Nýi tíminn - 09.04.1945, Page 2
NÝI TlMINN
2
NÝI TÍMINN
Útgefandi:
SameiningarjlokkuT alþýðu —
Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gunnar Benediktsson.
Afgreiffsla og auglýsingaskrifsto
Skólavörðustíg 19. Simi 2184
Áskriftargjald kr. 10 á ári.
j Greinar i blaffiff sendist til ritstjór-
j ans. Adr.: Afgreiðsla Nýja Tímans,
Skólavörðustíg 19, Reykjavík
I
PRENTSMIÐJAN HÓLAR H.F.
Kjöt í flugvélum
Búnaðarþingi er lokið. Á
fjórða tug bændafulltrúa, víðs
vegar að af landinu, sátu nærri
fjörutíu daga á þingi á kostnað
ríkisins til að ráða fram úr vanda-
málum landbúnaðarins.
Og liver er svo árangurinn?
Nýja tímanum er það ekki
sársaukalaust að virða það fyrir
sér, hve starblindir þessir bænda-
fulltrúar eru frammi fyrir þeim
mikla vanda, sem bíður nú ís-
lenzka landbúnaðarins. Skipu-
lagsmálum framleiðslunnar er
komið í hið mesta óefni, oflítið
framleitt af nauðsynjum lands-
manna, ofmikið framleitt af öðr-
um vörum, sem engan markað
finnur. Kjöt, sem ekki selst, er
framleitt á beztu mjólkurfram-
leiðsluhéruðum landsins. Tækn-
in við framleiðsluna þarf að taka
risaskrefum á næstu árum, ef
landbúnaðurinn á að geta veitt
framleiðendum mannsæmandi
lífskjör. íslenzk bændastétt heíur
enga möguleika til að koma bún-
aðarmálunum í það horf, sem
nauðsyn krefst án samstarfs við
aðrar stéttir þjóðfélagsins og hún
skilur það nú orðið, að það er
verkamannastéttin, sem hún fyrst
og fremst verður að ná samstarfi
við. En Búnaðarþingi sézt yfir öll
þessi verkefni.
Fyrir fimm árum kaus Búnað-
arþing nefnd manna, til að at-
huga, hvort ekki væri þörf að
gera á breytingar um fram-
leiðsluhætti. Eftir þessi tvö ár
hefur nefndin ekki komizt á
neinn fastan grundvöll með til-
lögur og Búnaðarþingið síðasta,
sem á að ráða fram úr málunum,
leyfir sér að vísa rnálinu til sam-
bandanna, ekki ákveðnum tillög-
um frá þinginu, lieldur leitað
eftir tillögum. Búnaðarþing
hundsar tilmæli Alþýðusam-
bandsins um viðræður um verð-
lögn búnaðarvaranna. Þannig er
tekið á aðkallandi vandamálum.
En fyrsta ályktun þingsins, sem
gerð er heyrum kunn, er um
flutning sauðakjöts í flugvélum.
Svona hátt geta jafnvel hinir
jarðbundnustu menn komizt,
þegar þeir hafa glatað öllu sam-
bandi við raunveruleik þeirra úr-
lausnarefna, sem þeir liafa til
meðferðar. Ekki fyrst og fremst
fullkomnari tækni við framleiðsl-
una. Ekki fyrst og fremst meiri
framleiðslu þeirra vara, sem
þjóðin liungrar og þyrstir eftir.
Nei, umfram allt flugvélar, til
að fljúga með lítt eftirsótt kjöt á
erlendan markað!
Hverjum hugsandi bónda ætti
að vera það ljóst, að við svo búið
má ekki lengur standa. Bændur
Hvað eiga þessor íakmarka-
lausu stórlygar að þýða?
Út um sveitirnar hefur Tíminn flutt þá stórfurðulegu
frétt, að stórveldi heimsins hafi farið fram á það, að ís-
lendingar segðu Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur
og Sósíalistar hafi mjög barizt fyrir því á Alþingi, að orðið
yrði við þeim tilmælum. Nýi tíminn hefur átt von á því, að
innan skamms yrði hægt að tala um þetta sem opinbert
mál, en svo er enn ekki orðið. Vill hann ekki lengur með
öllu láta málið fara fram hjá sér og birtir hér grein, sem
kom í Þjóðviljanum um það leyti, þegar andstöðublöð
stjórnarinnar bitu fastast í skjaldarrendur lyga sinna.
