Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.12.1953, Page 6

Nýi tíminn - 10.12.1953, Page 6
6) NÝI TlMINN — Fimmtudagur 10. desember 1953 ------------- ------------------------------------------------:-------\ NÝI TÍMINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sóaíallstaflokkurlnn. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 25 krónur á árl Greinar í blaðið sendist til ritstjórans. Aar.: Afgreiðsla Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Keykjavík Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Prentsmlðja tjóðvlljans h.f. ______________________________________;__________________' Frávísun Alþingis á frumv. sósíalista um niðurfellingu personuiðgjaldanna Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu áður og einnig ; komið fram í þingfréttum Alþingis afgreiddi Efri deild frum- yarp þeirra Brynjólfs Bjarnasonar og Finnboga R. Valdimars- sonar þaimig, að visa því frá með rökstuddri dagskrá. Var dag- >kráin þess efnis, að þar sem sýnt þætti að á næsta ári mundi fara.fram heildarendurskoðun tryggingarlaganna þætti deildinni - ekki rétt að gera svo miklar breytingar núna, heldur bæxi að gefa þeim aöilum, sem falin yrði sú endurskoðun tækifæri til <’ð kynna sé" tillögurnar, og gera um þær tillögur til Alþingis, aðúr en það tæki efnislega afstöðu til málsins. Þótt afgreiðsla þessi sé að vísu ófullkomin þá er hún þó betri og jákvæðari, en ef deildin hefði svæft.. málið, Með dag- skránni er beinlínis lagt fyrir þá aðila, sem endurskoða trygg- itigárlögin að taka frumvarpið til athugunar og gera tillögur .um það til Alþingis, hvort létta skuli af almenningi litlum hluta ]j,eirra gífurlegu útgjalda, sem rikissjóður tekur í tollum og nef- sköttum, og nema um 12.000 kr. á fimm manna fjölskyldu. En einmitt í þessu sambandi er fleira, sem mjög vel þarf að athugast. Fyrir þing það, er nú situr mun eíga að leggja frum- varp um breytingar á skattalögum. En þegar talað er um skattalög í þess orðs þrengstu merkingu, sem venjulega er notuð 1 því sambandi, þá er fyrst og fremst átt við lög um tekjuskatt og eignaslcatt, þ.e. hina beinu skatta. En þar sem þessir beinu skattar eru ekki nema brot af öllum þeim sköttum og tollum, 'sem ríkið tekur þá er ljóst að lítilsháttar breytingar á þeim munu mjög lítið snerta almenning. Enda er það mála sannast að þær tillögur flestar, sem á undanförnum þingum hafa verið fluttar bm breytingar á þessum lögum af hendi þingmanna núverandi stjórnarflokka eða Alþýðuflokksins, hafa meira verið miðaðar við að létta þessum sköttum af hverskonar fólki, sem hefur allháar tekjur og allt upp í hátekjur en almenniiigi öllum, er iægstar tekjur hefur. Hér er það einmitt sem grípa þarf á kýlinu við þá endur- ftkoðun gkattalaganna, er nú stendur fyrir dyrum. Engum þarf að blandast hugur um að heppilegust breyting þessara mála er sú að létta af almenningi einhverju af þeim óhemju útgjöldum er hann nú þarf að greiða í tollum og nefsköttum, og samtals nema um 12000 kr. árlega á hverja fimm manna fjölskyldu að meðaltali. Samkvæmt frumvarpi sósíalista um niðurfellingu per- sónuiðgjaldanna myndu hjón á 1. verðlagssvæði losna við 1362 kr. útgjöld árlega, þar sem bæði féllu niður iðgjöld til lífeyris- sjóðs og sjúkrasamlagsgjöld. Litlar líkur má telja til þess, að sú nefnd, sem fjallar um cndurskoðun skattalaganna núna muni hitta á aðra betri lausn á því máli en þá, sem þar er um ræða, þótt vitanlega þurfi margt fleira að athuga. A,.m.k. ber henni skylda til að taka þessi ctríði til rækilegrar íhugunar og úrlausnar. Almenningur bíður með eftirvæni ingu eftir tillögum skattamálanefndarinnar og mun iylgjast mjóg vel með öllu er snertir breytingar á þessum rnálum. E. t. v. munu ýmsir telja, að hér sé rangt stefnt í forms- breytingum á almannatryggingunum. En einmitt það er mis- skilningur. Hið raunverulega eðli persónutrygginga í menningar- þjóðfélagi á ekki að vera hið sama og vátrygging á húsum, skipúm, innanstokksmunum og öðrum slíkum dauðum verðmæt- rm. Eðli persónutrygginga á að vera félagslegt öryggi, er sam- félagið telur sér