Nýi tíminn - 26.06.1952, Qupperneq 6
6) — NÝI TÍMINN — Flmmtiiiogar 23. júíií 1952
og áhrif hennar á efnahagsþráun islendinga
Framhald af 2. síðu
Ennfremur segir Benjamín:
„Ef fluttar eru inn vörur fyrir Marshallfé og þser seldar innan-
lands og andvirðið síðan lagt inn á banka, fara áhrifin eftir því,
hvaðan féð kom til að greiða innílutíu vörurnar með. Komi féð
úr nýjum útlánum seðlabankans verða verðhjöðnunaráhrifin eng-
in. Komi féð af tekjum manna og úr rekstri fyrirtækja þá verða
verðhjöðnunaráhrifin sem svarar upphæð fjárins".
Til skýringar á þessu er bezt að gera sér fyrst ljóst hvað við
er átt með orðinu verðhjöðnun. Það kemur fram í skýrslu hins
bandaríska' Marshallsérfræðings um ísland, sem birt var í Al-
þýðublaðinu 1948, og segir þar svo m. a.:
„Þannig gæti viðreisn Evrópu orðið til þess að ísland kæmi
efnahag sínum á réttan kjöl, án þess að fórna'öllum þeim fríð-
Indum, efnahagslegum og félagslegum, sem þaS nú getur boðið
íbúum sínum, enda þótt það geti. ekki meðan á viðreisninni
stendur, náð efnahagslegu jafnvægi án þess að skerða lífskjör
þeirra allverulega“.
Þarna höfum við það. Samkvæt áliti Marshallsérfræðingsins
átti ísland að skerða lífskjör íbúa sinna allverulega. Á umbúða-
lausri hreinni íslenzku þýðir þetta: Að, skapa kreppuástand.
Sama hvort það þá er kallað „ að fórna efnahagslegum og félags-
legum fríðindum“, sem áunnin' voru.
MarshalKéð var hin fyrirhugaða leið að þessu marki, og Benja-
mín sagði fyrir hvernig féð þyrfti að notast til þess að markinu
yrði náð. Til þess þurfti að flytja inn vörur frá Bandaríkjunum,
vörur, sem íslenzka ríkið fékk að gjöf en þurfti þó að greiðast
með innlendum peningum. Þessir peningar máttu ekki koma úr
nýjum útlánum seðlabankans svo sem gert hefði verið, ef vörurnar
hefðu verið greiddar með innlendum útflutningsvörum. Heldur
skyldu þeir peningar takast af tekjum manna og úr rekstri fyrir-
tækja, svo takast mætti þannig að draga fé úr höndum bæði
einstaklinga og atvir.nulífsins innanlands. Ennþá skýrar kemur
þó þetta í Ijós, þegar flett er upp á næstu blaðsíðu í þessu
hagmálaáliti. Þar stendur þessi vísdómur.
,,Ef E. C. A. (þ. e. efnahagssamvinnustofnunin) hefur fyrst og
fremst áhuga á því að komið sé á peningalegu jafnvægi á ís-
landi, þá er eðlilegt að sem stærstur hluti Marshallfjárins sé
veittur sem óskilorðsbundið framlag. Mótvirði þarf áðeins að
greiða fyrir þannig framlög, og mótvirðissjóðurinn er það fé,
sem bein áhrif hefur á hið peningalega jafnvægi. Af þessu leiðir
-að eðlilegast er að, sem mest af fénu verði veitt sem óskilorðs-
bundið framlag, og í öðru lagi að leyft væri að verja fénu
eftir því sem þurfa þykir til innflutnings á neyzluvörum og
rekstrarvörum“.
Hér flettir Benjamín ennþá frekar ofan af hinni raunverulegu
tilætlun. Þegar hann telur að Marshallféð eigi helzt að fást allt
sem gjafir. Því að gjafirnar eru eina aðferðin, sem hægt er að
nota til þess að draga innlenda féð, úr höndum einstaklinganna.
Gjafirnar ásamt hækkuðu verðlagi gera þannig einstaklinginn
fátækari, þótt íslenzka ríkið verði gjöfunum auðugra.
í stað hinnar stórkostlegu risaáætlunar um uppbyggingu nýrra
atvinnufyrirtækja er nú tilgangurinn orðinn sá einn að draga
sem mest fé úr höndum einstaklinga og atvinnufyrirtækja, festa það
1 mótvirðissjóðnum, sem ekki má ráðstafa nema með leyíi Banda-
ríkjanna. Þetta heitir að ná peningalegu jafnvægi. En hvað er
átt við með peningalegu jafnvægi?
Það skýrist einnig bezt með litlu dæmi.
