Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1950, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.04.1950, Blaðsíða 2
grundvallaratriði, sem áður hefir farið fram milli undirskrifaðra. Miðdal, 3. júní 1949. F. h. H. í. P. Magnús H. fónsson. Magnús Röðvarsson.“ Síðan var hússtæðið athugað. Staðurinn, sem af- markaður var og húsið nú stendur á, er sunnan gamla bæjarins og vestan og sunnan kirkjunnar. Abúandi vildi, að húsið yrði i beinni línu vestur af suðurvegg kirkjunnar, en okkur fjórmenningunum fannst það of nærri bænum gamla (sem verður gerður að fjósi) og kirkjunni. Færðum við því norðurmörk nýja hússins fram eða suður um sjö metra frá beinni línu við suðurvegg kirkjunnar. Virtist okkur staður þessi ákjósanlegur og hæfilega djúpt niður á fast, þar sem reynt var að grafa. Næstu vikur var svo unnið að því að fá nauðsyn- leg leyfi, athuga um efni, svo sem mótatimbur, sement, steypustyrktarjárn og annað tilheyrandi mótum og steypu. Látið gera járnateikningu. Samið var við bílstjóra í Laugardal um flutning á efninu austur fyrir ákveðið verð hvert kiló, sem var hag- stæðara en verð Reykjavíkurbílstjóra. Athugað var, á hvern hátt væri heppilegast að Iáta byggja húsið. Var fyrst talað um að hafa einn eða t\'o menn fast- ráðna, sem ynnu við bygginguna að staðaldri, slægju upp mót og undirbyggju fyrir steypuna, en steypuflokkur yrði svo fenginn við hvern áfanga. Var reynt að semja á þessum grundvelli, en eng- inn maður fékkst, sem treyst var, enda fannst okkur þessi tilhögun ekki heppileg; verkið hefði tekið lengri tíma og sennilega orðið dýrara. Loks tókst nefndinni að semja við ágætan mann, Guðmund Jó- hannsson byggingameistara, um að slá upp mót, annast alla trévinnu aðra og vera hægri hönd nefnd- arinnar varðandi húsbygginguna. Eru þeir samn- ingar mjög hagstæðir; Guðm. Jóh. féll frá „prós- entum“ meistara, en öll nætur- og helgidaga-vinna skyldi greidd á eftirvinnutaxta. Jafnframt þessu samdi Magnús Böðvarsson við ráðamenn Laugar- vatnsskólans um, að hann lánaði allt úthald til steypuvinnunnar ásamt hrærivél og mannafla eftir þörfum. -Var það mjög heppileg lausn í því máli, þar sem stutt var að flytja áhöldin og mennina. Var ákveðið, að mennirnir hefðu sömu kjör og á Laug- arvatni. Hefðu engir menn úr Reykjavík fengizt með þeim kjörum. Þá var steypuefni rannsakað og ákveðið að taka það við svokallaðan Stangalæk í Grímsnesi, þar eð ekkert nothæft efni fékkst nær. Hafði Laugarvatnsskólinn tekið efni þarna í nýja skólahúsið, og var þar fyrir pallur með efnishörpu og jarðýta, sem mokaði á bílana. Var samið við innansveitarmann um flutning efnisins og afnot tækjanna. Hrósuðum við happi yfir, að þessir samn- ingar tókust, þar sem sand- og malar-mokstur er erfið og mannfrek vinna, sem hefði getað orðið mjög kostnaðarsöm. Til öryggis létum við sýru- rannsaka steypuefnið hér í atvinnudeild Háskólans. Fyrsti bíllinn af mótatimbri fór svo austur 25. júní og svo hvað af hverju timbur, sement, steypu- styrktarjárn og jafnhliða sandur og möl. Um sama leyti var grafið fyrir húsinu, en það reyndist nokkru meira verk en ætlað var, og þurfti að grafa rúma þrjá metra að vestanverðu, þar sem dýpst var á fast. Þótt velt væri stórgrýti í gröftinn, sem dýpstur var, til að spara steypuefni, þurfti þó í undirstöðuna mun meira efni en áætlað var. Undirstaða hússins var steypt fyrstu dagana í júlí, lagðar frárennslis- pípur í kjallaragólfið og platan steypt. Gekk það verk ágætavel undir stjórn Guðm. Jóh., en steypu- flokkurinn var frá Laugarvatni, Miðdal og af næstu bæjum. Síðan varð nokkurt hlé, meðan steypan harðnaði, eða þangað til síðast í júlí og fyrst í ágúst, að slegin voru upp mót fyrir kjallarahæðinni, og var hún steypt fyrir rniðjan ágúst af steypuflokkn- um á Laugarvatni undir stjórn yfirsmiðsins þar, Björns Sigurðssonar, sem var liðlegur og hjálpsam- ur um allt, sem til hans var leitað. Fyrir hans aðstoð var ekki tekin önnur greiðsla en umsjónarlaun þau, sem endurskoðendum félagsins þóttu mest athuga- verð, en það er mjög sanngjörn greiðsla. Fyrstu dagana í september voru svo mótin smíðuð fyrir hæðina, og gekk sú vinna svo fljótt og vel, að at- hygli vakti í Laugardal, en þannig mátti reyndar segja allt af, þegar unnið var að byggingunni, en á milli skorpnanna var enginn kaupkostnaður nema lítils háttar við að rífa mótin niður og hreinsa þau. Þegar nú var leitað eftir að fá lánuð áhöldin á Laugarvatni og mannhjálp eins og áður, kom alger neitun, og sögðust þeir hvorki geta misst hrærivél- ina né mannaflann. Hafði sú breyting orðið frá því um sumarið, að ráðizt hafði verið í að byggja einni hæð meira af skólanum en ráðgert var um vorið. Voru þeir að keppast við að koma upp mótum og steypa í þau áður en veður spilltist og frost gerði. Þegar leitað var eftir mannhjálp í sveitinni, var sama svarið: allir menn önnum kafnir við smala- mennsku, í göngum eða réttum. Var nú úr vöndu að ráða fyrir okkur, þar sem mótin stóðu tilbúin, en veður gat spillzt nær sem var með snjó og frosti. 2 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.