Nýi tíminn


Nýi tíminn - 30.03.1950, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 30.03.1950, Blaðsíða 4
á ’ -h- ' tm TlMINN Fimmtudagur 30: marz 1950. NYl TÍMINN Ötgefandl. Sameinincarflokkur atþýðu — Sósiallstaílokkurlnn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 20 krónur á ári. Orelnar I blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavik Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Simi 7500. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. Brúna höndin Einn Jbe/rro upprennandi A r i Cuðmun d s s o n 30. marz mun lengi verða minnzt sem eins hins örlagaríkasta dags í sjálfstæðisbaráttu íslendinga hinni nýju. Þann dag báðu formenn stjórnarflokkanna þriggja friðsama reykvíska borgara um að mæta á Austurvelli til að tryggja Alþingi starfsfrið til að innlima tslanci í hernaðarkerfi sterkasta auðvalds- ríkis veraldarinnar, sem og var gert. Þann dag var Alþingishúsið gert að herbúðum fyrir vopnaða hvítliða, sem borgaraflokkarnir liöfðu látið æfa til þess að taka á móti hinum friðsömu borgurum með kylfubarsmíð og táragasi, sem einnig var gert, svo eins dæmi er'í 'sögu þjóðarinnar. 'Þánn dag mættust þjóðin og kylfan fyrir framan Alþingishúsið. Þjóðin til að krefjast þcss sjálfsagða réttar, að fá að greiða atkvæði um örlagaríkustu ákvörðun í utanríkismálum, sem valdhafar henn- ar hafá tekið síðan sjálfstæðið var endurheimt. Kylfan sem tákn hins ógrímuklædda nýfasisma, sem kapítalismi alls hins vestræna heims reynir nú að byggja upp sem stðasta vígi sitt t baráttunni fyrir að halda velli. Nú hefði mátt ætla, að hin íslenzku stjórnarvöld hefðu látið liér við sitja. Svo fór þó ekki. Fyrst gerði hinn íslenzki dómsmála- ráðherra sjálfan sig að viðundri frammi fyrir allri veröldinni með jþví að reyna að gera sjálfan sig að píslarvotti þeirrar andstöðu, er þjóðín sjálf veitti áfórmum hans og félaga hans. Jafnframt voru hafin réttarhöld mikil; mönnum, sem dóm- stólarnir nú hafa ekki séð sér fært annað en sýkna, var haldið í fangelsi svo vikum skipti. Þessi réttarhöid stóðu yfir í margar vikur, og árangurinn var birtur 25. marz s. 1. Þá er tilkynnt, að 20 menn hafi verið dæmdir í þriggja til átján mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, auk þess fjórir menn til missis borgaralegra réttinda. En það, sem bezt sýnir réttarhneykslið er það, að haldlaus reyn- ast öll gögn gegn þeim mönnum, er dögum og vikum saman var haldið í fangelsi og reynt með öllu móti að fá til að játa á sig afbrot. Morgunblaðið birti myndir, sem áttu að sýna þá að grjótkasti og annað eftir því. Eitthvað hafa ljúgvitnin reynzt vafasöm í þeim tilfellum. Mundi það ekki vera í fleirum? Það er annað og meira, sem hér er að gerast og dómar þessir tákna. Þáttaskipti í íslenzkri réttarfarspólitík eru hafin fyrir alvöru. Þótt réttarfar auðmannastéttarinnar, sem þessum málum ræður, hafi aldrei verið á marga fiska, þá kastar nú fyrst tólfunum, og enda í fullu samræmi við aðra þróun og aðrar aðgerðir. í heiminum rís nú öflugri frelsishreyfing en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Aldrei hafa kúgaðar nýlenduþjóðir fundið mátt sinn og þrek til að brjótast undan kúgunarvaldi arðræningja sem nú. Aldrei hafa alþýðustéttir auðvaldslandanna sjálfra verið jafn ákveðnar í baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum. Aldrei hefur sósíalisminn haft jafn örugga fótfestu og náð til fleira fólks en nú. Og aldrei hefur skilningur á óhæfni hins kapítalistíska