Nýi tíminn - 09.04.1945, Blaðsíða 1
TIMINN
4. árgangur.
Reykjavík, 9. april 1945
4. tölublað
Svar frá Búnaðarþingi
til Alþýðusambandsins
LÍTIL MYND
af afstöðu bænda
Hér kemur kafli úr bréfi,
sem blaðinu barst frá bónda
einum úti á landi. Rætt er
um tillögu, sem bréfritarinn
bar fram á búnaSarfélags-
fundi og fulltrúi Framsókn-
arflokksins skipaSi fyrir aS
skyldi drepa, en tillagan
var samþykkt meS 9 atkv.
gegn 4. en 10 sátu hjá.
. . Við deildum nokkra stund
um tillöguna fram og aftur, en
síðan var tillagan borin undir at-
kvæði. Atkvæðagreiðslan var sér-
staklega lærdómsrík. Samkvæmt
langri reynslu nrinni lrefur það
verið ófrávíkjanleg regla, að til-
laga frá mér, senr N. N. rís gegn,
er dauðadænrd. Ég reiknaði því
með 100% vissu, að þessi tillaga
myndi kolfalla. 23 voru á fundi.
9 greiddu atkvæði með tillög-
unni, 4 á móti, hinir sátu hjá.
Þeir, sem greiddu atkvæði gegn
tillögunni auk N. N,, eru allir
lraldnir ólæknandi af konrmún-
istaóbeit. Hinum, sem greiddu
atkvæði nreð tillögunni, má
skipta í tvennt. Annars vegar
gamlir Bændaflokksmenn, sem
ekki hafa gróið við Framsókn að
nýju, og svo ungir bændur, sem
að vísu liafa flestir fylgt Fram-
sókn, en ekki lent út í neinu póli-
tísku ofstæki. Hinir „þraut-
reyndu“ flokksmenn, sjálfur
kjarninn, sat hjá og hafðist ekki
að.
Þessi úrslit urðu N. N. sár von-
brigði. Þegar lrann rís upp með
öllum þeinr þunga, sem liann á
til, og leiðbeinir mönnunr, þá
eru það einungis þrjár sálir, sem
lilýða kallinu.
Mér finst þessi atkvæðagreiðsla
sé atlryglisverð mynd af ásig-
komulagi Franrsóknar um þess-
ar mundir. Aðeins lítill hluti
liðsins lætur sig út í það að gegna
kalli foringjanna um tillitslausa
baráttu gegn konrmúnistum. —
Meginhluti flokksins situr hjá og
hefst ekki að, og nokkrum lrluta
þeirra, senr fylgja flokknum, er
lrægt að fylkja saman unr einstök
hagsmunanrál....
Búnaðarþing hliðrar sér hjá aS eiga viSræSur viS full-
trúa frá AlþýSusambandinu, en felur stjórn Búnaðarfé-
lagsins á hendur að tala við fulltrúa Alþýðusambands-
ins, eftir því sem óskað er af AlþýSusambandinu, og leggi
síðan niðurstöður þeirra viðræðna fyrir Búnaðarþing.
Búnaðarþing lýsti sig þannig hreinlega á línu Fram-
sóknarflokksins um að vilja ekkert tala við samtök verka-
lýðsins, tekur sömu afstöSu og aðalfundur S. í. S. á Hólum
1943, þar sem samþykkt var yfirlýsing um að æskileg væri
góð samvinna milli verkamanna og samvinnuhreyfing-
arinnar, en fellir 'svo að senda fulltrúa á ráSstefnu til und-
irbúnings að bandalagsstofnun vinnandi stétta og lýsir
síSan velþóknun sinni yfir því að tímarit S. í. S. sé notaS
til takmarkalítils fjandskapar í garS verkalýðshreyfing-
arinnar.
Búnaðarþing vill ekki sjálft ræða við fulltrúa Alþýðu-
sambandsins, en skilur við málið með því að vísa því til
stjórnarinnar, sem áður hefur sýnt sig fjandsamlega í
garð hverskonar samvinnu milli verkamanna og bænda.
Hér fer á eftir ályktun sú, sem
Búnaðarþing samþykkti í tilefni
af erindi Alþýðusambandsins.
í tilefni af erindi Alþýðusam-
bands íslands til Búnaðarþings
og viðræðum fulltrúa þess við
Allsherjarnefnd, vill Búnaðar-
þingið taka þetta fram:
Búnaðarfélag íslands er nú
sem fyrr reiðubúið að taka upp
viðræður við fulltrúa verka-
rnanna um sameiginleg vanda-
mál er varða bændur og verka-
menn og tillögur um lausn þeirra
mála, eftir því sem við verður
komið. Telur það sjálfsagt, að
slíkar viðræður fari fram af hálfu
fulltrúa frá liinum skipulags-
bundnu félagssamtökum þessara
stétta, Búnaðarfélagi íslands og
Alþýðusambandi íslands, og á-
lítur bæði óviðfelldið og þýðing-
arlaust að hvor þessara aðila sem
er, fari að leita slíks samstarfs við
einstaka starfshópa eða einstaka
menn innan hinnar stéttarinnar.
