Nýi tíminn - 10.12.1953, Síða 1
R'rein Þráins „í trölla
um“ á 7. og 11. síðu.
LESIÐ
TÍMINN
LESDE)
grein Ejnars Petersen „Is-
lendingur eða þriðja flokks
kani“ á 8. síðu.
Finuntudagur 10. desember 1953 — 13. árgangur — 40. tölublað
Danir felja að bandarísk hersefa
myndi auka árásarógn.og sfríðshæffu
Sporin irá íslnndi hræða — Hætt við að úthúa stöðrar
á dótlandi handa bandaríshum flugsreitum
Danska stjórnin hefur ákveðið að hætta við herstöðva-
-framkvæmdir, sem voru ákveðnar í tíö síðustu stjórnar
með hliðsjón af væntanlegri setu bandarísks herliðs í
Danmörku.
Einn helzti talsmaður Atlanzbandalagsins í Danmörku,
Thorkil Kristensen, tyrrv. fjármálaráðherra, hefur lýst
yfir andstöðu sinni við bandarískar herstöðvar, m.a. á
þeirri forsendu, að „reynslan af bandarískum herstöðv-
um á íslandi hefur ekki verið góð“.
Hedtoít bendir líka
á ísland
Stjórn íhaldsflokksins og
Vinstri flokksins, sem fór frá
eftir kosningarnar í haust, á-
kvað á sínum tíma eftir fyrir-
skipun Bandaríkjamanna að
stækka flugstöðvar danska
hersins i Tirstrup og Vandel
á Jótlandi. Var ætlunin, að
bandaríski flugherinn tæki
þéssa flugvelli í notkun og
fengi varanlega setu í Dan-
mörku. — Þessar fyrirætlanir
vöktu svo almenna andspyrnu
meðal Dana, að sósíaldemokrat-
ar sáu þann kost vænstan að
leggjast gegn þeim fyrir þær
tvennar kosningar, sem fram
fóru í Danmörku í ár. Sigur
sósialdemokrata í þaim kosn-
ingum var fyrst og fremst að
þakka yfirlýstri andstöðu þeirra
gegn bandarisku ver.ndinni, —
Hans Hedtoft, formaður flokks-
ins og núverandi forsætisráð-
herra, lýsti sem kunnugt er yf-
ir því, að sú reynsla sem ís-
lendingar hefðu haft af banda-
í’iskri hersetu væri slík, að hún
ætti að vera Dönum víti til
varnaðar.
Nú hefur stjórn Hedtofts á-
Tíveðið að hætta við þær fram-
kvæmdir í Tirstrup og Vandel,
sem fyrirhugaðar voru með
hliðsjón að væntanlegiá komu
bandarískra hermanna þangað.
Mun kostnaður við framkvæmd-
ir þar minnka um 30 milljónir
danskra króna vegna þessarar
ákvörðunar.
A-bandalagið óvinsælt
Thorkil Kristensen var fjár-
málaráðherra í stjórn Erik-
sens, sem ákveð þessar fram-
kvæmdir. Nú hefur honum snú-
izt hugur. í grein sem hann
skrifaði nýlega í tímaritið
Fremtiden bendir hann á, að
skoðanakönnun hafi fyrir
skömmu leitt í ljós, að 54%
aðspurðra voru andvigir erlend-
um herstöðvum í Danmörku á
friðartímum, en aðeins 20%
meðmæltir þeim. Sama skoð-
anakönnun leiddi í ljós, að
minnihluti aðspurðra var1
hlynntur þátttöku Dana í Atl-
anzbandalaginu. En jafnvel
meðal fylgjenda Atlanzbanda-
lagsins eru færð veigamikil
rök gegn erlendri hersetu, seg-
ir Kristensein. Andstaða manna
I
gegn herstöðvum byggist áðal-
lega á tvennu, segir hann:
1. Ótta við að á dvöl erlends
herliðs (og þá einkum banda
rísks) í Danmörku verði litið
sem stríðsögrun og að það
muni auka hættuna á því,
að Danmörk verði vígvöliur
í næstu styrjöld.
2. Andúð á þvú yfirleitt,
að erlendir hermenn dveljist
í landinu.
Um síðara atriðið segir Krist-
ensen: „Það verður að hafa í
huga, að þeir erlendu hermenn
sem dvöldust hér í landi í
fimm ár nýlega voru fjand-
Sviplegt slys
Barn deyr er vagn
þess fýkur
S.l. sunnud. vildi það sviplega
slys til í Fossvogi að snörp
vindkviða feykti vagni með
ungu barni, þar sem hann stóð
við húsið Kársnesbraut 19. Var
barnið meðvitundarlaust er að
var komið, og báru lifgunar-
tilraunir ekki árangur.
Barnið áttu Axel Helgason
rannsóknarlögreglumaður og
kona hans.
samlegt hernámslið. Nú mundu
það að visu verða bandamenn;
en m&rgir óttast, að ef það
verði fjársterkir Bandaríkja-
menn, muni sambúð þeirra og
íbúanná valda vandræðum, eink-
um að því leyti, sem hermenn
hafa í allri sögunni verið til
vandræða. Keynslan af setu
Bandarikjamanna á íslandi hef-
ur ekld verið góð“. (Leturbr.
Nýja tímans).
Stúdentar höfðu safnazt saman
á háskólatorginu til að mótmæla
því að rikisstjórnin hefur tekið
upp stjórnmálasamband v>ð Bret-
land á ný án þess að Bretar hafi
í neinu slakað til í olíudeilunni
við Iran.
