Sameiningin - 01.08.1911, Side 4
kristni og kirkju þjóðflokks-brotsins í landinu hér, að
saman sé haldið.
Því síðr geta smábrotin útförnu búizt við nokkurri
verulegri framtíð, þótt þau reyni nú að mynda annað
kirkjufélags-kríli.
Þótt ekki kœmi oss saman um neitt annað, ætti oss
beggja-megin að koma saman um það, að skiftingin er
hvorumtveggja til tjóns og kristnihaldi til hnekkis.
Er unnt að sameina flokkana ?
Það þarf að athuga, og því er stungið uppá samtals-
fundinum.
En ef um það á að rœða, verða menn að láta sem
mest fortíðina eiga sinn val. Nú má ekki storka eða
skiftast brigzlum útaf viðburðum þeim, er í stríðinu
gjörðust, það er að segja: ef vér viljum lieldr, að saman
dragi; annars getum vér rifizt til ragnarökkrs — skratt-
anuni til skemmtunar.
Því satt að segja eru margir útí þessu moldviðri
einungis sökum œstra tilfinninga útaf mannfylgi og
mannliefndum, en ekki af neinni verulegri trúarsann-
fœring. Þeir kýta margir mest um trúmálin, sem ekki
kynni að aðgreina ‘kritíkina’ frá kúnni sinni, ef þeir
mœtti lienni útí tunglsljósi.
En svo er vitanlega sumum í báðum herbúðunum
megin-atriðið, sem um er deilt, heilagt grundvallar-
atriði, er enga miðlun þolir. Og ekki getum vér keypt
friðinn svo dýru verði, að vér limlestum sannleiks-
vitund sálar vorrar.
En koma þarf það fram á friðsömu þingi, liversu
djúpt ágreiningrinn í rauninni ristir lijá hverjum söfn-
uði um sig og einstakiingum. Hvað af öllu þessu er hé-
gómi, sem sópa má burt? Og livað er veruleiki, sem
ekki fáum vér ráðið við?
Sundrungin er meira alvörumál en svo, að kyrrt
megi ligg'ja, Allir góðir menn og kristnir ætti að gefa
því gaum.
Og ættum við ekki að reyna það með haustinu, að
tala okkr saman? B. B. J.