Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.08.1952, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 14.08.1952, Blaðsíða 1
Aukablað, helgað fimm- ; tugsafmæli Einars 01- geirssonar. TIMINN Fiirmtudagur 14. ágúst 1952 — 11. árgangur — 34. töfublað EINAR Hugsfón ungs manns \T “ETURINN 1920—1921 var stúdentunum í 6. bekk Menntaskólans í Reykjavík falið að reyna kunnáttu sína í danskri tungu. Þeim var sagt að skrifa ritgerð á dönsku um efnið: Mit Ideal — Mugsjón mín. Einn hinna ungu sjöttu- bekkinga skrifaði um komm- únisniann, og vildi svo túlka lífshugsjón sína. Hann var þá aðeins 18 vetra gamall. I dag stendur hann á fimmtugu. Hann heitir Einar Olgeirsson. Nú er það raunar engin ný- lunda, og varla í frásögur fær- andi, þótt ungur maður, ekki skroppinn úr skóla, játist rót- tækum hreyfingum og lífsvið- horfum. Slíkt gefur æskunni aðeins aukinn þokka. Það er eins og vínlauf í lokkum henn- ar. Jafnvel þykir það sjálfsagt ung'um mönnum að vaða upp í eyra í róttækri byltinga- hyggju. Þeim verður veitt af- lausn fyrir það, á sama hátt og þeim verða fyrirgefnir hin- ir forboðnu ávextir, sem þeir lásu af trjánum á hinni óstýri- látu skógargöngu æskunnar. Því að algeng reynsla er ólyg- in um það, að slíkir byltinga- seggir eru oft efni í beztu íhaldsmenn og snyrtilegustu broddborgara. Þessi reynslu- huggun borgarastéttarinnar hefur valdið því, að ungum mönnum hefur jafnvel verið kommúnisminn fyrirgefinn. En vei þeim, sem bregðast þessum vonum! Vei þeim, sem iætur sér ekki segjast við ,,aldur og þroska", en heldur áfram að mæla á máli þeirrar stundar, er Hugsjónin snart hinn unga mann sprota sín- um, er hann vaknaði af dvala frumæskunnar og sá í sjón- hending veröldina alla, víða og ljósa, fyrir augum sínum! Þeir sem vald hafa til að binda og leysa í okkar þjóðfélagi, munu því ekki fyrirgefa hin- um 18 ára sjöttabekking dönsku skólaritgerðina hans um hugsjón sína — kommún- ismann. En alþýða íslands til sjávar og sveita hyllir því á- kafar í dag hinn fimmtuga mann, sem hefur aldrei freist- azt til að hafa þroska sinn og lífsreynzlu að yfirvarpi til þess að bregðast því, sem bezt var og sannast 1 honum ung- um. Uppruni og œskuór ElNAR OLGEIRSSON er fæddur á Akureyri 14. ágúst .1902. Faðir Olgeirs hét Júlíus Kristjánsson, af eyfirzkum bændaættum, en móðir hans var María Flóventsdóttir, ætt- uið úr Þingeyjarsýslu, gáfuð ikona og merk. Bjuggu þau hjón á Akureyri, þar sem heit- ;ir í Barði, litlum bæ í þurra- ibúð. Móðir Einars Olgeirsson- ar heitir Sólveig Gísladóttir, en faðir Gísla var Páll prestur Jónsson í Viðvik, eitt kunn- asta sálmaskáld landsins á síðara hluta 19. aldar. Hún var að fóstri hjá Einari Bald- vin Guðmundssyni að Hraun- um í Fljótum, en kona hans, Kristín, var dóttir Páls Jóns- sonar í Viðvík, og föðursystir Sólveigar. Einar Baldvin Guð- mundsson var bróðursonur Baldvins Einarssonar, þess er gaf út Ármann á Alþingi. Af- mælisbarnið okkar heitir fullu nafni Einar Baldvin Olgeirs- son, og mun nafnið runnið frá Hraunafólkinu. Olgeir, faðir Einars, ólst upp við fátækt þess þurrabúð- arlífs, er var hlutskipti dag- launamanna í íslenzkum kaup- túnum. Hann tók þátt í stofn- un fyrsta verkamannafélags- ins á Akureyri, er stofnað var 1897, m. a. til þess að sjá um, að lögin um greiðslu verka- kaups í peningum yrðu meira en nafnið tómt. Olgeir Júlíus- son nam síðar bakaraiðn og stundaði starf sitt víða. Á bernskuárum sínum dvaldi Einar Olgeirsson bæði norðan lands og sunnan, á Akureyri, Siglufirði, í Hafnarfirði og Reykjavík. En árið 1914 sett- ist hann að á Akureyri og gekk þar í Gagnfræðaskólann og tók próf þaðan 1917. Næsta vetur vann hann al- genga hafnarvinnu á Akur- eyri, því að fé skorti til fram- haldsnáms. En þá bauð Páll Gíslason móðurbróðir hans, í Kaupangi í Reykjavík, hin- um unga frænda sínum til dvalar hjá sér og studdi hann til náms í Menntaskólanum. Settist hann í 4. bekk haustið 1918 og útskrifaðist þaðan stúdent með ágætum vitnis- burði 1921. Öldur sjálfstæðisbaráttunn- ar risu hátt á uppvaxtarárum Einars Olgeirssonar, ekki sízt hér sunnanlands, í Reykjavík og