Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1911, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.08.1911, Blaðsíða 27
i8 7 „Já, Antíokía er meir grísk en rómversk.“ *' „Eg get þá, Mallúk! kosið mér sjálfr vagn, eða er ekki svo?“ „Já, bæöi vagn og hesta. Fyrir því hvorugu eru nokkrar skoröur settar.“ Jafnframt því, er Mallúk kom með þetta svar, tók hann eftir því, aS ánœgja birtist á svip Ben Húrs, sem áðr lýsti svo mikilli alvörugefni. „Eitt enn, Mallúk! Hvenær byrja kapp!eikirnir?“ „Æ, eg bið fyrirgefningar" — svaraði hinn. — „Á morgun og hinn claginn" — mælti hann og taldi upphátt, — „og svo, til að komast eins að orði og tíðkast hjá Róm- verjum, ef sægoðin verða náðug, kemr ræðismaðrinn. Já, á sjötta degi hér frá megum vér búast við því, að leikimir byrji.“ „Tíminn er stuttr, Mallúk! en það dugir þó.“ Síðustu orðin voru borin fram með mikilli áherzlu. „Eg tek spá- menn ísraels frá fornöld til vitnis um það, að eg skal enn renna fákum fyrir vagni. Bíðum við! Eitt er það þó, sem þessi ásetningr minn er undir kominn; er nokkur trygging fyrir þvi, að Messala taki þátt í kappleiknum ?“ Mallúk sá nú, hvað Ben Húr hafði í hug, og tœkifœri þau öll, sem nú kynni að bjóðast til að auðmýkja Róm- verjann; og víst hefði hann ekki verið einn af niðjum Jalcobs, ef hann hefði ekki — úr því hann af öllu hjarta var farinn að sinna máli þessu — tafarlaust tekið að virða f}'rir sér niðrstöðuna, sem ef til vill gæti orðið. Með titr- andi rödd mælti hann: „Hefir þú tamið þér þessa íþrótt ?“ „Ber þú engan kvíðboga fyrir mér, vinr minn! Þrjú árin síðustu hefi eg ráðið því, hverjir af þeim, sem kapp- Ieiki þreyttu í Circus Maximus, báru sigrlaun úr býtum. Spyrðu þá — hina ágætustu þeirra, og þeir munu segja þér það. Þá er leikirnir miklu fóru síðast fram, bauð keis- arinn mér sjálfr sérstaka hylli sína. ef eg tœki að mér að stýra hestum hans og aka þeim til kapps við frægustu ökujóa heimsins." „En þú tókst ekki boðinu?“ — mælti Mallúk með á- kefð. „Eg — eg em Gyðingr" — og var einsog Ben Húr hrykki saman hið innra, er hann talaði—, „og þótt eg beri rómverskt nafn, þá dirfðist eg þó ekki í stöðu þeirri hinni sérstöku, sem eg var í, að gjöra neitt það, er setti blett á nafn föður míns í klaustrklefum eða forgörðum Muster- isins. í skylmingaskólunum gat eg að ósekju leyft mér að taka þátt í íþróttum, en með slíkri hluttöku í Circus í Róm ^ . hefði eg gjört mig andstyggilegan; og, Mallúk! taki eg A

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.