Nýi tíminn - 09.04.1945, Blaðsíða 3
NÝI TÍMINN
3
Skúli Guðjónsson:
* Framsóknarannáll *
„Aldrei var því um
Álftanes spáð"
„Framsóknarflokkurinn er
flokkur bænda“. Maður er nú
nokkrum sinnum búinn að heyra
hana, lexíuna þá arna.
En nú eru þeir farnir að iða í
skinninu af álruga fyrir róðrum
og sjómennsku, framsóknarpost-
ularnir. Manni dettur einna helzt
í hug, að þeir Hermann og Ey-
steinn séu búnir að kaupa sér
trillubát og ætli að stunda sjó,
en nota Þórarinn til að beita. En
hvað sem unr þetta er breiða þeir
nú náðarfaðm sinn á móti sjó-
mönnum og bjóðast til að vernda
þá gegn hinni vondu ríkis-
stjórn.
Eg er landkrabbi og hætti mér
ekki út í það að ræða sjávarút-
vegsmál, enda hef ég ekki vit á
þeim fremur en skrifarar Tím-
ans. En undarlegt þykir mér það,
að ef verið er að beita sjómanna-
stéttina einhverjum brögðum, að
þeir skuli þá ekki skrifa sjálfir
um það í Tímann. Þeir ættu að
geta trúrra um talað en þessir
stofulærðu sjófræðingar Fram-
sóknar.
Hlutverk — köllun
Mörg — mörg undanfarin ár
hefur Framsókn verið að ræða
við sjálfa sig um hlutverk sitt í
lífinu og mikla fyrir sér ágæti
þess og göfgi. Hún ætlaði að fara
í föt Þorgeirs sáluga ljósvetninga-
goða og gerast sáttasemjari milli
hinna stríðandi stétta í þjóðfé-
laginu. Og til þess að sýna það
eins og svart á hvítu að hugur
fylgdi máli, stuðlaði núverandi
formaður hennar að því, meðan
hann sat í sínum forsætisráð-
herradómi, að lögreglan í Rvík
fengi gnægð góðra morðvopna.
En svo þegar það gerist einn góð-
an veðurdag að hinar andstæðu
sveitir, sem Framsókn ætlaði að
sætta, gera með sér vopnahlé,
hættir hún af skiljanlegum ástgeð-
um að tala um hlutverk, því
henni mun vafalaust vera ljóst,
að hún hefur ekkert hlutverk að
vinna framar hér í táradalnum.
En nú eftir áramótin, þegar
hún virðist vera búin að sætta
sig við að hlutverkinu sé lokið,
þá fær hún köllun, frá æðra
heimi að því er manni skilst, líkt
og þegar menn fá köllun til þess
að starfa að kristniboði í Kína,
eða eitthvað þess háttar. Og köll-
unin er hvorki meira né minna
en það, að hún á að ganga á milli
og skirra vandræðum, þegar
stjórnarflokkarnir taka að kroppa
augun hver úr öðrum.
Það mun margur mæla að
Framsókn reki slíka köllun af
álíka mikilli trúmennsku og hún
hefur reynzt hlutverki sínu vax-
in.
Vasaútgáfa
Forráðamenn Tímans munu
hafa komizt á snoðir um það, að
hinar löngu og leiðinlegu rit-
smíðar þeirra Þórarins, Eysteins
og Hermanns eru yfirleitt ekki
lesnar af bændum.
Þegar blaðið stækkaði nú fyr-
ir skömmu bættu þeir nýjum
pósti í það, sem þeir kalla: Úr
mínum bæjardyrum. Höf.: Karl
í Koti. Þetta á að vera stæling á
hinum pennalipra Gáin ísafold-
ar. Reyndar kemst Karl í Koti
ekki þangað með tær, sem Gáinn
hefur hæla. Það má segja um
hann líkt og Gáinn, að ekki er
sennilegt að hann fáist við bú-
skap. Er illt til þess að vita, að
þeir menn, sem í blöð rita og
þykjast vera bændur, skuli breiða
yfir nafn og númer, líkt og veiði-
þjófar í landhelgi. — Ef að það
sæist svart á hvítu, að þeir væru í
hópi vinnandi bænda, mætti frek-
ar upp úr því leggja, er þeir
hefðu fram að færa.
