Nýi tíminn - 10.12.1953, Qupperneq 3
Fimmtudagur 3. desember 1953 — NÝI TÍMINN —■ (3
Bjarnl Aðalbjarnarson, dr. phil.
Með láti dr. Bjarna Aðal-
bj.arnarsonar er stórt skarð
höggvið í fámennan hóp ís-
lenzkra fræðimanna, og verður
ekki fyllt um sinn. Sviplegt
fráfall hans er þó vandamönn-
um og vinum enn meira sakn-
aðarefni. Mannkostir hanst gáf-
ur 05 lærdómur voru þess eðlis
að jafnvel þeir sem vel vissu
að hann var haldinn ólæknandi
sjúkdómi vonuðu gegn betri
vitund að honum yrði iengra
lífs auðið, og fregnim um hið
skyndilega andlát hans kom
þeim jafn-óvænt og öðrum,
Bjarni Aðalbjarnarson var
fæddur 6. des. 1908, og var því
ekki fulira 45 ára þegar hann
lézt. Hann varð stúdent 1927,
lauk meistaraprófi í íslenzkum
fræðum við Háskóla íslands
1932, dvaldist við framhalds-
nám í Osló 1932—33, gerðist
kennari við Flensborgarskóla
haustið 1934 og gegndi Því
starfi til dauðadags.
Á háskólaárum sínum sneri
hann sér þegar að því verk-
efni sem hann fékkst við alla
ævi síðan: rannsóknum á Nor-
egskonunga sögum. Meistara-
prófsritgerð hans var heimilda-
rannsókn á sögu Ólafs
Tryggvasonar. Næstu árin eftir
meistaraprófið hélt hann áfram
á sömu braut, jók við athugan-
ir sínar og færði út svið þeirra,
unz úr varð bóldn, Om de
norske kongers sagaer, sem út
kom í Osló 1937, og varði
Bjami hana sem doktorsritgerð
við Oslóarháskóla. Bókin var
gefin út í ritum norska visinda-
félagsins, og má áf því nokkuð
marka hverjum augum var lit-
ið á hana þar í landi, því að
venjulega eru útlendingum
þrengri dyr inngöngu í slík rit-
söfn en landsmönnum sjálfum,
og verða þvi rit útlendinga að
jafnaði að hafa þeim mun
meira til brunns að bera. Enda
hafa dómar um þessa bók verið
mjög á einn veg; hún greiddi
úr mörgum vandamálum í einu
flóknasta viðfangsefni norrænna
fræða, sem fiöldi lærðra manna
hafði áður um fjallað, og það
með þeim árángri að ílestallar
niðurstöður hennar standa ó-
haggaðar enn í dag. Meginein-
kenni bókarinnar eru óvenjuleg
vandvirkni, skarpskyggni og
rökvísi í rannsóknum, en hóf-
semi og jafnvægi í dómum, og
þessi, einkenni hafa allar rit-
smíðar Bjarna borið æ s'ðan.
í beinu framhaldi af þessu
verki tók Biami að sér að
gefa út Heimskringlu í íslénzk-
um fornritum, og kom hún út
í þremur bindum á árunum 1941
—51, en um það er verkinu
lauk var heilsa Bjarna á þrot-
um. Þeim sem kunnugastir eru
hraðvirkni þeirri og hroðvirkni
sem algengust er í íslenzkri
bókagerð mætti ef til vill þykja
Heimskringlu-útgáfan hafa ver-
ið lengi. á leiðinni, en þegar
þess er gætt að verkið er unnið
í tómstundum frá tímafreku
kennslustarfi, gegnir hitt meiri
furðu hversu mikið verkið er
og vel af hendi leyst. Þó að
Bjarni styddist vitanlega við
fyrri rannsóknir síijar að veru-
legu leyti,. bætti hann miklu
Miimingarorð
við, bæði gróf dýpra á sömu
sviðum og jók við nýjum.
