Sameiningin - 01.07.1938, Qupperneq 17
m
Hátíð mikil var haldin hcr í Canada dagana 22.—26.
júní. Hún var haldin af rómversk-kaþólsku kirkjunni og
staðurinn var Abrahamsvellir. í sept., árið 1759 var þar
háður blóðugur bardagi milli Englendinga og Frakka. Þeir
voru víggjarnir keppinautar um yfirráð í Norðurhluta
Norður-Ameríku, og þarna, á fletinum fyrir vestan horgina
Quebec, á norðurbakka St. Lawrence fljótsins stóð úrslita
orustan. Wolfe var fyrirliði Englendinga, Montcalm hinna
frönsku. Báðir hershöfðingjarnir biðu bana, en Englending-
ar unnu frægan sigur. Þetta var að vísu ekki seinasti bar-
daginn í stvrjöldinni, en úrslita orusta engu síður.
Þess má geta, að löngu seinna, var báðum hershöfðingj-
unum reistur sameiginlegur minnisvarði á þessum orustu-
velli.
Og nú efndi kaþólska kirkjan i Canada til kirkjuþings
á þessu sama svæði. Það var nefnt “Eucharistic Congress,”
en eucharist nefna kaþólskir menn altarisakramentið. Það
gefur til kynna, að sakramentið hafi verið miðpunkturinn í
þessu hátíðarhaldi.
Að þessu þingi streymdi t'ólk frá öllum hlutum Canada
og margt fólk úr Bandaríkjunum. Eklci kemur fregnunum
alveg saman um það, hvað margir hafi verið viðstaddir. Ein
fregnin segir að mannfjöldinn hafi verið 100,000, önnur að
300,000 manns hafi þarna komið saman. Hitt er þó víst,
að mannfjöldinn var afar mikill. Sennilega er þetta fjöl-
mennasta kirkjumálasamkoma sem haldin hefir verið í þessu
Iandi.
Æðsti maðurinn á þessu móti var Villeneuve kardínáli,
eini kárdínálinn í Canada.
Reist hafði verið á staðnum afarmikið altari. Þar var
hjartastaður allrar samkomunnar. Messur voru sungnar
og ræður voru íluttar. Páfinn sjálfur ávarpaði þingheim
frá Castel Gondalfo á ítalíu. Hvað sem villutrú og kenningar-
ósannindum kaþólsku kirkjunnar líður, lítur svo út að þarna
hafi verið feikna hrifning og þátttaka fólksins afar sterk.
Þetta þing getur verið gagnlegt umhugsunarefni fyrir
Mótmælendur. Hefir eitthvað tapast, þegar böndin við Róm
voru slitin?