Nýi tíminn


Nýi tíminn - 05.05.1949, Page 2

Nýi tíminn - 05.05.1949, Page 2
NÝI TÍMINN Orðsending til Eysteins Hr. Eysteinn! Það er gam- all flokksbróðir þinn sem skrifar þessar línur, sem er, undr^ndi yfir framferði þínu þessa síðustd og verstu daga. Það er hart fyrir gamla flokksmenn þína, sem gerðu sér vonir um þig, að verða að játa að allur þinn pólitíski ferill er eintóm sorgarganga, og nú hin síðasta verst. Manstu fyrstu árin eftir 1930? Hvað var þá á dagskrá? Togaranjósnarar, svikin síld- armál, illa mæld mjólk. Ósvífið kaupsýslubrask, heild sala og annarra arðræningja, arðrændur, atvinnulaus og hungraður verkalýður. Ég held að þú hafir verið einna dómfrekastur af okkur öllum í garð andstæðinganna. Öllu átti að breyta og allt átti að bæta, og allt var betra en íhaldið. í herbúðum íhaldsins var það helzt á dagskrá, að stofna þyrfti 500 manna varalög-1 reglu til að berja á helvítis framsóknar-kommunum sem ekki væru íslendingar, og stjórnað af þessu illþýði frá Moskva, eins og þá var komizt að orði hjá hinu sál- sjúka peningavaldi. En hvernig tókst ykkur nú herrar mínir, sem þá fóruð með stjórn landsins, að ráða fram úr vandamálum dags- ins. Það tókst með fæstum orðum þannig. Meira atvinnu leysi, meiri fátækt, meiri sultur, meira arðrán, sam- dráttur atvinnulífsins, óhag- stæður verzlunarjöfnuður, og sí vaxandi skuldir utan- lands og innan. (Gott fólk! svona var nú stjórnað af A1 þýðufl. og Framsóknarfl. á þeim árum.) Um síðir sáuð þið ýkkar óvænna, skriðuð upp úr skuldafeni úrræða- leysisins og rennduð ykkurj í rassvasa íhaldsins og báðuð . um hjálp. Á því herrans árij sem Alþýðufl. krafðist þess^ að Kveldúlfur yrði gerður upp vegna skulda og þjóð- j nýttur, ef það hefði náð fram að ganga, hefði Tórs- arafjölskyldan eflaust orðið landflótta, og hefði þá senni- lega staðið í öllum auðvalds- blöðum heimsins: Valdarán á íslandi! Stæðsti útgerðarmað ur landsins, brautryðjandi í útgerðarmálum, gerður land- rækur, allar eigur hans gerð- ar upptækar! En úr þessu varð nú ekki. Þið Framsókn- armenn, hlupuð fram fyrir skjöldu hiá togaranjósnur- um og síldarmáls-svikurum og björguðuð þeim frá pólitískum og fjárhagslegum dauða. Maður skyldi nú ætla að þessi mikla hjálp ykkar við auðvaldið, yrði nú munuð við ykkur, og þið látnir njóta þess. En hvað skeður? . . Þið fenguð það heitt þráða 'l takmark að komast í stjórn með Ólafi Thórs. Við stjórn- armyndunina gaf Ólafur ykkur, eftir því sem þið seg- ið sjálfir frá, „drengskapar loforð, að ekki skyldi verða hreift við af honum eða hans flokki, vissu máli, sem ykkur Framsóknarm. varðaði] miklu, meðan stjórnarsam- vinnan stæði”.. En þetta lof- orð sveik hann. Eftir því sem ykkur segist frá, er Ólafur drengskaparníðingur af versta tagi, og er það tal- inn einhver versti glæpur meðal siðaðra manna. En hvar ert þú nú staddur Eysteinn á þinni pólitísku braut? Stendur mitt á með- al drengskaparníðinga, gjald- eyrisþjófa faktúrufalsara, svartamarkaðsbraskara og föðurlandssvikara. Setur nafn þitt ásamt þessum herrum undir nokkurskonar herútboð, sem er það fárán- legasta er nokkru sinni hef- ur heyrst í sögunni. Eru þið annars orðnir hringlandi vitlausir í ríkisstjórninni? Hefði ykkur ekki verið nær ef þið voruð hræddir við slag, að biðja konur og börn og annað friðsamt-fólk að sitja heima, í staðinn fyrir að bjóða það út, og láta spor- hunda þessara glæpamanna, sem þú og blað þitt hefur svo meistaralega afhjúpað, berja það til óbóta. Köld eru örlög þín Eysteinn! Nú verður þú að skjóta þér undir vernd þess nazistaskríls, sem einu sinni var ætlaður til að berja á þér og flokki þínum. Stend- ur í sporum landráðamanns- ins, lýgur að löndum þínum gegnum