Nýi tíminn - 23.07.1947, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 23.07.1947, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 23. júlí 1947 4 £ NÝI TÍMINN 1 " '9 " 1 " i-----------------------------------------------------] NÝI TÍMINN . Útgefandi: SamelningarflokUur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Benediktsson. Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Simi 2184. Áskriftargjald er 15 krónur á ári. Greinar í blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja timans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS H.P. ______________________________________________________ Það áað ræna 20 inillj, af framleiðsln- stéttnnum. Er ekki tímabært að þær hefji raunhæfi samstarf? Það skal ósagt hvort opinber starfsmaður hefur fram- ið freklegri ósvífni en S\'ainn Benediktsson þegar hann á- kvað bak við suma. samstarfsmenn sína að greiða sjómönn- um og útgerðarmönnum aðeins 40,30 kr. fyrir hvert mál síldar. Að því hafa verið leidd óyggjandi rök, og verður þó betur gert innan skamms, að eðlilegt verð fyrir síldarmálið, samkvæmt þeim sölum sem þegar hafa farið fram er um 50 kr. með öðrum orðum af sjómönnum og útgerðarmönn- um eru ranglega hafðar 10 kr. fyrir hvert mál, sem þeir Ieggja á land. Með þeirri þátttöku, sem nú er á síldveiðun- um, ætti meðal síldarár að gefa um 2 milljónir mála, en það þýðir að ranglega er haft af framleiðslustéttunum um 20 milljónir króna, ef síldaraflinn hangir í að ná meðállagi. Ekki er þó saga Sveins öll sögð með þessu. Allar líkur benda til að fyrir frábæran slóðaskap hans verði síldarfram- leiðendur, sjómenn og útgerðarmenn fyrir enn meira tjóni. Það er sem sé staðreynd að nær allar verksmiðjur ríkisins, að undanskyldum nýju verksmiðjunum á Siglufirði og Skagaströnd, eru nú í vertíðar byrjun í megnasta ólestri, og ekki við því búnar að hefja vinnslu af fullum krafti. Verði síldarafli sæmilegur kemur 'því að löndunarstöðvun- nm, sem munu skaða síldarframleiðendur og þjóðina, um ótaldar milljónir, og sökin er eins manns, hins steigurláta Sveins Benediktssonar. En láta sjómenn og útgerðarmenn bjóða sér þetta þegjandi og hljóðalaust? Alþýðusamband íslands og Landssamband íslenzkra útvegsmanna hafa þegar bundizt samkomulagi um að vinna eftir beztu getu að því að framleiðslustéttirnar fái hlut sinn upp borinn í þessu efni. Bæði þessi samtök framleiðenda hafa gert kröfu til að eiga sérstaka fulltrúa við ákvörðun síldarverðsins að þessu sinni, en til þessa hef- ur krafa þeirra verið hundsuð. En láta þessi voldugu samtök bióða sér slíka smán? Það er naumast að vænta. Þau geta knúið fram endur- skoðun á ákvörðun Sveins Benediktssonar, ef þau bæði beita því valdi sem þau hafa í hendi sér og þess verður vænzt, uns annað kemur á daginn, að þau geri það, En er ekki tíminn kominn fyrir nánara samstarf þess- arra voldugu sambanda og annarra hliðstæðra sambanda f ramleiðslustéttanna ? Vissulega er hann kominn, engir ættu fremur að hafa mikil völd í þjóðfélaginu en þeir, sem framleiða þær vörur, sem lif og afkoma þjóðarinnar byggist á, og engir hafa betri aðstöðu til að hafa þar mikil völd, en þessir menn, ef þeir aðeins bera gæfu til að starfa saman á heilbrigðum grundvelli. Verkamaðurinn og vinnuveitandinn ættu að taka höndum saman um að leysa þau vandamál sem kref jast úr- lausnar, vandamál dýrtíðarinnar, vandamál afurðasölunn- ar, í einu orði sagt vandamál atvhinulífsins. Það er ógæfa þjóðarinnar að ófyrirleitnir menn eins og Stefán Jóhann og Bjarni Benediktsson sem eru þó úrræðalausai’i en þeir eru ófyrirleitnir, liafa hrifsað málefni framleiðslustéttanna í sínar hendur. Það mun leitun á þeim verkamanni, og það mun