Nýi tíminn - 15.11.1951, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. nóvember 1951 — NÝI TlMINN — (3
Sic transit gloria mundi
— hverful er heimsins dýrð
Meðan stónkostlegustu her-
æfingar í Bretlandi á friðar-
tímum fóru fram, meðan Bretar
biðu lokaósigur sinn í olíudeil-
unni fyrir Persum í öryggis-
ráðinu, meðan Egyptar hófu
baráttu sína fyrir sameiningu
Súdans og lands síns og brott-
rekstri Breta frá Súez, meðan
í fyrsta sinn í sögu landsins
gengu í gildi fyrirmæli um, að
brezkir þegnar yrðu að leita til
herforingja erlends ríkis um
leyfi til að ferðast um brezk
héruð og meðan hcfuðblað
landsins The Times, að veru-
legu leyti málgagn utanríkis-
ráðuneytisins í alþjóðlegum
málum, gat æðrulaust haft orð
á, að: „Á meira en tveim
þriðju hlutum jarðarkringlunn-
ar, á þeim mikla boga, sem nær
frá Evrópu til Japans, er ekki
lengur kleift að undirrita sátt-
mála, mynda ríkjabandalög né
taka nolkkrar ákvarðanir án
samþykkis stjórnar Bandaríkja
Norður-Ameríku,“ (29. ágúst
1951) — var þróttminnsta kosn
ingabarátta í manna minnum
háð í iBretlandi.
Svo var sem engum flokki
væri kappsmál að taka við
stjórnartaumunum í landi, sem
fyrir einum 12 árum gekk til
styrjaldar um heimsyfirráð —
og ,,,sigraði“. Hverful er heims-
ins dýrð.
Áhugi alls þorra manna á
sjálfri kosningabaráttunni var
harla lítill, enda þótt formenn
allra fjögurra stjómmálafloikka
landsins lýstu því yfir, hver
á fætur öðrum, að örlagarík-
ustu kosningar í sögu landsins
gengju í garð. Blöðunum tókst
ekki einu sinni að æpa sig upp
í æsingu, jafnvel ekki blað;
Beaverbrooks lávarðar, Daily
Express, sem sjaldnast verður
þó skotaskuld úr að gera úlf-
alda úr mýflugu.
Og alþýðu manna var vork-
unn. Ágreiningur höfuðflokk-
anna tveggja tclk ekki í hnúk-
ana að þessu sinni. Hinir flokk-
arnir tveir, Frjálslyndi flokkur-
inn og Kommúnistaflokkurinn
létu kosningarnar ekki mjög til
sín taka. Sá fyrri bauð fram í
sjötta hverju, en sá síðari í
sextugasta hverju kjördæmi.
Kosningarnar tóku á sig þann
kynlega svip, að nær eingöngu
var talað um hið liðna, það,
sem flo&karnir höfðu gert eða
látið ógert, rétt eins og stjórn-
mál Vestur-Evrópu væru að
ganga í bamdóm eins og list-
irnar.
Skeytingarleysi almennings
um kosningarnar risti ekki
djúpt. Þess var fljótlega vart,
þegar komið var að máli við
menn, að fylgzt var með kosn-
ingunum af athygli. En það
voru aðeins tvö mál, sem virt-
ust skipta ináli, FRIÐUK OG
VINNA.
Það er næsta skiljanlegt í
ríki, ér síðasta mannsaldurinn
hefur tvívegis verið aðili að
heimsstyrjöld. Miðaldra menn
liafa tvisvar orðið að gégnáher
þjónustu, 3—6 ár í hvert sinn,
og hafa þannig varið nær
þriðjungi starfsæfi sinnar til
hernaðar. Gapandi rústir eru
enn ekki sjaldséðar í ýmsum
borgum, og styrjaldarástandinu
er að ýmsu leyti ekki loikið.
Enn eru vörur skammtaoar, enn
er húsnæðisekla, enn er skortur
á ýmsum varningi. Óttinn við
atvinnuleysi er ekki fremur tor-
skilinn í landi, þar sem að stað-
aldri ein til þrjár milljónir
manna gengu atvinnulausar frá
,,sigrinum“ 1918 til upphafs II.
heimsstyrjaldarinnar 1939.
BREZK STJÓRNMÁL I DAG
Ekki ósjaldan heyrist því nú
fleygt í Bretlandi að „flokka-
BREZKU KOSNINGARNAR
pólitíkin sé að líða undir lok“.'
Farið er að hafa orð á, að það
sem beri á milli höfuðflokk-
anna sé orðið furðu lítið. Ekki
ber að skilja þetta svo, að hags
munaandstæðurnar innan lands-
ins hafi verið leystar, heldur
svo, að sú pólitíska mynd, er
þær hafa birzt i, sé orðin máð.