• Tíminn, Alþýðublaðið og Vís-
ir hafa undanfarna daga keppst
við að breiða út svívirðilegan
lygaþvætting um afstöðu Sósíal-
istaflokksins til þeirra stórmála,
sem nýlega voru rædd á lokuðum
fundum Alþingis. Öllum ritstjór-
um þessara blaða er ljóst að Al-
þingi lagði það í vald ríkisstjórn-
arinnar hvenær hún birti þá sam-
þykkt, sem gerð var, og að sam-
hliða lienni var henni falið að
birta allar þær tillögur, sem fram
kornu á þessum lokuðu fundum
svo og yfirlýsingar, sem þar voru
gefnar. Allt þetta ber að birta og
allt verður þetta birt, svo ekkert
fari milli mála um afstöðu flokka
og þingmanna þannig, að hver og
einn geti, svo sem vera ber, feng-
ið sinn dóm hjá kjósendum fyrir
frammistöðuna. Allir þessir rit-
stjórar vita að ríkisstjórnin hef-
ur enn ekki talið tímabært að
birta plögg þessa máls, en að það
verður gert innan skamms.
En ritstjórar blaðanna þriggja
vita meira en þetta, þeir vita all-
ir, livað gerðist á hinum lokuðu
þingfundum, þeir vita hvaða til-
lögur komu þar fram, liverjar
voru felldar og hverjar sam-
þykktar, og þeir vita um atkvæða-
greiðslu hvers einasta þingmanns.
Það er ekki nema réttmætt og
eðlilegt að þessir menn viti allt
þetta ef um heilhuga og heiðar-
lega menn væri að ræða þá
mundi það vera trygging fyrir að
þeir ræddu ekki um, málið á
neinn þann veg, sem gæti orðið
þjóðinni til tjóns. En þessir herr-
ar, Þórarinn Þórarinsson, rit-
stjóri Tímans, Stefán Pétursson,
ritstjóri Alþýðublaðsins og Krist-
ján Guðlaugsson, ritstjóri Vísis,
virðast hvorki vera heilbrigðir
né heiðarlegir menn. Allir láta
þeir sér sæma að birta dag eftir
dag vísvitandi — það skal endur-
tekið, vísvitandi — lygar um af-
stöðu Sósíalistaflokksins, slíkt
gera ekki heiðarlegir menn, og
þetta gera þeir þó þeir viti að hið
sanna verður birt svart á hvítu
von bráðar. Þetta gera engir h'eil-
brigðir menn, liér virðist því
blátt áfram vera um að ræða
menn, sem haldnir eru af lyga-
brjálæði, og verður þá víst að
meðhöndla þá sem sjúklinga.
fá ekki við það ráðið, að núver-
andi forustumenn þeirra valda
þeirn miklu tjóni með úrræða-
leysi sínu og íhaldsþjónkun. En
það verður að binda hið bráð-
asta enda á forustu þessara hálf-
dauðu íhaldsjaxla. Sveitaalþýð-
an verður þegar að skipuleggja
sig til þess starfs.
Sem sýnishorn af skrifum
hinna lygabrjáluðu manna er
rétt að birta eftirfarandi ummæli
úr síðasta blaði Tímans:
„Það er ekki ofsagt, að sá flokk-
ur, er hér hefur unnið svo and-
stætt íslenzkum hagsmunum, að
hann hefur í fyrsta lagi viljað
hrinda íslendingum í styrjöld, og
öðru lagi veikt aðstöðu þeirra til
að komast í samstarf sameinuðu
þjóðanna, án stríðsyfirlýsingar,
hefur unnið sér íullkomlega til
óhelgis. Þingmenn hans og ráð-
lierrar eru vissulega vargar í vé-
um þjóðarinnar."