Meðal annars gerði hann
mjög víðtækar og tímafrekar
rannsóknir á Heimskringlu-
handritum og sýndi þar svo að
ekki varð um villzt að niður-
stöður fyrri manna voru ekki
nógu vel rökstuddar, heldur
þurftu endurskoðunar við. Þeg-
ar þessari útgáfu var lokið
hafði Bjarni sýnt það í verki
að hann var án alls efa lærðasti
sérfræðingur hérlendis í Nor-
egskonunga sögum, og vafasamt
hvort aðrir honum fremri hafi
verið til á þessum árum ann-
arsstaðar.
Með þeim vinnubrögðum sem
Bjarni, tamdi sér var þess ekki
að vænta að hann gæfi sér tóm
til margra útúrdúra frá sér-
grein sinni. Af öðrum ritstörf-
um hans en þeim sem nú hafa
verið nefnd er helzt að telja
ritgerð hans um Magnús skáld
Stefánsson, sem prentuð er aft-
an við 2. útg. af Illgresi (1942),
en um þá útgáfu mun Bjami
hafa séð að mestu leyti. Á
þeirri ritgerð sést. að Bjarna
varð ekki skotaskuld úr því að
rita um annað en konungasög-
ur svo að vel færi.
Fundum okkar Bjarna bar
ekki saman fyrr en ég kom
hingað til lands 1946; kynni
okkar urðu því hvorki lang-
vinn, né heldur get ég státað
af því að hafa verið honum ná-
kunnugur. Bjarni var auk þess
dulur að eðlisfari og gersam-
lega frábitinn því að fjasa um
einkamál sin eða annarra. I
þeim efnúm átti hann löngum
andstætt á meira en einn hátt,
en lét það aldrei á sér finna.-
í hópi kunningja var hann
jafnan glaðvær og ræðinn, og
þegar talið barst að áhugamál-
um hans gat hann orðið brenn-
andi í .andanum, og mátti þá
margt af orðum hans læra.
Skólastarf hans þekkti ég ekki
af eigin raun, en að sögn kunn-
ugra var hann hinn ágætasti
kennari og vinsæll af nem-
endum. Oft er það svo að vís-
indamenn eru lítt til kennslu
fallnir, þeim leiðist hún og slíkt
starf verður þeim byrði. En
þessu var ekki svo farið um
Bjama. Oftar en einu sinni
stóðu honum til boða stöður
sem meiri eru í munni og þykia
meiri embættisframi en gagn-
fræðaskólakennsla, en hann
kaus jafnan að vera kyrr við
skóla sinn. SkaL ósagt látið
hvort honum gekk til lítillæti
eða sú sannfæring að hann
gerði meira' gagn þar sem hann
var en á öðrum stað. Víst er’ að
hjá Bjarna réð jafnan meiru til-
lit til annarra en sjálfs sín.
Auk þess hafði hann megnustu
andstyggð á öllu tildri og
belgingi, hvort heldur var emb-
ættisgorgeir eða lærdóms-
hroki. Heiðarleikinn og sann-
-leiksástin sem skína út úr rit-
um hans voru engu síður ein-
kenni á öllu dagfari hans og
persónu.
Það sem eftir Bjarna liggur
er nóg til þess að halda nafni
hans á loftí um langan aldur,
en íslenzkum fræðum er óbæt-
anlegt tjón að missi hans, ein-
mitt þegar hann var kominn á
þau ár sem mörgum fræði-
manni verða notadrýgst. En
starf hans varðveitist síðari
mönnum til gagns og fyrir-
myndar, og vinir hans munu
geyma minninguna um hann
sem einn þeirra manna er þeir
vildu sízt hafa án verið að
þekkja.
Jakob Benediktsson
Um áramótin 1929—30 hvarf
Kristinn E. Andrésson frá
kennslu í Hvítárbakkaskóla, til
framhaldsnáms í bókmennta-
fræðum erlendis. Nemendur
söknuðu hans ákaflega, og
fannst sem seinfundinn yrði
kennari og félagi i hans stað.
