Sameiningin - 01.08.1911, Síða 12
172
lag. Sálubjál parmáliö’ hverfr þar fyrir mannfélags-
málum þess og þess dagsins. Þar á kirkjan ekki anna'ð
að aðliafast en þjóna fyrir borðum. En bún hefir ekki
til lengdar nokkru að miðla, ef eldr trúarinnar kólnar á
arinbellum hennar. Ekki lieldr við líknarstarf sitt má
hún vera af heiminum. Hvin á að vera líknandi í heim-
inum, en sjálf af himninum.
Iíeimsmerkin á kirkjunni hér í álfu eru bersýnileg-
ust í fjármálum hennar. Fríkirkjan hér þarf ekki yfir
neinu meir að roðna en fjárbrellum sínum. Hún er
víða. Htt vönduð að virðing sinni, þegar til þess kemr að
safna fé til sinna þarfa. Hún liefir þar engu valdboði
að beita, og verðr að gjöra sér að góðu það, sem menn
af frjálsum vilja rétta að henni. Og vitanlega er það
ljóst merki um þann mikla kærleik, sem menn í þessu
landi bera til kirkjunnar, hversu fúslega fjöldi manns
gefr fé til þarfa hennar. En á hinn bóginn er það vottr
um það, hversu raunalega mikið kirkjan er af þessum
heimi, þegar söfnuðir levfa sér allskonar veiðibrellur
til þess að safna fé. Auðvirðilegr kaupskapr og jafn-
vel hættuspil, sem landslög banna, er að ósekju um hönd
haft í kirkjunnar nafni. Að hugsa sér slíkt í Jesií nafni.
Að bera þetta saman við lærisveinana í fyrstu kristni,
sem svo glaðir lögðu fé sitt fram sem heilagt offr. Und-
ir þessi illu áhrif hafa söfnuðir vorir hinir íslenzku of
mjög komizt. Auðlærð hefir oss að þessu leyti verið
ill danska.
Veraldlega sinnuð eða af heiminum virðist kirkjan
einnig einatt vera í stjórnmálum sínum, jafnvel þótt hún
sé ríkinu að öllu leyti óháð. í frjálsum kirkjufélögum
er oft meiri „pólitík4' en góðu hófi gegnir. Sjálfstjórn-
andi safnaðarfélag er dálítið lýðveldi útaf fyrir sig.
Þar liggja fvrir allar hættur lýðstjórnar-fyrirkomulags-
ins. Of víða kemr fram veraldleg drottnunargirni ein-
stakra manna og flokka. Fáeinir ríkir menn fá oftöllu
ráðið. Fundir eru oft í höndum fárra manna, sem helzt
vilja láta til sín taka. „Klíkur“ mvndast í söfnuðinum,
sem harðlega drottna yfir hjörð drottins. Almenningr
missir við það áhuga fvrir félagskapnum, en möglar þó