auð- •valdsþjóðskipulags til að leysa vandamál mannkynsins verið jafn ntbreiddur og nú. í stuttu máli: Aldrei hefur framtíð sósíalistískra J)jóðfélagshátta verið jafn öruggt tryggð og nú. Kapítalisminn skelfist þessa þróun. Hinir stóru auðkóngar •veraldarinnar skelfast, óttast að missa sín einokunarvöld og sjá cngin önnur ráð en að láta leppa sína hóta með_yatnsefnissprengj- unni, eigandi þó á hxttu, að jörðin breyttist í sól, ef hún yrði notuð. O^hinir smáu auðkóngar íslenzka kapítalismans skelfast og beita kylfum og táragasi í baráttunni við andstöðuhreyfingu þjóðar sinnar, gegn því að þeir fái hindrunarlaust að afhenda landið fyrir herstöð í væntanlegri gereyðingarstsxjöld auðvaldsins gegn fram- þiróun mannkynsins. Stóru auðkóngarnir skipuleggja stofnanir eins og óamerísku oefndina, sem ótakmarkað vald fær til að klaga og fjötra hverja frjálslýnda hugsuh; óg svo’Íángt er gengið, að jafnvel Roosevelt sjálfurer ákærður fyfir óameríska starfsemi, kommúnisma og land ráð. Hinir smáu auðkóngar íslehzka kapítalismans láta sína leppa <læma dóma eins og þá, sem hér er um að ræða, til þess að sýna á hverju þeir eiga von, sem leyfa sér þá ósvífni. að andmæla gerðum þieirra, og heimta að þjóðin fái sjálf að segja sitt álit um jafn örlaga- 1 stökkkeppni Holmenkollen- mötsina núna var einn Islend- ingur þátttakandi, Ari Guð- mundsson frá Siglufirði, sem dvelst um þessar mundir við nám í veðurfræði í Osló. Þótt hann sé ekki ennþá nema liðlega tvítugur, er ó- þarft að kynna hann fyrir flest- um skíðaáhugamönnum heima. Ekki sakar þó að rifja hér að- eins upp skíðaferil hans: Eins og röskum Siglufjarð- arstrák sæmir, byrjaði hann að stökkva á skíðum strax innan við 10 ára aldur. Tók fyrst þátt í stökkkeppni 8 eða 9 ára gamall en varð þá síðastur eða næstsíðastur, að því er hann segir sjálfur. Hann lét sér þó hvergi bregða við slíkar ófarir, því að á Landsmóti skíðamanna 1940 á Akureyri varð hann 2. í stökki og 1. í svigi drengja. Á árunum 1941—45 æfði hann lít- ið á skíðum, en veturinn 1945 —46 byrjaði hann aftur. Þá varð hann drengjameistari Ak- ureyrar í stökki og vann í C-fl. í svigi á Akureyrarmóti. Sama vetur varð hann drengjameist- ari í stökki á landsmótinu. Vet- urinn 1946—47 tók hann að- eins þátt í Akureyrarmótinu, og varð þá 2. í stökki drengjafl. og 2. í B-fl. svigi. 1948 varð hann svo Reykja- víkurmeistari í stökki. Síðan hefur hann lítið verið á skíðum fyrr en í vetur. Þá útvegaði hann sér keppnisleyfi hjá Skíðasambandi Islands, gekk í skíðafélagið „Koll“ í Osló og hefur tekið þátt í 5 keppnum, m. a. landskeppni háskólanna í Osló og Helsing- fors í stökki, er háð var hér um dagana. Þar varð hann 6, maður af 24 keppendum. Auk þess keppti hann sem gestur (utan keppni) á norska stúd- entameistaramótinu og var einn af reynslustökkvurum á Noregsmeistaramótinu um dag- inn, og hefur sennilega stokk ið þar nokkuð yfir 70 metra. Frá stökkum hans á Holmen- kollen var sagt í síðustu í- þróttasíðu. Á mánudaginn eftir Holmen- kollenmótið leit ég inn til Ara r " ■ ||; Þessi mynd er af Ara Guðmundssyni í fyrra stökki hans í Holmenkollen um daginn. Fyrir það fékk hann 12,5 — 13 — 14, enda er skíðaburðurinn slæmur. Síðara stökk hans var miklu betra, þá fékk hann 16.5 — 17 — 17 í stíl, en það er prýðilegur árangur — Andlitsmynd af Ara í horninu. til þess að vita, hvernig hljóðið væri í honum eftir keppnina. Þegar ég kom inn til hans, var hann að smeygja sér í skíðapeysuna, en