Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1911, Page 32

Sameiningin - 01.08.1911, Page 32
192 ® hentugt tœkifœri kom; með spjótum sinum réðust þeir þá á óvinina og drápu þá, en settu konung aftr á veldisstól hans. Og eftir því, sem sagan segir, mundi konungr eftir því, er þeir höfðu fyrir hann gjört, hafði son eyðimerkr- innar hingað með sér, og skoraði á hann að reisa hér upp tjald sitt og setjast hér að með skuldaliði sínu og hjörðum, þvíað stöðuvatnið og trén og landið allt frá ánni til næstu fjalla væri æfinleg eign hans og niðja hans. Og aldrei hefir eignarréttr þeirra verið vefengdr. Stjórnendr hafa hver af öðrum talið hyggilegt að vera í vinfengi við kyni- þátt þennan, sem drottinn hefir aukið að fólkstölu og hest- um, úlföldum og auðœfum öðrum, og látið ná yfirráðum á mörgum þjóðbrautum bœja á milli; getr því flokkrinn hve- nær sem honum svb lízt sagt við þá, er þar reka verzlan: ‘Farið í friði’ eða ‘Verið kyrrir’, fullvís þess, að þeim orðum verði hlýtt. Jafnvel yfirmaðr kastalans uppfrá Antíokíu telr sér þann dag sælan, þá er Ilderim, sem auk- nefndr er hinn veglyndi, kemr hingað með allt, sem hann hefir í eftirdragi, til þess aðeins um stundarsakir að njóta unaðsemdanna allra, sem þú sér hér allt í kringum oss, í stað brunnanna með beiska vatninu útí eyðimörkinni. Þessa velvild hefir Ilderim innunnið sér með því, hve drengilega honum hefir farizt við allskonar menn. En er hann kemr á þessar slóðir, hefir hann með sér konur sínar og börn, heilar lestir af úlföldum og hestum, og annað, sem heyrir til tignarstöðu hans; því í þeim efnum hagar hann sér á ferðum sínum nákvæmlega einsog Abraham og Jakob forðum.“ „BJARMT', kristilegt heimilisblað, kemr út í Reykjavík tvisvar á mánuði. Ritstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér í álfu 75 ct. ár- gangrinn. Fæst í bókabúð H. S. Bardals í Winnipeg. „NÝTT KIRKJUBLAD", hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og 'cristilega menning, 18 arkir á ári, kemr út í Reykjavík undir rit- stjóm hr. h>órhalls Bjarnarsona . biskups. Kostar hér í álfu 7=; ct. Fæst í bókaverzlan hr. H. S Bardals hér i Winnipeg. „EIMREIDIN“, eitt fjölbreyttasta íslenzka tímaritið. Kemr út 1 Kaupmannahöfn. Ritst. dr. Valtýr Guðmundsson. 3 hefti á ári, hvcrt 40 ct. Fæst hjá H. S. Bardal i W.peg, Jónasi S. Bergmann á Garðar o. fl. „SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega. Hvert númer tvær arkir heilar. Verð einn dollar um árið. Skrifstofa 118 Emily St., Winnipeg, Canada. — Hr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráðsmaðr „Sam.“—Addr.: Sameiningin, P.O. Box 2767, Winnipeg, Man.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.