Komungur stúdent úr ís-
lenzkudeiid háskólans, Bjarni
Aðalbjamarson, kom í Kristins
stað og kenndi margar náms-
greinar Það sem eftir var vetr-
■ar, stærðfræði jafnt og ís-
lenzku, eins og Kristinn hafði
gert. Hann var hlédrægur og
hæglátur og þegar hann kenndi
í bekk virtist okkur hann
strangur og fjarlægur, mér
kom á óvart um daginn, þegar
dánarfregn hans kom í blöðun-
um, að hann skyldi ekki vera
talsvert eldri, þarna á Hvítár-
bakka hefur hann verið jafn-
aldri eða nokkrum árum eldri
en þorri nemendanna, þó okk-
ur fyndist hann vera mun full-
orðnari, vegna menntunar hans
og andlegra yfirburða.
Heimavistarskól.ar, ekki fjöl-
mennari en Hvítárbakki var,
verða eins og stórt heimili, all-
ir kj-nnast meira og minna.
Fyrr en varði, var nýi strangi
kennarinn, orðinn vinsæll heima-
maður. Hann fór að tefia við
nemendurna, talaði við þá eins-
lega, aldréi um neitt sem hann
sjálfan varðaði, heldur vanda-
mál þeirra, stór og smá; og það
var ótrúlega auðvelt. að veita
þessum stillilega, dula manni
trúnað sinn. Þá reyndist það
líka, að það sem maður hafði
talið hæðni í fari hans og hálf-
vegis óttazt, var græzkulaus
glettni og jafnvel kátína, sem
sprottið gat skemmtilega óvænt
'upp úr alvörunni, sem yfir
honum hvíldi oftast nær.
Nokkrir nemendanna hugðu
á framhaldsnám, en það var
þá ótrúlega erfitt vegna þess
hve skólakerfi landsins var
tætingslegt og ósamræmt.
Bjami Aðalbjarnarson tók
þessa nemendur að sér, nokkra
klukkutíma á dag, eins og
Kristinn var byrjaður á, án
nokkurs annars endurgjalds en
þakklætis okkar sem þáðum,
og svo fáfróð'r vorum við í
mati slíkrar þjónustu til pen-
inga að við þáðum hana eins
og sjálfsagðan hlut. En þama,
í okkar fámenna hópi, naut
Bjami. sín vel, Lagði sig allan
fram að koma miklu í hausinn
á okkur á skömmum tíma. Eg
minnist þeirra stunda sem ó-‘
venju skemmtilegs námstíma,.
strangi kennarinn úr bekknum
v.ar orðinn að félaga okkar og
vini við kringlótt stofuborð úti
í Guðmundarhúsi, gjöfull á
tíma sinn og þekkingu eins og
hann hefði ekkert annEÍ) að
gera en segja okkur til.
Þó vann hann að fræðum
sinum þennan vetur, eins og
jafnan á fullorðinsárum, las af
kappi námsefni sitt, þó skil-
yrðin væru léleg. En hann var
sívinnandi, sílesandi og rýn-
andi. Um það ber vitni vís-
indastarf hans, unnið af trú-
mennsku og hæfni, enda þótt
miklum hluta hins skamma
ævidags væri varið til ann-
arra skyldustarfa.
Leiði.r okkar skildu, og ég
hitti Bjarna allt of sjaldan þau
rösk tuttugu ár sem liðin eru
frá Hvítárbakkavetrinum. En
við urðum aldrei ókunnugir.
Og nú hef ég orðið þess á-
skynja hvers vegna alvaran var
ríkastur þáttur í lífi hans, ég
veit meira um það, hve
raungæði hans voru djúp,
tryggð hans þrekmikil og vin-
átta hans ósérhliíin. Eg veit, að
allir sem kynntust þessum
stillta og dula manni sakna
hans og harma að honum varð
ekki lengra lífs auðið.
S. G.
Ákveðið hefur verið að
stofna sjóð til minningar um
dr. Bjarna Aðalbjarnarson.
Gjöfum verður veitt viðtaka
í Bókaverzlun ísafoldar
Reykjavík og Bókabúð
Böðvars í Hafnarfirði.