stökkskíðin stóðu upp við vegg í herberg- inu, vandlega bundin saman og með merkísspjaldi á! — Ertu að fara eitthvað, spyr ég. — Já, ég þarf að vera kom- inn niðrá „Vestbana“ eftir hálf- tíma. Er að fara suður í Kóngs berg, þar sem ég er bóðinn í stökkkeppni í „Hannibalbraut- inni“ á morgun. — Verða fleiri útlendingar með þar ? — Já, Svíarnir, Júgóslaf- amir og Danirnir, sem voru með í Holmenkollen, svarar hann. Það varð úr, að ég gekk með honum niðrá járnbrautar- stöð, Á leiðinni notaði ég tæki- færið til að rekja úr honum garnirnar um skíðaþjálfim hans hérna o. fl. — Var ekki gaman í „Koll- en“ í gær, spyr ég hann fyrst. — Alveg dásamlegt, það verður óglejonanlegt að hafa fengið að vera með í þessari stökkbraut, jafnvel þótt maður hafi lent aftarlega í röðinni. rxkar ákvarðanir og þær, sem gerðar voru í sölum Alþingis 30. marz 1949. Það, sem bér gerist, er því engin tilviljun. Það, sem er að gerast, er skipulögð framkvæmd borgarastéttarinnar á íslandi á þeirri fyrirætlun, að nota vald sitt yfir réttarfars- og dómsxnálum þjóðarinnar til að berja xiiður hverja þá andstöðuhreyfingu, sem orðið gæti aðstöðu hennar hættuleg. Dæmin eru fyrir hendi í þeim fyrirmyndar ,,lýðræðisríkjum'‘, sem heiminum ógna með tortímingu vatnsefnissprengjunnar. Og það er heldur engin tilviljun, að þjóðin fær að sjá hina brúnu hönd lögregluríkisins, einmitt á sama tíma og hún er að byrja áð kenna þeirraf mögnuðustu fjárhagskreppu, sem yfir hana hefur gengið í margá áratugi, og útanríkispólitík þessara sömu valdhafa hefur leitt hana út í. Brúna höndin er vísbending til þjóð- arinnar um að hafa sig hæga, taka með þögn og þolinmæði því hlutskipti, sem þessum valdhöfum þóknast aS rétta henni. Þess vegna eru embættismenn, eins og núverandi sakadómari, látnir kvcSa upp Iiiícykslisdóma scm þessa. , „ . .. —- Hefurðu fengið eihhverja stökkþjálfun héma í vetur? — Já, ég gekk í haust x skíðafélagið „Koll“ og hef ver- ið undir handleiðslu þjálfara félagsins, Viggó Friling, sem sjálfur er gamall stökkvari. Ég hef verið mjög heppinn þar, því að hann er einstakur maður og prýðilegur kennari. — Hvað hefurðu æft mikið? — Fyrir jól var það mjög lítið, kannske 20 stökk — eða svo, því að ég var svo óhepp- inn að meiða mig illilega í hné skömmu fyrir jólin, og gat-því ekki byrjað að æfa neitt fyrir alvöru fyir en útí janúar. Stökkvaramir hérna em jú ekki ánægðir, nema þeir hafi yfir 100 stökk fyrir nýjár, eins og þú veizt. En síðan ég komst í gang, hef ég verið úti um flestar helgar, ennfr. eitt kvöld á virkum degi í hverri viku. Við höfum þá stokkið við rafljós. — Hefur Fri'ing þurft að tukta þig mikið til? — Já, hann hefur verið ó- spar á gagnrýnina, og einnig str'ákamir, sem ég hef stokk- ið með. Við gagnrýnum nú hverir aðra, og það er vitaskuld af því, sem maður lærir. — Hvað hefur aðallega verið fundið að þér? — Fyrst og fremst uppstökk- ið. Það var of kröftugt hjá mér, svo að ég náði aldrei ró- legu svifi. Einnig hætti mér við að „saxa“ með skíðunum í svifinu. Ég hef heldur ekki lagzt nógu mikið framá, þ. e. a. s. leggimir hafa ekki mynd- að nógu krappt hom við skíð- in. Og ennþá hættir mér við að hafa ,knekk‘ á hryggjarliðun um, eins og þú hefur tekið eft- ir. En vonandi hverfa þessir gallar hjá mér með æfingunni. Meira gat ég ekki talað við Ara í þetta sinn, því að við vorum komnir niðrá stöð, þeg- ar hér var komið sögu. f V S~ ' ’ . Framhald á 7. síðuu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.