Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.10.1974, Qupperneq 4

Ný vikutíðindi - 11.10.1974, Qupperneq 4
4 N Ý VIKUTÍÐINDI SETJARAVÉL og PRENTVÉL til sölu á mjög hagstæðu verði og lág útborgun. Nánari upplýsingar veittar í síma 41161. Góðir bílar — Góð þjónusta Á Indlandi þeir eiga fíl, sem eigra á veiðum; á Islandi þeir biðja um bíl frá Bæjarleiðum. BÆJARLEIÐIR SIMI33500 Mannlaust skip SÖNN FRÁSÖGN Dag nokkurn á miðri 17. öld komu sjómennimir á Easton Beach, Rhodeseyju, saman í fjörunni og voru allir sammála um að ófært væri til sjóróðra þennan dag vegna brims og vaxandi óveðurs. Þegar komið var undir kvöld stóð einn af fiskimönnunum út við gluggann í húsi sínu og horfði á óveðursskýin og liaf- rótið. Sá hann þá grilla í stórt seglskip, sem virtist stefna bcint á klettótta ströndina. Hann þaut niður til sjávar og hrópaði og veifaði skipinu til aðvörunar. Fjöldi sjómanna kom strax til hans, og tóku þeir undir hróp hans upp í storminn og óveðrið, ef ske kynni að skipverjar heyrðu til þeirra. En allt kom fyrir ekki. Sá, er stjórnaði þessu skipi, virtist hvorki heyra til þeirra né sjá þá, en stefndi beint á rifið, skammt framan við þorpið. Sjómennirnir biðu með öndina í hálsinum. Þeir vissu að skipið lilaut að faast á rif- inu, því að engum ókunnum manni var fært í slíku veðri að hitta hinn þrönga ál, sem fara varð um, við innsiglingu á höfnina. En hið ótrúlega skeði. Skipið sigldi beint í álinn og slapp óskennnt inn fyrir rifið og upp í fjömna, þar sem sjómenn- irnir biðu. Þeir voru ekki seinir á sér að klifra um borð í skipið, til að heilsa upp á liinn slynga skipstjóra, en einu líf- verurnar, sem þeir fundu um borð í skipinu, voru kjölturakki og köttur. Skipshöfnin virtist öll hafa yfirgefið skipið og farið í bát- ana, er skipið nálgaðist brotsjó- ana við Rliodes-eyju, en síðan farist, því aldrei fréttist til þeirra síðar. Þetta var enskt skip, sem hét Sea Bird, og enn í dag er það óleyst ráðgáta hvaða ósýnilcg hönd stýrði því gegn um brim og boða, inn um þröngan ál og upp í fjöruna á Rhodes- eyju. Hitt og þetta Skammbyssan Ameríski uppfinningamað- urinn Samuel Colt var aðeins 14 ára þegar liann smíðaði Colt-skammbyssuna sem hann varð brátt heimsfrægur fyrir. Hann var vikadrengur á skipi og komst þá eitt sinn til Lon- don; þar skoðaði hann meðal annars Tower og gafst þá færi á að skoða gamla hermanna- byssu frá dögum Hinriks VIII. Þessi gamla byssa á að liafa gefið Colt hugmynd sína. Fyrst smíðaði liann skarnin- byssuna úr tré en endurbætti hana síðar, tók einkaleyfi á uppfinningunni og kom henni í notkun í ameríska hernum. Hann dó sem einn stærsti iðjuhöldur Ameríku, árið 1862, 48 ára garnall. Járnbrautarslys Fyrsta jámbrautarslys, sem sögur fara af, varð í Englandi árið 1834. Járnbrautarlest rakst á stóran vagn, sem var hlaðinn smjöri og eggjum, skannnt frá Leicest- er. Áreksturinn olli miklu tjóni, en mannskaði varð þó enginn. En þetta varð tilefni til þess, að upijfinningamaður eim- vagnsins, George Stephenson, setti gufuflautuna sem merkja- og aðvörunar-tæki á járnbraut- arlestir. Kol Enginn vcit með vissu, hvet- fyrstur fann kol og hagnýtti þau. Kol hafa verið notuð í Kína mörgum öldum fyrir fæð- ingu Krists. Orðið kol kemur fyrir í biblí- unni og öðrum görnlum ritum og merkir þar alls staðar viðar- kol. Spil Fyrstu spilin, sem vitað er um, voru framleidd á Ítalíu og Spáni um 1320. Álitið er, að hugmyndin sé upphaflega komin frá rnann- taflinu, en það er upprunnið austur í Asíu. Margar tilgátur hafa komið fram um það, hver hafi fundið upp spilin, svo sem: Arabar, EgyjDtar, krossfararnir, Sígaunamir eða jafnvel sjálfur fjandinn. Táknin á spilunum merktu upphaflega kirkjuvaldið, aðal- inn, kaupmennina og bænd- urna, Eftir því sem spilin náðu meiri útbreiðslu, breytt- ust táknin meir og meir og skiptu um nafn. Það, sem nú er hjarta, var í fyrstu diskur eða kaleikur og táknaði kirkju- valdið. Spaðinn var áður sverð (á spönsku espados) og táknaði aðalsmenn. Tígullinn var gull- klumpur og táknaði kaup- menn. Laufið var kylfa og táknaði bændur. Blindra-letrið Franskur maður, að nafni Louis Braille, sat dag nokkurn og spilaði domino, þegar skyndilega mótaðist ómetan- lcg hugmynd í heila hans. Fingurgómar hans voru fram- úrskarandi tilfinninganæmir, og hann veitti því J>ess vegna athygli, að hann gat talið dopp- umar á domino-taflinu, án þess að horfa á þær. Út frá