Það þarf ekki að taka fram, að
snápurinn, Þórarinn Tímarit-
stjóri, á hér við Sósíalistaflokk-
inn, og að hann í þessum og fjöl-
mörgum öðrum lygagreinum
hefur haldið því frarn, að Sósíal-
istar hafi viljað að íslendingar
segðu möndulveldunum stríð á
hendur. Alþýðublaðið endur-
prentar þessi ummæli Tímans og
lætur fylgja þeim svohljóðandi
inngang:
„Tíminn minnist í gær á þá
sérstöðu, sem nú er alveg opin-
bert orðið, að kommúnistar hér
Svo mælti sex ára gömul sveita-
telpa og lét sér fátt um finnast,
þegar Þórbergur sýndi henni
orminn. Og krakkarnir, sem
höfðu tryllzt af óttablandinni að-
dáun, þegar ormurinn fór á
kreik, hvísluðu lrvert að öðru:
„Það er bara úr gúmíi.“ Þar með
var dýrð ormsins á enda og eig-
andinn, Þórbergur, stóð uppi
einn og yfirgefinn, afhjúpaður
loddari.
Það fer stundum ekki betur
fyrir þeim framsóknarmönnum,
þegar þeir sýna fólkinu það sem
þeir kalla „stórmál“. Það kemur
ekki ósjaldan fyrir, að þeir taka
eitthvað sem klakizt hefur út í
þeirra ófrjóu heilabúum og
blása það upp þangað til það
sýnist vera orðið eitthvert óskap-
legt ferlíki. En dýrðin stendur
aldrei lengi. Stundum kemur
einhver og segir blátt áfram: Það
er bara úr gúmíi — en jafnvel þó
enginn kveði upp úr með það,
sjá flestir tilsagnarlaust, að þetta
er ekkert annað en gúmmi með
vindi innan í.
Það er skemmst á að minnast,
þegar tíu ára áætlunin var blás-
in upp í fyrra. Það var nú svo
sem eins og að eitthvað stæði til.
Þarna sást þó fyrst svart á hvítu,
höfðu til skilyrða þeirra sem sett
voru fyrir þátttöku í ráðstefnu
hinna sameinuðu þjóða í San
Francisco í vor.“ í ritstjórnar-
grein fullyrðir svo Alþýðublaðið,
að kommúnistar vilji að íslend-
ingar segi tveimur þjóðum stríð
á hendur.“ Ekki þykir taka að
tilfæra urnmæli Vísis, ritstjóri
hans talar eins og liinir bjálfarn-
ir, heldur því blákalt fram að
sósíalistar liafi lagt til að íslend-
ingar segðu möndulveldunum
stríð á hendur.
Þjóðviljinn lýsir yfir því, í eitt
skipti fyrir öll, að hvert orð þess-
ara þriggja blaða um að sósíalist-
ar hafi lagt til að íslendingar
segðu möndulveldunum stríð á
hendur er vísvitandi lygi, enginn
þingmaður hefur lagt Slíkt til,
enda öllum heilvitamönnum
ljóst, að vojnlaus þjóð getur ekki
sagt öðrurn þjóðum stríð á liend-
ur, og breytir það engu í þessu
sambandi, þó á þjóðina hafi ver-
ið ráðist og þó hún raunverulega
sé í stríði og heyji það með þeim
tækjum, sem hún ræður yfir og
fórni meiru til en margar stríðs-
þjóðir en þetta eru staðreyndir
um aðstöðu íslenzku þjóðarinn-
ar, staðreyndir, sem gefa henni
siðferðisrétt til setu á bekk með
hinum sameinuðu þjóðum. Þess-
ar staðreyndir telja sósíalistar
ekki ástæðu til að dylja.
Þjóðviljinn mun láta þessi ber-
söglu orð nægja þar til stjórnin
telur rétt að leggja öll plögg þessa
máls á borðið. En það getur ver-
ið dægradvöl rnanna að gera sér
grein fyrir hvaða sóttkveikjuegg
hafi eyðilagt heilsu þeirra vesa-
linganna, Þórarins, Stefáns, Krist-
jáns, og hvort ekki væri rétt að
gefa þeim „Ála“ blandaðan
mjólk úr þremur kúm. Það gæti
að minnsta kosti verið þeim holl-
ara en að naga spena lyginnar.
að Framsóknarflokkurinn vissi
livað hann vildi og kunni að reifa
nrál, svo í lagi væri. Allir, sem
ekki vildu hlíta forystu Her-
manns í þessu máli, voru stimpl-
aðir sem voðalegir fjandmenn
sveitanna.
Svo upplýsir Árni Eylands það
einn góðan veðurdag, að þótt
„planið" sé í sjálfu sér ákáflega
gott, þá svífi það alveg í lausu
lofti. Hann taldi það sem sé
heppilegra, að menn vissu hvað
þeir væru að samþykkja, áður en
þeir gengju frá sumum ræktun-
arsamþykktum....
