Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1950, Qupperneq 7

Prentarinn - 01.04.1950, Qupperneq 7
Fram liðinn félagi. Gunnlaugur Oddssf.n Bjarnason, prentari, heiðurs- félagi Hins íslenzka prent- arafélags, andaðist 18. dag marzmánaðar síðastliðinn. tæplega 84 ára að aldri, fæddur 20. dag maímánaðar árið 1866. Var hann jarð- sunginn 22. marz að við- stöddum fjölda af stéttar- bræðrum hans. Þennan dag minntust hans í Morgunblaðinu tveir stéttarbræður hans, er einna lengst munu hafa haldið kynnum við hann, þeir Jón Þórðar- son, er um hríð var náinn samverkamaður Gunn- laugs í Isafoldarprentsmiðju, og Gunnar Einars- son, er Gunnlaugur heitinn vann lengi með og undir stjórn hans. Hann lýsir Gunnlaugi heitnum svo: „Gunnlaugur Bjarnason var greindur maður. Hann hafði víða farið og margt lesið, en hann var að eðlisfari hæglátur og hlédrægur og lét þess vegna litið yfir sér, jafnvel í hópi nánustu vina. Þess vegna vissu færri, að hann var afburðafróð- ur um fjölmörg efni og skáldmæltur vel. Hann hafði mikið yndi af hljómlist og átti lengst af hljóðfæri, sem hann kunni með að fara.“ Enn segir Gunnar: „Hann var svo mikið prúðmenni, að af bar. Hæglátur og hljóður gekk hann að vinnu sinni, brosmildur, ef á hann var yrt, og svörin voru skýr og greið, og trúmennska hans við starfið var sönn fyrirmynd." Jón Þórðarson rekur fyrst æfiferil Gunnlaugs heitins, og verður ekki tekið upp neitt af því liér, þar eð því efni hafa áður verið gerð nokkur skil í Prentaranum, en síðan farast Jóni orð á þessa leið meðal annars: „Hversdagslega var Gunnlaugar stilltur og fá- vera keypt af öllum prenturum og prentnemum þessa lands, heldur einnig lesin. Félögunum Hall- birni Halldórssyni og Hafsteini Guðntundssyni ber að þakka fyrir ágæta framkvæmd þessa verks. Rcykjavík, 12. marz 1950. Arnbjörn Kristinsson. skiptinn, en í vinahópi gat hann orðið hrókur alls fagnaðar, sísegjandi eitthvað til fróðleiks og gleði. Tryggur var hann og vinfastur með af- brigðum og mundi vel og léngi vini sína. Hinum, sem honurn geðjaðist miður að, sýndi hann fulla kurteisi, en sneiddi hjá frekari kynnum. Gunn- laugur var víðlesinn og minnugur. Auk Norður- landamálanna, sem voru lionum jafn-auðskilin og móðurmálið, var hann einnig ágætur í ensku og skildi töluvert í þýzku.“ „Gjafir eru yður gefnar." Það er ekki skemmtileg sending, sem stjórnar- flokkarnir senda okkur, launastéttunum, með geng- islækkuninni og hinum svo kö'luðu dýrtíðarráðstöf- unurn borgaraflokkanna. Það má ef til vill segja, að eitthvað verði að gera til úrbóta á því öngþveiti, sem nú ríkir í fjármál- um þjóðarbúsins. En er það rétta leiðin að þyngja mest byrðarnar á þeim, sem minnsta bafa getuna til að bera þær? Ekki eru það launastéttirnar, sem bera ábyrgðina á því strandi, sem búið er að sigla þjóðarskútunni í. Þá flokka, sem nú fara með stjórn landsins, má að mestu saka um, hvernig nú er komið hag þjóðar- innar. Þær stéttir, sem rnest hafa borið úr býtum á undanförnum góðærum, munu að öllu athuguðu geta lifað sínu munaðarlífi eftir sem áður, — og eftir að verkamaðurinn verður að taka upp þann háttinn að telja bitana upp í börnin sín og velta fyrir sér hverri krónu, áður en hún er látin af hendi rakna fyrir brýnustu nauðsynjum sér og sínum til framdráttar, þá munu heildsalar, útgerðarstyrkþeg- ar og aðrir nýríkir „fjármálaspekúlantar" halda áfram að 'hreiðra um sig í „lúxusvillunum" og aka um götur borgarinnar í nýjum „straumlínu“-bif- reiðum. Undanfarin ár hafa ráðamenn þjóðarinnar ekki linnt látum í að brýna fyrir þjóðinni sparnað og talið það beztu þegna þjóðfélagsins, sem það gerðu. Nú sjáum við, í hvaða tilgangi þetta sparnaðar- hjal hefur verið gert. Það er gamla sagan: Þeir, sem laun þiggja, mega ekkert eiga, og því er nú búið að gera þær sex hundruð milljónir króna, sem fjöldinn var búinn að draga saman með súrum sveita, að þrjú hundruð og fimmtíu milljónum króna, og svo á að mynda tíu milljóna króna sjóð til að bæta upp tvö hundruð og fimmtíu milljóna PRENTARINN 7

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.