Þess vegna felur Búnaðarþing
stjórn Búnaðarfélags íslands að
halda þessum viðræðum áfram
eftir því sem óskað er af Alþýðu-
sambandi íslands og stjórn Bf.
Isl. telur ástæðu til, og leggi síð-
an niðurstöður af þeim viðræð-
um fyrir Búnaðarþing.
í fyrri blöðum Nýja tímans
hefur verið skýrt frá gangi þess-
ara mála, og hér kemur lokaþátt-
urinn.
Bændur rekur í rogastanz út
af þessari meðferð málsins. Nú er
svo komið, að ekkert veldur þeim
nú meiri áhyggjum en sú stéttar-
einangrun, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur sett þá í. Marg-
ir þeirra munu því hafa vænzt
þess að Búnaðarþing myndi taka
því fegins hendi að eiga viðræður
við Alþýðusambandið um úr-
lausnir í búnaðarmálunum. En
í þess stað vísar þingið málinu
frá, en gefur stjórninni leyfi til
að tala við Alþýðusambandið, ef
það óskar þess.
Þessi afgreiðsla er brot á öllum
mannasiðum. Alþýðusambandið
liefur óskað eftir viðrœðum við
Búnaðarþing og fulltrúar þess
liófu aldrei neinar viðrœður,
heldur áttu aðeins tvisvar samtal
við nefnd frá Alþýðusambandinu
til að þreifa eftir þvi, hvort fyr-
ir hendi vceri viðrœðugrundvöll-
ur og allir komu sér saman um,
að hann væri í ríkum mæli. Og
þingið gerir ráð fyrir því, að því
aðeins hefjist viðræður, að Al-
þýðusambandið skrifi nýja
beiðni til stjórnar Búnaðarfélags-
ins, hvort hún vildi vera svo lítil-
lát að veita því áheyrn.
Búnaðarþing samþykkti það
svo greinilega, sem tök voru á, að
það ætlast ekki til, að rætt verði
við Alþýðusambandið, hvorki
um verðlagsmál búnaðarvaranna
né annað. Framsókn ætlar sér að
haf þau í sinni liendi, eins og í
fyrri daga„ og Búnaðarþing er í
vasa hennar. Framsókn ætlast til,
að með því móti geti hún á ein-
hvern hátt torveldað fyrir ríkis-
stjórnina. Ekki ber að telja það-
öruggt. að henni takizt það, þótt
hún sé öll af vilja gerð, en hitt
er öruggt, að bændum getur hún
gert stóran óleik.
Ekki er gott að segja, hvað
Búnaðarþing á við með því, þar
sem það átelur að leitað sé „sam-
starfs við einstaka starfshopa eða
einstaka menn innan hinnar
stéttarinnar.“ Þess hefur verið
getið til, að með því væri átt við
bændaráðstefnu þá, sem Alþýðu-
sambandið boðaði til á síðast-
liðnu hausti. En ekki getur Nýi
tíminn fallizt á þá tilgátu. Hann
telur ekki leyfilegt áð gera ráð
fyrir því, að fulltrúar á Búnaðar-
þingi kalli öll búnaðarfélög og
öll ungmennafélög í landinu að-
eins „starfshópa" innan bænda-
stéttarinnar.
SKÚLI GUÐJÓNSSON:
„Einhverskonar pressa"
Lítil grein um ósvífni Framsóknar í úrræðaleysinu
Góður og gildur framsóknar-
maður lýsti því yfir á fundi, þar
sem verðlagrting landbúnaðar-
vara bar á góma, að líklegasta
verðlagningaraðferðin myndi
verða „einhverskonar pressa“ af
bændanna hálfu. Nánar var þetta
svo ekki skilgreint, enda senni-
lega utanaðlært.
Svipuð hugmynd virðizt koma
fram hjá Búnaðarþingi eftir á-
ályktun þeirri a ðdæma, sem birt
hefur verið um verðlagsmálin,
enda eru margir innztu kopparn-
ir úr búri Framsóknar þar saman
komnir. Ég skyldi verða fyrstur
manna til þess að leggja blessun
yfir þessa pressu-liugmynd, ef
pressumennirnir gætu sýnt mér
það svart á hvítu, að pressan gæti
orðið mér og bændurn almennt
til hagsbóta og blessunar, því vit-
anlega vil ég eins og allir aðrir
Iiafa sem mest fyrir minn snúð.