Verkamannaflokkurinn virðist
í svipinn að minnsta kosti hafa
runnið skeið sitt á enda. Stefnu
mál sín frá 1945, arfleifð
kreppuáranna, hefur hann þeg-
ar framkvæmt: þjóðnýtingu
Englandsbanka, kolanámanna,
járnbrautanna og flutninga á
bifreiðum á þjóðvegum, járn-
og stáliðnaðarins, gasstöðva og
raforkuvera, vatnsveitna; hæikk
un skólaaldursins, skerðingu
neitunarvalds lávarðardeildar-
innar, afnám háskólakjördæm-
anna og tvöfalda kosningarétt-
, arins, stofnun sjúkratrygging-
anna og almanna-trygginganna
og endurskipulagningu kjördæm
anna.
Haraldur Jóhaimsson hag-
fræðingur dvelst í Lundiin-
um i vetur við framhaíds-
nám. Hann hefur lofað að
senda Þjóðviljanum grein-
ar um brezk þjóðmál o" al-
þjóðamál að staðaldri í vet-
ur, og birtist hér grein
frá lionum um brezku kosn-
ingarnar,
________________________
Leiðtogum flokksins finnst
nú komið á áningarstað, ef
ekkj ákvörðunarstað.
Verkamannaflokkurinn hefur
aldrei byggt stefnu sína á
neinni þjóðfélagsheimspeki,
nema hvað hann telur sig að-
hyllast sósíalisma í víðustu
merkingu þess orðs — þ.e. sam
eign helztu framleiðslutækj-
anna og hver beri úr býtum í
samræmi við það, sem hann
leggur að möukum til þjóðar-
búsins. Nánar hefur aldrei ver-
ið kveðið á um grundvallar-
stefnu hans, enda. væri það
ekki í samræmi við liina svo-
kölluðu „utilitarian" eða nyt-
semdaheimspeki, er leiðtogar
flokksins allt til þessa dags
hafa aðhyllzt.
Svo er r.ú þess vggna kom-
ið, að sú hætta, sem prófessor
Harold Laski, fyrrum formað-
ur flokksins og andlegur leið-
togi um margra ára skeið, var-
aði sem áikafast við síðustu ár-
in sín og varð að lokurn til
þess, að hann þáði ekki endur-
kosningu til miðstjórnar flokks-
ins, er orðið að veruleika —,þ.
e. að flokkurinn stæði fyrr en
varði uppi án stefnu og stefnu-
mála. En í upphafi var fram-
kvæmdin, ekki orðið. Þótt hin
pólitíska mynd máist, verða
staðreyndirnar jafn áþreifan-
legar eftir sem áður og áhrifa
þeirra hlýtur alltaf að gæta.
Því fór svo að átöik um fram-
tíðarstefnu verkamannaflokks-
ins hófust. Róttækari armur
flokksins krefst þess að haldið
verði áfram á þjóðnýtingar-
brautinni og breytt um stefnu
í utanríkismálum.
KJÖRDÆMASKIPUNIN OG
KOMMÚNISTAR
Að þessu sinni buðu brezkir
kommúnistar aðeins fram í 10
kjördæmum í stað 100 í kosn-
ingunum árið áður. Tillicgun
kosninganna og sikipting lands-
ins í kjördæmi er þeim hin ó-
hagstaðasta. Englandi, Wales,
Skotlandi og Norður-írlandi er
skipt upp í 625 einmenniskjör-
dæmi. Sá frambjóðandi, er flest
atkvæði hlýtur i hverju kjör-
dæmi, telst kjörinn þingmaður
þess. Uppbótarsæti þekkjast
ekki.
í kosningunum 1945 fengu
/kommúnistar tvo þingmenn
kjörna, en á því þingi var ný
kjördæmaskipun samþykkt. Við
þær breytingar hvarf annað
kjördæmi kommúnista Mile End
í East End í Lundúnum, og
annað nýtt var myndað í þess
stað, bæði úr verkamanna- og
borgarahverfum, svo að sigur
horfur kommúnista voru úr
sögunni. Hinu kjördæmi þeirra
West Fife í Skotlandi, kjör-
dæmi Gallachers, var breytt
einnig þeim í óhag. Þessu hef-
ur hending ein vart ráðið, eða
svo segja skæðar tungur. Verika
mannaflokkurinn, sem stóð að
þessum breytingum, er voru
orðnar knýjandi nauðsyn, hélt
ekki betur á málum sínum en
svo, að hann þarf nærri V2
milljón atkvæða umfram íhalds-
flokkinn til þess að standa hon-
nm jafnfætis að þingmannatölu.