skylt að tryggja hverjum einstaklingi þegar hann hefur innt, af höndum lífsstarf sitt í þágu þess sem og hverjum þeim er ekki getur séð sér farborða sökum heilsubrests eða örorku. Þótt grípa verði til þess ráðs að láta einstaklinga kaupa trygginguna með iðgjaldagreiðslu, meðan starfsemin er é byrjunarstigi, þá ber vitanlega að stefna að hinu svo fljótt í-em unnt er. Fátt mun þjóð vorri reynast dýrmætara þegar til lengdar læt úr en fullkomið’ félagslegt og efnahagslegt öryggi hvers ein- asta einstaklings. Reynslan hefur sýnt okkur, að því betur sem þjóðfélagið býr að einstaklingunum hvað þetta snertir, því betri afköstum verður skilað til þjóðfélagsins í sköpun verðmæta. Fátt er meira niðurdrepandi en öryggisleysi um afkomuna og óttinn um framtíð nánustu ættingja og venslamanna. Með full- komnu tryggingarkerfi, sem byggt er á félagslegum réttindum, Tiun þjóðfélagið á beztan hátt trygga sína eigin framtíð. Forsprakkar Alþýðuflokks og Þjóðvarnar á Akureyri halda áfram að skemmta skrattanum Hafna tilboði sósíalista sem hcfði tryggt vinstri flokkunum meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar 24. nóvember s.l. sendi Sósí- alistafélag Akureyrar Aiþýðu- flokksfélaginu þar á staðnum og Þjóðvamarfé’aginu tilboð um samvinnu í bæjarstjórn- arkosningunum í vetur. Bentu sósíalistar á að samkvæmt úr- slitum A'.þingiskosninganna í smnar hefði þessa þrjá flokka aðeins vantað nokkur atkvæði til þess að fá sameiginlegan meirihluta í bænum og því marki ætti aí vera auðvelt að ná með samstarfi í bæjar- stjórnarkosningunum. Einnig lögðu sósíalistar fram í bréfi sínu drög að málefnasamn- ingi þessara þriggja flokka. Þetta tiiboð vakti mikla at- hygli almennings og fékk hin- ar beztu undirtektir stuðn- ingsmanna þessara þriggja flokka, og vitað var að einnig ýmsir forustumannanna voru sömu skoðunar og vildu hætta að „skemmta skrattan- um‘‘ eins og Bragi Sigurjóns- son komst að orði. En stjórnir flokksfélaganna báru tilboðið undir flokksklikurnar hér í Reykjavík og fengu algert bann. Aiþýðuflokksfélag Ak- ureyi-ar sagði í svari sínu að það „vísi til ályktunar AI- þýðuflokksstjórnarinnar varð- andi samstarf við Sósíalista- flokkinn“ og bætti siðan við hinu venjulega geðbilunar- tali um Rússa! Og Þjóðvarn- arflokkurinn spurði fyrst Al- þýðuflokkinn livernig hann ætti að svara og tók svo sömu afstöíu. Þessi neitun hefur vakið mikla giemju allra vinstri sinnaðra kjósenda á Akureyri, og þeirri skoðun vex nú ört fylgi að alþýðan verði sjálf að tryggja þá einingu sem misvitrir foringjar hafna með því að fylkja sér um eina flokkinn sem býður og skipu- leggur samvinnu. Það er svar almennings við sundrungar- starfi því sem unnið er í þágu afturhaldsflokkanna einna. Þjóðviljanum þykir rétt að kynna lesendum sínum hvað það var sem forsprakkar AI- þýðuflokksins og Þjóðvarnar- flokksins á Akureyri höfnuðu og birtir bréf sósíalista í heihl hér á efitr: ,,Hér í bænum er ríkjandi mikil og vaxandi óánægja um þá meðferð og stjóm, sem málefni bæjarins liafa hlotið á kjörtímabili þeirrar bæjar- stjórnar, er lætur af störfum nú eftir áramótin. Þessi rétt- mæta óánægja stafar fyrst og fremst af því, hve fráfarandi bæjarstjórn hefur verið sinnu lítil um að rækja það mikil- væga hlutverk sitt að tryggja bæjarbúum næga atvinnu, og hefur að meirihluta lagzt gegn þeim tillögum, sem mið- að hafa í þá átt. Ennfrem- ur að þrátt fyrir litlar at- vinnulegar framkvæmdir hafa útsvarsbyrðar bæjarbúa og önnur gjöld farið sihækkandi og að ýmsar frumskyldur bæj arstjórnar gagnvart íbúum bæjarins og afkomu bæjarfé- lagsins hafa verið illa ræktar- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera sameiginlega ábyrgð á stjórn bæjarmálanna á síðasta kjör- tímabili, þar sem þeir kusu bæjarstjórn sameiginlega og hafa síðan stýrt bænum sam- eiginlega. Munu þeir án alls vafa gera það framvegis, svo fremi að þeir hljóti nægilegt kjörfylgi í komandi kosning- uffi- Það er nú orðið vaxandi í- hugunarefni allra frjálslyndra og framfarasinnaðra bæjar- búa, hvernig við því verði spornað, að þessum tveim flokkum takist e.nn á ný