Þegar ríkisstjórnin var komin í þrot með gengislækkunina í
ársbyrjun 1951 var.það ráð tekið að taka upp bátagjaldeyrisfyrir-
komulagið og betlað stóraukið Marshallfé til þess að auka vöruinn-
flutninginn og gefa verzlunina frjálsa, sem kallað var. Áhrifum
þessara ráðstafana á verðlagið þarf ég ekki að lýsa. í aprílmán. s. ár
flutti viðskiptamálaráðherra erindi í útvarpið um þessa frjálsu
verzlun. Hann talar þar m. a. um skort sem verið hafi á jafn-
vægi í viðskiptalífinu, og segir síðan:
„Gengisbreytingin og aðrar ráðstafanir sem gerðar hafa verið
llafa nú gert það að verkum aö þetta jafnvægi hefur náðst.
„ . . . Þrátt fyrir hækkandi vöruverð cr hér ekki um verðbólgu-
fyrirbrigði að ræða meðan ekki hefst kapphlaup um kaup-
gjaldið“.
Þar • höfúm við einnig það. Hið peningalega jafnvægi þýðir
hækkandi vöruverð án þess að tekjur einstaklingsins megi hækka
á móti. Þýðir sama sem minnkandi tekjur, afleiðingin af því
minnkandi kaupgeta, afleiðingin, af henni sölutregða og afleið-
ipg af henni minnkandi framleiðsla. Það sem átt er við með að
skapa peningalegt jaínvægi er því umbúðalaust sagt, KREPPA.
Hinri 19. sept. 1949 var gerigi krónunnar lækkað'um 30% gagn-
vart dollar og hækkaði þá verð á öllum dollaravörum um
44 prósent. Ekki var þó þetta talið nægilegt. Mestur hluti þingsins '
1949 fór í átök um hina algeru gengisiækkun er fram fór í marz
1950, og hækkaði þá gengi alls erlends gjaldeyris gagnvart ísl.
kr. um hvorki meira né minna en 74,3%.
Þótt þetta væri gert undir því yfirskyni að verið væri að
bjarga bátaútveginum og útflutningsverzluninni þá vita engir
betur en sjálfir þeir valdhafar, er þessu réðu að gengislækkunin
var framkvæmd, samkvæmt vestrænni skipun, í samræmi við skil-
yrðið um að viðhalda réttu gengi.
Bezta sönnun þess, að gengislækkunin kom útveginum ekki að
gagni er sú, að réttu ári síðar en hún var framkvæmd þurfti
aö grípa til nýrra ráðstafana. Vár þá bátagjaldeyrisfyrirkomulag-
ið upp tekið og í því fólgið að bátaútvegsmenn fengu allmikinn
hluta gjaldeyrisins, er þeir mega flytja fyrir ákveðnar vöruteg-
undir inn í landið og fá jafnframt einkaleyfi til að selja þær á því
verði er þeim sýndist. Þetta er því ekkert annað en dulin gengis-
lækkun er nær til viss hluta af bæði framleiðslunni og inn-
-ílutningnum. En þetta sýndi sig vera einnig bráðabyrgðaráðstöfun,
því í janúar 1952 varð að útvíkka þetta fyrirkomulag og láta
það ná til margskonar nauðsynjavara, og gengislækkunin þar með
gerð ennþá víðtækari.
Nú hefur það raunar komið í ljós, að það varð ekki útgerð-
in, sem fleytti rjómann af þessum ráðstöfunum. Birtar hafa verið
tvær opinberar skýrslur frá verðgæslustjóra hin fyrri í sept.
og hin síðari í des. s. 1. ár.
Samkvæmt fyrri skýrslunni liggur fyrir athugun á vörumagni,
sem í innkaupi kostaði 1 milíj. 958 þús. kr. Síðan bættust við
það bátagjaldeyrishagnaður 738 þús. kr., verzlunarálagning 2
millj. 413 þús. kr. og frakt, tollar og söluskattur 2 millj 391 þús.
kr. Útsöluverð 7,5 millj. kr.
Síðara dæmið innifelur vörumagn sem í innkaupi kostaði
2 millj 316.000 kr. en útsöluverð yfir 9 millj. Af þeirri nærri 7
millj. kr. hækkun sem á þessu varð fékk bátaútvegurinn 941- þús.
kr. Hitt fer til verzlunarstéttarinnar og ríkisins.
