Sameiningin - 01.07.1938, Side 18
112
Hvað eru kirkjuþing Mótmælenda. Mikið skraf um
margvisleg störf, og stundum innblástur frá Guði.
Hvða eru kirkjuþing hinna kaþólsku? Það get eg ekki
sagt neitt um, því eg hefi aldrei verið á neinu. Hitt veit eg,
að þeir halda sjaldan kirkjuþing, sízt til að ræða starfsmál.
Þess gjörist engin þörf, því þar er ekki fólkstjórn heldur
klerkavald. Klerkarnir ráða, en fólkið hlýðir.
Við höfum þá hugmynd almertt, að klerkavaldið sé
hrylíilegt, og óneitanlega hefir það stundum verið tilfellið;
en er þá fólksvaldið óskeikult?
Gæti það ekki orðið til einhvers góðs að hugsa þetta mál
alt frá rótum? R. M.
Kirkjuþingið minnist hins nýlátna leiðtoga, dr. Björns
B. Jónssonar, sem í hartnær fjörutíu og fimm ár starfaði sem
prestur kirkjufélagsins, var forseti þess i þrettáu ár, ritstjóri
Sameiningarinnar um 20 ár, gegndi skrifara starfi og öðruin
ábyrgðarstöðum um lengri tíma, ásamt fleiru, með eftir-
fylgjandi yfirlýsingu:
1. Þingið lýsir sorg sinni og' söknuði út af fráfalli þessa
merka leiðtoga og dugandi kennimanns er lengstan starfs-
tíma hefir átt í þess þjónustu af öllum prestum í sögu þess.
2. Þingið minnist þess mikla starfs, er dr. Björn leysti
af hendi í þarfir kirkjufélagsins með þakklæti og tilfinningu
fyrir að með honum sé hniginn einn mesti atkvæðamaður,
sem vestur-íslenzk ki'istni hefir átt.
3. Þingið vottar ekkju hans frú Ingiríði, börnum hans
og ástvinum hjartfólgnustu hluttekningu í þeirra þungu
sorg.
4. Þingið vottar Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg
smahygð sína í sambandi við fráfall síns mikilhæfa kenni-
manns.
5. Þingið ráðstafar því að nú sé stofnaður sjóður til að
heiðra minningu hins látna leiðtoga. Beri sjóðurinn nafnið:
Minningarsjóður dr. Björns B. Jónssonar. Stofnun sjóðsins
fari fram við minningarathöfn þá, er haldin verður á þessu
þingi, og sé í hann safnað frjálsum gjöfum fram að næsta
kirkjuþingi. Alt sem inn kemur gangi til starfs kirkjufé-
lagsins og leggist í kirkju félagssjóð. Framkvæmdarnefndin
annist sjóðmyndunina að öllu leyti.
6. Afskrift af þessari yfirlýsingu sé send fjölskyldu
hins látna, embættismönnum Fyrsta lúterska safnaðar og
birt á viðeigandi hátt.