Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1950, Qupperneq 1

Prentarinn - 01.12.1950, Qupperneq 1
Prentarinn 28. árgangur, 9.—10. tölublað, dezcmber 1950 — janúar 1951. BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjárn: Hallbjörn Halldórsson, Sigurður Eyjólfsson. Um óáran um áramót. Enn eru koniin áraskipti, en það eru aldrei ára- skipti að því, sem er venja: Um hver áramót ger- ast þeir, er teija sig færa um að leiðbeina fólki um lag og hag, hugleiðingasamir og áminningasamir, sem ekki er að furða, er allur þorri fólks, sem nokkurs er megnugt, hefir í fullan rnánuð fyrir skemmstu sveitzt blóðinu við að framleiða og selja fólki hinn og annan hégóma við afarverði og surnir við það bundið allar vonir sínar um ,.góða efnahagsafkomu á árinu“ eða klifið þrítugan hamar- inn til að sjá einhver ráð til að borga hégómann, en allt hefir þetta verið erfiðað í því skyni að halda sómasamlega upp á afmælisdag trésmiðs nokkurs, sem fyrir rúmum nítján öldum kastaði frá sér tólunum og gerðist byltingarfrömuður, svo að fyrirhöfnin er svo sem ekki nema sjálfsögð, og oft hefir minna tilefni valdið meira fyrirgangi og minni fyrirgangur orðið tilefni mikilla hugleiðinga og áminninga, enda stendur sjaldan á slíku. Sumir hafa brýnt fyrir mönnum að sýna meiri þegnskap, aðrir hvatt fólk til meiri framleiðslu, einir ráðlagt að færa fórnir og enn aðrir skorað á fólk að ástunda meir kærleika. Allt þetta eru góð og gam- alkunn ráð til að afstýra óáran eða afleiðingum hennar, þó að þau séu ekki sérlega djúpsett, en svo má þykja, sem þau kunni að vera orðin full- gömul til að geta unnið bug á óáran nútímans og auk þess megi kenna rödd eignastéttarinnar, er situr valtan valdastól, þar eð hún er minni hluti þjóðarinnar. í áfjáðum hreimi flutningsins á heil- ræðunum og áminningunum, svo að hann láti ekki sem trúlegast í eyrum vinnustéttarinnar. Það er ekki þar fyrir — þegnskapur er til dæmis svo sem góður, en í lýðveldi, þar sem hver er sinn eigin þegn, fer ekki betur en vel á því, að einir áminni aðra; þar eiga áminningar að vera sjálfvirkar. Um meiri framleiðslu getur einnig orkað tvímælis nema ef til vill á landbúnaðarvörum til innanlands- neyzlu, meðan ekki er hægt að selja útflutnings- vörur með tilkostnaðarverði, en öll framleiðsla hér á landi mætti gjarnan vera betri og verður að verða það, því að fyrirsjáanlegt er, að ef friður heldst og vígbúnaði linnir, verða allar þjóðir mjög bráðlega fullbirgar af öllu, og enginn vill neitt frá Islandi, nema betra sé en fáanlegt er annars staðar. Aminn- ingum um fórnir verður að beina annað en til vinnustéttarinnar, því að hún leggur jafnan fram sinn hluta af þeim og vel það, eða vita menn dæmi um dýrari fórnir en þá að takast á herðar að bíða á eiginn kostnað eftir því, að annarrar stéttar menn sjái sér hag í því að kaupa vinnu hennar lægsta verði, sem fáanlegt er? Við slíkan aðbúnað er hætt við, að vinnustéttarmenn verði í fyrstu daufheyrðir á boðun kærleikans, að minnsta kosti, meðan eignastéttin er að leitast við að nerna úr lögum ofurlítinn stuðning við alþýðustéttina í við- námi hennar gegn verðlagsójöfnuði. A meðan er hætt við, að vinnustéttinni þyki óþarflega hátt risið á kröfum umvöndunarmanna um ástundun kærleik- ans, — virðist sem í fyrstu mætti nægja að brýna fyrir fólki að glæða með sér félagslyndi og jafnaðar- samlegt hátterni, því að fyrr en ágengni manns við mann, stéttar við stétt, þjóðar við þjóð slotar eru litlar vonir um frið, auk in heldur kærleika í sam- búð manna. Samt er engin veruleg ástæða til svartsýni meðal vor íslendinga. I landinu er engin náttúrleg óáran. Eins og nú er í garðinn búið, þegar sýnt er, að auk annarra gagnsmuna, sem af landinu rná hafa, má rækta hér matkorn, hafra, bygg og rúg og PRENTARINN 33

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.