Nýi tíminn - 29.03.1943, Side 4

Nýi tíminn - 29.03.1943, Side 4
Innlend tíðindi Framh. af 1. síðu fundunum var útvarpáð og var athöfnin hin virðulegasta og há- tíðlegasta á allan hátt. Enn hefur ekki verið skipað í þessa nefnd. Ekki er það sögulega rétt að nefna þennan 100 ára atburð endurreisn Alþingis, þótt svo hafi ætíð verið gert. Alþingi það, sem stofnað er með tilskipuninni frá 8. marz 1843", er allt annað Alþingi en það, er stofnað var á Þingvöllum um 930. Það Alþingi dó 1801 og gat aldrei framar vaknað til þessa lífs. Það var þing goðanna og stórbændanna á ís- landi, sem þeir stofnsettu og voru sjálfkjörnir til sem sínir eigin fulltrúar, fulltrúar alþýðunhar á íslandi voru þeir aðeins að því leyti sem þeir voru að verja eig- in hendur í viðureigninni við er- lenda drottinvaldið. Það þing var einræðistæki goðavaldsins, fram á síðari hluta 13. aldar, síð- an var það baráttutæki þess og arftaka þess gegn síharðnandi konungsvaldi, þar til gengið var af því dauðu um aldamótin 1800. En undir miðja næstu öld er stofnsett nýtt þing með kosnum fulltrúum, og þótt fátækri alþýðu væri synjað um þáttöku í full- trúakjöri, þá bar þetta nýja þing í sér vísi þess að komast undir áhrif fátækustu alþýðunnar í landinu og hefur smátt og smátt veitt henni auknar réttarbætur og því meiri sem hún hefur lært samstilltar á að knýja. Og þetta þing hefur enn í sér vísi þess að verða hjálpartæki til að koma á sósíalisma á íslandi, svo framar- lega að yfirstéttin kyrki það ekki áður í greip sinni. „Vinnan“ Alþýðusamband íslands hefur hafið útgáfu á nýju tímariti og heitir það Vinnan. Verður þetta að teljast mikill viðburður í sögu verkalýðssamtakanna á íslandi og auka mjög áhrif þeirra, fræðslu og menntun verkalýðsins og sam- stillingu hans til átaka. í fyrsta hefti tímaritsins, sem út er kom- ið, skrifa allmargir verkamenn og auk þess skáld og mennta- menn, Halldór Kiljan Laxness, Steinn Steinar og Sigurður Ein- arsson. Heftið hefst með ýtarlegri minningu um brautryðjendur í íslenzkri verkalýðshreyfingu, sjó- mannafélagið Báran í Reykjavík og Verkamannafélag Seyðisfjarð- ar, en þau voru fyrstu verkalýðs- félögin á landinu. Birtir tímarit- ið myndir af mörgum forustu- mönnum þessara félaga. Viðskiptasamningur við Bandarikin Gengið hefur verið frá samn- ingi við Bandaríkjastjórn um kaup á íslenzkum gærum frá 1942, og er verðið allmiklu hærra en búizt hafði verið við, er ráð fyrir gert að lækkun ráðgerðrar uppbótar muni fyrir þær sakir nema um 1 millj. og 350 þús. kr. Þá hefur einnig tekizt samning- ur um sölu á 1500 smálestum af frystu kjöti fyrir 5.40 kr. kg. um borð á íslenzkri höfn. Við það lækkar áætluð uppbót um 2,5 millj. Þá má það teljast til kosta þessum samningi, að í sambandi við hann hefur blessuð stjórnin. NÝI TÍMINN íslenzk menning Framh. af 1. siðu þjóðin í heild, sem er höfuðper- sónan í þessari sögu, sem hér er rituð, ekki þáttasafn einstakra einstaklinga, tímamóta og tíma- bila. Og þó höfum við aldrei fyrr eignazt íslandssögu, þar sem ein- staklingarnir hafa staðið eins skýrir fyrir hugarsjónum okkar. Það kemur til af því, að sagan hefur aldrei fyrr verið látin sýna okkur einstaklinginn í jafnt ó- rjúfandi samhengi við fortíð sína og samtíð, sem hluta hennar og fulltrúa. Sagnritunin er knúin fram af brennandi þrá höfund- arins að skilja örlög þessarar þjóðar, skýra þau og gefa þjóð sinni þar með í hendur lykilinn 'að því að móta framhald sögunn- ar á sem farsælastan hátt, úr þeim efnivið, er hún á í þeim arfi, sál- fræðilegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem fortíð okkar og forfeður og við sjálfir og sam- tíð okkar hefur lagt okkur í hendur. Hingað til hefur verið litið á sögu þjóða og sögu mannkynsins sem nokkurskonar fornmenja- safn einstakra liðinna atburða, þar sem hver kynslóð bætir við sínum munum. Því hefur sagn- ritunin verið í því fólgin, að gera skrá yfir þetta safn, rannsaka, ef ástæða þótti til, hvort þessi eða hinn atburðurinn væri rétt dag- settur, leiðrétta