Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.08.1950, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 24.08.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. ágúst 1950 ’■* K'M'-.líV.’l'it: NÝI TíMINN r.^vergi. j heiminum^r lögð. jafnmikil -áherzla á byggingu íbúðarhúsa og í Sovétrikjun- um. Á ánrnhm fyrir stríð vör'u byggð íbúðarhús með saman- lögðum gólffleti sem nam 113 milljónum fermetra. Á árunum 1920—1939 risu upp meira en 200 nýjar borgir í Sovétríkjunum. Þeirra á með- al má nefna Karaganda, Magni- togorsk, Komsomolsk við Amúr Kransnúralsk, Saporosé, Stal- ínsk, Gorlovka, Kratorsk og margar aðrar borgir, með stór- um íbúðarsambyggingum, menn ingarhöllum, görðum, leikhús- um, sjúkrahúsum og fjölda skóla og bamaheimila. Bygging íbúðarhúsa var held- ur ekki látin falla niður á stríðsárunum. Sem dæmi má nefna, að í borgum Téljabinsk- héraðsins voru byggðar íbúðir með 900,000 ferm. gólffleti. Á ár unum 1943-’44 voru íbúðir end- urbyggðar og nýbyggðar I þeim hérUðum sem leyst höfðu verið imdan oki nazistanna. Flatar- mál þeirrst nam 12 milljónum fermetra. En aldrei hefur þó verið unn- ið að íbúðarbyggingum af jafn- miklum krafti og síðan stríð- inu lauk. Fyrstu fjögur ár fimmáraáætlunar eftirstríðsár- anna hafa íbúðir að gólffleti meira en 72 milljónir fermetra verið endurreistar og nýbyggð- ar. Á þessum árum hafa meira en 2,300,000 hús verið byggð í sveitum landsins. Það er alkunna, að þýzku nazistarnir eyðilögðu geysilegt verðmæti í Sovétríkjunum, og það voru ekki sízt íbúðarhús- leggingu. 25 millj. manna stóðu uppi húsnæðislausar. Allt það fólk hefur nú fengið góð híbýli. Hluti íbúðarbygginga af þeirri upphæð sem varið er til nýbygginga samkvæmt fimm- áraáætlunum hefur hækkað úr 10,5% í þriðju áætluninni í 14,5 % í þeirri fjórðu. Sovétstjórnin hvetur fólk og hjálpar því til að reisa sin eigin hús, — það fær bygg- ingarefni, lán með hagkvæmum kjörum og afslátt á flutnings- gjöldum. Þannig voru byggðar meira en 9,000 eigin íbúðir ár- ið 1949 við námur þær sem heyra undir kolanámuráðuneyt- ið, og 4,000 eigin íbúðir við járn- og stálnámurnar. Mikil vinna er lögð í skipu- lag og fegrun borganna og bæj- anna. I hundruðum borga er nú verið að koma upp nýjum sporvagna- og strætisvagna- kerfum. í höfuðborg Sovétríkj- anna, Moskva, er glæsilegasta miklu fé er varið til þess, — leikvöngum er komið upp, byggðar bækistöðvar fyrir róðr- arfélög, veiðifélög o. s. frv. Sú mynd sem blasir við okk- ur i auðvaldsheiminum er harla ólík. Hluti hernaðarútgjaldanna af fjárlögum yfirstandandi árs þingsins, að þeirri niðurstöðu, að í Bandaríkjunum væru þá 7 milljónir húsa, sem væru komin að falli og þyrfti þess vegna að rífa. Hið þekkta íhaldsblað „Sun“ í New York birti grein eftir einn af blaðamönnum sínum, Þúsundir sveitaþorpa voru lögð í eyði í Sovétríkjunum á stríðs- árunum. Nú eru þau byggð upp að nýju. Myndin: Nýbygging í sveitaþorpi neðanjarðarbraut heimsins ogí Bandaríkjunum nemur 71%, verið er nú að gera neðanjarð- arbraut í Leníngrad. Af miklu kappi er unnið að lagningu gasleiðslna borga á milli. Slíkar leiðslur eru þegar komnar milli Moskva og Sara- toff, Kíeff og Dasjava, og Len- íngrad, Koktla og Jarve. Mikil áherzla er lögð á plönt- un trjáa í borgunum. Trjám er plantað meðfram götunum, nýj- úm skrúðgörðum og torgum er komið fyrir, og nýjum menn- ingargörðum. Hlynt er að íþrótt in sem urðu fyrir þessari eyði- unum af fremsta megni og en hluti menntamála aðeins 1%, heilbrigðismála minna en 1% og aðeins 5,1% til allra annarra hagsmunamála almenn- ings. Það er því engin furða, að þriðjungur íbúa Bandarikjanna býr í óhæfu húsnæði. 