Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1950, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.04.1950, Blaðsíða 6
„Litir og samrœmi þeirra." Tveir fræðimenn íslenzkrar svartlistar hafa tekið höndum saman um útgáfu lítils kvers, er nefnist „Litir og samræmi þeirra". Hallbjörn HalldÓrsson hefir þýtt úr dönsku, en útgefandi er Hafsteinn Guðmundsson. , „Farvernes Harmoni" eftir C. Lembek kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1935. Síðar, 1939, endur- bætti einn af kennurum danska prentskólans, Charles Moegreen, bókina að miklum mun, og er hin íslenzka þýðing gerð eftir þeirri útgáfu. Eigi veit ég, hvort útgefanda og þýðanda er ókunnugt um, að árið 1942 kom út ný og aukin útgáfa, nokkuð nákvæmari en hin fyrri, — en telja verður það galla, að eigi skyldi nýjasta útgáfan þýdd. Ollum má vera það ljóst, hve mikillar natni þarf við, er þýða skal fræðibók sem þessa á íslenzkt mál, þegar þess er gætt, að um 400 ár hafa í íslenzkri prentiðn verið ráðandi erlend og hálfþýdd tækni- orð og hugtök. Við samanburð á íslenzku og dönsku útgáfunum kemst maður fljótt að raun um, hve Prentarar hafa löngum staðið framarlega í bar- áttu alþýðustéttarinnar, vinnustéttarinnar, fyrir bættum kjörum hennar og stundum einna fremstir, og mætti svo verða enn, ef þeir gáðu að sér og íhuguðu vandlega ráð sitt, áður en til þarf að taka, sem ekki er ólíklegt að beri að þegar undir næsta haust, þegar að því kemur að ákveða, hvort segja beri upp samningum við samtök atvinnurekenda. Ymsum kann að virðast, sem enn sé nógur tími um það að hugsa, en svo er ekki. Hópur er seinn að 'hugsa og lengi að afráða, og það eru ekki nema þrír mánuðir eða svo eftir, þangað til úrslitadóm verður upp að kveða, sem afdrifaríkur getur orðið. Því er ráð að hafa allan varann á, taka þegar að bera ráð saman, meta þau og velja úr hin tiltæki- legustu, festa þau og undirbúa framkvæmd þeirra. Víst er, að finna má ráð, sem duga, þótt þeim verði ekki flíkað hér, til að koma fram réttmætum og sanngjörnum kjarabótum til handa verkafólki, ef viturlega er að farið, samtökin treyst að afli og ein- beitni og ekki eru látin skyggja á staðreyndir um rétt og gildi vinnunnar fánýtar kreddur, garnlir hleypidómar og úreltar erfikenningar, en í skugga þeirra eru allar kjarabætur óréttmætar og ósann- gjarnar, og það tekur allt af tíma að ryðja þeim úr vegi. Því er ekki ráð, nema í tíma sé tekið. n. H. hnitmiðuð og vönduð íslenzkun bókarinnar er, þó að hún sé ef til vill nokkuð þrungin kjarnyrtum þunga, þannig að oft verður að lesa tvisvar. I kaflanum „Frumlitir og blendingslitir" á bls. 15 er greint frá því, að fyrstarlitir séu þrír: gulur, rauður og blár, og séu líka kallaðir frumlitir. Við þetta er það að athuga, að grænt má einnig kalla frumlit. Þessir fjórir litir eru hinir einu, sem hafa ákveðna sérstöðu innan litrófsins. Kápusíða bókarinnar, sem er teiknuð af Hafsteini Guðmundssyni, er mjög snjöll og rétt byggð á virðulegan, tvíhverfan (symmetriskan) hátt með fallegri undirstöðu orðsins LITIR, teiknað í líkingu Italienne-letursins. Ég samhryggist höfundi þessarar hreinbyggðu og lystaukandi kápusíðu, að við gerð myndamóta eða prentun lita-hringflatanna eru jaðr- ar hringanna sóðalega smitaðir og óhreinir. Þetta á einnig við um hinn tvílita hringflöt á bls. 26. Nafn bókarinnar, „Litir og samræmi þeirra", er prentað á kjölinn, og tel ég, að betra hefði verið að láta það ógert, því að bókin er of þunn til þess að bera kjalaráprentun — nema því að eins, að öruggt sé, að engu skeiki um heftingu og brot kápunnar. Titilsíða bókarinnar er byggð á einhorfi (asym- metri), og er eins um hana og aðra prentgripi, sem byggðir eru á þessari undirstöðu, að meira ræður smekkur listamannsins en reglur til að fara eftir. Annað verður þó ekki sagt en að samvörun síðunn- ar sé góð og að hún sé byggð á ágætri kunnáttu og góðum smekk. Heldur hefði ég þó kosið tvíhverfa úrlausn, meðal annars með tilliti til hlífðarkáp- unnar og enn fremur hins, að einhorf hefir í bili orðið að þoka fyrir tvíhorfi, miðjuskipuninni, sem nú er í mun meiri metum í heimi prentlistarinnar. Bókin er sett með fallegu Baskerville-letri. Það má ef til vill teljast lúsaleit, þegar ég geri adiuga- semd við / letursins, en þau virðast nokkuð oft sitja rangt við aðra stafi. Pappírinn er ágætur og sömuleiðis prentun meginmáls. Enda þótt áður hafi komið út nokkrar bækur um prentlist á íslenzku máli, svo sem „Saga prentlistar- innar“, „Jóhann Gutenberg“ og fleiri, þá verður að telja „Liti og samræmi þeirra" fyrstu prentfræði- bókina á íslenzku. Með útgáfu þessarar bókar ætti að hefjast nýr þáttur í íslenzkri prentlistarsögu, þáttur fræðslu og kynningar, — hagnýtrar þekkingar. Meðan við erum án prentskóla og eigin prentfræðibóka, getum við ekki krafizt sama árangurs og nágrannaþjóðir okkar, sem hvort tveggja hafa. „Litir og samræmi þeirra“ ætti ekki að eins að 6 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.