Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1950, Síða 2

Prentarinn - 01.12.1950, Síða 2
jafnvel hveiti, og vinna áburð úr lofti, járn úr hraungrýti, steinlím af sjávarbotni, þá geta allir íbúar þess lifað kóngalífi, ef réttilega er skipt verkum og vinnuarði. En nú er hér óáran í mannfólkinu. Það er, hvað sem hver segir, hlaupinn of mikill hraði í þjóðlífið. Fyrir vélaskröltið og bifreiðadun- urnar og flugvélagnýinn og hljóðfæraglyminn er fólk orðið svo ólmt í ákafanum að hrammsa hver til sín sem mest af sameiginlegum afrakstri þjóðar- innar af bjargræðisvegunum, að það liggur áður en varir flatt á kafi í ógæfunni og sumir eru jafn- vel orðnir að glæpamönnum áður en þeir vita af. Ekkert fær stöðvað þennan ófarnaðarseið, því að þetta er uppáhaldslag eignastéttarnnar, sem ræður ríkinu, og djöfladanzinn eftir því er orðinn svo magnaður, að enginn ræður við neitt. Það, sem ætlað var til blessunar, hefir snúizt til bölvunar. Innlend ,frjáls“ verzlun svo kölluð, sem einu sinni var trúað á sem allra meina bót í samfélagsmálum, er nú orðin að plágu á borð við einokunina ill- ræmdu eða jafnvel verri. Verzlun þjóðarinnar er orðin svo dýr, að hún fær ekki undir henni risið. Fjöldi manna lifir óhófslífi á verzlun með einskisvert rusl, því að fólk er allt of óðfúst að kaupa fánýti og hégórna við ofurverði sakir ærust- unnar, en nauðsynlegir, nytsamir hlutir eru ófáan- legir, af því að ekki er hægt að græða eins mikið á verzlun með þá og villimannavörurnar, ruslið, sem allt of mikill hluti af gjaldeyri þjóðarinnar fer til útlanda fyrir og hverfur þar í eyðsluflakk bur- geisanna. Þetta er aðalmeinið nú í þjóðlífinu, og það er nú þaulreynt, að eignastéttin fær ekki bætt úr því böli, ekki einu sinni með aðstoð vinnustéttar- innar. Því verður hin síðarnefnda nú að láta til sín taka, — taka til sinna ráða, ef ekki á allt að fara að forgörðum. Brýnasta verkefni alþýðustéttar- innar, alþýðusamtakanna, er nú ekki að koma frarn kauphækkunum, — nerna ekkert verði annað til úrræða, — heldur að knýja frarn verðlækkun, en til þess verður auðvitað að grípa um sjálfa kviku verðbólgunnar og þjarma að henni, þar til hún lætur undan. Til þess er að vísu til ráð, og það er ráð eignastéttarinnar sjálfrar, þegar hún vill græða á lækkun. Það er að neita að kaupa nokk- uð, sem með nokkru móti verður án verið, og af öðru ekki nema hið minnsta, sem komizt verður af með. Þá myndi ekki líða á löngu, þar til skrúfu- gnagurinn snerist við, líklega ekki nema svo sem tveir venjulegir greiðslufrestir eða um það bil misseri, þar til verð tæki að falla, ódýrt fé með auknum arði að safnast fyrir og eftirspurn eftir vinnuafli til nauðsynlegra, nytsamra og arðvænlegra framkvæmda myndast. Þetta gæti vinnustéttin nú, ef hún vildi. Svo er alþýðusamtökunum fyrir að þakka með kjarabótum þeim, er þau hafa komið fram þegar, að flestir ættu að geta sigrast á þeim örðug- leikum, er þessi barátta hefði í för með sér, en öðrum mætti hjálpa með styrkjum og iánum. Þessa baráttu ættu allsherjarsamtök vinnustéttarinnar, Al- þýðusamband Islands, að hefja nú og beita til þess öllum mætti sínum, hefja þrotlausan áróður fyrir betri og ódýrari verzlun með góðar og vand- aðar nauðsynjavörur fyrst og fremst, horfa ekki í, þótt beita þurfi hlífðarlausu verðlagsþjarki og þrá- látri kaupaneitun, í vissu þess, að eignastéttin lætur ekki undan síga, nema á hana séu borin eigin vopn hennar, brýna með þessu vinnustéttina til að gæta vandlega hagsmuna sinna gagnvart fjárplógsöflum eignastéttarinnar og slaka ekki á fyrr en verð hefir lækkað svo, sem þurfa þætti. Þetta mætti hæglega takast. Undir því er ekki minna komið en það, að nú og framvegis rætist óskir og vonir vinnu- stéttarinnar urn gott og farsælt ár. H H Sveinspróf í prentiðn. Eftirtaldir nýsveinar í prentarastétt luku sveins- prófi í iðn sinni í haust í Reykjavík: Bragi Einarsson, setjari, er lært hafði í Isafoldar- prentsmiðju. Gestur Guðni Arnason, setjari, sem hafði numið í Herbertsprenti. Gísli Guðmundsson, setjari, er hafði lært í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg. Heimir Brynjólfur Jóhannsson, prentari, er lokið hafði námi í Prentsmiðjunni Rún. Jón Guðmundur Jóhannsson, sem numið hafði í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Jón Júlíusson, prentari, sem lært hafði í Isa- foldarprentsmiðju. Oskar Guðmundsson, prentari, sem numið hafði í Steindórsprend. Sverrir Völundur Halldórsson Kjærnested, setjari, er hafði lært í Alþýðuprentsmiðjunni. Theódór Ingólfsson, prentari, og hafði hann lært í Offsetprenti. Töluvilla. I staðinn fyrir „III.“ á 31. bls. eiga að koma: IV. 34 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.