Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1950, Side 6

Prentarinn - 01.12.1950, Side 6
er komin fram á fyrsta þriðjungi nítjándu aldar. Það er fyrst og fremst titlaletur, og sem meginmáls- letur er það einungis nothæft á stutta kafla, með því að það er ekki auðlæsilegt sakir ófullnægjandi greiningar fyrir ómissandi rákirnar og vegna of jafns styrkleika dráttanna. Þetta getur valdið sannarlegri kvöl á heilum bókum, sem dæmi sanna. Einfaldleiki bergleturs er óverulegur; hann hæfir óþroskaðri eftirtektargáfu stöfunarbarns, sem verður að lesa staf fyrir staf og réttilegir bókstafir prentleturs virð- ast fyrir óvönum jafn-ógreiðlegir sem skólarithönd tólf ára barns. Það er alls ekki nein tilviljun, að svo margir hinna yngri meðal áhangenda eðlilegu prentlistar- innar vita að eins lítið eða ekkert um hina betri mótun bergleturs, svo sem „Sans Serif“ Erics Gii.ls, „Mctroline" W. H. Dwiggins. Þau birta sannan stil nútímans og eru hátt upp hafin yfir aumlega flat- neskju myndunar hinna algengu bergletra (sbr. „Accidens Grotesk", „Mono-Grotesk 215“). Læsilegustu letrin og jafnframt þau beztu letur, sem vér höfum til umráða, eru hin forngildu (t. d. „Bembo", „Garamond", „Ehrhardt", „Van Dyck“, „Caslon", „Bell“, „Baskerville", „Walbaum"), sem og hin nýjari letur, er litlu munar á frá þessum („Perpetua", „Lutetia", „Romulus“ og einstök önn- ur). Það er öllu fremur að þakka tuttugu og fimm ára starfi Stanleys Morisons við framtakssama setn- ingarvélasmiðju á Englandi, að hvorar tveggja teg- undirnar eru nú til umráða í svo ríkulegum mæli. Endurbæturnar á forngildu letrunum höfðu í för með sér endurnýjun prentlistarinnar öllu fólki til 'handa, er var að minnsta kosti jafn-mikils virði sem þrifnaðaraðgerðir nýju prentlistarinnar Þjóðverjum til handa. Tæknileg undirstöðuatriði vélsetningar höfðu þó ekki hin minnstu áhrif á myndunaraðferðir prent- listarinnar. 1 vélsetningu er líkt eftir handsetn- ingu — því fullkomlegar, því betra; ef farið væri í því eftir öðru en hinu sjálega, sem sé tæknilega æskilegri eðlileikastefnu, þá myndi það nálgast óhæfa — sjálega gallaða — sambreyzkju- myndunarhætti ritvéla. Vélsetning er hvorki ódýr- ari né fegurri en handsetning, þótt hún gæti meira að segja jafnan sýnt óskemmdar bókstafa- myndir; hún er stirðari í vöfum, en alls ekki auð- v'eldari í meðferð, heldur að eins hagfærilegri, og á engan hátt í færum til að breyta verulega svip stílletrunar með eiginni „vélgengri" reglufestu, því að góður vélsetjari keppir alveg eins og góður handsetjari að sjálegri fullkomnun. Henni hafði verið náð kring um sextándu öld, og fram úr því hefir ekki orðið farið. Auk þessa hefir „óþjálni" tiltekinna setningarvélakerfa valdið slæmum bók- stafamyndunum, sem mæða viðkvæm augu við lestur, en handsetningarletur geta hins vegar sakir ótakmarkað margvíslegrar bókstafsbreiddar rúmað jafnvel hin minnstu sjáleg viðbrigði. Þetta er miklu merkilegra en svo, að ekki-sérfræðingur fái skil- ið. Gagnstætt bókum hafa auglýsingaprentgripir eiginlega fyrst á síðari tímum komizt til þroska. Þeir eru skilgetin afkvæmi iðnaðaraldar. Þar eð fyrst af öllu er krafizt nýjabrums og óvænis af auglýsinga- prentgripum, var gripið til nýju prentlistarinnar um tíma, með því að hún bauð þá fram nýja tjáningarhætti, þ. e. a. s.: svo lengi sem hún var enn þá „ný“, en þegar meinlætakennt strangar myndanir hennar voru nægilega kunnar orðnar, fóru menn undir eins að leita uppi aðra nýja tjáningarhætti, sem alveg eðlilega var þá með köflum leitað í alls endis þverlegri andstæðu við hina hreinlátlegu myndun, sem sé í skrautlega búinni stílletrun. Þess konar getur svo sem haft áhrif sem eitthvað nýtt og hress- andi, líkt og blóm í urð. Vissulega myndi það vera að missýnast að sjá „nýtízka myndun" í skrautbú- inni stilletrun, sem annars er að eins með undan- tekningum heppileg; hún er líka einungis einstök nýtízk myndun. Mönnum fatast einhvern veginn að ákveða réttilega merking orðsins „nýtízkur". Það merkir ekki eitthvað „furðulegt" eða „nýtt“, heldur einungis, að hlutur er kominn fram nú á dögum, en ekki fyrir tuttugu eða hundrað ár- um, og er nú svo úr garði gerður, hvort sem hann er merkilegur eða marklaus. Með því að ekkert „nýtt“ getur jafnan haldið áfram að vera nýtt, mun svipur prentlistarinnar einnig breytast framvegis, ef til vill unz samkeppni- streita vorra tíma víkur fyrir hreinni þurftarfram- leiðslu. Þeir, sern nú á dögum kæra sig ekki um viðbrigðatilþrif og reyna að halda sér við umbúðar- lausar tilkynningar á líkan hátt, sem hreinlát eðli- lega prentlistin leitaðist við, munu verða að sanna nokkuð annað, um leið og þeir verða að láta að óskum viðskiptavina sinna, ekki allt jafnt ósann- gjörnum. Ollu fremur myndi það verða árangurslaust að ætla að halda ævinnlega uppi skyndimynd af hrein- gerningarstandi í stílletrun eins og því, sem prent- list Þjóðverja hafði í frammi um árið 1930. Varanlegur árangur, er hin síðari þróun prent- listarinnar hefir látið oss í té, er mjórra sátur, veru- lega betra setningarlag, fegurri letur og endurbætur 38 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.