Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1950, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.12.1950, Blaðsíða 4
Vorsins sonur, sólar vinur! Sveipi gróður þínar slóðir. Blómaföng og birki-angan blessi þig og geðið hressi. Hlýir vindar um þig andi ár og síð á komandi tíðum. — Heill að starfi með dáð og djörfung, drengskap, snilld og hreinum skildi! „Hin gömlu kynni gleymast ei!“ Skál, gamli vinur! /-. H. Jan Tschichold og verk hans. (Frh.) Undirstaða myndunar í nýju prentlistinni er auðkennd af einfeldningslegu ofmati á hinum svo- kölluðu tæknilegu framförum. Sá, er starfar með þeim 'hætti, sér eitthvað óvenjulega mikilfenglegt í vélknúinni framleiðslu á nauðsynjavörum, en það er líka sannarlega einkenni nútímans. Það verður ekki heldur umflúið að búa til þess konar hluti og nota þá. Samt hæfir ekki að búa þá dýrðarljóma, af því að þeir séu leiddir fram á flutningsborða og kornnir til við einbeitingu allra nýjustu aðferða til „gernýtingar". Vélar geta allt. — Þær eiga sér þó engin eigin- lögmál og geta ekki einar ráðið nokkurri myndun. Það er maðurinn, vilji uppástungumanns, sem mót- ar framleiðslu þeirra, jafnvel þá, er hann hyggur sig starfa í anda þeirra og er sannfærður um, að „eðlileg", skrautlaus myndun eftir sig sé „ósérlát- leg“. Afrek uppástungumanns, „nýtízks" að hund- rað hundraðshlutum, eru langt um sérgæðingslegri en metnaðarlauss manns, það er að skilja: komin fram tilgangslaust og nafnlaust, og má það þó ann- ars ekki meina oss að þykja hin fyrr nefndu fögur á sinn hátt og nota þau heldur en hin, ef þau að eins hæfa tilgangi sínum jafn-vel, en listgáfulaus maður lætur sig ekki vitund varða, hvort lágmarki vinnuafls hefir verið eytt við framleiðslu ritvélar hans t. d., svo að lagsniðsvíl hafi ekki verið ofboðið við hana. Hann hirðir ekki einu sinni um, hvort verkamenn, er smíða vélarnar, fái réttmætt kaup, og ætti hann þó eiginlega að varða um það. Nei-nei. Hann krefst þess eins, að ritvélin sé í alla staði not- hæf, og er feginn, ef hún er auk þess ódýr. Beiting gernýtilegra vinnuaðferða varðar eigi að eins verkamenn, sem dag eftir dag verða að festa sams konar skrúfu í ritvél; hún snertir líka at- hafnir „Nóa Nóasonar" eða fyrirætlanir hvers ann- ars uppástungumanns sem er. Dagleg vinna fær sem sé hreint mannlega skoðað ekki veitt þessum verka- manni neina svölun, og því reynir hann að létta á sér við íþróttir á sunnudögum eða sýsl við frímerkjasafn sitt á kvöldin eða annað dund. Þá er eitthvað annað um garðyrkjumann t. d., sem vinnan sjálf er svöl- un; honum kemur áreiðanlega ekki í hug að leita sér léttis við íþróttir eða með því að sækja kvik- myndahús. Vélræn framleiðsla gildir þannig mikið og ban- vænt áfall á sérmannlega vellíðun verkamanns, og það er því gersamlega út í hött að hreykja henni upp á einhvern hefðarstall. Fyrir því, að hún sé „nýtízk", þarf hún ekki jafnframt að vera verð- mæt eða góð; þvert á móti — hún er miklu fremur af hinu illa, en úr því að vér fáum ekki komizt af án afurða hennar, verðum vér að sætta oss við þær án þess þó að dýrka þær sakir framleiðsluháttarins. Fegurðarfræðilega menntaður maður fær ógeð á talsíma með ljótu lagi, en oss myndi þó aldrei koma í liug að álíta fallega lagað tæki listaverk eða ímynd þess. Það er einungis áhald, rétt eins og hamar, ekkert annað. Einungis það, sem unnt er að afreka með því, hefir gildi. Talsími er tæki, sem lögun þess er nú fyrst nokk- urn veginn fullmynduð. Það eru til margir slíkir hlutir, sem fyrst hafa komið fram á vorum dögum og bera svip af verkfræðilegum aðferðum iðnaðar- framleiðslu. Lögun þeirra, t. d. bifreiðar, flugvélar, hefir tekið örum umbótum, og þessir hlutir eru vafalaus framleiðsli vorra tíma, jafnvel þótt þeir séu ef til vill í raun og veru án nokkurs gildis. Nýleg- ustu afrek „menningar" vorrar eru V-sprengjan og kjarnorkusprengjan. Þeim virðist þegar ætlað að breyta lifnaðarháttum vorum. Framfaratrúaðir menn þykjast nú einnig þurfa að umbæta gamla hluti til samræmis við nýja. Meðal gamalla hluta eru þess konar tíl, að jafnan hefir mátt breyta þeim, af því að þaraðlútandi aðstæður breytast öðru hverju. Þetta á t. d. við um lampa. Að búa rafmagnslampa til í hinum alræmda „átt- hagastíl“ eins og steinolíulampa er fullkominn aula- skapur. En auk þessara breytilegu hluta eru líka til ýmsir, sem hafa þegar fyrir löngu þróast til end- anlegrar myndunar, t. d. hnakkur, skæri og hnappur. Myndun bókar hefir líka fyrir löngum tíma lokið þróun sinni af. Að því slepptu, að pappírinn kann að vera orðinn flekkaður, miður hreinlegri prentun með köflum og gömlu stafsetningunni, er bck frá því fyrir hundrað árum nákvæmlega jafn- 36 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.