þessari tilviljun skap- aðist blindraletrið hjá þessum franska snillingi, og varð hann þar með velgjörðarmaður rnillj- óna manna um allan heim. Billiard Billiard-spilið er meira en 300 ára gamalt. Lúðvík XIV. kom því í notkun í Frakklandi, og hafa Frakkarnir alltaf síðan verið álitnir fremstir allra þjóða í billiard-leik. Billiard-leikur nýtur mikillar hylli við konungshirðir enn þann dag í dag. Ritvélar Mark Twain, hinn heims- kunni ameríski rithöfundur, var fyrsti rithöfundur sem not- aði ritvél. Hann sagðist vera fljótari að skrifa á ritvél, og auk þess sparaði hún pappír, en særsti kosturinn við hana væri sá, að hún frelsaði mann frá öllum blekklessum. Fyrsti rithöfundur Evrópu, sem notaði ritvélina var Leo Tolstoy. Hagkvæm viðskipti Kaupsýslumaður fór til bónda í nágrenni Amsterdam og reyndi að fá keypt hjá lion- um hálfpund af smjöri. Bónd- inn vildi eKki selja smjörið, en hann var fús til að skipta á því og einum ullarsokkum. Þegar kaupsýslumaðurinn kom heim, sagði hann konu sinni þetta, og hún fann lausn á málinu. — Við eigum garnla rúm- ábreiðu, sagði lnin, ég get rakið hana upp og prjónað sokka úr upprakinu. Hún byrjaði á augabragði, og nokkrum dögum síðar var skipt á sokkunum og smjöri. Og síðan hélt hún áfram að rckja upp og prjóna, og sokk- amir breyttust í meira smjör. En að lokum var ekki til band nema í einn sokk. Þá fór kaup- maðurinn til bóndans og spurði, hvort hann vildi skipta á sokknum og hálfum venju- legum smjörskammti. — Nei, sagði bóndinn, þér getið fengið hálfpund eins og vant er. Ég notaði sem sagt ekki sokkana. En konan mín rekur þá upp og prjónar rúm- ábreiðu úr upprakinu. Nú vantar hana bara ofboðlítið, og þess vegna nægir mér að fá einn sokk. Vetur kvaddur — sumri heilsað Á sumardaginn fyrsta óku skrautvagnar um götur Reykja- víkur, annar úr austurbænum — hinn úr vesturbænum, og mættust ]x:ir í miðbænum. í öðrum vagninum var ung blómarós, með laufsveig og blómakrans — það var vorgyðj- an. í hinum var hvítklæddur öldungur með kórónu á höfði — það var .Vetur konungur. Þótt sumardagurinn fyrsti sé þjóðlegur íslenzkur tyllidagur, og livergi annarsstaðar liátíð- legur haldinn, er vor- og sum- ar-konunni þó fagnað með margvíslegum og mismunandi hætti í öðrum löndum. Áður fyrr var það t.d. siður í Þýzkalandi, að menn ,tákn- uðu veturinn með mynd, sem máluð var á stórt spjald. Svo þegar vorið kom var „vetur- inn“ borinn út — burtu úr bænum eða þorpinu, og fylgdi unga fólkið honum úr garði með söng og gleði, en á sama tíma var vorið borið inn í borg- ina. Síðar var þessi athöfn gerð einfaldari — á þann liátt, að tveir unglingar léku hlutverk Vetrar og Vors; það kom til árekstra milli þeirra en viður- eigninni lauk að sjálfsögðu með því, að Vorið lagði Vetur- inn gamla að velli. Baðmull Sú var tíðin, að menn voru dæmdir í fangelsi í Englandi fyrir að ganga í baðmullarnær- fötum, svo liörð var baráttan fyrir vemdun innlenda ullar- iðnaðarins. Engin þjóð þráaðist jafn lengi við að nota baðmull í fatnað eins og Kínverjar. Þar gengu jafnvel fátæklingar í silkiklæðum lengi vel. Rússar hafa fundið aðferð til að lita baðmullina, áður en hún var tekin af akrinum. Talið er að baðmull, sem þannig er lituð, haldi litnum betur, en ef hún er lituð eftir 'á)1 Forsetarnir skiptu daglaununum Daginn, sem Truman lét af forsetaembættinu í Bandaríkj- unum og Eisenhower tók við, gat eitt blaðið ekki á sér setið að spyrja Trurnan, livor þeirra Eisenhower tækju daglaun for- setans þann dag. Truman kvaðst ekki hafa hugsað málið, en blaðið vildi fá úr þessu skor- ið og hringdi til fjármálaráðu- ráðuneytisins í Washington. Kvað það upp þann úrskurð í málinu að forsetalaununum skildi skipt til jafns milli frá- farandi forseta og hins nýja — það er að segja 135 dollarar til hvors þeirra. Málshættir um konur Flestar þjóðir eiga málshætti um konur, en þeir eru mis- munandi meðal hinna ýmsu þjóða. Hér eru nokkrir: Kína: Konusálin er eins og kvikasilfur — hjartað sem vax. Búlgaría: Það er aðeins tvennt, sem konan varðveitir ein með sjálfri sér: aldurinn og það, sem hún ekki veit. Llolland: Augu konunnar gera umhverfið bjart. írland: Viljirðu útbreiða eitt- hvað fljótt, þá trúðu konu fyrir því sem leyndarmáli. Tékkóslóvakía: Konuhöndin er mjúk —• einnig þegar hún slær. Skotland: Sá, sem á sér hús- freyju, hefur eignast yfirmana

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.