Nýi tíminn


Nýi tíminn - 23.12.1954, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 23.12.1954, Blaðsíða 4
4) _ NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 23. desember 1954 Beiáni til menntamálaráðherra í © e Nokkrum dögum eftir að menntamálaráðherra landsins jg einn af bankastjórum Út- vegsbankans lýstu yfir því í út- ■ arpið að þeir vildu umfram ail innræta börnum þjóðlega :nenningu og kristna trú, barst mér bréf: „Herra ritstjóri. Ég sendi yð- ur hér með þessu bréfi eitt af bessum svorlefndu hasarblöðum sem eru til sölu hér í búðum, en mér ofbauð svo efni þess er ég las það, að mér fannst bað vera skylda min að vara roreldra við því að láta börn sín kaupa þennan óþverra, sem er ekkert annað en hryllingur Dg ógeðslegar sögur er taka öllu fram sem ég hef áður séð ■j þesskonar blöðum, og hafa þau þó ekki verið góð. Þess vegna sendi ég yður þetta blað og vona að þér komið þessari aðvörun á framfæri. Mér fannst að „Þjóðviljinn" ■æri eina blaðið sem mundi unar á því að ég kynni þetta rit með nokkrum orðum og birti sýnishorn af myndum þeim sem þar er að finna. Fyrsta sagan fjallar um mann sem drepur hundinn sinn með svartagaldri og síðan tengdaföður sinn. Þá er röðin komin að eiginkonunni, en á síðustu stundu verður hún fyrri til, hengir mann sinn og sting- ur hann í gegn með sex sverð- um, otar að honum . spjóti og syngur fagnaðarsöng. — Önnur sagan fjallar um unga stúlku sem giftist sex sinnum. Fyrsta eiginmanninn myrðir hún með hníf, öðrum drekkir hún, drepur þann þriðja með eitri, kæfir þann fjórða, kast- ar þeim fimmta út um glugga, fleygir þeim sjötta fyrir borð á hafskipi. Hvert morð er teikn- að af nákvæmni og ruddaskap. Að þessu loknu selur stúlkan djöflinum sál sína (og segi menn svo að þeir kunni ekki ...toglate ! ■FOft *tjUQAi-UÍ ■f voo poo Moapoo, prettv pouy, UTTLB étHS TO VAKE VOU JOUY., . CAST A SPELL AKD CUAUT 'A C.UgSg, Nowyoum ftmor por thehearsb.. w vQgQort uQOhgy, ... íi Sýnishorn af mynd úr einni sögunni. Það er ekki valið; myndirnar eru svona allar. vilja gera það. Hin blöðin eru of viðkvæm fyrir þeirri hlið bandarískrar menningar. Er annars leyft að selja þessi blöð hér á land:'? En æskan virðist vera mjög sólgin í svona blöð, þvi drengir hafa staðið i biðröðum ef þeir hafa átt von á þeim. Ég vona að þér varið foreldra við þessum blöð- ■um. Vinsamlegast. Þriggja barna faðir.“ Blaðið sem bréfinu fylgir nefnist „Weird Mysteries“, gef- ið út í New York og eintakið var frá því í júlí í sumar. Ég bef aldrei fengið andstyggilegri óþverra handa á milli, og ég bið lesendur Þjóðviljans afsök- skil á kristinni trú fyrir vest- an haf). Þá giftist hún þeim sjöunda, og á brúðkaupsnótt- ina hleypur hann á eiginkonu sína með sveðju en djöfullinn glottir í baksýn. Óþarft er að rekja efnið leng- ur; það er allt á eina lund eins og það sé samið af brjáluð- um mönnum: morð og aftur morð, auk þess sem djöfullinn kemur enn við sögu. Ein frá- sögn er í heftinu án mynda og fjallar hún um það að rotta étur lifandi mann. Inn á milli eru svo auglýsingar um töflur sem böm eiga að éta til að fá æskilegt holdarfar, aðrar töflur sem þau eiga að éta til ‘HfteíftMAN BtÖNS ÍO ViKÍ WITN eous, «o:,r Kone. wotas> considír HÍM tMSANB. MSfiMTt COMES l!t MAHY fORMS JttST AS POUS COKS W MAHY EOKMS. KSAP — | &HOUL 1TAí£. OKCfiSMATlíifl/ Þannig er káputeikningin á ritinu „Weird Mysteries“ sem einhver vinur pjóðlegrar menningar og kristinnar trúar flytur inn handa íslenzkum börnum. þess að hætta að pissa undir í rúmum sínum o. s. frv. Það dylst ekki hverjum framleiðsl- an er ætluð. Eflaust er þetta menningar- tímarit eitt af versta taginu, en flest eiga þó þessi bandarísku myndarit sammerkt í því að þau ala á ruddaskap og sið- leysi, skírskota til dýrslegustu hvata. Og innflutningur þeirra er orðinn mikið vandamál hér- lendis. Þeir sem komið hafa á barnasýningar í kvikmyndahús- um hafa veit því athygli að þar ganga hefti þessi kaupum og sölum milli barnanna; þarna standa þau eftirvæntingarfull i anddyrum kvikmyndahúsanna með stóra hlaða fanginu, skoða hvert hjá öðru og hafa skipti. Það ætti að vera óþarft að rökstyðja hver áhrif slík uppeldistæki hafa og allra sízt fyrir þeim sem hafa sérstaka ást á þjóðlegri menningu og kristinni trú. Þó er það stað- reynd að þetta sorpritafargan hefur færzt mjög í vöxt síðustu árin, fyrst og fremst í tíð þess ráðherra sem nú fer með menntamál. ★ ★ ★ Nú er það fjarri mér að vilja halda þvi fram að ráð- herra