útv^rpið: engar her- stöðvar á íslandi! Vitandi það að hér er einhver stæðsti hervöllur heimsins í hönd- um bandarikjahersins. Og ,adlt skraf ykkar ráðherr- anna við utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna, er heimskan, helber. En hvað veldur öllum þessum ósköp- um? Mig skortir hugsunar dýpt til að skilja það. Ertu ekki annars prestssonur Eysteinn? Varaði ékki faðir þinn þig og söfnuðinn við samneyti ■ við farisea og drengskaparsnauða skin- helgis hræsnara; Eða móðir þín? Ég er viss um að þú hefur átt góða móður. Kenndi hún þér ekki í bænum þín- um, að elska sannleikann og réttlætið. Hvernig hefur þú ávaxtað það pund? Nú skalt þú svara sjálfur Eysteinn. Hvað heldur þú að prest- urinn bróðir þinn hugsi?, sem samstarfsmenn þínir kalla hempuklætt skrílsmenni. Ætli honum finnist ekki þörf að 'biðja fyrir sálu þinni í prédikunarstólnum, þó haim geri það ikanski í hljóði ennþá Nei, Eysteinn? hu er tími til kominn að þú leggir niður þína pólitísku rófu, og skríðir að fótum foringja flokks þíns og biðjir hann afsökunar á skemmdarstarfi þínu. Kalla ég að þú sleppir vel, ef þú í náinni framtíð þekkist á öðru en eyrunum Ég hef oft óskað þess í hug- anum að þið Framsóknar- menn bæruð gæfu til þess að fylkja ykkur undir merki Hermanns, hann virðist vera sá eini sem er fær um að bera merkið uppi. En því hefur nú ekki verið að heilsa með ykkur. Það virðist eins og kominn sé sjúkdómur upp á meðal ykkar Fiam- Fimmtudagur 5. maí 1949. sóknarmanna — í*að er hugsunarleti. Þið eruð hættir að nenna að hugsa rökrétt.. Þessi sjúkdómur gerir oft vart við sig hjá mönnum, sem eru komnir í feitar og góðar stöður. Góðu gömlu samherjar: þið verðið að reyna að draga af ykkur slénið og byrja á nýjan leik. Bóndi úr Flóanum « Hótel Iskaríot Níunda apríl voru liðin rétt níu ár frá því að her- sveitir þýzku nazistanna réðust inn í Danmörku og Noreg með hjálp þarlendra kvislinga og fimm ára nátt- myrkur undirokunar og kúg- unar skall yfir nánustu frændþjóðir okkar. Þessa sögulega afmælis var minnzt hér á landi á mjög svo verðugan hátt. Hernámsþjóð- in bauð helztu fyrirmönnum Islendinga suður á aðalbæki- stöðvar sinar í ný húsakynni sem vígð voru á þessum sig- urdegi fyrirrennaranna. Voru þar samankomnir þrjátíuog- sjömenningarnir með ráð- herrana sex í broddi fylking- ar og fjölmargir aðrir virð- ingarmenn íslenzkrar borg- arastéttar. Og á sama tíma og Norðmenn og Dariir drjúptu höfði og minntust eins dekksta dags sögu sinn- ar löptu skælbrosandi agent- ar tollsvikna, smyglaða kokkteila í húsi því sem gengur undir nafninu Hótel Iskariot. ★ Sú tíð er nú löngu liðin að fyrir því sé haft að kalla Keflavíkurflugvöllinn alís- lenzkan völl undir alíslenzkri stjórn. Jafn barnalegur fyrir sláttur, sem auk þess er móðgandi fyrir herraþjóðina, er nú talin óþarfur. Það voru þess vegna hvorki flug- málaráðherra Islands, vest- urfarinn Eysteinn Jónsson, né flugráð sem stóðu að vígslu nýja hótelsins 9. apríl 1949, heldur Locheed Air- craft Overseas Airlines, bandaríska auðfélagið sem hreppti Island á síðasta upp boðinú fyrir vestan haf. Boðs bréfin voru auðvitað á banda rísku, túngu herraþjóðarinn- ar. Og til þess að erigin bar- baríska flekkaði hina virðu- legu athöfn hófst hún á þvi að íslenzk kona, sem til þessa liefur heitið mjög svo þjóðlegu íslenzku nafni, var skírð upp og nefnd ,,Mrs. Stephansson". Síðan var henni leyft að vigja hið er- lenda hús. ★ Agentarnir undu sér vel í Hótel ískaríot, 9. april er enn þeirra dagur á íslandi, Óg þeír lýstú fögnuði sírium óg hrifningu á háværri og hiklausri leppensku eftir fyrstu kokkteilana. Allt var fullkomið, jafnvel barinn sem verið hafði áhyggjuefni Víkverja í heilt ár stóð þarna fagur og gljáandi, þrátt fyr- ir alla áfengislöggjöf þeirra innfæddu og allar þeirra á- fengisvarnarnefndir. Og þeg ar þeir óku burt höfðu þeir eignazt nýjan himin og nýja jörð. „Reykjanesfjallgarður inn hefur löngum verið öm- urlegur á að líta . . .. “ sagði Hannes á horninu í blaði sínu daginn eftir, en „nú hefur verið úr þessu bætt, sem bet- ur fer.