það, ef þörf gerð- ist og raða síðan við, því er síðan hafði við bætzt. Sagan hefur ver- ið safn sem okkur er lítið meira viðkomandi en dýragarður í Lundúnum eða jurtagróður í Kína, og hverri einustu sögu hefur lokið um það bil, sem þátt- ur hinnar ríkjandi kynslóðar hefst, hún þykir hinni lifandi kynslóð of náin til þess að hana megi rita. En þessi nýja saga er skrifuð í fullkominni vitund þess að þjóðin og sagan eru eitt, við erum hluti sögunnar og sagan er hluti af okkur, það er sagan, sem hefur skapað okkur og það erurn við, sem erum að skapa söguna. Og hin liðna saga er ekki sú sama fyrir þessa kynslóð og þá, er síð- ast tróð helveginn, hún gengur ekki óumbreytanleg frá kynslóð til kynslóðar, eins og axarblað frá víkingatímum, hún er hverri kynslóð ný verðmæti, nýr hluti hennar í samræmi við þá lær- dóma, sem hún getur veitt nauð- synlegasta á þeim tíma, hún er það, sem stendur í nánustu sam- bandi við úrlausnarefni hverrar nýrrar kynslóðar, er landið bygg- ir. Þess vegna getur þessi sagn- okkar verið knúin til að stíga spor til tollalækkana. Hefur það sín áhrif á að halda verðlagi í skefjum, þótt í smáu sé. Verndarenglarnir heitir ný skáldsaga eftir Jóhannes úr Kötlum, og fjallar hún um hernámið, er ástarsaga úr ástand- inu. Væntanlega getur ritdómur um bókina birzt í næsta blaði. ritun ekki leyst næstu kynslóð undan skyldunni að skrifa sína sögu frá upphafi. En hún hefur brotið þeirri sagnaritun braut- ina, kennt komandi kynslóðum, á hvern hátt þær eiga að skoða sig sem lið í hinni miklu lífs- heild, sem heitir: Saga íslend- inga. RADDIR úr sveitinni Nýja stjórnin og smjörið Vildi ég nú minnast lítillega á nýju ríkisstjórnina okkar. — Menn voru hér um slóðir al- mennt hrifnir af henni um skeið. Hinar hjartnæmu áramótaræður ráðherranna unnu hug og hjarta almennings. Jafnvel Björn Ólafs- son gat forgyllt sig svo, að menn héldu, að hann væri endurfædd- ur og öll einstaklingsgróðahyggja gleymd og grafin.... Stöðva hækkun verðlagsins! Kveða nið- ur dýrtíðina! Hætta að flytja inn óþarfavarning! o. s. frv., o. s. frv. Allt átti að betrumbæta. En hverjar hafa efndirnar orðið? Svo aumar sem mest mátti verða. Verðlagið stöðvaði hún með verðhækkunarbanni ríkisstjóra 19. des, þar sem það var skýrt fram tekið, að enga vöru mætti selja við hærra verði en lægst var á henni á hverjum stað 18. des. 1942 til febrúarloka 1943. F.n svo át Björn þetta ofan í sig með hinni frægu lögfræðiorðalopa- teygjanleikatilkynningu sinni. — Hvort honum hefur nokkuð orð- ið óglatt af því, höfum við því miður engar spurnir af haft.... En víst er um það, sumir eru nú farnir að efast um, að hann sé endurfæddur í betri mynd. En smjörfarganið hefur þó lík- lega farið alveg með hið góða álit margra bænda á nýju stjórninni. Smjörreglugerðin, sem birtist í útvarpinu fyrir nokkrum dögum, er sígildur vitnisburður um vott- orðafargan og skriffinnsku þá, sem er að verða að þjóðarplágu og nýja stjórnin virðist ekki hafa farið varhluta af. Framleiðslu á einu kílói af smjöri, sem við roggum með í kaupstaðinn, með bljúgri von um opinbera „öl- musu“, þarf hreppstjóri að vott- festa, og hann þarf að gefa út skýrslu um það, hvað við kunn- um nú að hafa margar kýr og margt heimilisfólk. Með þessari smjörreglugerð hefur stjórnin orðið að almennu athlægi. Menn hafa spurt sem svo: Er hin nýja stjórn bandittar eða fífl, eða geta skynsamir og menntaðir menn virkilega samið annað eins við- undur og téða reglugerð, sem þeir sjálfir hljóta að sjá að verð- ur margbrotin. íslenzkir bænd- ur, sem framleiða smjör venju- lega í mjög smáum stíl, — því þar sem framleiðslan er mest, eru nú komin smjörsamlög eða mjólkurbú — geta ekki farið með hvert kíló til hreppstjóra og feng- ið hjá honum framleiðsluvottorð og síðan í kaupstaðinn og skrifað þar nafn sitt í þá helgu bók, sem þar liggur frammi hjá hinum löggilta smjörsala. Bændur verða að sæta ferðum, svo sem áætlun- arferðum bifreiða, til að koma smjöri sínu á markað. . . . í