Nýi tíminn - 04.01.1951, Blaðsíða 4
4
N Ý I TÍMINN
Fimmtudagur 4. janúar 1951.
NÝI TlMINN
Otgefandl. Samelnlngarflokkur alþý8u — Sósíalistaflokkurlnn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson
Áskriftargjald er 25 krónur á ári.
Greinar I blaðið sendist til ritstjörans. Adr.: Afgreiðsla
Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík
Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Síml 7600.
Prentsmiðja Þjóðvlijans h.f.
/ AlþýSuvöld
r Að liðinni hálfri tuttugustu öld er Island ekki framar
„langt frá öðrum þjóðum“ heldur á auðvelt með samskipti við
grannþjóðirnar. I friðarheimi væri lega landsins milli Ameríku
og meginlands Evrópu orðin ákjósanleg, þjóðin yrði „áttvís á
tvennar álfustrendur" og ætti að geta notið hins bezta er menn-
ing Evrópu og Ameríku hefur að bjóða, valið úr og hafnað í
samræmi við íslenzkt arferni og þjóðhætti.
Islendingar hafa frá því saga þjóðarinnar hófst alltaf tal-
íð sig aflögufæra til sameiginlegrar menningar heimsins.
Islendingar hafa skapað á Islandi listaverk og fróðleiks sem
gnæfa hátt, jafnt á þrettándu öld og tuttugustu. Sókn þjóðar-
innar á sviði atvinnu og tækni á þeim aldarhelmingi sem liðinn
er líkist ævintýri, afrek íslenzkra sjómanna og íþróttamanna
vekja aðdáun og virðingu hvar sem þau spyrjast. Sá er metnað-
nr heilbrigðra Islendinga að á þessa lund verði framvegis skerf-
nr Islands til heimsmála, frjáls þjóð og sjálfstæð sanni með af-
rekum anda og handar tilverurétt sinn, hlutgengi sitt í frjálsu
samfélagi þjóða heimsins, þótt fámenn sé.
En til eru aðrir íslendingar, sem hugsa sér framlag Islands
til alþjóðamála það helzt að leigja landið auðvaldi Bandaríkj-
anna til atómstöðvar, til virkis í fremstu viglinu í styrjöld gegn
alþýðu heimsins, gegn öllu því sem koma skal. Og metnaður
þeirra er sá að ganga nokkrum sinnum á ári til herra sinna
vestan hafs, við betlistaf, og biðjast ölmusu handa íslending-
tun, biðja erlenda valdsmenn leyfis að byggja rafstöðv-
ar og verksmiðjur á íslandi, leggja úrskurðarvald í mestu mál-
um lýðveldisins íslands í hendur undirtyllum í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu. Þessi er metnaður Bjarna Benediktssonar, Her
manns Jónassonar, Óiafs Thórs og Stefáns Jóhanns. Og manna
þeirra.
Meðan fátækir Islendingar unnu þau afrek anda og handar
£.em hæst ber í tslandssögu tuttugustu aldar hafa auðmenn lands
ins verið að myndast við að skapa kringum andleysi sitt og iðju
leysi eitthvað sem líktist yfirstéttarglans; skopstælingar peninga
fólksins í Reykjavik á erlendu óhófslífi munu lengi þykja bros-
legar og þó hryggilegar þjóðlífsmyndir. Fyrir rúmri öld
var því haldið fram að Islendingum væri nauðsyn að mynd-
un „aristókratís“ í landinu. Því var andmælt af Jóni Sigurðs-
syni. Hann sá annað ráð til þess að þjóðin yrði samstillt til
stórra átaka og afreka. Jón Sigurðsson taldi lítilsvert að hrófla
npp forréttindayfirstétt á Islandi, hitt væri leiðin „að hefja al-
þýðu, svo að sem flestir gæti með skynsemi og ráðdeild dæmt
um máiefni landsins og tekið þátt í stjórn þess“.