“ ir En það nægir því miður ekki að framkvæma banda- ríska andlitslyftingu á ömur- legum fjallgörðum Islands, því alltaf virðast þau verða sannari og sannari vísuorð kaupmannsins: „Landið er fagurt og frítt, en fólkið er bölvað og skítt.“ Þeir inn- bornu, að agentunum und- anskildum, virðast þvi miður hafa mjög takmarkaðan skilning á fegrunarstarfi því sem bandarískir menn vinna á íslenzkri náttúru. Daginn eftir að Hótel Iskariot var . vígt þusti mikill mannfjöldi suður á Keflavíkurflugvöll til að glápa á mannvirkið. Þeir innbornu hafa nefnilega ekki sjálfir fengið að byggja hús síðan fyrsta stjórn Al- þýðuflokksins var sett á lagg irnar og eru að sjálfsögðu forvitnir að sjá slík furðu verk. Enda höfðu Ferðaskrif stofan og flugfélögin skilið þörfina og skipulagt hópferð ir á vettvang til þess að sem flestir fengju’ að sjá nýtt hús. Það reyndust vera 5000 Reykvíkingar sem langaði til að sjá nýtt hús, að sögn Víkverja, og væntanlega hafa það einkum verið íbúar bragga, kofa, kjailara og þakherbergja. Og það er bezt að láta Víkverja lýsa því hvernig þeir höguðu sér þá loksins að þeir komu í hús: „I flugstöðinni var brotið og bramlað, húsgögn og ann- að .. Þá var hreinlega stol- ið silfurmunum, borðbún- aði og jafnvel svo litlum hlutum sem pipar og salt baukum . . .;. Þessir menn li'afa nötað tækifærið tiT þess að krota á veggi í snyrtiher- bergjum oþverraorðbragð, klám og skammir um Banda ríkjamenn." Það kom þannig í ljós að þeir innbornu eru „skemmdarverkamenn og þjófar“ og „skrílmenni, sem ekki eru hæfir innan um heiðarlegt fólk“ eins og Vik- verji komst að' orði. Og hann bætir réttilega við: „Er ó- þarfi að spyrja af hvaða sauðahúsi þeir menn eru sem að þessum óþverra standa.“ ★ Þannig fór það þegar þeir innbornu fóru að skoða hús og komust í félagsskap „heiðarlegs fólks“ og munu slíkar aðfarir vissulega ekki óþekktar meðal annarra frumstæðra þjóða. Hitt lýs- ir mikilli kurteisi hins heið- arlega fólks að' leyfa þeim innbornu að koma inn í nýtt hús og sýnir bezt lýðræðis- ást herraþjóðarinnar. En nú mun hún sem betur fer hafa lært af reynslunni. „Það verður að hafa lög- regluþjóna allsstaðar", segir hinn heiðarlegi Víkverji og telur að vonum að hinum inn bornu hæfi engin hús nema tukthús: Ef innfædd skríl- menni nálgast Hótel Iskaríot, á heiðarlegt fólk „að gera sér það að skyldu að kæra þá fyrir lögreglumönnunum þar og láta þá bera ábyrgð og hljóta hegningu fyrir.“ Og í vissu þess að hinir inn- bornu myndu treglega láta sér segjast tók Alþingi sama daginn 100.000 kr. frá börn- unum og afhenti þær saka- dómaraembættinu og lög- reglustjórninni. Vonandi tekst að koma upp nægilega öflugum verði í kringum Hótel Iskaríot. Það nýja hús á að verða einskorðað við heiðarlegt fólk, eins og Víkverji komst að orði, Mr. and Mrs. Step- hansson og aðra veizlugesti frá 9. apríl. Að ógleymdri sjálfri hei'raþjóðinni og þeim fermingartelpum innbornum sem hún velur sér til fylgi- lags og myndatöku. Og vön- andi eiga eftir að rísa fleiri slík erlend hús á sama tíma og innboi'in ráð banna inn- bornu fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Því hvern- ig færi ef ekki væri bætt úr ömurfegum fjallgörðum Islands með erlendum liús- um,; Og þau. verða byggð. .. „Sem betur fer.V .1 r.*

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.