Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.10.1974, Síða 5

Ný vikutíðindi - 11.10.1974, Síða 5
N Ý VIKUTÍÐINDI 5 Þáttur um einhvern auðugasta mann, sem uppi var hér á landi á síðustu öld, þótt hann hefði alist upp í örbirgð og enga menntun hlotið Þorlcifur Kolbeinsson, sem kenndur var við Háeyri á Eyr- arbakka, fæddist 6. júní 1799. Hann var kominn af góðu bændafólki — norðlenzku i föðurætt, en sunnlenzku í móðurætt. Hann ólst upp í örbirgð og erfiði og í stað skólanáms lærði hann í uppvexti sparneytni og hagsýni. sveitarstyrk. Hann rnunar ekk- ert um að bæta því 12. við. Maðurinn labbaði sneyptur í burtu. Þorleifur var trúmaður, en flíkaði því ekkert. Eitt sinn var hann spurður, hvort hann héldi að það væri synd að blóta. ,.Ég veit það ekki,“ svaraði hann. ,,en ég geri það ekki — mér þykir það vissara.“ um vörurn, ef þær þurru í Eyr- arbakkaverzlun. Fremur vildi hann taka fisk eða aðrar auðseljanlegar vörur en peninga til andvirðist — með því móti græddi liann á báðar hliðar. Með orðlagðri ráðdeild og sparsemi jókst þessi verzlun hans ár frá ári, þótt ekki hafi verið um sérstaka búð að ræða, fyrr en hann flutti að Háeyri — og var liún þó livorki stór né skrautleg í fyrstu. Þá fór hann einnig að selja aðrar vörur, einkum korn, kaffi, sykur og ýmsar glysvörur — og þá einnig frá Reykjavík. Það var samt ekki fyrr en árið 1868 að Þorleifur var skyldaður til að kaupa borgara- bréf eða verzlunarleyfisbréf, en þá gat hann líka sýnt, að hann átti birgðir af ýmsum nauð- synjavörum, t.d. korn fyrir 300 vera fjármálaráðherra í Eng- landi." Orð fór af vinsæld hans, lip- urð, hyggindum og sáttfýsi í hreppstjórn og oddvitastörfum. Ljóst er þetta t.d. af bréfi frá Páli Melsted sýslumanni til hans, þar sem hann biður Þor- leif um að leita sátta milli tveggja deiluaðila og segir: „... . ég treysti í þessu sem öðru hyggindum yðar og áliti hjá hreppsbúum." í rnörg ár var jrað föst regla hjá Þorleifi að lána Lefollii- verzlun, aðalverzluninni á Bakkanum, 6.000 krónur fyrri hluta árs, en fékk þær svo end- urgreiddar fyrir áramótin næstu mcð 4% ársvöxtum. Er þetta eitt út af fyrir sig mjög í frá- sögur færandi, að ómenntaður íslendingur, uppailinn í ör- birgð, skyldi lána árlcga eig- anda stærsta verzlunarfyrir- að sér heitmcy hans, sam- kværnt beiðni Jóns. Hét hún Sigríður, og var amma hennar Guðrún, dóttir Skúla fógeta, en afi Jón Arngrímsson sýslu- maður. Giftust þau 1831 og áttu eitt barn, sem dó, en Guð- rún lézt 1833. Þar á eftir hafði Þorlcifur bústýru í 10 ár, Elínu Þor- steinsdóttur frá Simbakoti og kvæntist henni 1863. Var hann þá 66 ára, en hún 31 árs. Hún dó árið i86q. Eftir það bjó hann með systrum sínum til ársins 1873, er liann eftirlét Gúðmundi ísleifssyni tengda- syni sínum ábúð Háeyrar og var hjá þeim til æviloka, 1882. & Börn þcirra Elínar og Þor- leifs — og um leið erfingjar hans voru: ÞORLEIFUR RIKI A HAEYRI Þorleifur Kolbeinsson, kaup- maður og bóndi á Stóiu-Háeyii. Um hann sagði Pétur biskup: „Hann ættí að vera fjór- mélaráðherra i