Ríkisstjómin sendi herlið á
vettvang. Það skaut á stúdenta-
Ljósvetninga saga
og Saurbæingar
Ný bók eftir Barða Guð-
mundss. þjóðskjalavörð
Barði Guðmundsson þjóð-
skjalavörður hefur sent frá sér
nýja bók. Nefnist hún Ljós-
vetninga saga og Saubæingar
og hefur Menningarsjóður ann-
azt útgáfuna. Fyrri hluti bók-
arinnar hefur áður birzt sem
ritgerð í tímaritinu Andvara
og bar þá heitið „Stefnt að
höfundi Njálu.“
Þessi nýja bók er 114 siður,
en upplagið er aðeins 250 ein-
tök.
hópinn með þeim afleiðingum að
tveir biðu bana en einn særðist
hættulega. Þrjátíu stúdentar
voru handteknir.
Að drápunum afslöðnum til-
kynnti ríkisstjórnin að stúdent-
• arnir hefðu verið kommúnistar
og því réttdræpir.
Þriðfungur allra stórglæpa í U.
S.A. er verk barna og ungiinga
Stúdentar skotnir
niður í Teheran
Mótmæltu undanlátssemi við Ereta í
olíudeilunni
Herliö skaut nýlega á stúdenta fyrir framan háskólann
í Teheran, höfuöborg Irans.
Lyttleton gerir játningu um Guiana:
Stjórnlogarof eina leiðin,
Jagan hefði lannið kosningar
Ef nýjar kosningar faeri
fram í brezku nýiendunni Gui-
ana í Suður-Ameríku leikur
enginn vafi á því að stjórr.
Cheddi Jagans, sem steypt var
af stóli fyrir skömmu með
brezku vopr.avaldi, myndi
vinna glæsilegan sigrur.
Enginn annar en Oliver
Lyttleton, sem fyrirskipalt að
stjórn, Jagaris skyldj steypt.
lýsti þessu yfir á brezka þing-
inu nýlega. Hann var að svava
Verkamannaflokksforingjaniim
Attlee, er spurði hvcrs vegna
ríkisstjórnin hefðj ekki látið
landstjórann í Guiana rjúfa
þhig og efna til nýrra kosn-
inga í stað þess að nenia
stjói-narskrána úr gildi og
gefa landstjóranum einræðis-
vald í skjóli hers.
Lyttlelon svaraði að „aUt
bendir til að ef nýjar kosn-
ingar hefðu verið liáðar myndi
stjórnarflokkurinn liafa unnií
nýjan sigur“.
Fimm af formgjum flokks
þessa, Framfaraflokksins,
sitja riú í faragelsi í Guiana.
Lögskipuð
ger$ i Ntiregi
Norska stjórn'n setti í gær
bráðab'rgðalög um að lögþving-
aður gerðardómur skuli skera úr
kjaradedu stýrimanna ó kaup-
skipum og útgerðarmanna. Verk-
fall stýrimanna hafði staðið í
fimm daga og 200 skip stöðvazt.
Með bráðabirgðalögunum er
stýrimönnum skipað að hetja þeg-
ar vinnu ó ný.
Ohugnanlegar niSursföSur af rannsékn
bandariskrar þingnefndar
Bandarísk þingnefnd, sem undanfariö hefur feröazt um
landiö og rannsakaö afbrot unglinga, hefur samið
skýrslu, sem bandarískar fréttastofur segja aö muni vekja
skelfingu þegar hún veröur birt.
Þótt skýrslan í heild liat'i
ekki verið birt hefur fréttastof
an Associated Press komizt yf-
ir niðurstöður hennar.
14 ára ræningjar, 16 ára
morðingjar.
1 frega AP segir: „Nefndin
hefur á síðasta ári farið yíir
lögregluskýrsliu’, þar sem skýrt
er frá 14 ára vopnuðum ræn-
ingjum, 16 ára morðingjum, 15
ára nauðgunarglæpamönnum,
17 ára innbrotsþjófum og
brennivörgum og 18 ára bílþjóf-
um. Og það eru ekki örfáar
undantekningar sem um er að
ræða. Unglingar frömdu tugi
þúsutida glæpa á árinu 1952“.
Unglingar fremja þriðjung
stórglæpa. ^;
Þingnefndin hefur komizt að
þeirri óhugnanlegu niðurstöðu
að hvorki meira né minna en
þriðjungur allra meiriháttar af-
brota er verk unglinga innan
við 18 ára aldur. Ungir piltar
og stúlkur fremja þennan
stóra hluta innbrotsþjófnaða,
líkamsárása, bílaþjófnaða og
hliðstæðra afbrota. Meira að
segja börn um 10 ára aldur
fremja stórglæpi.
52 morðingjar innan við
18 ára aldur.
Skýrslur bandarísku ríkis-
lögreglunnar sýna að næstum
helmingur þeirra sem handtekn
ir eru fyrir innbrotsþjófnað og
bílþjófnað eru unglingar yngri
en 17 ára. Unglingar á sama
aldri reynast sekir um þriðj-
ung allra stórþjöfnaða. Börn
um fjórtáa ára aldur fremja
fimmta hvert rán í Bandaríkj-
unum. Þáttur ungra stúlkna í
þessum afbrotum er áhvggju
efni útaf fyrir sig.
Á áriuu 1952 voru ails 33.612
börn yngri en 15 ára handtekin
í Bandaríkjunum fyrir stóraf-
brotin morð, rán, nauðganir,
innbrot og bílstuldi. Á síðasta
ári vorn 52 bandarískir ungling
ar innan við 18 ára aldur liand
teknir fyrir morð að yíirlögðu
ráði og manndráp.“
Glæpaskólar.
Ýmisfegt bendir að sögn
þingnefndarinnar til þess að
glæpamanaaforingjar í stór-
borgum Bandaríkjanna reki
glæpaskóla fyrir börn frá sjö
til átján ára aldurs. Séi*stök
rannsókn verður látin fara
fram á þessu máli.
\