Jón Sigurðsson, maðurinn sem alla ævi átti í höggi við-
ííka hyskið og undirlægjur erlenda valdsins, sá það rétt að þetta
var lykillinn að framtíð Islands. Um miðja tuttugustu öld er það
einmitt ævintýraríkasti þáttur Islandssögunnar hve alþýða lands
ina hefur hafizt, í baráttu fyrir mannréttindum, bættum kjörum,
auikinni menningu. Islenzk verkalýðshreyfing á sér ekki nema
rösklega sextíu ára sögu, en þó er hún að verða afdrifaríkasta
innlenda aflið við mótun íslandssögu aldarinnar. Verkalýðs-
hreyfingin, verkalýðsfélögin og Sósíalistaflokkurinn, á nú í
harðri, tvíþættri baráttu: Gegn gerspilltu peningavaldj landsins,
leppum auðvaldsstórveldis Ameríku, og gegn andvaraleysi og
skilningsskorti mikils hluta þjóðarinnar á brýnustu sjálfstæðis-
málum og hagsmunum Islendinga.
Úrslit þeirrar baráttu eru þegar ráðin. Sigurför alþýðu eftir
ieiðsögn sósíalismans, verður ekki stöðvuð. Lönd sósíalismans
verða aldrei sigruð. Trylltur sefasýkisáróður auðvaldsins er
veikleika menki og ráðaleysis. Það eina sem heimsauðvaldið
megnar, er að tefja með örvæntingarglæpum þróunina til sam-
félags sem útrýmir böli fátæktar og styrjalda af jörðinni. Auð-
valdsskipulagið á skammt á skeiðs enda. Því er líftrygging ís-
lenzka burgeisalýðsins hjá bandarísku auðvaldi skammvinn
huggun. Hvað annað sem aldarhelmingurinn seinni ber í skauti
fir eitt víst: Alþýða tekur völdin á Islandi, um alla jörð.
Hvað er hæft...
Framh. i. 7. síðu
Svarið er í stuttu máli þetta:
Það má vel vera, að blöðin
aðhyllist þann skilning á illu og
góðu sem rökstutt gæti þessar
fullyrðingar þeirra. Ef það er
(til dæmis striðsundirþúningur
að vinna þrekvirki við að reisa
bjarta og hlýja mannabústaði
uppúr þeim rústum sem ægi-
legustu stríðsógnir sögunnar
skildu eftir, þá undirbúa Pól-
verjar strið. Og ef það er stríðs
undirbúningur að skreyta heim
kynni sín myndum af friðar-
riiPÍ Af ArrRritiCí AIV öflun Þjóðartekna, an þess að
r J AttLiAlyZVr IjíULlD jLÍiiI eiga á hættu ýérðbreytingi
Framhald af 5. síðu.
Á næsta árs fjárlögum, hin-
um nýafgreiddu, eru áætlaðar
25 millj. til dýrtíðarráðstafana
eins og fyrr er sagt. Það er
39 millj. 240 þús. kr. lægra
en á fjárlögum 1949, og 48
millj. 115 þús. lægra en hinar
raunverulegu greiðslur voru
það ár. M. ö. o. það eru nærri
50 millj. kr. sem nú er gert
ráð fyrir að spara ríkinu í
þessum greiðslum, miðað við
það, sem greitt var fyrir tveim-
ur árum.
Þetta lítur býsna glæsilega
út, sé það skoðað eitt útaf
fyrir sig, en furðu lítil sigur-
gleði kemur þó fram hjá þeim
mönnum, sem þessu hafa stjórn
að. Má vera, að þeim undir
niðri finnist sigurinn ekki jafn
glæsilegur og tölurnar í fljótu
bragði virðast gefa til kynna.
Rekstrarútgjöld fjárlaga
hækka þrátt fyrir tug-
milljóna lækkun á
dýrtíðargreiðslum.
Árið 1949 voru rekstrarút-
gjöld fjárlaganna rúmar 256
millj.
Nú hefur áætlun dýrtíðar-
greiðslna verið lækkuð um
nærri 40 millj. eins og fyrr er
sagt. Samt hækkar áætlun
rekstrarútgjaldanna enn þá um
fullar fimm millj. og er á
næsta árs fjárlögum 281 millj.
rúmar.
Hér er því raunverulega um
að ræða ca. 45 millj. kr. hækk-
un frá árinu 1949. Áður er
sýnt fram á það, að framlög
til verklegra framkvæmda
hækka ekki. Það er því ekki
verið að skapa varanleg verð-
mæti í þjóðarbúinu með þessum
45 millj.
Því fer fjarri. Nei, bróður-
parturinn af þessum milljóna-
tugum fer til þess að greiða
aukinn kostnað við að lialda
uppi embættiskerfi ríkisins,
vegna þeirrar auknu dýrtíðar,
sem sjálfar stjórnarráðstafan-
irnar hafa skapað. Skal nú
sýnt frarn á það nánar.