Cnglandi B0 Búskap byrjaði hann við lítil föng og þægindi, en af fram- sýni og hyggindum, fyrst á Skúmsstöðum, svo á Stéttum, Borg og Stóra-Hrauni, áður en hann flutti að Háeyri, sem hann keypti hálfa í fyrstu, en hinn helming jarðarinnar keypti hann síðar. Þorleifur gerðist brátt gildur bóndi og kaupmaður. Spar- semi hans, nýtni og hyggindi eru í munnmælum höfð, þótt hann væri höfðingi í lund — m. a. var hann einn aðal-fór- göngumaður að stofnun barna- skóla á Eyrarbakka og gaf til hans 40 rd á undirbúnings- fundi 1830 og jörð síðar (að því er sumir segja í „hefndar- skyni“ fyrir að hafa ekki fengið að læra neitt sjálfur, en liann hafði haft mikla Iöngun til að ganga menntaveginn). Um hyggindi Þorleifs eru ýmsar sögur og skulu hér fá- einar sagðar: & Maður nokkur kom til hans með böggul, bundinn saman með snæri, og skar á hnútana. Spurði hann Þorleif, hvernig hann hefði orðið svona ríkur. „Ég leysti hnútanna," sagði Þorleifur. Þorleifur var hreppstjóri frá 1844—1866, er hann sagði af sér, en svo aftur hreppstjóri og oddviti frá 1874 til dánardæg- urs 9. marz 1882, þá orðinn 83 ára. — Ýmsum öðmm trúnað- arstörfum gegndi hann, var m. a. sáttasemjari og skóla- nefndarmaður. Var hann ávallt mikils metinn sem forvígis- maður hreppsins. Eitt sinn sem oftar kom fá- tækur maður til Þorleifs og bað um sveitarstvrk. Kvaðst hann eiga eitt barn og geta ekki ann- ast heimilið hjálparlaust. Þorleifur hugsai sig um stundarkorn og segir svo: „Sjálfsagt þarf að hjálpa þéi eitthvað, Já, það verður líklega bezt að taka barnið í fóstui. — Hann Jón á Leiðólfsstöðum á 11 böm og þiggur engan Geðríkur var Þorleifur, en hann hafði vit á því að stilla sig, ef hann reiddist. Komið gat það þá fyrir að hann gekk þegjandi út, en sást svo fara að íemja staur, þar til lionum rann reiðin. Jafnframt hagsýni og brjóst- viti var Þorleifur talinn dul- rænn og djúpvitur. Sú saga er sögð að citt sinn hafi verið stolið allmiklú af peningum frá honum. Kallaði hann Jiá mann nokkurn fyrir sig og bað hann að ganga út fyrir túngarð með sér. Fékk hann honum skóflu og skipaði honum að grafa upp dálítið á stað, sem hann sagði til um. Komu þar upp peningarnir og var það þjófurinn sjálfur, sem neyddist til að grafa þá upp og aflienda eigandanum. Mun Þorleifur hafa ráðlagt þjófnum að hreyfa ekki fram- ar við annarra manna fjámiun- um í óleyfi, en að öðru leyti talið Jietta nægilega ráðningu. & Þorleifur er nafnkunnastur fyrir kaupmennsku sína og auð- söfnun. Byrjaði hann smátt og af litlum efnum — kepti lítið eitt af tóbaki og brennivíni á Eyrarbakka, en seldi það svo í smáum skömmtum á tvöföldu verði eða meira á vertíðinni. Meira græddi hann þó á þess- rd, og hamp, færi, kol, járn, salt og timbur fynr 230 rd. Þorleifur mun sjálfur hafa unnið mest að afgreiðslu og sölu á vömm sínum með bú- skapnum og ekki kostað neinu til bókfærslu, enda látið hönd selja hendi að mestu leyti. Sjálfsagt er sú saga uppspuni, að hann hafi skrifað útlán sín með krít á búðarbitana og tap- að talsverðu, Jicgar óhlutvandir menn strikuðu út reikningana, því Þorleifur var aðsjálli en svo, að hann hafi farið svo gálaus- lega með efni sín. • Þorleifur var laus við fals og fagurgala, þegar hann var að selja vörur sínar. Ef kvartað var um hátt verð, átti hann til að segja: „Já, það er satt, þctta er dýrt. Ég myndi ekki kaupa það í þín- um sporum.