Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1950, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.04.1950, Blaðsíða 4
ætti von á skurðgröfu, sem hefja myndi gröft i Laugardal. Spurði ábúandi, hvort nefndin vildi fyrir hönd H. I. P., að skurðgrafan kæmi að Mið- dal og hæfi gröft á fyrrnefndu svæði, og tók fram, að ef hún færi fram hjá að þessu sinni, myndu líða fjögur ár, áður en hún fengizt aftur. Nefndin hafði gert ráð fyrir eftir viðtölum við ábúanda, að fyrsti hluti skurðgraftarins yrði 4—5 skurðir, er kosta myndu 10—12 þús. kr. að meðtöldum vegarskurði, sem kæmi Miðdal til góða, en ríkið greiddi. Styrkur frá Búnaðarfélagi Islands á skurðgröft er j4 kostn- aðar. Gaf nefndin jáyrði um, að skurðgrafan kæmi að Miðdal, en ekkert var samið um, á hvern hátt skyldi fara með greiðslu kostnaðar, nema vitað var um styrkinn. Leið nú nokkur tími, og fréttist það eitt af gröfunni, að hún fékkst ekki leyst út, þar til seint á s.l. sumri, að hún var flutt austur og hóf gröft í Miðdalskoti, og mánuði síðar vissum við, að hún var komin að Miðdal, en ekki gerði Magnús nefndinni orð um gröftinn, og létum við það af- skiptalaust, höfðum í nógu að snúast og þótti hent- ara, að hann ætti fyrsta orðið. Hvíldi þetta mál svo fram að síðustu áramótum, að allt í einu og án þess að við vissum til, að skurðgreftinum væri lokið, barst nefndinni reikningur yfir átta skurði, og virðast þá allir skurðir gerðir, sem í mýrina þurfa að koma. Voru það alls 10 347,5 teningsmetrar á kr. 2,10 hver eða samtals að upphæð kr. 21 729,75. Þetta kom nefndinni mjög á óvart, og tjáði hún manni þeim, sem með reikninginn kom, að H. I. P. myndi ekki greiða hann, eins og hann lægi fyrir, og yrði hann að eiga um þetta við Magnús í Mið- dal. Ut af skurðum þessum fóru svo fram nokkur bréfaskipti milli Magnúsar í Miðdal annars vegar og formanns félagsins og nefndarinnar hins vegar, og báru þær þann árangur, að um samdist, að fé- lagið greiddi 14 upphæðarinnar, ábúandi 14, og 14 verður greiddur með styrk. Að lokinni skýrslu nefndarinnar voru umrædd bréf lesin á aðalfundinum. Aðalfundur félagsins var haldinn sunnudaginn 26. marz s.l. í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Áður en gengið var til dagskrár, minntist for- maður nýlátins heiðursfélaga H. I. P., Gunnlaugs O. Bjarnasonar, og heiðruðu fundarmenn minningu hans með því að rísa úr sætum. Reikningar félagsins og skýrsla félagsstjórnar hefir hvort tveggja birzt í Prentaranum áður, og verður ekki fjölyrt um það hér. Eitt af þeim málum, er settu svip á aðalfundinn,. var skýrsla fasteignanefndar H. 1. P., en störf hennar hafa verið sérstaklega umsvifamikil og erilsöm á síðastliðnu ári vegna íbúðarhúsbyggingarinnar í Miðdal. Formaður nefndarinnar, Ellert Ág. Magn- ússon, flutti ýtarlega skýrslu og rakti sögu hús- byggingarinnar. Á fundinum var lýst úrslitum stjórnarkosninga, sem fram fóru á tilsettum tíma. Breytingar á aðal- stjórn urðu ekki aðrar en að í sæti 1. meðstjórnanda kom Meyvant O. Hallgrímson í stað Péturs Stef- ánssonar. Niðurstöður urðu annars þessar: I aðalstjórn voru kosnir: Formaður Magnús H. Jónsson með 120 atkv. (Sigurður Guðgeirsson hlaut 65 atkv.). Gjaldkeri Kjartan Olafsson með 128 atkv. (Jón Thorlacius hlaut 53 atkv.). 1. meðstjórnandi Meyvant O. Hallgrímsson með 92 atkv. (Gestur Pálsson hlaut einnig 92 atkvæði, og var Meyvant kosinn með hlutkesti). Fyrir voru í aðalstjórn: ritari, Árni Guðlaugsson, og 2. meðstjórnandi, Hörður Oskarsson. I varastjórn voru kosnir: Formaður Hallbjörn Halldórsson með 130 atkv. (Björgvin Olafsson hlaut 55 atkv.). Ritari Guðbjörn Guðmundsson með 116 atkv. (Helgi Hóseasson hlaut 63 atkv). Gjaldkeri Sigurður Eyjólfsson með 103 atkv. (Sig- urður S. Ölafsson hlaut 76 atkv.). 1. meðstjórnandi Ásgeir Guðmundsson með 120 atkv. (Páll Bjarna- son hlaut 59 atkv.). 2. meðstjórnandi Hjörleifur Baldvinsson með 96 atkv. (Grímur Engilberts hlaut 85 atkv.). Endurskpðendw voru kosnir Magnús Ástmarsson og Pétur Stefánsson. Ritstjórar Prentarans voru báðir endurkjörnir, þeir Hallbjörn Halldórsson og Sigurður Eyjólfsson. Engin mannaskipti urðu í fastanefndum félagsins að þessu sinni, og eru þær þannig skipaðar: Fasteignanefnd: Ellert Ág. Magnússon, Jón Ág- ústsson og Magnús H. Jónsson. Bó\asafnsnefnd: Grímur S. Engilberts, Hallbjörn Halldórsson, Stefán Ogmundsson. S\emmtinefnd: Oskar Guðnason, Hörður Osk- arsson, Oli Vestmann Einarsson, Jón Thorlacius, Jón Ágústsson. Fulltrúi félagsins í stjórn Byggingarfélagsins Mið- dals er Guðbjörn Guðmundsson. Garðstjóri er Arngrímur Olafsson. Eina lagabreytingartillögu samþykkti aðalfund- urinn, en það var tveggja króna hækkun á gjaldinu 4 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.