Jafnframt þessu var tekið á móti 200 millj. kr. í Marshallgjafir
á einu ári til þess að auka innflutning og gefa verzlunina frjálsa
sem kallað er, eins og fyrr er sagt. Einn af þingmönnum Alþýðu-
flokksins upplýsti það í þingræðu, að þær 114 millj. kr. frá
Greiðslubandalagi Evrópu sem í þessu tilíelli bættist við, væru
bundnar því skilyrði að kaupgjald yrði ekki látið hækka þrátt
fyrir þær gífurlegu verðhækkanir, er öllum þessum ráðstöfunum
fylgdu. Þessu hefur ekki verið mótmælt enda mun Alþýðuflokk-
urinn kunnugur innan stjórnarherbúðanna.
Þetta fé hefur því að verulegu leyti farið fyrir neyzluvörur,
og jafnframt orðið til þess að auka stórkostlega á kreppuna. Það
gerist á þann hátt, að stórkostlegt vörumagn ér flutt inn í landið,
sem fyllir allar verzlanir. Þetta vörumagn þarf að greiða af því
fjármagni sem í umferð er í landinu. En af því að gjaldeyririnn
sem fenginn er fyrir þessar vörur kemur ekki frá íslenzkum út-
flutningstekjum, heldur sem gjöf, þá fá atvinnufyrirtækin og
einstaklingarnir aldrei í hendur þær eðlilegu tekjur, sem þeir
þurfa til þess að geta greitt þessar vörur. Andvirðið verða þeir að
taka af því fjármagni sem þeir höfðu fyrir, því_ þeir fá engar
tekjur á móti slíku vörumagni. Hinar íslenzku krónur sem greiddar
eru fyrir vörurnar verða eigri ríkisins, í mótvirðissjóðnum, sem
ekki má ráðstafa nema með amerísku leyfi.
Hér er náð því marki, sem Benjamín ræðir um, þegar hann
segir að andvirði varanna þurfi að koma af eignum manna og
úr rekstri fyrirtækja, það er að einstaklingar og fyrirtæki eiga
að verða andvirðinu fátækari.
Þetta er því einn þátturinn og ekki sá minnsti í því að skapa
kreppuna, og þetta er munurinn á því að þjóðin fer að lifa á
gjöfum í stað þess að lifa á eigin framleiðslu.
Lánsfjárbannið
En ein aðferðin, sem hefur verið notuð til að skapa þessa
kreppu er lánsfjárbannið, sem svo hefur verið nefnt, eða fyrir-
brigði það sem allir þekkja í formi lánsfjárkreppunnar, er nú
þjakar atvinnulífið. Hver maður sem á annað borð skilur eðli
hins kapitalistíska þjóðfélags veit, að atvinnulíf þess verður á
erigan hátt rekið nema hæfilegt magn lánsfjár sé í umferð. Til að
sinna þessu hlutverki er bankakerfi landanna byggt upp.
Því meira sem til er af framleiðslutækjum og tæknimögu-
leikarnir meiri því meira lánsfé þarf að hafa í umferð. Fyrir-
tæki sem reka milljónaveltu þurfa mikið rekstrarfé, sem í flestum
tilfellum verður að fá að láni, en trygging þess á að vera fólgin
í væntanlegri framleiðslu fyrirtækjanna.
Atvinnuþróun hér á íslandi hefur verið geysi ör hin síðustu
ár. Framleiðslutæknin hefur aukizt svo mjög að slíks höfum
við aldrei þekkt dæmi fyrr á jafn skömmum tíma. Nægir að
benda á að á síðustu fimm árum höfum við eignast 40 nýja
togara. Áður var kominn fjöldi vélbáta einnig fjöldi hraðfrysti-
húsa, fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkunarhúsa og annarra iðju-
fyrirtækja. Mun áreiðanlega ekki ofmælt, þótt fullyrt sé, að
framleiðslugeta þjóðarinnar hafi aukizt um helming s. 1. ára-
tug. En af því leiðir aftur það, að rekstrarféð, sem þarf að vera-
í umferð þarf að aukast mjög. Þetta rekstrarfé verður að fást
að láni í lánsstofnunum þjóðarinnar ef atvinnutækin eiga að
nýtast til fulls/svo framleiðslan ekki bíði tjón.
Hver hefur svo verið stefna ríkisstjórnar þeirrar, sem með
völd hafa farið s. 1. fimm ár í þessu máli. I stað þess að gæta
þess að nægilegt rekstrarfé geti verið í umferð vegna atvinnu-
tækjanna og lata það aukast með auknum framleiðslutækjum,
hefur markvisst verið stefnt að því að draga inn það fé, sem
í umferð var og hefur Marshallstefnan verið drjúg til liðveizlu í því
starfi, enda er við það átt, þegar Benjamín ræðir um það að
peningarnir fyrir Marshallvörurnar eigi að koma af tekjum ein-
staklingsins og úr rekstri fyrirtækja. Þannig hafa verið dregnar
375 millj. kr. úr rekstri atvinnulífsins með stofnuri mótvirðis-
sjóðsins. Hann verður að vísu eign ríkisins og það verður þeim
mun auðugra, sem einstaklingarnir verða fátækari og atvinnulífið
í meiri.fjárþröng. En þetta hefur ekki verið látið nægja.