“ Líklega hefur þetta lielst átt við um munaðarvörur, en menn keypt þær samt. Þorleifur lagði fjárafla sinn aðallega í jarðakaup eins og títt var í þá daga. Gætti hann þcss, að leiguliðar greiddu af- gjöld sín með skilum árlega og taldi, að þeim væri það sjálfum fyrir beztu að safna ekki skuld- um. Um álit merkra manna um fjármálavit hans er það til marks, að mælt er að Pétur biskup hafi sagt um hann: „Hann Þorleifur, hann ætti að tækis landsins, dönsku, stórfé á Jicirra tíma mælikvarða. Og Þorleifur gat líka með sönnu sagt: „Það sem ég hef komist, hef ég komist með því að leggja ,á mig sjálfsafneitun, og með því móti geta fleiri komist áfram.“ Þegar Þorleifur andaðist átti hann 29 jarðir, m.a. Álfhóla, Smjördali með 4 hjáleigum og Hæringsstaði með 6 hjáleigum, en helming þeirrar torfu (28,7 hundr.) gaf hann til „jarðabóta og til að bæta búnaðarháttu Stokkseyrarhrepps“ — og er ]iar talið til: túnasléttum, tún- garðahleðsla og sjógarða, mýr- arrækt og sérstakur dugnaður við veiði. í sjóð skyldi lagt ár- lega minnst 30 krónur, sem ávaxtast áttu óhreyfðar, unz sjóðurinn væri orðinn 60.000 krónur. Arfurinn, sem skiptist á milli 3 barna hans, varð kr. 18.834.60 í hlut. Voru þar af 34.900 krón- ur í jarðeignum (þar af var Há- eyri metin á 6.000 krónur), kr. 30.200 í dönskum ríkisskulda- bréfum og peningum í gulli og silfri 6.697 krónur. Þorleifur var tvígiftur, en bjó þó fyrr og síðar mcð bústýrum. Þegar Jón bróðir hans varð að sigla utan til hegningar vegna Kambsránsmálsins, tók hann 1. Sigríður (f. 1837, d. 1937) kona Guðmundar, sem tók við búinu á Háeyri. — Um hann á Þorleifur að hafa sagt ein- hvern tíma: „Það munar ekki nema ein- um starf á guði og Guðmundi. Guð gerði allt af engu, en Guð- mundur gerir allt að engu.“ Guðmundur var stórhuga, byggði fljótlega stórt verzlun- ar- og vörugeymsluhús, „Há- eyrarbúðina“, og fékk vörur með skipum beint frá útlönd- um, en kollsigldi sig og varð gjaldþrota 1893. En það var öðru nær en að Guðmundur gæfist upp, þótt á móti blési. Hann fékk að halda jörðinni, bætti hana mik- ið, stækkaði og bætti túnin og kom upp 823 faðma sjógarði til verndar jörð sinni. Hann varð stórbóndi, hreppstjóri (1896) um langt skcið, kaup- maður á ný og orðlagður for- maður; Heiðursverðlaun hlaut hann úr Styrktarsjóði Kristjáns IX. árið 1924 fyrir jarðabætur. Þau hjónin létust bæði sama árið 1934, á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Ilann var þá 87 ára, en hún 80, og höfðu þau verið í hjónabandi í 61 ár. Þau eignuðust 8 börn. sem komust upp og eignuðust erf- mgja. 2. Málfríður (d. iqiq). Hún giftist Andrési Ásgrímssyni Framhald á bls. 7

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.