Hafnarfirði. Það er ekki ofmælt, að pólitískir viðburðir þessara ára hafi markað Ein- ar Olgeirsson alla ævi síðan, þótt ungur væri. Sjálfur tók hann þátt í sjálfstæðisbar- áttunni á sína vísu: Hinn 17. júní 1913 skar hann niður danska fánann, sem blakti yf- ir pósthúsinu í Hafnarfirði. Þá var Einar 10 ára gamall. Snemma beygðist krókurinn. Svo sem títt var um börn og unglinga úr alþýðustétt gekk Einar á sumrum að allri vinnu, seldi blöð og var í fisk- vinnu fyrir 10 aura um tím- ann, en á Akureyri vann hann oftast við höfnina. Hann kynntist af eigin raun hinum kröppu kjörum íslenzkrar al- þýðu á þessum árum, og sú reynsla glæddi skilning hans á högum verkalýðsins. En hitt skipti þó meira máli um póli- tiskan og félagslegan þroska hans, að skólaár hans voru stórfelldir umbrotatímar í ísl. þjóðlífi. Verkamenn og bænd- ur íslands stofna þá með sér pólitísk sféttarsamtök, hin gamla flokkaskipting sjálf- stæðisbaráttunnar tekur öll að riðlast, stéttamörkin skýrast ,og þegar sættir tók- ust með Dönum og Islending- um með sambandslagasátt- málanum 1918, var ljóst, að stokka yrði á nýjan leik spil hinnar pólitisku baráttu. Hinn gamli heimur, sem flestum hafði virzt svo traustur fyrir heimsstyrjöldina miklu, var að hrynja, og „jafnvel í smal- anna einveru inn“ flæddu öld- urnar frá þessu heimshruni að ströndum Islands. Hinir ungu menn, sem svitnuðu blóð inu yfir strembnum textum Hórazar og Lívíusar í hinni öldnu og virðulegu mennta- stofnun við Lækjargötu, fundu að vor var í lofti, litu upp og hlustuðu undrandi á nið hinna ókunnu vatna. Síð- asta árið sem Einar Olgeirs- son var í skóla gekk hann í Jafnaðarmannafélagið, að hætti margra annarra ungra menntamanna, sem þá voru í Reykjavík. Hann gleypti í sig allt sem tönn á festi í sósíal- ískum bókmenntum, og fékk þó aldrei lesið nóg. H AUSTIÐ 1921 réðst Einar til utanfarar, með heldur létt- an mal. Hann hafði 100 kr. danskar á mánuði sér til lífs- uppeldis og lét fyrst skrá sig til náms við Hafnarháskóla. Það var auðveldara að deyja en lifa af svo litlu fé í Kaup- mannahöfn, og sama haust hvarf hann til Berlínar og tók að leggja stund á tungumál og bókmenntasögu. Þá var verð- bólgan mikla í uppsiglingu í Þýzkalandi og erlendur gjald- eyrir í háu gengi. Utlendir, fé- litlir stúdentar þyrptust því til Þýzkalands á þessum árum, þar sem þeir gátu lifað sæmi- legu lífi í skjóli hins þýzka gengishruns. Ekkert land Evrópu gat orðið ungum sósialista betri skóli en Þýzkaland þessara ára. Einar Olgeirsson gat svalað fróðleiksþorsta sínum á hinum störkostlegu bóka- söfnum Berlínar, þar sem hann hafði greiðan gang að öllum bókmenntum sósíalism- ans. Þó var hitt enn mikilvæg- ara, að Þýzkaland var statt í byltingu á þessum árum. Þroskuð, en tvistruð verka- lýðsstétt í mesta iðnaðarveldi meginlandsins, freistaði þess að taka völdin í sínar hendur, en beið ósigur í glímunni. Hvergi gafst betri kostur á því en í Þýzkalandi að kynna sér viðfangsefni verkalýðsins, vandamál sósíalismans í kenn- ingu og reynd. Einar Olgeirs- son varð áhorfandi að ein- hverjum stórkostlegasta hild- arleik og harmleik aldarinnar, er hinn vígsreyndi þýzki verkalýður beið lægra hlut í baráttunni um völdin. 1 árs- byrjun 1924 var auðsætt, að þýzkum verkalýð mundi ekki takast í þeirri lotu að ná völd- um, hinar þýzku yfirstéttir höfðu fest sig í sessi um stund. Um sama leyti hvarf Einar Olgeirsson heim til Is- lands. Námsstyrkur hans var nú þrotinn og lítil tök á lengri háskóladvöl erlendis. Þó mun miklu hafa valdið um heimför hans, að honum brann hugur í brjósti til pólitískra athafna á Islandi. Þótt Einar Olgeirsson sé bóklærður maður og hafi notað hverja tómstund til náms og lesturs, þá hefur hann aldrei unað til lengdar ofnhita bóklegrar iðju. Hann þráði gust og svala hins raun- hæfa lífs, hinnar vígreifu dáð- ar. I janúarmánuði 1924 var hann kominn til Akureyrar. Þar lagði hann fyrst fyrir sig uppskipunarvinnu, svo sem. hann hafði gert á skólaárum sínum. AÐ voru mikil viðbrigði að koma frá ólgandi þjóðfélags- lífi Þýzkalands, úr stórátök-

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.