Nýi tíminn - 22.09.1942, Blaðsíða 4
NÝI TIMINN
LandbúnaðarfíUöður
Sósialísfaflokksíns
Framhald af 3. síðu.
haginn fyrir hinn samvirka bú-
skap framtíðarinnar.
Rannsókn á því, hvert heppi-'
legast er, að byggðin færist, er
yfirgripsmikil og þarf að ger-
ast með samvinnu milli Bún-
aðarfélags Islands, rarmagnseftir-
lits ríkisins, vegamálaskrifstof-
unnar og ef til vill fleiri stofnana,
því að taka verður tillit til rækt-
unarskilyrða, aðstoðu til rafvirkj-
unar, jarðhita og hverskonar ann-
arra náttúrugæða og hlunninda,
svo og til legu og samgangna
við markaðsstaði. Ber þá ekki
einungis að taka tillit til núver-
andi samgöngukerfis, heldur
fyrst og fremst fjarlægða frá
markaðsstað og aðstöðu til vega-
lagningar. Þó að rannsóknin þurfi
að gerast með samvinnu nokk-
urra stofnana, er sjálfsagt, að
Búnaðarfélag Islands hafi for-
ystuna og beri ábyrgð á rann-
sókninni.
Þegar búið er að rannsaka
hvert eðlilegast er að byggðin
færist, þarf að gera áætlun um,
hvemig hinni nýju byggð verði
bezt fyrir komið og hvað gera
þarf til þess, að þróunin verði
fljótvirk, skipuleg og örugg. Þarf
að setja um þetta yfirgripsmikla
Og vel undirbúna löggjöf. Er
einnig eðlilegast, að Búnaðarfé-
lag Islands hafi forystu um und-
re‘ ...- - ■
Framboð SósíalísfafL
Framhald af 1. síðu.
Vestur-ísafjarðarsýsla:
Gunnar Össurarson, verka-
maSur.
Norður-ísafjarðarsýsla:
A.ðalbjöm Pétursson, gullsm.
ísafjörður:
^igurður Thoroddsen, verk-
fræðingur.
Strandasýsla:
Bjöm Kristmundsson, verka-
maður.
irbúning slíkrar löggjafar.
Verði unnið með alvöru og
festu að þessum málum er
Sameiningarflokkur alþýðu —
Sósíalistaflokkurinn sannfærður
um, að eins mikil not og unnt er
verði af þeirri aðstoð, sem sjálf-
sagt er, að ríkið veiti landbún-
aðinum. Lífskjör fólksins, sem í
sveitunum býr, munu þá taka
skjótum framförum og skilyrði
þess til menningar og lífsþæg-
inda gerbreytas.t til batnaðar.
Sameiningarflokkur alþýðu —
Sósíalistaflokkurinn mun beita sér
af alefli fyrir að slíkt megi verða.
Vestur-Húnavatnssýsla:
Skúli Magnússon, verkam.
Austur-Húnavatnssýsla:
Klemens Þorleifsson, kenn.
Siglufjörður: ,
Áki Jakobsson, lögfr.
Akureyri:
Steingrímur Aðalsteinsson,
alþm.
Suður-Þingey j arsýsla:
Kristinn E. Andrésson, mag.
Norður-Þingeyjarsýsla:
Kristján Júlíusson, verkam.
Seyðisfjörður:
Ásgeir Blöndal Magnússon,
verkamaður.
Austur-Skaftafellssýsla:
Ásmundur Sigurðsson, kenn.
Vestur-Skaftafellssýsla:
Runólfur Bjömsson, Holti.
Vestmannaeyjar:
Þórður Benediktsson, verka-
maður.
Gulbringu- og Kjósarsýsla:
Guðjón Benediktsson, múr-
ari.
Hafnarfjörður:
Sigríður Eiríksdóttir, ljósm.
hefur gerzt, sýnir næsta
glöggt hina raunverulegu á-
byrgðartilfinningu hans.
Flokkurinn hafði haldið því
fram, að ekki yrði Komið 1
veg fyrir dýrtíð og verðbólgu
nema með kauphækkunar-
banni, en þrátt fyrir þessa
kenningu hækkaði vísitalan
um 83 stig á meðan kúgunar-
lögin voru í gildi. Verkalýð-
urinn hóf þá hinn víðtæka
ekæruhernaö til þess aö hrinda
af sér fjötrum gerðardómslag-
anna. En með því að augljóst
var, að vísitalan hafði ekki
fylgt raunverulegri verðlags-
hækkun, vildi hann jafnframt
nota tækifærið til nokkurrar
lagfæringar á sjálfu grunn-
kaupinu, og skyldi með því
reynt að ná meiri festu og ör-
yggi í kaupgjaldsmálunum
framvegis.
Þá var eins og óðs manns
eeöi gripi Framsóknarfor-
ingjana:dag eftir dag bárust
ópin um ,,helstefnu” og „upp-
iausn” landshomanna á milli.
„Helstefnan” var það, ef verka
lýðnum tækist að heimta aftur
frelsi sitt og rétt, „upplausn-
in“ var það, ef hann bæri
gæfu til að koma þeirri skip-
an á lífskjör sín, að komið
gæti í veg fyrir áframhaldandi
verðbólgu. En verkalýðssam-
tökin sigmöu: hinn hataöi
gerðardómur var afnuminn og
á komust frjálsir launasamn-
ingar milli verkamanna og at-
vinnurekenda. Jafnframt bar
einn fulltrúi verkalýösins á
Alþingi fram tillögu um það,
að framleiðsluvörur bænda
yröu einnig seldar föstu grunn
verði, og síðan bættur upp í
samræmi við verðvísitölu.