Kosningaskipan þessi gerir
litlum stjórnmálaflokkum erf-
itt uppdráttar. Upphaflega var
hún afleiðing tvíflokkakerfis-
ins. Nú er henni aftur á móti
haldið við í því skyni að
tryggja það í sessi. Þar eð af-
staða manna til stjórnmála mót-
ast fyrst og fremst af efnahags
legum hagsmunum, en ekki af
staðháttum eiga flokkarnir
álíka fylgi að fagna um land
allt, þar eð minna en tí-
undi hluti brezku þjóðarinnar
lifir af landbúnaði. Flokkarn-
ir verða því að njóta kjörfylgis
uppundir þriðjungs þjóðarinnar
til þess að fá þingmenn kjc'rna,
svo noikkru nemi. Afhroð
Frjálslynda flokksins í síðustu
kosningum ber því gleggst
vitni. Þótt hann hlyti 2,6 millj.
atkvæða, fékk hann aðeins 9
þingmenn kjörna. Það var líka
á sínum tíma af þessum sök-
um, að Verkamannaflokkurinn
brezki komst áratugum síðar
á legg en samskonar flokkar í
öðrum löndum Evrópu.
Ekki bætir þao úr skák, ao
leggja verður fram 150 sterlings
pund (nær*25 vikulaun bre'zks
verkamanns) við skrásetningu
hvers frambjóðanda, og hirðir
rílcið féð, ef frambjóðandinn
hlýtur innan við 10. hluta
greiddra atkvæða. Fyrir öll 625
kjördæmin eru þetta 93.750
sterlingspund —- um IVa millj.
ísl. kr. á réttu gengi. Flokki,
sem telur 50.000 félaga, flesta
þeirra verkamenn með um £6
í vikulaun, og vart hrökkva til
hnífs og skeiðar, og verður að
skjóta, saman á annað þúsund
sterlingspunda á mánuði til að
halda blaði sínu úti, reynist
ekki auðhlaupið að skrapa sam-
an þá upphæð auk alls annars
kostnaðar við ikosningarnar.
Við kosningarnar 1950 hlaut
Kommúnistaflokkur Bretlands
92 þúsund atkvæði, Það verður
þó ekki haft til marks um fylgi
flokksins. I kosningunum . til
stjórnar verkalýðsfélaganna
hljóta frambjóðendur hans oft-
ast um 600.000 atkvæði. Við
þingkosningar skirrast margir
stuðningsmenn hans við að
greiða honum atkvæði, þar sem
honum er vænlegast til fylgis
af ótta við, að frambjóðandi
íhaldsflokksins kunni að ná
kosningu, ef atkvæðamagn
verkalýðsflokkanna tvístrast.
Þessa sjónarmiðs gætir enn
meira, sökum þess að komm-
únistaflokkurinn hefur aldrei
höggvið á tengslin við Veilka-
mannaflokkinn. 1 lok II. heims-
styrjaldarinnar sótti hann jafn-
vel um upptöku í Verkamanna-
flokkinn, en málaleitan þeirri
var synjað eftir nokkurt þóf.
Af þessum ástæðum og vegna
þess að svo skammt var liðið
frá síðustu kosningum, að veru-
legra breytinga á kjörfylgi var
ekki að vænta, ákvað Kcmmún-
istaflokkurinn að bjóða aðeins
fram í 10 kjördæmum að
sinni og styðja Verkamanna-
flokkinn annars staðar. Sú
I stefna hans er byggð á tveim
forsendum. Sú fyrri er, að
stjórn Ihaldsflokksins með
Churchill að forsætisráðherra
yki styrjaldarhættuna, en sú
síðari, að alþýðu manna skild-
ist þá fyrst uppgjöf á sósíal-
isma af hendi Verlkamanna-
flokksins, þegar hann hefði ver-
ið í stjórn árum saman án
I.eið Churchills til vaJda.
(Teikning eftir Searle í Tribune)
þess að sýna nokkra viðleitni
til að hrinda sósíalismanum í
framkvæmd og þá yrði dauða--
dómur hans sjálfkrafa kveðinn.
upp af alþýðu manna.
Hvað sem þeirri skilgreiningu.
á þróun brezkra stjórnmála líð-
ur, verður ekki sagt, ,að-
kommúnistar Hafi dregið af sér-
í kosningabaráttunni. Áróðri
þeirra var hagað á allt annán.
hátt en áróðri Verkamanna-
flökksins. Varðveizla friðarins-
var eina mál þeirra. Og það var-
að miklu leyti fyrir atbeina
þeiiTa, að nafngiftin stríðsæs-
ingamenn hrein á Ihaldsflclckn-
um.