sá sem stjórnar mennta- málum hafi einhverjar sér- stakar mætur á þessari hlið bandarískrar menningar; ef- laust fer því mjög fjarri. En það er ekki slíkt mat sem kem- ur til greina, né heldur um- hugsunin um þjóðlega menn- ingu og kristna trú. Þarna er að verki það hreyfiafl vestræns þjóðfélags sem nefnist gróði og mótar jafnt menningarmál sem önnur. Þessi hefti eru gefin út og seld til þess að græða fé og þau eru flutt inn til íslands í sama skyni; þar helgar til- gangurinn meðalið. Innflytjand- inn er eflaust siðavandur borgari, vinur þjóðlegrár menn- ingar og kristinnar trúar, sæk- ir fundi í Varðarfélaginu og fær rekstrarlán í Útvegsbank- anum. Afskipti hans af menn- ingarmálum mótast aðeins af gróðareglu þjóðfélagsins. Af sömu ástæðu hafa innlendu sakamálatímaritin sprottið upp eitt af öðru einmitt á síðasta ári, þótt fé hafi skort til ým- issa brýnustu menningarstarfa. Einmitt þess vegna vantar ekki peninga til að byggja sjoppur á hverju götuhorni, þótt skól- arnir eigi erfitt með að sinna verkefnum sínum vegna hús- næðisskorts og æskulýðshöll sé ævinlega jafn fjarlæg. Það er sannarlega hvorki þjóðleg menning né kristin trú sem stjórna framlagi hinnar ráð- andi stéttar til menningarmála, heldur miklu áþreifanlegri hvatir. Og ráðherra menningar- mála er ákafastur málsvari þess skipulags. ★ ★ ★ Bréfritarinn varar foreldra við bandarisku myndablöðun- um, og það er vert að leggja áherzlu á þá aðvörun. Foreldr- ar ættu að tala um þessi mál við börnin sín, skoða hjá þeim blöðin og fjarlægja allan hroða. En það er einnig ástæða til að bæta við þessa aðvörun beiðni menntamálaráðherra að hann brjóti á þessu sviði þá megin- reglu skipulags síns að gróð- inn skuli drottna skefjalaus. Það verður að banna innflutn- ing á þessu bandaríska sorpi og leggja við þungar refsingar þótt einhver fái skertan gróða sinn. Að vísu er það austrænt fyrir- komulag og óamerískt athæfi, en þó mætti ráðherranum vera það nokkur stuðningur að nú eru t. d. Danir og Bretar að leggja inn á sömu braut. Og þess ber einnig að minnast að ef ráðherrann yrði við þessari beiðni, myndi hann ásamt bankastjóra Útvegsbankans geta talað af nokkru eðlilegri sannfæringarkrafti um ást sína á þjóðlegri menningu og krist- inni trú næst þegar tækifæri gefst. M. K. Frá 13. þingi Æskulýðsfylkingarinnar: Álykfun um skemmtanalíf unga fólksins 13. þing Æskulýðsfylkingar- innar bendir á, að einn af brýnustu og þýðingarmestu þáttunum í uppeldismálum þjóðarinnar er að skapa æskunni skilyrði til heilbrigðs skemmtanalífs og tómstunda- lífs. Bæði stjórnarvöldin og forystumenn flestra æskulýðs- samtaka landsins hafa brugð- izt unga fólkinu í landinu í þessu tilliti og sem afleiðing þess er ástandið í skemmtana- lífinu vægast sagt uggvænlegt og þróun þess undanfarin ár ískyggileg. Nær allir skemmtistaðir í landinu eru starfræktir með gróðasjónarmiðið eitt fyrir augum. Af þeim sökum er æskan ofurseld ósvífnum fjár- plógsmönnum, ef hún vill svala heilbrigðri skemmtana- þörf sinni. Það eru undajj.-> ÍV’-í tekningar að skemmtistaðir séu reknir með velferð æsk- unnar fyrir augum. Við slíkar aðstæður verður æskan auð- veldlega leidd afvega með þeim afleiðingum að drykkju- skapur unglinga á opinberum samkomum og almenn laus- ung fer vaxandi. Ofan á þetta bætist, að hinna óhollu áhrifa af dvöl ameríska innrásarhersins í landinu gætir mjög mikið ein- mitt í skemmtanalífinu. Hinir erlendu siðspillar þrengja sér þar inn og ryðja afsiðuninni braut með æ meiri þunga. Dæmin um hin bandarísku siðspillingaráhrif í skemmt- analífinu einkum í Rvík og nágrenni eru deginum ljósari. Þetta ástand í skemmtana- .lífinu er stórhættulegt. 13. þing., Æskulýðsfylkingarinnar “juwto&v lýsir ábyrgðinni á hendur ráðamönnum þjóðarinnar, á hendur þeim er kölluðu hið erlenda herlið inn í landið. Samtök æskunnar í landinu verða að spyrna hér við fót- um. Þrettánda þingið bendir á, að einmitt samtök æskunn- ar geta í þessu efni orkað mjög miklu í jákvæða átt, ef þau snúast til varnar hvert á sínu sviði og samstilla krafta sína. Um leið og þingið þakk- ar þeim, er þrátt fyrir hinar erfiðustu aðstæður, hafa stað- ið fyrir skemmtunum með menningarbrag, heitir það á öll samtök æskunnar í land- inu að taka höndum saman til að vinna gegn siðspillingar- áhrifum hernámsins og til að skapa hér heilbrigt skemmt- analíf og býður fram hönu ÆF til samstarfs. á þessum vettvangi. vULBil

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.