að ná tökum á stjórn bæjarmál- anna og halda 'áfram þeirri stefnu kyrrstööu og aftur- halds, sem hér hefur ríkt und anfarið, og hvort ekki sé_ finnanlegur grundvöllur fyrir samhentari baráttu vinstri aflanna en verið hefur, og þá jafníramt, hvort unnt væri að mynda samhentan ög sam- starfshæfan meirihlutá að kosningum loknum á fram- farasinnuðum grundvelli. Vér teljúm að þetta sé mögulegt. Málefnalegur á- greiningur meðal vinstri manna um málefni bæjarins er ekki það mikiú, að hann þurfi að standa i vegi fyrir nánu samstarfi þeirra. Sigur- möguleikar slíkrar samvinnu verða að teljast allmiklir, þar sem þá þrjá flokka, Sósíalista flokkinn, Alþýðuflokkinn og Þjóðvaraarflokkinn, sem hér gætu komið til greina, skorti í síðustu Alþingiskosningum aðeins örfá atkvæði til þess að koma að sameiginlega fimm bæjarfulltrúum., ef um bæjarstjórnarkosningar hefði verið áð ræða, og vitað er, að afturhaldsflokkarnir hafa báð ir stórtapað fylgi síðan þær fóru fram. I samræmi við það, sem hér hefur verið sagt, telur Sósíalistaflokkurinn, að hags- munir vinnandi fólks í bænum leggi vinstri flokkunum þá skyldu á herðar að reyna til þess ýtrasta að sameina krafta sína og bera fram til sigurs frjálslynda umbótastefnu í málefnum bæjarins. Sósíalista félag Akureyrar býður því hér með Alþýðuflokksfélagi Akur- eyrar og Þjóðvarnarfélagi Ak- ureyrar samstarf við næstu bæjarstjórnarkosnkigar á eft- irfarandi grundvelli: 1. Félögin bjóði fram sam- eiginlegan lista við kosning- amar, sem sé skipaður eftir nánara samkomulagi þeirra í milli- 2. Félögin geri með sér málefnasamning, er bæjarfu'.l- trúar hins sameiginlega lista starfi eftir á næsta kjörtíma- bili og séu aðalatriði hans þessi; Atvinnuleysi í bænum verði útrýmt eftir þyí _sem stendur í valdi bæjarstjórnar, m- a. með eftirfarandi aðgerðum: Byggt vcrði hraðfrystihús, sem geti fullupnið verulegan hluta af afla togaranna og verði það vísir að fullkomnu fiskiðjuveri, er hafi með hönd um niðurlagningu og niður- suðu fiskafurða og fleiri verk- únaraðferðir til fullrar vinnslu á sjávaraflanum. Togaraflotinn verði aukinn um a. m. k. einn nýjan tog- ara- Aðstaða togaraútgerðar- innar verði bætt með því að komið verði upp fyrirhugaðri togarabryggju. Dráttarbraut, sem geti tek- ið allt að 1200 smálesta skip til viðgerðar og viðhalds, verði byggð. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því með öllum tiltækilegúm ráðum, að tunnuverksmiðjan verði starfrækt hálft árið- Aljt ræktanlegt land í eigu bæjarins verði tekið til rækt- unar og fullnýtt á þann hátt, sem flestum bæjafbúum komi að gagni. Aðstaða þeirra, er kvikfjárrækt stunda, verði bætt. Öll háfnárskiiyrði verði bætt með það fyrir augum, að Akureyri geti orðið um- hleðsluhöfn i vaxandi mæli. Örvað verði framtak félaga og einstaklinga til þess að koma á fót nýjum iðnfyrir- tækjum með allri þeirri aðstoð og ívilnunum, sem fært verður að veita. Gengið verði fast eftir því, að Akureyri hljóti réttmæta hlutdeild í atvinnulegum fram kvæmdum ríkisins og hugsan- legri aðstoð þess við atvinnu'- framkvæmdir bæjarfélaganna- Samráð verði haft við verk- lýðssamtökin í bænum um at- vinnumálin. Byggt verði eða stuðning- ur veittur líknarfélögum til að koma upp elliheimili. Barnaskóli verði byggður á Oddeyri- Sundhöllin verði full- gerð. Hraðað verði fram- kvæmdum við íþróttasvæðið. Bæjarstjórn beiti áhrifum sínum til þess að bæjarfélögin fái aukna tekjustofna svo að unnt verði að létta á útsvars- byrðunum. Útsvör og fast- eignagjöld verði færð til rétt- látari skipunar en nú er. Lág- tekjur verði með öllu útsvars- frjálsar- Flýtt verði skipulagningu miðbæjarins og Oddeyrar. Strandgatan verði fullgerð og hafin framhaldsbygging Skipa götu. Viðhald vega verði stór- bætt og leitast við að gera helztu götur úr varanlegu efni- Byggingalánasjóður verði aukinn. Bærinn byggi eigið húsnæði fyrir skrifstofur sín- ár. 3. Ráðinn verði nýr bæjar- stjóri og væri æskilegast að bæjarstjóraefni hins sameig- infega lista verði valið fyrir kosningar. Frsmhald á 11. siðu

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.