Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1950, Page 8

Prentarinn - 01.04.1950, Page 8
króna tap þeirra, sem í sparisjóði eiga, ef til vildi, að hægt væri að blekkja einhvern með því, enda er það ekki fé „þeirra stóru“, sem er verið að rýra með gengislækkuninni, heldur er það sparifé hinna fátæku verkamanna og annarra launþega; — það er aukavinna stríðsáranna, það fé, sem launastétt- irnar hafa lagt til hliðar og ætlað var sem vara- sjóður, ef eitthvað gæfi á bátinn, sem nú er verið að klípa af, því að allt af hafa þeir, sem vinnuna „veita“, haft lag á því, að launþegar bæru ekki meira úr býtum fyrir réttan vinnudag en sem nema myndi til hnífs og skeiðar. Þeir ríku hætta ekki fé sínu í sparisjóði. Þeir leggja sitt fé í fasteignir og aðrar arðbærar eignir, sem þeim hefir verið hjálpað til að eignast með góðum aðgangi að sparifé landsmanna. Nú með hverjum deginum, sem h'ður, finnum við kaupmátt launanna þverra. Það, sem við gátum fengið fyrir tíu krónur í gær, kostar ef til vill fjórtán krónur í dag, og þannig heldur þetta áfram að síga á ógæfuhliðina fyrir okkur, sem ekkert höfum annað en tvær hendur að vinna með, og ef ekkert verður að gert, þá vöknum við einhvern daginn við það, að við erurn farin að svelta heilu hungri. Þessi árás borgaraflokkanna á launastéttirnar ætti að verða til þess að þrýsta öllum þeim, er laun þiggja, þéttara saman undir merki Iaunþega- samtakanna, og þá munu þessir fjandmenn laun- þeganna verða að láta í minni pokann, eins og svo oft áður. s. e. Félagsprentsmiðjan 60 óra. Félagsprentsmiðjan h.f. fyllti 60 ára starfsferil 1. maí s.l. Minntist hún þess við starfsfólkið á rausn- arlegan og þó nokkuð sérstæðan hátt. Í stað þess að bjóða því í glæsta veizlusali til matar- og drykkj- ar-veizlu, eins og mjög tíðkast við slík tækifæri, færðu forráðamenn prentsmiðjunnar hverjum starfsmanni hennar peningagjöf, sem svaraði fullum vikulaunum, ásamt kveðju frá prentsmiðjunni. A fyrirtækið sérstakar þakkir skyldar fyrir að minn- ast afmælis síns á þennan hátt, og mætti það gjarn- an vera til eftirbreytni, því að sakir vaxandi dýrtíðar og þrengri afkomumöguleika mun nú annar glaðn- ingur henta betur daglaunamönnum en ríflegir veizlukostir eina kvöldstund. Stjórn Félagsprentsmiðjunnar hefir áður sýnt það, að hún ber hlýhug til starfsfólks fyrirtækis síns og lætur sig varða hag þess. Á fimmtíu ára af- mæli prentsmiðjunnar 1940 stofnaði hún náms- og styrktar-sjóð fyrir starfsfólkið með 5000 kr. fram- lagi. Síðan befir prentsmiðjan árlega lagt þessum sjóði álitlega fjárupphæð, og mun hann nú vera orðinn um 24 þúsund krónur. xx. UPPTÍNINGUR. Leturbreytingar. Aðalregla við leturbreytingar er það, að ekki má rugla saman ýmislegum fornaletursgerðum. Forna- letur hafa varðveitt upphaflega lögun sína um h. u. b. 1800 ár. Þær smálegu breytingar, sem orðið hafa á letrinu, eru að kenna áhrifum frá hinum ýmis- legu stíltegundum, sem m. a. hafa markað svip sinn á reisnarlist og skreytingar, svo sem endurreisnarstíl, ofhlæðisstíl, skelstíl og keisaratímastíl og á síðari tímum meira stílfærðum myndunum, eins og t. d. eðlileikastíl. Þegar breytt er um letur, er það m. a. gert til þess að valda andstæðuáhrifum, og með andstæðu er átt við greinilegan mun, sem ekki kernur í ljós við breytingu um mismunandi fornaletur á sama preiltgrip. („BranJa.") Höfundur „Bröndu", Henry Thejls forstjóri, flutti. erindi um „letur“ 10. marz þ. á. í Handiðna- og listiðnaðar-skóla ríkisins í Osló og rakti sögu þess ítarlega allt frá mynda- letri Egypta og elzta bókstafaletrinu, letri Fönikíu- manna, fram til nýtízkuletra vorra tírna. Fjöldi skuggamynda var sýndur til skýringar. (Eftir ,,Typografiskj: Meddelelser".) ítarleg þekking í málmyndafræði og greinarmerkjafræði er alveg ómissandi undirstaða við tæknilegan flutning móð- urmálsins af hálfu verkamanns í þeirri grein. (..Typograf-Tidende.") Leiðrétting. Hörður Svanbergsson er ekki setjari, eins og mis- hermzt hefir í Félagsannál árið 1949 í II.—12. tölu- blaði síðasta árgangs, heldur prentari (pressu- sveinn). ALÞYÐUPRENTSMIÐJAN H.F. • VITASTÍG 8 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.