Reyndar er það guðsþakkar-
vert fyrir þá sem hafa litinn tíma
til lesturs að fá pistla Karls í Koti.
Þeir innihalda útdrætti úr rit-
um stóru spámannanna, sem fyrr
voru nefndir, ásamt tilheyrandi
hnútum til kommúnista.
Roosevelt
Tíminn er bálreiður út af því
að kommúnistar og jafnvel sjálf-
stæðismenn líka séu að eigna sér
Roosevelt.
Það er von að blaðinu gremjist
þetta, því það er nú búið að telja
Roosevelt til framsóknarmanna í
mörg þerrans ár og stundum
jafnvel notað hann eins og vöru-
inerki utan um þær þjóðmálatil-
lögur, sem mest hafa þótt orka
tvímælis. En hvort slík notkun
hins bandaríska forseta er gerð
með hans góða samþykki eða
ekki, skal ósagt látið.
„Ekki er gaman
aS guSspjöllunum"
Ég var að líta yfir Tímann,
sem kom með síðasta pósti. —
Kennir þar fárra nýrra grasa.
Hefur hann allmjög dregið úr
sprettinum og er hógværari um
flest en verið hefur. Með mik-
ili mælgi útskýrir hann og afsak-
ar spretthörku sína undanfarna
mánuði. Þegar frá er tekið lítils
háttar nöldur um dýrtíð og hrun,
hefur hann sér helzt til afþrey-
ingar, að hotta á eftir ríkisstjórn-
inni í fisksölumálunum. Allt er
þetta þó kraftlaust, svo auðfund-
ið er, að lítill hugur fylgir þar
miklu máli.
Lesendurnir geta því sagt eins
og kerlingin: Ekki er gaman að
guðspjöllunum, því fenginn er í
þeim bardaginn.
Eitt mikið ljós
Hermann lætur ljós-sitt skína
á sjálfri Kyndilmessu. Hann birt-
ir þá grein, samsetta í vísinda-
legum landsföðurtón. Kennir
þar nokkurra merkra grasa, svo
sem vænta má hjá manni, er veit
skil á öllu milli himins og jarð-
ar, nema því hvernig eigi að
breyta afurðasölulögunum.
Rauði þráðurinn í þessu Kynd-
ilmessuskrifi er sá, að lýðræðinu
sé það lífsnauðsyn að einhverir
séu í andstöðu við ríkisstjórnina
á hverjum tíma. Sú andstaða á að
eggja hana til framtaks og dáða
og vera henni sem leiðarljós á
lífsins ólgusjó. Styður Hermann
þessa skoðun sína með mörgum
dæmum erlendum, svo sem títt
er um spaka menn og lærða.
Þessi kenning Hermanns mun
vera eitt af því fáa, sem hann
hefur numið síðan hann felldi
niður sinn forsætisráðherradóm.
íþann tíð, sem hann var valda-
mesti maður þessa lands, var
henni ekki á lofti haldið af hon-
um eða formælendum hans. Hins
vegar var því veifað framan í
landslýðinn svo skilmerkilega,
að ekki varð uxn villst, að stjórn-
arandstaða væri ekki einungis ó-
þörf og réttlaus, — heldur blátt
áfram þjóðhættuleg.
Úr djúpi sálarinnar
Hermann gefur eina mjög
merka upplýsingu í áðurnefndri
grein. Sú er sálræn að eðli og
uppruna. Hann heldur því fram,
að mikil völd spilli stundum
þéim, sem með þau fara.