28 millj. í launahækkanir.
1 lok þingsins 1948 var sam-
þykkt þingsályktun um nokkra
launaviðbót til opinberra starfs
manna. Var það gert á grund-
velli þeirrar viðurkenningar að
vegna vaxandi dýrtíðar, frá
því að launalögin voru sett, sem
alls ekki hefði fengizt bætt
hefðu kjör þeirra versnað að
mun.
Fast form fengu þessar upp-
bótagreiðslur í fjárlögum árs-
ins 1950, þar sem svo er á-
kveðið í 19. grein að launa-
uppbætur skuli greiðast eftir
þessum reglum:
Á laun samkv. I.—III. flokki
launalaga 10%. Árslaun sam-
kv. IV. flokki launalaga 12%.
Á laun samkv. V.—IX. flokki
launalaga 15%. Á laun samkv.
X.—XV. flokki launalaga 17%.
Þetta var samþykkt nokkrum
mánuðum eftir að gengisfell-
dúfunni og hrópa pokoj! þang-
aðtil maður er orðinn hás, þá
æskja Pólverjar einskis heitar
en stríðs. Og ef það er stríðs-
undirbúningur að ala upp falleg
og hamingjusöm börn, þá ógna
Pólverjar heimsfriðnum.
J.Á.
ingiil var lögfest. En eins og
kunnugt er var vísitölufyrir-
kcmulaginu breytt með gengis-
fellingárlögunum, og ákveðið að
framvegis skyldi aðeins greidd
vísitöluuppbót á launagreiðslur
tvisvar á ári. Nú er gert ráð
fyrir að greiða launauppbætur
fyrir næsta ár eftir vísitölunni
123, og búið með sérstökum
lögum að ákveða að sú tala
verði ekki hækkuð, hve mikið
sem dýrtíðin vex. Er það sýni-
lega gert vegna þess að ríkis-
stjórnin þykist sjá fyrir nýja
flóðbylgju verðhækkana og er
með þessari lagasetningu að
koma í veg fyrir að bæði starfs
menn ríkisins og aðrir laun-
þegar fái þær verðhækkanir
bættar.
En samkvæmt þessari nýju
vísitöluhækkun þarf ríkissjóður
að greiða a. m. k. aðrar 14
millj. í launahækkanir á næsta
ári. Hér hefur því aukin verð-
bólga gleypt samtals 28 millj.
af þeim upphæðum, sem spar-
aðar vcru með afnámi fisk-
ábyrgðarinnar og lækkuðum
.dýrtíðargreiðslum, í beinar
launaviðbætur til opinberra
starfsmanna, og þó getur eng-
um blandazt hugur um þa'ð, að
þessar 28 millj. hrökkva engan
veginn til að bæta þeim þá
kjaraskerðingu, sem dýrtíðar-
aukningin hefur valdið, svo að
þrátt fyrir þessar tugmilljóna
greiðslur eru kjör þeirra lakari
en þegar launalögin höfðu ver-
ið sett.
Gengislækkunin hefur stór-
um aukið önnur útgjöld
ríkisins.
Þó eru hér alls ekki taldar
nærri því allar þær hækkanir,
sem rikissjóður þarf að greiða
vegna gengislækkunarinnar.
Plvers konar annar kostnaður,
við starfskerfi ríkisins er nú
áætlaður mun hærri en áður.
Húsaleiga, ljós, hiti, bílakostn-
arur o. fl. fer hækkandi. Óliætt
er að fullyrða að gengislækk-
unin hækkar kostnað við rekst-
un ríkis og rikisfyrirtækja ann-
an en laun, um milljónir eða
milljónatugi. Er þá Ijóst hvað
nú verður af öllum þeim millj-
ónum, sem gengislækkunin átti
að spara ríkissjóði, og hvers
vegna rekstrarútgjöldin ekki
lækka þrátt fyrir allan þann
„sparnað“.
Fiskábyrgðin var trygg-
ing framleiðslunnar.
I ljósi þeirra staðreynda, sem
hér hafa verið dregnar fram,
um fjármál rikisins, er svo
vert að athuga betur ástand
atvinnulífsins, og breytingar
þær, sem þar hafa orðið.