Með gengislækkuninni hefur allt laust fjármagn í landinu
verið lækkað, svo erlendur gjaldeyrir hækkaði í verði um 73,4%.
Ef slík ráðstöfun átti ekki að hefta atvinnulífið og fram-
leiðsluna þurfti auðvitað jafnframt að stórauka bæði útlán bank-
anna og seðlamagnið sem í umferð var. En því’fer fjarri að svo
hafi verið gert. í des. 1949 námu heildarútlán bankanna 904
millj. kr. Síðan kemur gengislækkunin í mars 1950 með hinni
gífurlegu verðfellingu á krónunni, er áftur jók þörfina fyrir
aukinn krónufjölda.
Framhald, ( _ , | \ jj-Lu ^ t L_u J, i v , Lý
Framhald af 1. síðu.
ýmsu þjóða, telur hún-nauðsyn-
legt eftir atvikum að gera
fyrirvara um að hún áskilur
sér rétt til skaðabóta frá ís-
lenzku ríkisstjórninni að því er.
snertir hverskonar afskipti af
brezkum fiskiskipum á svæðum
sem brezka ríkisstjórnin telur
vera á úíhafinu. (Leturbreyting
Nýja Tímans).
Ég leyfi mér,- herra utaurík-
isráðherra ,að votta yður á ný
sérstaka virðingu mina.
(sign) P. Lake“.
NæTbosni í
íi©lsissé3
Framhald af 5. síðu.
sjálfsögðu opna lionum dyr
Sínar uþp á gátt, ög er þann-
ig séð fyrir því áð þessi merki
legu tíðindi fari ekki framhjá
Islendingum. Bíða menn þess
nú með spenningi að prófess-
orinn lýsi einhverri þessari
nærbuxnaorustu af andagift
sinni. Munu atburðir þessir
lífga mjög upp frásögn hans,
og er ekki að efa að hinum
glæsta sigurvegara efasemd-
anna hafi fundizt mjög til uin
. það óvenjulega einstaklings-
framtak sem undirfatastríð
þetta vitnar um. Oss er sem
vér sjáum hvar hann stendur
i húsagarði eins háskólans í
hvíta flibbanum sínum stíf-
aða, og tekur í upphafi bar-
dagans hattinn ofan af brillj-
antíninu, af virðingu fyrir the
American way of liberty. Siv
út um gluggahn á efri liæð-
unum veifa amerískir mennta-
menn bleikum og bláum silki-
nærbuxum ungra stúlkna í
sjálfu sólskini frelsisins. Það
var engin lífsnauðsyn að sigr-
ast á efasemdunum í fyrra
við komu varnariiðsins. Eða
hver mundi ekki láta saim-
færast við slíka sýn? Og
maður veifar hattinum til
buxnanua.
ÞETTA er það sem koma skal.
Frelsið er aftur í sókn. Stór-
þjóðir með Bandaríkin í
broddi fylkingar kosta sér nú
öilum til að verja sjálfstæði
sitt og menningu fyrir aust-
rænni kúgun, kommúnískri
undirokun. Loksins hefur.
vestrænum þjóðum skilizt að
allt verður að leggja í sölurn-
ar fyrir frelsið — ef því er
að skipta: félagslegar fram-
farir, atvinnuþróun, friðimi
og lífið. Eða hvað stoðar það
manninn að varðveita friðinn
en glata frelsinu. Ekkert
skiptir máli nema það að
varðveita frjálsræði þjóðanna..
Kvenbuxnaórustur banda-
rískra menntamanria eru að
svo stöddu háþúnkturinn í
hinni nýju upplyftingu vest-
ræns frelsis. Vér neitum opin
berri íhlutun um einkamál vor.
Einnig í þessu fátæka landi
eru að verki sterk öfl sem
vinna að slíku sjálfstæði ein-
staklingsins. Beint og óbeint
er verið að kenna unga fólk-
inu okkar samskonar frelsis-
hug og þann sem lýsir sér í
hinni harðskeyttu baráttu
bandarísku menntamannanna
fyrir nærbuxum skólasystra
sinna. Morgunblaðið, Tíminn
og AB eru meðal þessara
sterku afla. Éitt kvöid rekur
að því að dóttursonur Ólafs
Thors læðist að snúrunni og
hefur á brott með sér haldið
af sonardóttur Eysteins Jóns-
sonar. Og daginn eftir kallar
AB þvílíka frelsislund hið
æðsta unað. B.B, ,