Varoaraálio
Framhald af 8. síðu.
höfa sína um borð í togarann
Bjarna Ólafsson. Upp er kom-
ið í málinu, að tveir litlir kork-
flekar voru í báðum afturreið-
um „Varðar“. og einn stór
timburfleki á aftanverðu báts-’
þilfari. Eiimig er leitt í Ijós,
að hægt hafi verið að koma
línu miUi togaranna, meðan
í tæka tíð, að skipverjar tækju
á sig björgunarvesti eða belti,
sérstaklega þeir, sem stóðu í
austrinum fram á, en um þetta
er ekki hugsað, fyrr en í þann
mund, að skipið er að sökkva.
Loks vanrækti ákærði að láta
strengja línu milli vindu og
hvalbaks til öryggis þeim skip-
verjum, sem unnu að austrin-
um. Það verður því að telja,
að orsök þess, að framangreind-
ir fimm skipverjar létu lífið,
megi að nokkru leyti rekja til
þeirrar vangæzlu ákærða, sem
hér er lýst, enda getur það
ekki haft álirif í þessu sam-
bandi, þótt ákærða hafi mjög
missýnzt um ástand skipsins
og ekki gert sér grein fyrir,
hve alvarlegar horfurnar voru.
Hefur ákærði því brotfð gegn
þeim ákvæðum, sem greind eru
ákæruskjaldinu. Þykir refs-
ing hans cftir öllum atvikura
hæfiitega ákveðin fimm þús-
und króna sekt til i;íkissjóðs,
er afplánist með 40 daga varð-
haldi, éf hún greiðist ekki
innan 4 vikna frá birtingu dóms
þessa. Svo ber og að svipta á-
kærða rétti til skipstjórnar og
stýrimennsku um 1 ár sam-
kvæmt greindum ákvæðum í á-
kæruskjali. Ákærða ber að
dæma til greiffslu alls sakar-
kostnaðar, þar með talin mál-
flutningslaun skipaos sækjanda
og verjanda, kr- 1200,00 til
livors.
Dóm þennan hafa kveðið
upp Einar Arnalds, formaður
dómsins, og samdómendur Haf-
steinn Bergþórsson, forstjóri,
Jón Kristófersson, skipstjóri,
Jón O. Jónsson, sjómaður og
Þorsteinn Loftsson, vélfræði-
ráðunautur“.
VeiSar togaranna
Framhald af 1. síðu.
togararnir tryggja húsunum yf-
irleitt samfelldari og jafnári.
rekstur en önnur skip geta gert.
Meiri atvinna — aukinn.
gjaldeyrir
Væru þessir möguleikar hag-
nýttir er augljóst mál a'ð til.
vinnu yrðu kallað-ir nokkrar
þúsundir verkafólks í flestuim
sjávarbæjum landsins. Þessar •
ráðstafanir myndu því geisam.
lega leysa þau atvinnuvandræði
sem nú þjaka þessa staði og’
hafa þegar skapað algert ncyð-
arástand í sumum þeirra, og um
leið myndi þetta færa þjóðinm
stórauknar gjaldeyristekjur og-
bæta afkomuna almennt.
Hvað þarf að gera?
En til þess að þetta sé hægt
verður ríkisstjórnin að hafa for-
göngu um að þessi mikilvirku.
tæki verði á þennan bátt tryggð-
fyrir þjóðarheildina og gera ráð-
stafanir til að fullnægjandi lán
verði veitt til þessarar fram--
leiðslu, bæði til þess að togar-
arnir og frystihúsin hafi fjár-
hagslegt bolmagn til að leggja.
út í þessar framkvæmdir. Það
er rneira en fásinna — það ér
glæpsamlegt athæfi — ef ríkis-
stjórnin ætiar að horfa á þessa
möguleika og l'áta þá síðan
strandá á skammsýni í íánveit-
ingum til framleiðslufyrirtækj-
anna og bera þar við einhverj
um fáránlegum lánsfjárreglum-
læSa Svezris
Framhald af 7. síðu.
hann svo, að hann megi fram-
vegis verða það, sem hann hef-
ur verið frá upphafi vega
sinna: sverð og skjöldur hins
vinnandi ma.nns í íandinu, Sú
stund kann að renna upp, að
líf Þjóðviijáns verði sómi vor.
Kvo mikið er í húfi. Að svo
mæltu vil ég biðja alla, sem
viðstaddir eru, að standa uþp>
úr sætum sínum og hrópa fcr-
fáít húrra fyrir afmælisbarni
dagsins, Þjóðviljanum. _ .