En pressurtiaðurinn, sem ég
vitnaði í, reyndi ekki með einu
orði að rökstyðja ágæti hugmynd-
arinnar, og hann var ekki betur
með á nótunum en svo, að hann
uplýsti ekki með einu orði með
hvaða ráðum ætti að skella press-
unni á. Hann talaði bara um
„einhverskonar pressu“. Það var
allt og sumt.
Annars þarf enga ófreskisgáfu
til að sjá, að þessar pressuprédik-
anir eru raunar undan rifjum
manna, sem þessa stundina eiga
sér ekkert takmark háleitara í líf-
inu, en það að vera á móti komm-
istum. Þótt ýmsir bændur geti
látið það eftir sér, þegar ekkert
er í liúfi, að „vera á móti komm-
únistum", eru lítil líkindi til að
þeir láti spana sig upp í slíkan
leikaraskap, þegar þeirra eigin
hagsmunir líða við það hnekki.
Bændur skilja það undantekn-
ingarlítið, að það er þeim brýn
og óumflýjanleg nauðsyn, að frið-
samleg lausn verðlagsmálanna
takizt milli þeirra og neytenda.
En hitt skilja þeir ekki al-
mennt enn sem komið er, að
pressu-mennirnir hafa bæði tögl
og hagldir í þeirra eigin stéttafé-
RADDIR
úr sveitinni
Hvergi meiri starfslöngun
.... Hvergi er meiri starfslöng-
un og framsóknarþrá en í æsku-
lýð sveitanna. En um hvað hefur
hann svo að velja? Annað hvort
„að taka alla ævi andófsbarning
feðra sinna“, eða flytja á möl-
ina. Það sem gert hefur verið fyr-
ir sveitirnar hingað til, í því
skyni að gera landbúnaðinn sam-
keppnisfæran við aðra atvinnu-
vegi þjóðarinnar, hefur aðeins
verið málamyndakák. Þetta verð-
ur að taka langtum fastari tök-
um. . . .
Þegar línan kemur
.... Ekki veit ég, hvað ná-
grannar rnínir segja um hækkun
fiskverðsins og heildsalahneyksl-
ið. Ég hef ekki borið mál á þetta
við menn, en samkvæmt gamalli
reynslu býst ég við, að þeir trúi
Tímanum, og þú veizt, hvernig
hann hefur tekið á málunum.
Það er gömul reynsla mín, að á
tímabilinu frá því að fréttir ber-
ast um einhver stórmál í útvarpi
og þar til blöð koma, er ómögu-
legt að fá mál rædd, þeir humina
þá bara og drepa því á dreif. Þeir
eiga svo erfitt með að mynda sér
skoðanir fyrr en línan er komin
að sunnan, en eftir að hún er
fengin er allt í lagi....
Trúin á hrunið að fjara út
.... Ég hitti sjaldan menn að
máli um þessar mundir, en þó
held ég, eða mér finnst það ein-
hvernvegin liggja í loftinu, að
trúin á hrunið sé heldur að fjara
út. Þetta blossaði upp líkt og
Finnafár eftir stjórnarskiptin, og
ég býst við að það hjaðni á svip-
aðan hátt....
\
Bætt kjör —
en engin trygging
.... Síðan gullkálfur Bretans og
Bandaríkjanna leysti upp volæði
atvinnuleysisins og verðleysis af-
urðanna áranna fyrir stríðið og
dansinn hófst kringum dýrtíð-
ina, sem Framsóknarmenn kalla
svo, þá streymdi héðan flest ungt
fólk, sem farið gat og fleira
reyndar, ýmist til atvinnu við
sjávarútveginn (og sá hlutinn lík-
lega rneiri) eða suður í Breta-
vinnu, og vann sér inn sumt mik-
inn pening; margt af því hefur
eytt honum aftur til heimila
sinna, þótt mikið hafi sjálfsagt
einnig farið í súginn. Hefur hér
töluvert verið unnið að því á
mörgum heimilum að bæta húsa-
kynnin með þeirn fjármunum,
sem afgangs liafa orðið við hinn
Framh. á 3. siðu.
lagsskap, eins og hið ný afstaðna
Búnaðarþing ber glöggt og ótví-
rætt vitni um.
Það er kominn tími til þess
fyrir bændur, að taka til athug-
unar, hvort þeir geti ekki komið
skoðunum sínum á framfæri, án
þess að pressu-mennirnir þurfi
um þær að fjalla og að þeir geri
einhverja tilraun til þess að taka
töglin og helzt hagldirnar líka í
sínar hendur.