Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1911, Síða 17

Sameiningin - 01.08.1911, Síða 17
177 kenningarinnar sé staðfestr af fyrirmyndar-líferni kenn- aranna. Það er auðvelt að gleyma því, að þessir menn eru einmitt ávöxtr þeirra kenninga, sem þeir leitast við að gjöra að engu. Ávöxtr af kenningu þeirra er vondr— aðems vondr. M. Renan, hinn glæsilegi frakkneski liöfundr og trnleysingi, gladdist í œskn við von og sælu trúarinnar. Engu að síðr gjörðist hann vitr, af þeim vísdómi manna, sem er heimska fyrir guði, og sneri sér frá brauði lífs- ins til að brjóta tennr sínar á steini. Hvílíkr örvænt- ingaróðr eru eftirfylgjandi orð hans: „Vér lifum á angani innihaldslausrar eymdar. Börn vor verða að lifa í skugga af skugga. Þeirra börn óttast eg að verði að ]ifa í einhverju enn minna.“ (The Lutheran úr The Presbyterian.) ------o------ Hœfileiki vor til að þiggja. Lauslega þýtt úr Sunday School Times af séra G. G. Vart er nokkur sá maðr til á meðal vor, er ekki sé ortiið tamt og eðlilegt að álíta sjálfan sig mjög viljug- an að þiggja. Og að sönnu er það ekki mjög mikið, sem vér tökum við, en vér skellum skuldinni á svíðingslegt fyrirkomulag heimsins, er aldrei setji sig úr fœri með að svíkja óþrevjufullar og háflevgar vonir sálna vorra. Þó komumst vér með tímanum að raun um það, að smá- sálarskaprinn er mjög svo ríkr í fari sjálfra vor; að þvert ofaní allt ímyndað andlegt hungr vort og ákaf- lyndi verðr að þröngva flestum af oss til að taka við því, sem gott er. Og þótt vér á öndverðu skeiði æfi vorr- ar ímyndum oss, að guð ráði yfir góðu gjöfunum, en vér sjálfir leggjum til löngunina eftir þeim, þá komumst vér þó á endanum að raun um það, all-flestir, að guð þarf ekki aðeins að láta oss gjafirnar í té, lieldr verðr hann einnig að vekja hjá oss löngunina eftir þeim. Fyrst framanaf leit Pétr á sjálfan sig sem andheit-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.