Nú skyldi maður ætla, að
hinn „ábyrgi“ milliflokkur
hefði tekið þessum tíðindum
með gleði og lagt fram alla
krafta sína til aö styðja og
rótfesta þessa heppilegu lausn
málanna. En þar brá öðru
vísi við. í samspili við svart-
asta íhaldið í Sjálfstæöis-
flokknum ákváðu nú valds-
menn hans nýjar og nýjar
veröhækkanir á landbúnaðar-
áfurðum alveg út í loftiö, og er
nú svo komið, að kjöt hefur
hækkað um 400% og mjólk-
urverð um allt að 300% síðan
fyrir stríð. Hér getur ekki
verið miðað við kaupgjald
verkafólks, þar sem það hefur
ekki hækkað nema um 200%
á sama tíma.
Hin í’aunverulega ástæða
fyrir þessu tiltæki afturhald-
sins er sú, að það er hér í
senn að hefna sín á verka-
'lýðnum fyrir ósigurinn í kúg-
unarherferð sinni og að afla
sér kjörfylgis bænda fyrir
kosningamar. Mejð skefjalausu
kapphlaupi kaup- og verölags
skal reynt aö siga vinnustétt-
unum saman og koma þannig
í veg fyrir samfylkingu þeirra
gegn sérréttindastéttunum "og
stríðsgróðabraski þeirra. Þegar
svo verðbólgan er búin aö
steypa öllu út í fullkomið
öngþveiti, þá skal æpt: hér
sjáið þér afleiðingarnar af
38% grunnkaupshækkun
verkamanna! Síðan skal láta
ástandiö knýja fram nýja
þjóðstjómarmyndun aftur-
haldsins, nýjar réttindasvipt-
ingar, nýja launakúgun.
Haldiö skal áfram að hækka
afurðaverð bænda, þar til
þeir hafa að fullu gleymt
þeirri staðreynd, aö þriöja
hver kýmyt og annáð hvert
lamb fer í milliliöakostnáð!
Hingað er þá komið þróun
milliflokksins, sem ætlaði að
skapa jafnvægi milli þjóöfé-
lagsöfganna. Einmitt þegar
örugg von var um, aö jafn-
vægi gæti komizt á milli verð-
lags og kauplags, lætur hann
stjómskipaðar nefndir steypa
bændum landsins út í nýtt
stríð, að þeim fornspuröum
og alveg vafalaust gegn skyn-
semi og vilja þeirra flestra.
Ekki skal að vísu dregið í efa,
að sumum bændum þykiskild
ingurinn fagur á að sjá, sem
þeim skal nú goldinn fyrir
fjandskap við launastéttirnar
og fylgi við afturhaldið. En
ýmsum þeirra mun þó verða
næst skapi að hrækja á skild-
ing þann og ganga til róttæks
samstarfs við verkalýðinn um
heilbrigða skipan dýrtíðarmál
anna. Það var aldrei mein-
ing þeirra aö fylkja sér um
„framsókn“ spákaupmanna.
Ósk þeirra var aldrei sú, aö
bíða eins og þorskur eftir stop
ulum kosningabeitum, heldur
gera atvinnuveg sinn aröbær-
an með eðlilegum hætti.
Krafa þeirra var aldrei sú, að
slíkt skyldi verða á kostnaö
neytenda og launþega í land-
inu.
En framsóknarflokkur, sem
ákvarðað hefm verið hlutverk
milliflokks, hlýtur aö enda
með skelfingu á tímum, slík-
um sem þessum. Þegar þróun-
in krefst gagngeröra þjóðfé-
lagsbreytinga, getur hann
ekki spomað við þeim „öfg-
um“ nema með ofbeldi. En á-
tylluna til ofbeldisins verður
hann að skapa með því, að
rjúfa það jafnvægi, sem hann
þykist vera að varðveita.
Saga síðustu ára ætti að
vera búin að sýna nógu á-
þreifanlega, hvernig milli-
flokkamir, sem hófu göngu
sína með framsókn, hafa smám
saman sveigzt inn á þær braut
ir uppleysandi afturhalds,
sem endað hafa á fasisma.
FJárrekstrar
til Reykjavíkur eru hafnir
og viðskipti í stórum stíl eiga sér stað milli bænda
og borgarbúa.
Samvinnubændum skal bent á, að
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis
er stærsta og fullkomnasta verzlunarfyrirtæki höfuð-
borgarinnar, þar sem úrval er mest og vöruverð lægst.
Vér seljum:
Matvöru, Vefnaðarvöru, Búsáhöld, Skó.
Jarðyrkjuáhöld og önnur verkfæri, Bækur
o. m. fl.
og getum því verið yður hjálplegir um flest það, sem
yður vanhagar um.
Verzlanir vorar eru á eftirtöldum stöðum í bænum:
Matvara:
Skólavörðustíg 12
Hverfisgötu 52 (verkfæri)
* Grettisgötu 46
Vesturgötu 33
Bræðraborgarstíg 41
Þvervegi 2 (Skerjafirði)
Vefnaðarvara:
Hverfisgötu 26
Skór og búsáhöld:
Bankastræti 2
Bækur:
Alþýðuhúsinu
SAMVINNAN SKAPAR SANNVIRÐI.
F I X
/
þvottadnf t
hefur sparað íslenzkum húsmæðrum marga
svitadropa.
Yður er óhætt að treysta því, að þér getið ekki
fengið betra þvottaduft.