Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1950, Page 5

Prentarinn - 01.04.1950, Page 5
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Um þær mundir, sem verið var að undirbúa síð- asta aðalfund stéttarfélags prentara, Hins íslenzka prentarafélags, sátu aðrir náungar á öðrum rök- stólum og undirbjuggu aðrar ráðstafanir, sem drógu til nokkurra tíðinda, er þegar er sýnt að hafa munu örlagarík áhrif á afkomu og hag allra „launþega" meðal þjóðarinnar, hvað sem öðrum líður, en þau tíðindi eru úrræði Alþingis í vanda- málum þjóðfélagsins á sviði atvinnu- og fjárhags- mála, en þar er nú allt að allra dómi rekið út í öngþveiti, þótt enginn þykist eiga þar á neina sök. Þau úrræði eru nú orðið nefnd einu nafni „gengis- lækkunin", og þykist Prentarinn ekki fara langt út fyrir verksvið sitt, þótt hann víki að henni nokkrum orðum svo sem í varnaðarskyni vegna stéttarinnar. „Gengislækkunin" er ekkert smávægilegt uppá- tæki. Með henni hefir verið leidd í lög á Alþingi, þar sem í miklum meiri hluta eru fulltrúar at- vinnurekenda, er selja útflutningsvörur fyrir er- lenda peninga og telja sér því hag í slíkri ráða- breytni, lækkun á „gengi“ íslenzkra peninga, er nemur meira en fjörutíu hundraðshlutum, og má geta nærri, að verðhækkun á nauðsynjavörum, sem af henni leiðir og þegar er farið að gæta eigi all- Iítið, hefir í för með sér meira en litla rýrnun á kjörum þeirra, er 'hafa lífsuppheldi af kaupi í ís- lenzkum peningum fyrir vinnu sína, þar á meðal prentara, og fari þá að forgörðum ekki lítið af því, sem prentarar hafa unnið á um launabætur upp á síðkastið. Við þessu mátti svo sem búast, „meðan svo er háttað löggjafarstarfi þessa Iands“, — svo að höfð séu upp um það ummæli formanns okkar í Félagsannál síðast —, „að þar virðist ekki hvað minnst kapp á það lagt að koma vinnubrögðum þann veg fyrir, að reglulega séu reyttar af launa- til félagssjóðs, og eru vikuleg iðgjöld prentara til allra sjóða félagsins nú 15 krónur. Þá var samþykkt, að þóknun til bókavarðar fyrir yfirstandandi ár skyldi vera 1500 kr. Af öðrum málum, sem aðalfundur fjallaði um, var svohljóðandi tíllaga samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur H. í. P., haldinn 26. marz 1950, samþykkir að ávísa úr félagssjóði kr. 2000,00 sem styrk til Prentnemafélagsins í Reykjavík." Á. G. stéttunum allar þær kauphækkanir, sem þeim tekst að afla og oft og tíðum með mikilli fyrirhöfn og stórum fórnum, og enn er það svo, að allur almenn- ingur virðist hafa sáralitla hirðu á að sjá um, að í löggjafarstarfinu verði réttar hans gætt, þótt hann ætti að hafa full tök á því, svæfi hann ekki á verð- inum.“ Þetta hefir nú berlega reynzt rétt að vera, og þótt ill sé raunin, þá er enn svo, að „fátt er svo illt, að né einu-gi dugi“, og hið góða við þetta illa er, að nú hefir orðið svo bert, að ekki verður um villt fyrir neinum heilskyggnum manni, að stjórn- málaflokkarnir, sem staðið hafa að „gengislækk- uninni“, eru flokkar atvinnurekenda og kaupsýslu- manna eða réttara sagt eignastéttarinnar, sem verka- lýðurinn eða réttara sagt vinnustéttin getur ekki átt neins góðs að vænta af nema þess, er kann að vera hægt að hræða þá til við kosningar. Um slíkt er ekki að ræða nú fyrst um sinn, en þó verður nú að leita ráða til varnar gegn ófarnað- inum, og þegar úr vöndu er að ráða, er ekki ráð, nema í tíma sé tekið. Almennt skoðað er ekki annað til varnar gegn versnandi kjörum sakir gengislækkunar en að spara svo sem verða má kaup á erlendum varningi, og ef vel hefði verið, þá hefði svar almennings við „geng- islækkuninni" átt að vera öflug samtök um að gera þess háttar allsherjar-„verkfall“ að kaupa ekki neitt af neinu tagi annað en gersamlega óumflýjanlegar lífsnauðsynjar og þá sem allra minnst og helzt ein- ungis í eigin búðum, þangað til kaupmenn og at- vinnurekendur hefðu látið sér skiljast, hversu ómiss- andi þeim er næg kaupgeta almennings, reynt að ná taumhaldi á græðgi sinni í arð og ágóða af vinnu annarra og farið að sætta sig við hæfilega þóknun fyrir vinnu sína, sem enginn telur eftir þeim, og lækkað verðið á nauðsynjavörum þeim, er þeim er nauðsyn á að almenningur kaupi. Þessu var auðvitað ekki að heilsa, sem ekki er von, úr því að almenningur hafði ekki vit á að styðja ekki full- trúa þeirra til valda. Þá verður að leita annarra ráða, og verður ekki í bili séð annað fyrir hendi en að kaupþegar neyti samtaka sinna til að freista að þoka upp kaupi sínu til að vinna það upp, sem vantar til að jafna aftur baggahallann. Verður þá að vanda vel til ráða, svo að þess sé gætt jafnframt að spenna bogann ekki um of, og síðari villan verði argari hinni fyrri. Vandratað er meðalhófið, en það verður þó ratað, ef ekki er rasað fyrir ráð fram, heldur vandlega at- hugað, hvert ber hvert spor, er stigið verður, áður en það er stigið. PRENTARINN 5

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.