1 boð- skap sínum til Bandaríkjaþings í janúar s. 1. gat Truman for- seti ekki gengið framhjá þeirri stfiðreynd, að húsnæðisvandræð in i Bandaríkjunum hafa farið vaxandi. Þegar árið 1947 komst nefnd, skipuð af öldungadeild þar sem hann segir: „Á fjög- urra vikna ferðalagi mínu gegn- um fátækrahverfi New York hef ég orðið vitni af slíkri eymd að það minnir á ástandið í borgum miðaldanna.... Ég kom inn í hreysi, þar sem rott- ur ráðast á börnin i vögg- unni, svo að oft á tíðum verð- ur að flytja þau á sjúkra- hús....“. Samkvæmt útreikningi banda- ríska hagfræðingsins Stuart Chase búa að minnsta kosti 50 miiljónir manna í Bandaríkjun- um í hreysum og grenum, sem alls ekki eru íbúðarhæf. Eif skammt frá fátækrahverfunum má líta glæsileg hús, villur og hallir auðstéttarinnar. Þannig eru mótsetningarnar í auðvald3 heiminum. Ósjaldan rekst maður á skilti með orðunum „Hætta á ferð- um“ á vanræktum og ömurleg- um íbúðarhúsum í úthverfum Londonar. Og það er ekki sjald- gæft, að það sé í rauninni hættu legt að koma nálægt sumum þessara húsa, sem eru alveg komin að falli. Brezk blöð skýra frá því með bitru háði, að með sama framhaldi mimi það taka 100 ár að útrýma húsnæðisvandræðunum í Eng- landi, og alltað 150 ár í Skot- landi. Og húsnæðisvandræðin fara einnig vaxandi þar í landi. 1 Lcndon cinni eru nú 200,000 fjölskyldur sem beðið hafa í mörg ár eftir sómasamlegu hús- næfi. Fyrir kosningamar 1945 lofaði Verkamannaflokkurinn að framkvæma ákveðna áætl- un fyrir íbúðarbyggingar, en síðan hann komst til valda hefur sú áætlun verið skorin niður hvað eftir annað á sama tíma og hemaðarútgjöldin hafa verið aukin ár frá ári. Og það þarf ekki að lýsa á- standinu í húsnæcismálunum hér á landi. Reykvíkingar kann- ast við það af eigin reynslu. Þeir þekkja braggana, kjall- araíbúðirnar og okurleiguna á þeim íbúðum, sem standast lág- markskröfur. Þeir þekkja ó- stjórn íhaldsins á húsnæðis- málunum hér í bænum. Alla þá eymdarsögu þekkja þeir af bit- urri reynslu. JþEGAR brezka ríkisstjórn- in gaf út leiðarvisi um varnir óbreyttra borgara i kjarnorkuhernaði fyrir hálfum mánuði, vakti það nokkra at- hygli, að í bæklinginn vantaði 35. til 38. blaðsíðu og 23. til 26. grein. 1 ljós kom, að þarna var ekki um neina prentvillu að ræða. Brezku stjórnarvöldin höfðu á síðustu stundu tekið til baka kafla úr bæklingnum, sem þau þorðu ekki að láta koma fyrir almenningssjónir. Markmiðið með útgáfunni var að telja brezkum almenningi trú um, að kjarnorkusprengj- an væri aðeins eitt vopnið enn, að vísu stórvirkt, en ekki í eðli sínu frábrugðið öðrum drápstækjum. Kaflarnir, sem teknir voru út úr bæklingnum um varnir Við kjarnorkuvopn- um, fjölluðu hins vegar einmitt um atriði, sem aðgreinir kjarn- orkuvopn frá öllum öðrum vopnum og gerir að verkum, að við tilkomu þeirra hefur algerlega nýtt viðhorf skapazt. Greinarnar no. 23 til 26 í brezka bæklingnum skýrðu nefnilega frá þeim áhrifum, sem geislaverkunin af kjarn- orkusprengingu hefur á óborn- ar kynslóðir. • J’gRFÐAFRÆÐINGAR hafa komizt að raun um, að geislaverkun getur valdið stökkbreytingum,' breytingum í þriðja og fjórða lið. • • á erfðaeiginleikum, sem hald- ast í kynstofninum um alla framtíð. Kjarnorkusprenging getur því ekki aðeins rotað okkur og steikt ásamt þúsund- um annarra, manna, valdið blóðsjúkdómum og eitrunum og gert okkur ófrjó um stund sprengjan getur líka valdið breytingum á kynfrumunum, sem geta gert afkvæmi afkom- enda okkar að vansköpuðum afstyrmum eða ófrjó með öllu, svo að ættleggur okkar deyi út. Hið síðastnefnda hefur bandaríski erfðafræðingurinn H. J. Muller nefnt „banvænu erfða eindina". Stökkbreytingarnar eru flestar víkjandi, það er að segja koma aðeins fram i fólki, sem hefur eiginleikann frá báðum foreldrum. Þær þurfa því ekki að koma í ljós fyrr en eftir nolckrar kynslóðir, er eiginleikinn hefur fengið að breiðast út meðal mannkyns- ins. Þá getur farið svo, að ára- tugum eftir kjarnorlcuspreng- ingu taki að fjölga fæðingum vanskapaðra og andvana barna og ófrjósemi breiðist út meðal þeirra, sem. að öðru leyti fæð- ast eðlilega skapaðir. Kjarn- orkusprengingar og önnur beit- ing kjarnorkuvopna eitra þann- ig lifsstraum mannkynsins um alla framtíð. Einstein og aðrir kjarnorkufræðingar hafa lýst yfir, að mögulegt. sé að útrýma mannkyninu með vetnissprengj- um, er gætu eitrað svo and- rúmsloftið að ólíft verði á jörðunni. Líffræðingar bæta því við, að þótt svo fari ekki, að mannkyninu verði öllu búinn bráður bani af geislaverkun í andrúmsloftinu, sé samt sú hætta á ferðum, að stökkbreyt- ingar, sem geislaverkun hefur valdið, -grípi æ meira um sig, fleiri og fleiri börn verði van- skapningar, eða ófrjó er þau vaxa upp, og að þvi geti rek- ið, að mannkynið deyi smátt og smátt út af þessum sök- um. ^HRIF kjarnorkuspreng- ingar ná út i óræða framtíð viðar en í erfðum lif- andi vera. Geislaverkun í viss- um efnum getur haldizt í þús- undir ára. Nýlega fréttist að Bandarikjastjórn léti gera til- raunir með framleiðslu geisla- virns ryks til að dreyfa yfir landssvæði, svo að sérhverri lifandi veru sé bráður bani búinn af að dveljast þar. Her- málarithöfundar i Bandaríkj- unum ræða, i fullri alvöru að því er virðist, um möguleikann á því, að dreifa slíku ryki á belti þvert yfir Evrópu og girða með því fyrir Sovétrikin í vestri. Ekki setja þeir það neitt fyrir sig, að um leið yrði Evrópa gerð óbyggileg má- ske um aldaraðir. Jafnvel þótt gei3laverkunin yrði ekki svo sterk. að dvölin ein á eitruðu svæði yrði banvæn, gætu geisla virk efni úr jarðveginum kom- izt í jurtir og dýr og úr þeim i menn, er legðu sér þau til munns. K1 HIN af þeim mótbárum, sem bornar eru fram gegn Stokkhólmsávarpi heims- friðarhreyfingarinnar, er að það skuli aðeins lcrefjast banns á kjarnorkuvopnum. — Þetta stafar hinsvegar af þeirri augljósu staðreynd* að fyrsta skrefið til allsherjar afvopnun- ar verður að vera bann við kjarnorkuvopnum og eftirlit með, að því sé hlýtt. Kjarn- orkuvopn eru nefnilega ekki sambærileg við neina aðra vopnategund. Það er ekki nóg með að kjarnorlcusprengja drepi jafn marga tugi þúsunda og venjuleg sprengja getur drepið marga tugi. Sérstaða kjarnorkuvopnanna liggur fyrst og fremst í því, að þau drepa ekki bara og limlesta þá, sem fyrir þeim verða á því augna- bliki, sem þeim er beitt. Þau myrða einnig og limlesta ó- bornar kynslóðir, banvæn geisla verkun getur haldizt og ógn- að öllu r.fi í óratíma. „Glæpur- inn, sem Bretar og Bandarkja- menn frömdu í Hiroshima 1945, var ekki íólginn í því, að þeir notuðu sérstaklega öfl- uga sprengju, heldur því, að þeir höfðu ekki hugmynd um, hvaða áhrif hún myndi hafa á þróun mannkynsins um alla framtíð", sagði brezka sósíal- demokratablaðið „New States- man and Nation" í forystu- grein nýlega. Það er staðreynd, sem allir verða að horfast í augu við, að tilkoma kjarn- orkuvopna gerir það mögulegt að útrýma mannkyninu. Með þann ægilega möguleika fyrir hugskotssjónum bar franski kjarnorkufræðingurinn og Nób- elsverðlaunamaðurinn Frédreric Joliot-Curie fram tillögu s'.na á friðarþinginu í Stokkhólmi i vor, þá tillögu, sem stórfelld- asta undirskriftasöfnun, sem um getur, hefur siðan byggzt á. M. T. Ó.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.