Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1950, Side 3

Prentarinn - 01.12.1950, Side 3
MERKIS AFMÆLI . Magnús Olafsson prentari á Isafirði átti sjötíu og fimm ára afmæli 3. júlí síðast lið- inn. Það rná nú segja, að ótt líður æfitíð, því að manni finnst eigi nema stutt stund, síðan hann rakti æfiferil sinn í Prentaranum af tilefni í sextíu og fimm ára afmæli sínu. Magnús hefir til skamrns tíma lagt stund á „listina", en mun nú að mestu hættur því og hefir þá í þess stað farið að gefa sig að „framleiðslustörfum", eins og það er nú kallað af sumum að framleiða matvæli. Hann var hress og hraustur, er síðast fréttist, og ber aldurinn vel, sem vænta mátti, og hann er svo sem vís til að rétta listinni hjálpar- hönd einu sinn enn eða oftar, ef með þarf. prs. Einar Hermannsson sjötíu óra. Hver gæti séð á Einari Her- mannssyni, að hann sé sjö- tíu ára? En við, félagar hans, verðum að viðurkenna stað- reyndir. Hann varð sjötugur 3. desember árið 1950. Prentarinn er áður búinn að birta æviferil Einars sem prentara. Þess vegna fer ég ekki að telja það upp. En að pninnast hans sem vinnufé- laga ætti mér að vera ljúft og skylt. Eg þekki Einar bæði við „kassann" og sem verk- stjóra, og rneira ljúfmenni get ég ekki komið auga á. Hans sterkasti þáttur er að leitast við að ckilja mann, — að finna, hvaða þráður er ríkastur í eðli hvers manns. A það er hann glöggur, og þegar sá þráður er fundinn, er honum ljúft að efla hann sem bezt. Einar er hrókur alls fagnaðar, þegar það á við, og gleðst þá með glöðum, en alvara h'fsins er lians hjartans mál, og að styrkja anda sinn við lestur góðra bóka og hugleiða leyndardóma lífsins er hans alvara. A afmælisdaginn áttum við samstarfsmenn hans og aðrir kunningjar góða og glaða stund á heim- ili hans og hans ágætu konu, sem líka hefir kynnzt hinni „svörtu list“. Lifðu heill, Einar! Krhtm_ GutSmunisson. Sigurður O. Björnsson fimmtugur. Mér er það ljúft og skylt að drepa niður penna fyrir Prentarann í minningu þess, að einn af mætustu og beztu drengjum prentarastéttarinn- ar, Sigurður O. Björnsson, prentsmiðjustjóri á Akureyri, varð fimmtugur 27. janúar síðast liðinn. Við höfurn að vísu ekki átt samleið nú um aldarfjórð- ungs skeið, en sú var tíðin, að við áttum sanian súrt og sætt (og þaðan af sterkara) í Prentsmiðju Odds Björnssonar, þar sem Sigurður var þá nýlega orðinn prentsmiðjustjóri, en hann er sem kunnugt er sonur Odds heitins Björnssonar prentmeistara, einhvers ágætasta prentlistarhöfðingja hér á landi á sinni tíð. Um þær mundir var stundum heldur lítið um hinn „þétta leir“ í P. O. B„ og kom fyrir, að fullhart var á, að við ættum fyrir neftóbaki einu sinni, hvað þá meiru af lífsins gæðurn. En allt gekk það jafnt yfir meistara og sveina. Kæmi hníf- ur í feitt, var bróðurlega skipt, og við vorum sælir í okkar hjarta, því að við lifðum (að vísu óaf- vitandi) eftir boðorði meistarans og bárurn ekki áhyggjur fyrir morgundeginum, heldur svifum á vængjum söngsins hátt á himinleiðum. Þá voru sól- skinsstundir æskunnar! — Síðan hefir rnargt breytzt, en allt af, þegar ég hitti Sigurð, virðist mér hann sami glaði og glæsilegi unglingurinn og hann var fyrir tuttugu og fimm árum, sama tryggðatröllið og óviðjafnanlegi félaginn. Nú er P. O. B. ekki lengur til húsa „inni í fjöru“, þar sem við sváfum uppi á loftinu; nú er prent- verkið komið í ný og glæsileg húsakynni og blómgast þar undir stjórn Sigurðar, en þar um skortir mig bæði þekkingu og hæfileika að skrifa. — Þessar fáu línur áttu að eins að vera árnaðaróskir til fornvinar míns, Sigurðar O. Björnssonar, bornar fram í blaði stéttarinnar, og þakkarkveðja fyrir liðnar stundir. Af tilefni afmælisins sendi ég honum nokkrar vísur. Vil ég nú ljúka máli mínu með einni þeirra: PRENTARINN 35

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.