúum í tvo
heimana.
Kappakstur að
tjöldunum
Tveir piltanna snöruðu
sér upp í bíla og hófu kapp-
akstur innan um tjöldin.
Einnig tóku þeir uppá því
aö aka aö tjöldunum á
fullri ferð og reyna að
stansa sem næst þeim. Bíl-
arnir runnu til á grasinu
og hvað eftir annað mátti
engu muna að þeir ækju
ekki inn í tjöldin full af
fólki. Má nærri geta hvern-
ig þá hefði farið.
Þegar þessu hafði farið
fram um hríð tóku flestir
upp tjöld sín og flýðu stað-
inn vegna stööugrar lífs-
hættu sem stafaði af ölvun-
arakstri skrílsins. Erlendir
ferðamenn sem þarna voru
fóru inn í bíla sína og
læstu að sér. Þá var tekið
til við að aka að þeim á
ofsahraða svo útlendingarn
ir gáfust upp líka og fóru,
brott.
IHur endír
Sögumaður okkar sagðist
ekki vera illgjarnari en
gengur og gerist. Þó hefði
hann ekki getað setið á sér
aö óska þessum skríl norð-
ur og niður þegar hann
hraktist á brott af tjald-
stæöinu. Og honum virðist
hafa orðiö að ósk sinni að
nokkru.
Daginn eftir ók fjölskyld-
an um Fljótdalshérað og
kom þar að hvar tveir bílar
Framhald á bls. 7.