Þá sáu menn að „það var bara
úr gúmíi“, því enginn maður á
þessu landi trúir því að Her-
mann Jónasson innihaldi meira
búnt en Árni Eylands.
í fyrravetur tilkynnti Tíminn
með stórum stöfum, að nú mætti
reka stórbú án vinnuafls — bara
með tómum vélum. Svo gerðu
þeir í Aemríku. Síðan voru birt
viðtöl við ungan vélarmeistara,
nýkominn frá námi í Ameríku
og staðfesti hann fyrri framburð
blaðsins.
Og hér var ekki látið sitja við
orðin tóm. — Vilhjálmur Þór
sendi vélameistarann fljúgandi
til Ameríku til að sækja vélar.
„Það er bara úr gúmíi"
Búnaðurinn
og vísindin
(Bréfkajli úr Borgarfirði)
Við bændur þurfum að fá
landbúnaðarvísindin til að færa
okkur heim sanninn um það,
hvort við getum ekki hætt að
hugsa um sól og vind í sambandi
við heyskap okkar, vísindalegar
sannanir fyrir því, hvort ekki er
hægt að fóðra allar nytjaskepnur
jafnt á tómu votheyi sem þurr-
heyi. Væri svo, tel ég það lang-
stærsta málið í sambandi við fjár-
hagslega afkómu búnaðarins. Þá
gætu bændur unnið að heyskapn-
um, hvernig sem viðraði, hætt
allri Kleppsvinnu, sem er æði
mikil í misjafnri tíð„ að maður
tali ekki um allar áhyggjurnar,
sem bóndinn hefur við heyþurrk-
unina í jafnóstöðugu tíðarfari og
við höfum við að búa. Mér er
ekki kunnugt um að þetta .hafi
verið rannsakað, nema ef til vill
lítilsháttar tilraunir gerðar lrér á
Hvanneyri, sem munu þó frekar
vera einstaklingsframtak en að
tilhlutun þess opinbera eða land-
búnaðarvísindanna. Þær tilraun-
ir munu liafa gefið góða raun,
en þurfa að takast fastari tökum.
En þeir ráðandi menn í þessum
málum setja í mjúkum stólum í
upphituðum stofum Reykjavík-
urborgar og sjá ekkert út fyrir
hafnargarðinn.
Við heimkomu meistarans, eru
enn birt viðtöl við hann, með
stórum stöfum og manni skilst
helzt að hann hefði kornið með
vasana fulla af nýjurn vélum.
En þá kemur Árni enn til sög-
unnar og upplýsir sem fyrr að
þetta sé allt „úr gúmíi“„ Meist-
arinn hefur sem sé engar vélar
fundið, sem ekki voru áður
kunnar hér, og það sem verra
var, hann gat ekki keypt hinar
gömlu nema fyrir milligöngu
þeirrar stofnunar, sem Árni veit-
ir forstöðu.
Og svo er það áburðarverk-
smiðjan, sem fæddist í haust. Þá
var nú líf í tuskunum. Aldrei
hefur öðrum eins ódæmum verið
úthellt yfir saklausa blaðalesend-
ur. Nú sást það þó svart á hvítu,
hverjir voru fjandmenn sveit-
anna. Málið var svo vel undir-
búið af Vilhjálmi, að þar þurfti
engu um að bæta og það var bara
af mannvonzku og fjandskap við
sveitirnar að samþykkja það ekki
í hvelli.
Og enn kemur Árni Eylands
og segir: Það er bara úr gúmíi.
Málið er illa undirbúið, sérstak-
lega hin búfræðilega hlið.
Og nú er vindurinn lilaupinn
úr þessum belg, a. m. k. í bili. —
Þannig eru þau flest undir
komin „stóru málin“ þeirra
framsóknarmanna. Þau eru blás-
in út af- mikilli skyndingu og
gerð því fyrirferðarmeiri, sem
efniviðurinn er srnærri. En komi
einhver og s^gi blátt áfram, og
án allrar hrifningar: Það er bara
úr gumíi, þá er dýrðin á enda.
Loddararnir hleypa vindinum úr
ferlíkinu og hafa sig á brott.
Skúli Guðjónsson.