Varla getur hann verið að
sneiða að núverandi ríkisstjórn,
því svo skammt er síðan hún tók
við völdum, að nýliðar hennar
geta tæplega verið búnir að líða
mikið sálartjón enn. Munu því
margir ætla, að Hermann mæli
hér af eigin raun og að þessari
sannleiksperlu liafi skotið upp úr
djúpum sálar hans á einhvern
yfirnáttúrlegan hátt. Einhverjir
munu vafalaust líta svo á, að
játning þessi sé knúin fram af
innri þörf og einlægri löngun til
þess að vinna aftur það, sem tap-
azt liefur. Aðrir, sem minna eru
góðgjarnir, munu halda því
fram, að þetta hafi gloppast upp
úr manninum alveg óvart og að
hann hafi skort vizku og náð til
þess að leyna því, sem ekki átti að
verða lýðum ljóst. En hvernig
sem þessu er háttað, rnunu allir
óska þess, að hann nái sér til fulls
eftir það afhroð, sem hann kann
að hafa goldið, vegna hins skjóta
jarðneska frama, sem féll honum
í skaut.
„Utan við alfaraleið"
Síðan Vilhjálmur Þór var leyst-
ur frá sínum herradómi á síðast-
liðnu hausti, hefur Tíminn
sveitsts blóðinu fyrir því, að
korna lionum í lielgra manna
tölu. Vilhjálmur gerði þetta og
Vilhjálmur gerði liitt og allt var
það harla gott. Ráðsnilli hans og
manndómur stendur sem himin-
hrþpandi andstæða gegn ráðleysi
og vesalmennsku núverandi
stjórnar. Því er haldið að lesend-
unum með hinni alkunnu fram-
sóknarþrákelkni, að ráðherra-
dómur Vilhjálms liafi verið hvít-
ur og flekklaus, eins og jakkinn,
sem hann íklæddist, þegar hann
gekk fyrir Roosevelt forseta.
En þá kemur Gunnar í Grænu-
mýrartungu, eins og fjandinn úr
sauðaleggnum og kveður upp úr
með það, að þessi hreini Vil-
hjálmur hafi svikið bændur um
það verð, sem hann lofaði þeim,
að þeir skyldu fá fyrir smjörið.
Gunnar er meira að segja svo
staffírugur, að hann vill láta
Bændaráðstefnan og
Alþýðusamb.þingið
1. des. f. á. nefnir Tíminn
Bændaráðstefnuna og Alþýðu-
sambandsþingið í sömu andránni
og er mikið niðri fyrir.
Hann flytur lesendum sínum
þær fréttir, að ályktanir Bænda-
ráðstefnunnar hafi verið afhentar
landbúnaðarnefnd Alþýðusam-
bandsþingsins, en hún var skipuð
„óháðum mönnum“ og vildi því
ekki við þeim líta, heldur bjó til
aðrar rniklu betri, sem hið vonda
Alþýðusambandsþing vildi svo
ekkert með hafa, en vísaði til
stjórnarinnar í þeim tilgangi að
hún gerði á þéim bragarbót,
þannig að þær féllu í kram
kommúnista. Við þessa frásögn
blaðsins, sem er að vísu miklu
lengri, rituð á venjulegu fram-
sóknarmáli, er nú ýmislegt að at-
liuga. Það er þá fyrst þess að geta,
að ekki var hægt að láta landbún-
aðarnefnd Alþýðusambands-
þingsins í té ályktanir Bændaráð-
stefnunnar af þeirri einföldu á-
stæðu, að ráðstefnan starfaði sam-
tímis þinginu og ályktanir henn-
ar voru ekki tilbúnar til afhend-
ingar einum eða neinum, fyrr en
eftir að þinginu hafði verið slitið.
Er því fullyrðing blaðsins þessu
viðvíkjandi tilhæfulaus lygi.
Hitt verður hver og einn að
gera upp við sjálfan sig, hvort
hann heldur að hinir „óháðu“
verkamenn, sem Tíminn vefur
að hjarta sínu, liafi vitað gerr,
hvar skórinn kreppir að íslenzk-
um landbúnaði, en bændurnir,
sem sátu bændaráðstefnuna.
Að lokum má svo geta þess
framsóknarmönnum til hug-
hreystingar, að það mun ekki
vera meiningin að gera neinn
holskurð á tillöguln hinna „ó-
háðu“, heldur aðeins að færa þær
það mikið í stílinn að þær verði
prenthæfar og geti þannig orðið
ljós á vegum Tímans og lampi
fóta hans.