Innflutninpr prjónless verði takmarkaður - Vélakosí-
ur enduraýjaður - Tollar á ullargarni lækkaðir
..Aðalvandamál ísl. iðnaöar er í mörgum tilfellum ekki
það, að innlenda framleiðslan standi þeirri erlendu að
baki, heldur liggur vandamálið í viðhorfi almennings
gagnvart innlendu framleiðslunni: að hún hljóti að vera
ófullkomnari en sú erlenda. Mun þetta ekki sízt eiga við
um framleiðslu prjónlesiðnaðarins".
Fi-amanskráð er úr skýrslu
Sveins Björnssonar iðnaðarverk-
fræðings, sem birt er í nýút-
komnu hefti íslenzks iðnaðar.
Sveinn Björnsson rannsakaði á
s. 1. sumri starfsskilyrði ullar-
prjónlesiðnaðarins hérlendis. í
skýrslu sinni segir hann m. a. að
sölustarfið muni vera ein veik-
asta hliðin hjá prjónastofunum.
Þá segir hann ennfremur að
rekstursfjárskortur hái starf-
semi flestra prjónastofanna.
Loks er svo innflutningur er-
lendra prjónavara og í þvi sam-
bandi ófullkominn vélakostur
nokkurra innlendra prjónastofa,
en hinsvegar er framleiðsla
nokkurra prjónastofanna full-
komlega fær um að standast
hina hörðu erlendu samkeppni.
Tillögur verkfræðingsins til
úrbóta eru þessar: N
„1. Innflutningur prjónaðs ullar-
fatnaðar verði takmarkaður
við „clearing“-lönd í eitt ár.
Er innflutningur prjónless var
gefinn frjáls 1951, hefði verið
nauðsynlegt, að prjónastofunum
hefði verið veittur áður nokkur
undirbúningstími, a. m. k.
nokkrir mánuðir til þes's að báeta
úr efnivöru- og varahlufaskorti.
Yrði innflutningur prjóna-
vöru úr ull nú takmarkaður við
„clearing“-lönd um skeið, mætti
fastlega búast við að samkeppn-
isaðstaða innlendu prjónastof-
anna styrkist að mun á þeim
tíma.
2. Þeim prjónlesframleiðendum,
sem óska eftir að endurnýja
eða bæta vélakost sinn, verði
veitt nauðsynleg leyfi til
þess að flytja inn nýjar vél-
ar, enda þyki sannað, að
sams konar vé'ar séu ófáan-
legar hérlendis.
Inriflutningshöft og takmark-
ariir hafa gert það að verkum,
að prjónastofumar hafa ekki get-
að haldið við vélakosti sínum
sem skyldi s. 1. 6—7 ár. Síðan
innflutningur prjónless var gef-
inn frjáls 1951, héfur þetta haft1
þau áhrif, að prjónlesframleið-
endur hafa ekki getað keppt sem
skyldi við erlenda framleiðslu,
sem á sama tíma hefur gert
minni og eldri vélar þeirra úr-
eltar og ónothæfar. Virðist ó-
eðlilegt að láta prjónlesframleið-
endur í engu njóta hinnar
frjálsu stefnu í viðskiptamálum,
sem tekin hefur verið uþp.
3. A) Tolíar á ullargarni til
prjónlesframleiðs'u lækki.
Vönimagnstollur úr 20 aiu-.
í 7 aur. pr. kg og verðtoll-
ur úr 8% í 2%. (Tollskrá
47/5).
B) Tollar á iðnaðartvinna,
sem fluttur er nn á spólum
með a. m. k. 4500 metra pr.
spólu, lækki. Vörumagnstoll-
ur úr 8% í 2%. (Tollskrá
46B/4. 48/5, 46A/4, 49/6’),
C) AHar prjónavélar komi
undir 72. kafla nr. 3 í toll-
skránni, en ekki aðeins heim-
ilisprjónavélar.
Ál'ta verður að mjög vel sé
búið að prjónlesiðnaðinum að
því er tolla varðar samanborið
við annan iðnað i landinu. Toll-
ar á innfluttum prjónuðum ull-
arfatnaði eru í öllum tilfellum
Framhald á 4. síðu