Nýi tíminn - 22.01.1947, Blaðsíða 7
Idiðvikudagur 22. jan. 1947
NÝI TlMINN
7
??Ólíkt höfiimsÉ vié að??
þar spjöll á mannvirkjum.
Væri ekki ráðlegra að hús
freyjan ynni sér störfin svo-
lítið léttari, en gæfi sér tíma
til að líta í bók, ganga úti
sér til hressingar eða tæki
sér eitthvað fyrir hendur.
sem gagnlegt er -og skemmti
legt? Annríki hennar er að
miklu leyti tilbúið en ekki
raunverulegt.
Húsfreyjan í Reykjavík
kvartar áreiðanlega meira
um annríki en sveítakonan.
Og vöntun á húsrými kvart-
ar hún um, ef ekki er sín
hræðan í hverju herbergi
og eldhús að auki. Leiti lang
ferðamaður á náðir kunn-
ingja sinna í Rvík, vegna
þess að gistihúsin eru troð-
full, fær hann oft bending-
ar um, hve mikla fórnfýsi
það kosti að hýsa hann og
verður þeirri stundu fegnast
ur, þegar hann heldur heim-
leiðis. Heyrt hef ég getið um
pilt, sem kom austan yfir
heiði og var úthýst af þrem-
ur systkinum sínum. Ein hús
freyjan bar því við, að ekki
mætti sofa í stofunni vegna
blómanna. Hélt hún að mað
urinn æti blómin?
Eins og kunnugt er, eru
húsnæðisvandræðin í Reykja
vík ekki að öllu leyti raun-
veruleg, heldur tilbúin- Leigj
andinn er ekki velkominn
undir þak fyrir sanngjama
leigu, þó að húsrými sé nóg.
Húsvilltum manni virðist
gestrisnin, þetta göfuga þjóð
areinkenni Islendinga, vera
flúin úr höfuðstaðnum, en
sjálfselskan, kaldrifjuð og
heimsk, glotta úr hverjum
glugga.
Fjárgræðgin er bókstaf-
lega orðin faraldur. Það er
ónotalegt að frétta það allt
í einu um kunningja sinn,
að hann sé farinn að féfletta
einhvem hiisnæðisleysingj-
ann og gera Við hann leigu-
samning, sem ekki er var-
legt að skrifa á blað og setja
nafnið sitt undir.
Eru það nú bara karlmenn
irnir, sem eiga sök á þess-
um ósóma? Fara þeir á bak
við konurnar sínar með
þessa lítilmannlegu ágirnd9
Betur að hver húsfreyja í
Reykjavík hefði þar hrein-
an skjöld, og væri ekki eftlr
bátur stallsystur sinnar i
sveitinni, hvað snertir rausn
og mannúð! Eða hefur
Reykjavíkurkonan gleymt
gestrisninni, sem er jafn-
gömul þjóðinni sjálfri? Get-
ur það verið, að konan sé
samsek í því að féfletta hús-
villta nágranna sína?
Ef ég væri spurð að því,
hvar á landinu ég kynm
bezt við mig, mundi ég
svara: Ekki á neinum sér-
stökum stað, heldur á ferða
lögum um sveitir landsins,
það vekur ættjarðorást í
brjósti ferðamannsins, að
finna, að hann er velkominn
á hvaða heimili, sem honum
dettur í hug að beiðast gist-
ingar.
íslenzka sveitakonan mun
jafnan varðveita þá þjóðar-
sæmd, sem gestrisnin er.
Oddný Guðmundsdóttir.
Viðræður um borð
í „Aiigusta“
Framhald af 3. síðu.
ar föstu skoðunar, að ef vér
eigum að öðlast varanlegan
frið, verði hann að fela í sér
þróun hinna frumstæðu
landa- Hinna frumstæðii
þjóða. En hvernig á að gera
það? Auðsjáanlega ekki með
aðferðum frá 18. öld. Það er
að segja ....“
„Hver talar um aðferðh’
frá 18. öld?“
„Allir ráðherrar yðar
fylgja þeirri pólitík, að taka
frá nýlendunum hinar ríku
legu hrávörur þeirra án þess
að veita íbúunum nokkuð í
staðinn. Aðferðir tuttugusiu
aldarinnar fela í sér að flytja
iðnaðinn til þessara ný-
lendna. Aðferðir tuttugustu
aldarinnar gera þjóðirnar rík
ari með því að bæta lífskjör
þeirra, með því að veita þeim
góða skóla, góð heilbrigðis
skilyrði — með því að
tryggja þeim heiðarlegt verð
fyrir þau hráefni sem lönd
þeirra hafa að geyma.“
í herberginu sátum við
hinir og hlustuðum með
athygli ..... Ghurchill leit
sjálfur út eins og hann
væri að fá slag!