Með þeim 30 millj. kr. sem
fiskábyrgðin kostaði árið 1949,
var það tryggt, að svo að segja
hver fleyta sem til var, var í
gangi til að afla útflutnings-
verðmæta. Þeir, sem aldrei sáu
nema aðra hliðina á því máli,
þá hliðina, sem að ríkissjóðnum
snéri, hafa heldur aldrei gert
sé ljóst hve mikil trygging það
var fyrir þjóðarbúskapinn, sem
heild, og þar með afkomu ríkis-
ins, að framleiðslan var örfuð
á þennan hátt. Fiskábyrgðin
var beinlínis orkugjafi fyrir
framleiðslustarfsemina, í því
fólginn að hver sem aðstöðu
hafði til gat öruggur snúið sér
að framleiðslu verðmæta og
sem gæti gert hann öreiga. Og
það er alveg óhætt að fullyrða,
að þær milljónir, er ríkissjóður
greiddi vegna fiskábyrgðarinn-
ar, hafa greiðzt í hann aftur
með öruggari tekjum af frain-
leiðslu þjóðarinnar.
Með afnámi ábyrgðarverðs-
ins var þessari tryggingu kippt
í burtu, án þess önnur kæmi í
staðinn.
Gengislækkunin, sem átti að
skapa þá tryggingu, er fisk-
ábyrgðin hafði veitt, hefur nú
brugðizt svo gjörsamlega, að
nú þegar þing kemur saman
eftir áramótin verður það að
taka þráðinn upp aftur sem
slitinn var, með því að finna
nú nýjar leiðir til þess að halda
vélbátaflotanum gangandi, því
öllum er Ijóst, að á því veltur
öll afkoma þjóðarinnar. En nú
er þeim mun verra við að eiga
en áður, að allur þjóðarbúskap
urinn er kominn á miklu hærri
verðlagsgrundvöll.
Þeir milljónatugir, sem áður
nægðu til að leysa þennán
vanda, fara nú til annarra
hluta. En aðalvandamálið ó-
leyst. Svo gjörsamlega hefur
stefna þeirrar ríkisstjórnar er
nú situr orðið gjaldþrota. Svo
gjörsamlega hafa áætlanirnar
og loforðin frá síðustu kosn-
ingum reynzt einskisverðar
blekkingar. Og. það er fyrst
þegar aðeins er eftir hálfur
annar mánuður til áramóta,
þegar öll þessi mál þurfa að
vera leyst, sem ríkisstjórnin
virðist lítið eitt opna augun
fyrir því að ekki sé allt eins
cg á að vera.
Slíkt er áreiðanlega með á-
takanlegustu dæmum um stjórn
málalega skammsýni, sem gerzt
hefur á þessu landi.
Fyrsta öld sésíalssMðis
hálfimð
Framhald af 6. síðu.
orku auðlinda þess,— nýsköpun
gróðursins með beitingu vísind-
anna og skilningsríkrar um-
hyggju fyrir mold jarðarinnar,
— ný gullöld menningar og
bókmennta vorra, þar sem al-
þýðan öll nýtur fegurstu þjjóð-
menningar heiinsins. Nóg ' er
starfið við að vinna upp vah-
rækslu aldanna í landi voru,
starfið mikla, sem bíður vinu-
andi stétta lands vors, þótt
þær sleppi við að þurfa að
vinna öll sín framleiðslustörf
með arðránsklær erlends og
innlends auðvalds læstar í liold
sér, með einokunarfjötra auð-
hringa vafða um hendur og
fætur, í þeirri von að sú gifta
lands vors, sem forðað hefur
þjóð vorri lifandi úr arðráns-
greipúm fyrri alda, megi fylgja
henni nú, þegar hún þarf henn-
ar meira við en nokkru sinni
fyrr, — í þeirri trú að þjóð
vor megni að rísa því hærra í
sinni smæð sem óvinur hennar
nú, ameríska auðvaldið, er
sterkari en f jandmaður hennar,
danskur aðall og einokunar-
vald, fyrrum, — megni að sigra
í þeirri baráttu fyrir frelsi
sínu, lífsafkomu og tilveru, sein
útkljáð verður á komandi ár-
um, — býður Sósíalistaflokkur-
inn allri alþýðu, öllum góðum
tslendingum, gleðilegt nýár!