ekki síður leitun, á þeim vinnuveitenda í framleiðslu- stétt, sem hefur traust á forustu þessara manna. Nær und- #ntekningarlaust eru framleiðslustéttimar sammála um að Tíminn hótar útvegs- mönnum og alþýðusam- tökunum „Hinu er ekki að Ieyna, að hinn nýi Dagsbrúnarsamningur befir rofið skarð í þann stöðvunar- vegg, sem stjórnin hefir reynt að koma upp gegn vaxandi dýr- tíð og verðbólgu. Með honum hefir það verið gert vonlaust, að hægt sé að hafa taumhald á þessum málum með niður- greiðsluleiðinni einni saman. Ó- hjákvæmileg afleiðing hans hlýt ur því að verða sú, að mður- greiðslurnar verði fljótlega íeld- ar niður að mestu eða öliu leyti og þjóðinni þaiuiig gert ijóst, hvernig komið er. Barátta stjórnarinnar fyrir stöðvuuinni hefir tapazt, þótt enginn sé sig- urvegarinn. En það þýðir samt ekki að baráttunnj gegn hrun- inu, sem kommúnistar þrá, sé hætt, heldur rennur örlagastund þeirrar baráttu upp fyrr en ella eða sennilega strax á næsta hausti. Lengur verður það ekki dregið, að menn snúi. sér að raunhæfum framtíðarúrræðum. Tímann þangað til þurfa rikis- stjórnin og aðrir aðilar að nota sér til að undirbúa þær ráðstaf- anir, sem óhjákvæmilegt vtrður að gera, ef ekki á að verða hér fullkomið lirun og neyðará- stand.“ I þessari klausu birtast álykt- anir þær sem stjórnarblaðið Tíminn dregur af sigri vcrka- manna í vinnudeilunum, og er Tíminn stórum berorðari en hin afturhaldsblöðin. Ályktuniri er: hrun, hrun og aftur hrun. Þriggja milljóna króna tekju- eymdarástand“. Þetta var það sem ríkisstjórnin reyndi að hindra, segir Tíminn, þess vegna stóð hún af slíku ofur- kappi gegn kröfum verkamanna og kom í veg fyrir samkomulag í heilan mánuð. En Tíminn skýrir ekki frá því, hvað mánaðarlangt verkbann ríkisstjórnarinnar kostaði. Hins vegar var stjórnarblaðið Vísir opinskárra um þá hlið málsins. Skömmu áður en verkfadinu lauk sagði það í forustugrein, að hver dagur verkfahsins kostaði þjóðina „miUjónir króna“. Þar sem verkfallið stóð í fjórar vikur, hefir það ekki kostað minna en 50 millionir, samkvæmt útreikningi stjórnar blaðsins Vísis. 50 millj. kast að á glæ til þess að koma í veg fyrir að Dagsbrúnazfjöl- skyldurnar fái 3—4 milljóna tekjuaukningu á ári — þaraa er dýrtíðarstefna stjórnarinnar í einni setningu. Allt þetta gaspur ríkisstjórn- arinnar um óumflýjanlegt hrun er þvaður eitt og lokleysa eins og þetta eina dæmi sýnir bezt. Hitt er svo annað mál að rikis- stjórnin er sjálf að reyna að búa til kreppuástand hér innan- lands til þess að þjaka kosti al- þýðustéttanna og gefur tilvitn- un Tímans einnig nokkra vís- bendingu um þær fyrirætlanir. Tíminn segir að afleiðing hinna nýju samninga hljóti að verða sú „að niðurgreiðslur verði fijótlega felldar niður að aukning Dagsbrúnarfjölskyldn- |mestu eða öllu leyti“, og birtir anna merkir „fullkomið hrun ogþar með hótun þá sem ríkis- stjórnin hélt að atvinnurekend- um í heilan mánuð áður en samningar tókust. Nú myndu launastéttirnar vissulega ekki harma það, þótt hinum fölsuðu niðurgreiðslum væri hætt með öllu, ef jafnframt væru gerðar raunhæfar ráðstafanir gegn dýr tíðinni í samvinnu við alþyðu- samtökin. En ríkisstjórninni er ekkert slíkt í huga. 1 dýrt'ðar- málunum hefir hún unnið það af rek að liækka tolla á aðllutt- um vörum um 45 milljónir á ári, en það hækkar verð á innílutt- um varningi um 12% að meðal tali. Með hinum fölsuðu niður- greiðslum hefir hún hins vegar komið í veg fyrir að þessi geysi lega dýrtíðaraukning lendi á út- veginum nema að litlu leytil Hótun Tímans er í því fólgin, að nú muni ríkisstjórnin láta út veginn fá að kenna á þeirri dýr tíðaraukningu, sem hún hefur sjálf búið til! Það er hugsað sem bein hefndarráðstöfun