„Þér minntuzt á Indland“,
urraði hann.
„Já, ég hef enga trú á því
að við getum barizt gegn
þrældómi fasismans, ef við
gerum ekki jafnframt allt
sem við getum til að losa alla
íbúa jarðarinnar við úrelta
nýlendupólitík“-
„Hvað þá um Filipseyjar9“
„Eg er feginn að þér minnt
uzt á þær. Þessar eyjar verða
eins og þér vitið, sjálfstæðar
1946, og þær hafa fengið ný-
tízku heilbrigðisskilyrði, ný-
tízku skólakerfi. Fjöldi
þeirra sem hvorki geta lesið
og skrifað minnkar stöð-
ugt ....“
„Það er enginn sem fær
leyfi til að hrófla við fjár-
.málasamningum heimsveldis
ins.“ j
„Þeir eru óeðlilegir...“
„Það er á þeim sem vald
okkar hvílir“.
„Friðurinn“, sagði faðir
minn ákveðinn, ,,má ekki
fela í sér framhald heims-
valdastefnunnar. Sjálf gerð
friðarins verður og mun einn
ig fela í sér jafnrétti allra
þjóða. Jafnrétti þjóðanna fel
ur í sér fullkomið frelsi til
verzlunarsamkeppni. — Það
er varla nokkur sem neitar
því að tilraunir Þýzkalands
til að einoka verzlunina ;
Mið-Evrópu áttu mjög mik-
inn þátt í því að stríð skall
á“. —
... Klukkan var farin að
ganga þrjú þegar Bretarnir
fóru loksins. Eg hjálpaði föð
ur mínum inn 1 káettu hans
og fékk mér sæti og reykti
eina sígarettu með honum-
Faðir minn muldraði: . Er
hann ekki hreinræktaður
gamall íhaldsmaður? Hrein-
ræktaður gamall íhaldsmað-
ur, af gamla skólanum?“
„Eg hélt um stund að hann'
myndi springa, pabbi.“
Hann brosti: „O, við get-
um eflaust unnið saman. Þú
þarft ekki að kvíða um þaö.
Okkur mun semja ágætlega“.
,.Meðan þú nefnir ekki
orðið Indland“.
„Ja, það er ég ekki viss
um. Eg býst nú við að við
tölum eitthvað meira '.m>
Indland áður en lýkur.
Burma. Og Indókína. Og’'
Indónesíu- Og allar nýlend-
umar í Afríku. Og Egypta-'
land og Palestínu. — Við1'
munum ræða um þær allar/
Einu máttu ekki gleyma!
Winnie hefur eitt mikið hlut
verk hér i lífinu, en aðeins
eitt. Hann er fullkominn for
sætisráðherra á stríðstímum.
Hið eina og mikla hlutverk
hans er að koma Englandi-
gegnum þetta stríð heilu á
húfi“.
„Eg verð að segja að hami
kemur manni þannig fyrir
að honum muni takast það“.
„Já, en hefur þú ekki tek-
ið eftir hvernig hann skiptir
um umræðuefni þegar talað
ér um tímann eftir styrjöld-
ina“.
,,Jú, það hafði óþægileg á-
hrif þetta sem þú minntist á.
Óþægileg áhrif á hann!“
„Það er einnig allt önnur
ástæða- Það e.r vegna þess
að hugarfar hans hæfir her-
foringja. En að láta Churc-
hill stjórna Englandi eftir
stríð? Það myndi aldrei fara
vel“.
Það kom síðar í ljós að
brezka þjóðin var sammála
föður mínum um það atriði.
Alþýðuflokkurinn
Framhald af 4. sdðu.
ber einn sökina á því að lanct
ið hefur verið stjómlaust
síðan.
Það er Alþýðuflokkurinn
einn sem ber dbyrgð á því
að ekki hefur þegar tekizt að
mynda róttæka umbóta
stjóm í samrœmi við vilja
allrar alþýðu.
McKellar, öldungadeildarþingmaður „alsráðandans“ Crumps, er
formaður fjárveitinganefndar öidungadeiidarinnar, valdamestu
nefndar þjóðþings Bandaríkjanna.
Framh. af 6. síðu.
honum gagnlegir þjónar, að hann
ætti allskostar við verkalýðssam-
bandið. Hann vildi sýna Samtök
unum um heiðarlegar kosning-l
ar hver væri „húsbóndinn á
heimilinu“.