Skipulögn
f r amleið slunnar
(Bréfkafli úr Borgarfirði)
.... Næsta Alþingi, sem kem-
ur saman í haust, á að skipa
nefnd til að skipuleggja landbún-
aðinn. Það má ekki dragast leng-
ur. Það er t. d. óverjandi að hafa
sauðfjárrækt í allstórum stíl, þar
sem hvert strá er kúgæft. Á Hvít-
árvöllum í Andakíl eru nú 12
kýr og um 100 ær, mætti nú hafa
þar 50 kýr án þess að auka rækt-
un. Annað dæmi: Að Hesti í
Andakíl rekur íslenzka ríkið
sauðfjárræktarbú (mæðiveiki og
kláða, segja gárungarnir). Á
Hesti er hægt að hafa milli 10 og
20 kýr. Fyrst ríkið vildi nú auka
dómstólana sanna sökina upp á
manninn.
Það má því segja, að Gunnar
hafi villzt allmjög af leið sinna
sálufélaga og má guð vita, hvern
endi það hefur, ef lionum kemur
ekki hjálp að ofan.
við sig taprekstri á landbúnaði
frá því sem var, þá átti það að
hafa þennan búskap á sæmilegri
fjallajörð en ekki á Andakíl, þar
sem ekki ætti að liafa annað en
kýr. Svona dæmi eru víða, þótt
sleppt sé þeim jörðum, sem gróss-
érarnir í Reykjavík kaupa og
leggja alveg í eyði, jafnvel á beztu
mjólkurframleiðslusvæðum á
landinu (Lundur í Lundareykja-
dal o. fl.) Við, sem búum í þeim
sveitum, sem hafa bezt skilyrði
til mjólkurframleiðslu, eigum að
gefa sauðfjárræktina eftir til
þeirra, sem hafa ekki önnur bú-
skaparskilyrði en hana. . . .
Raddir úr sveitinni
Framhald af 1. síðu.
skjótlega bætta efnahag margra.
En meinið er, að flestar þessar
framkvæmdir eru þannig úr
garði gerðar, að þær gefa sára-
litla tryggingu fyrir því að létta
afkomu manna við breytt tekju-
skilyrði, svo sem lækkað afurða-
verð, afnám uppbótafjár og tak-
markaðrar hlaupavinnu við sjó-
inn.
í Jeppbíl á beitarhúsin
.... Byggðin hér í sveit á að
færast saman. Dalbæir 5 að leggj-
ast í eyði. Eitt byggðahverfi stórt
að rísa upp í miðri sveit og tvö
minni sitt á hvorum enda. Ef til
vill aðeins beitarhús, en fjár-
mennirnir koma heim að kvöldi
í Jeppbílum sínum, því að upp-
hleyptur vegur hér í hreppi fer
aldrei undir fönn....
Bændur vantar samtök
. . .Hagsmunafélagsskap vant-
ar bændur tilfinnanlega. Búnað-
arfélögin hafa reynzt einskis-
virði o gsýndi það sig gleggst á
síðasta hausti, er Búnaðarþing,
í algerðu heimldarleysi, rændi
bændur 10% af umsömdu af-
urðaverði, kaupi þeirra. Hvað
myndu verkamenn og sjómenn
segja, ef Alþýðusamband íslands
gerði slíkt hið sama? Ég þarf ekki
svar við því, við vitum báðir vel,
hvað þeir myndu gera. Við bænd-
ur erum brjóstumkennanlegir í
félagsskap okkar. . . .
Liðinn tími
.... Ég held, að þeir tímar
séu að nokkru leyti liðnir, þegar
fólk va rsvo að segja fætt til vissra
stjórnmálaflokka. ...
Þá setti hljóSa
.... Áður en stjórnin var
mynduð var viðhorf manna til
stjórnmálaflokkanna þannig, að
alltaf strandaði á Sósíalista-
flokknum til stjórnarmyndunar,
og það væri ósköp eðlilegt, því
að liann væri ábyrgðarlaus flokk-
ur. Þegar það kom svo á daginn,
að það voru ekki Sósíalistar, held-
ur Framsókn, þá setti menn
hljóða, og ég hef ekki viljað
angxa þá með því að ræða stjórn-
mál við þá. . . .