við útvegsmenn fyrir að semja við alþýðusamtökin í algeru banni ríkisst jórnarinnar! Og Tíminn segir meira. „Bar- átta stjórnarinnar fyrir stöðvun inni hefur tapazt. En það þýðir samt ekki að baráttunni gegn hruninu, sem kommúnistar þrá, sé hætt,'heldur rennur örlaga- stund þeirrar baráttu upp fyrr en ella eða sennilega strax á næsta hausti Lengur verður það ekki dregið að menn snúi sér að raunhæfum framtíðarumræð- um“. Og hvað er það svo, sem Tíminn kallar raunhæf úrræði. Það er á allra vitorði. Ef ilkis- stjórnin hefði unnið sigur, hefði næsta skref hennar orðið bein- ar kauplækkanir þegar í haust. Tíminn virðist ekki geta glcymt þeirri hugsjón þrátt fyrir ésig- urinn. Beinar kauplækkanii og áframhaldandi árásir á alþýðu- samtökin eru einu úrræði Tíma- liðsins og afturhaldsstjórnarinn ar í heild. Alþýðiisamtökin hafa nnnið mikinn sigur Með sigri verkamanna í kjara baráttu þeirra sem háð hefur verið undanfarið, er lokið fyrsta áfanganum í einhverjum harð- vítugustu átökum sem alþýðu- samtök íslands hafa nokkru sinni átt í. Sú barátta hófst raunverulega með stjórnar- myndun Stefáns Jófíanns -— ekki vegna þess að al- þýðusamtökin hefðu neina pólitíska fordóma gegn stjórninni, heldur vegna hins að þessi fyrsta stjórn sem Al- þýðuflokkurinn hefur myndað leic á það sem eina hlutverk sitt að rýra kjör almennings í land- inu. Þessi stefna stjórnarinnar kom þegar skýrt í ljós viku eft- ir að hún var mynduð, þegar stjórn Dagsbrúnar kom með tilboð sitt um óbreytta samn- inga, ef ríkisstjórnin tæki á- byrgð á því að ekkert yrði gert til að skerða lífskjör almenn- ings. Þessu tilboði neitaði ríkis- stjórnin skilmálaiaust. Og síðan tók ríkisstjórnin til óspilltra málanna að koma ætl- unarverki sínu í framkvæmd. Hafnar voru niðurgreiðslur á vísitölu og þar með kaupi í stórum stíl. Þessar kauplækk- unaraðferðir voru síðan notað- ar sem átylla til að hækka tolla á langflestum aðfluttum vörum um 12% að meðaltali. Þar með hafði ríkisstjórnin stigið fyrsta skrefið í atlöjgu sinni að lífskjör um íslenzkra verkamanna. Ríkisstjórnin gekk ekki að því gruflandi að alþýðusamtökin myndu snúast til varnar hags- munum sínum. Hún vissi glöggt, að verkamenn myndu aldrei þola, að þeir væru með stjórnar ráðstöfunum sviptir tilfinnan- legum hluta af kaupi sínu. En hún hafði einsett sér að leggja til baráttu og kúga samtökin sér til hlýðni hvað sem það kost aði. Þegar vinnudeilurnar hóf- ust, hafði ríkisstjórnin svar sitt tilbúið. Hún var staðráðin í því að ganga á milli bols og höfuðs á verkalýðssamtökunum og neita þeim um allar kjarabætur, smáar sem stórar. Framkoma ríkisstjórnarinn- ar í deilum þeim sem nú er lok- ið er öllum minnistæð. Hér í Reykjavík tók ríkisstjórnin lausn deilunnar í sínar hendur þegar í upphafi, skipaði „sátta- nefnd“ til að koma í veg fyr- ir sættir og bannaði atvinnu- rekendum með hótunum að hefja samningatilraunir við verkamenn. Norðanlands end- urtók sama sagan sig. Gerðar voru þrotlausar tilraunir til að tvístra hinu nýstofnaða Al- þýðusambandi Norðanlands, og er framferði Þorsteins M. Jóns- sonar „sáttasemjara“ frægast og ósvífnast. En norðlenzkir verkamenn létu sér hvergi bregða og mun Þróttarverka- manna á Siglufirði lengi verða minnzt, er þeir beittu sér af al- efli til að bæta kjör starfs- bræðra sinna við aðrar verk- smiðjur. Hinar þrotlausu tilraunir Framhald á 7. síðu forusla þe isara manna sé að leiða atvinnulíf þjóðarinnar í giötun. En því ekki að taka í taumana meðan það enn er hægt? Alþýðusamband íslands, Landssamband íslenzkra út- vegsmanna og önnur hliðstæð sambönd, geta tekið í taum- ana, og þeim ber að gera það.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.