Svarið við hinni spurningunni
er nokkuð margbrotnara. Hvaða
samband er milli Crumps og
byssuskotanna í At’nens Tenn, og
hvers vegna er ekkert gert til að
kippa þessu ástandi í lag í
Memphis?
Athens er McMinn-fylki. Póli-
tískur allsráðandi þar er Paul
Cantrell, öldungadeildarþingmað-
ur i ríkisþinginu, sem hefur '■et-
ið áð völdum í áratug. Yfirmað-
ur kjörstjórnar er Georg Wood,
ríkisþingmaður og forseti full-
trúadeildar ríkisþingsins sem.
skipað er Crumpsmönnum.
Þetta er aðeins einn liðurinn
í yfirráðavél Crumps og manna
hans yfir ríkinu. í Athens hafa
þeir árum saman notað hina
alræmdu „Crumps-talningu”. Við
þessar kosningar báru hermenn
úr stríðinu fram lista við fylkis-
kosninguna á móti lista Cantrells
manna.
Hótanir
Fyrir kosningadaginn voru
uppi hótanir um að notuð
myndu skotvopn í Athens. Her-
mennirnir kröfðust að atkvæði
væru talin „eins og þau voru
greidd“. Fulltrúar Cantrells í
kjörstjórninni vildu láta eftirlits
menn með kosningunni fara út
áður en farið væri að telja at-
kvæðin. Hermennirnir neituðu
að fara, og skothríðin hófst.
Daginn eftir töluðu báðir öld-
ungadeildarþingmenn Tennessee-
ríkis á Bandaríkjaþingi. Þeir
sögðu að McMinnfylki væri langt
frá Shelbyfylki og herra Crumps
væri ekkert við þetta riðinn, —
hann væri ágætur heiðursmaður.
En hvers vogna er ekkert gert?
Forseta Bandaríkjanna var fyr-
ir kosningar skýrt frá ástandinu
í Tennessee og þörfinni fyrir að
I
. hafa ríkislögreglumenn viðstadda
kosningarnar.
Dómsmálaráðherra, Tom Clark,
var beðinn að láta þetta mál til
sin taka, og hann kvaðst myndu
gera það eí sér bærist ósk um
það frá kjósendum í Tennessee.
Gott og vel. Tiu þúsundir manna
í Tennessee skrifuðu undir áskor
un til hans um að grípa í taum
ana og honum var færð þessi
áskorun.
Samtökin um heiðarlegar kosn
ingar sendu kosninga- og rétt-
indanefnd öldungadeildarinnar
mótmæli gegn því, að þeir hefðu
verið sviptir fundafrelsi og mál
frelsi með því að synja þeim um
fundarstað. Málinu var vísað til
annarrar nefndar í öldungadeild
inni.
Svörin
Svarið við öllu þessu er senni-
lega það sem nokkrir heiðarleg-
ir öldungadeildarþingmenn á
Bandaríkjaþingi sögðu við höf-
und þessarar greinar: K. D. Mc
Kellar er formaður fjárveitinga-
neíndar öldungadeildarinnar, sem
er valdamesta nefndin í Capitol
Hill. (Aðsetri Bandaríkjastjórn-
ar. Hann hefur umsjón með
fjárveitingum til allra stjómar-
deilda, líka dómsmálaráðuneytis-
ins.
Við munum vel orð blaðamann
anna í Memphis sem sögðu: —
„Eina ástæðan fyrir því að
Crumps lætur McKellar vera í
Washington er sú, að hann hef-
ur gert samkomulag um að ríkis
lögreglumenn verði ekki látnii
hafa eftirlit með kosningunum í
Tennesseeríki."
Önnur áskorun um rannsókrt
í þessu máli hefur nú verið gerð
til dómsmálaráðuneytisins. — i:
þetta sinn eru skjallegar sann-
anir. Samtökin um heiðarlegar
kosningar fengu öllum kosninga-
eftirlitsmönnum sínum pappírs-
blokk og blýant á kosningadag-
inn.
Þeim var sagt að forðast deil-
ur og illirrdi. Þeim var sagt að
skrifa — skriía — skriía.
í McMinnfylki notuðu þeir
byssukúlur. f Shelbyfylki not-
uðu þeir minnisblöð.
Margir hafa spurt mig hvort.
þetta sé satt. Eg veit að það er
erfitt að trúa því. Fólk á erfitt
með að skilja að slíkt geti átt
sér stað.
„Þetta er þó ennþá Ameríka",
segjum við. „Ameríka eítir stríð-
ið“.
En þetta gerðist allt i Memp-
his, og Ed Crump á heima þar.