sam- bandi við þessa smjörreglugerð hlýtur að lokum að rísa sú spurn- ing, hvort ríkisstjórnin hafi ekki sett allar þessar margbrotnu regl- ur til þess að hafa af sem flestum þessa uppbótarkreistu, sem slett er í okkur eins og skyrlapi í rakka, eftir að búið er að svifta okkur hinum frjálsa markaði. Með þessari smjörherferð sinni hefur stjórnin ráðizt á garðinn, þai sem hann er lægstur; á dreifða og samtakalausa bændur. Karlmannleg er nú byrjunin við það að kveða niður dýrtíðar- drauginn!! BÓKARFREGN Sigurður Heiðdal: Svartir dagar. Frásögn af Innsta ráðinu. Þeta er engin venjuleg skáld- saga. Hún gerist í Reykjavík á árunum næstu eftir að yfirstand- andi heimsstyrjöld lýkur og er endurminningar eins þeirra stór- laxa, sem sjá nauðsyn þess að taka allt ráð þjóðarinnar í sínar hendur í hinni væntanlegu kreppu. Ástandið er ófagurt og stjórnarráðstafanirnar sízt feg- urri. Innsta ráðið, ráð 21 auðug- ustu manna landsins, heldur enga fundargerðabók, en ræður öllu, ræður hverjir boðnir eru fram til þingsetu, hver verður biskup, að maður nú ekki tali um ráðherra og bankastjóra. Það segir fyrir um, um hvað stjórn- málablöðin eiga að rífast, til að opinbera þjóðinni, að lýðræði er ríkjandi í landinu. Það eykur lögregluna, fær sér vopn og beit- ir þeim, þegar á þarf að halda. Bókin er vel þess verð, að hún sé lesin, stíllinn er fjörugur og ímyndunaraflið auðugt. Sagan er sýnishorn af því, hvernig frjálslyndur borgari skilur snör- una, sem auðmannastéttirnar flétta að eigin hálsi og hlýtur að reyrast æ fastar og fastar, þar til fullkominni kyrkingu veldur. Hins er ekki að dyljast, að skiln- ingurinn á hlutverki verkalýðs- ins í hruni auðvaldanna virðist allmiklu takmarkaðri, í raun og veru er hann alls ómegnugur að öðru en því að svara ógnum með ógnum, en valdasteypa auðjöfr- anna er einstaklingsframtak þeirra eigin afsprengis. Sagan gefur fyrirheit um framhald, en virðist því skilyrði háð, að þjóð- félagsþróunin taki þau skref, að vænta megi þeirra atburða, sem ættu skilið heitið: „Bjartir dag- ,,V É R B R 0 S U M“ STÓRMERKILEG ÖLMUSA „En það er stærsta og dýrasta ölmusa, sem þjóðfélagið hefur ennþá veitt, að leyfa kommún- istaflokki tilverurétt í þessu landi, í stað þess að leysa liann upp með lögum.“ (Sigurður á Laugabóli í Mbl. 18. marz). Jóhannes úr Kötlum. ÞEGAR TÍMAR LÍÐA verð- ur hernám íslands og dvöl hins fjölmenna setuliðs i landinu tal- inn einn merkasti atburður i sögu þess. Þessi stórviðburður verður skráður i sögunni, sem einhver örlagarikasti atburður- inn fyrir þjóðma á siðari öldum. Hann mun verða ótœmandi efni fyrir söguritara og sigilt yrkisefni islenzkra skálda og rithöfunda. Menning íslands og framtið þess byggist ekki sizt á verkum skálda og listamanna, sem þjóðin á og kemur til með að eiga. Afstaða þeirra til þess viðhorfs, sem skaþ- aðist i landinu við liernám þess, verður einn snarasti þátturinn i samheldni þjóðarinnar um hin andlegu og 'sögulegu verðmæti sin. Nú er fyrsta liernámssagan komin út, VERNDARENGL- ARNIR eftir Jóhannes úr Kötl- um, Ijóðskáldið, sem hefur dreg- ig sig út úr skarkala fjölbýlisms og skrifar ósnortið af lionum um áhrif þessa sögurika timabils, eins og þau mœta þvi. Sumum kann að þykja skáldið á köflum ósanngjarnt, en um allt er deilt — og um samúð og þjóð- artilfmningu skáldsins efast eng- inn eftir lestur þessarar bókar um liernám liins ósnortna litla eylands i norðurliöfum, ósnortna af vígvélum ogstyrjaldarhug — og kynningu heimilanna, sem það land byggir, af brúnklœdd- um þúsundwn manna, sem tala framandi tungur. VERNDAR- ENGLARNIR eru fyrsta her- námsskáldsagan — og siðar verð- ur hún notuð sem heimild um viðhorf islenzku þjóðarinnar og hugsunarhátt á hernáms- og setu- liðsárunum 1940—1943. Útg. Svartir dagar eftir SIG. HEIÐDAL er geypilega spennandi skáld- saga, sem gerist árið 1967 og lýsir meðal annars stjórn- málalífinu, þar sem allt er komið í- hendur ábyrgðar- lausra glæframanna.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.