Nýi tíminn


Nýi tíminn - 23.12.1954, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 23.12.1954, Blaðsíða 10
jo) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 23. desember 1&54 Kynþáttaofsóknir í USA Mynd pessi er tekin í svertingjaofsóknunum í Maryland fyrir nokkrum vikum, pegar samtökin til hagsbóta hvít- um mönnum œstu til árása gegn svertingjabörnum í skól- unum. konu sem vann hjá foreldr- am hans. Sá atburður brennd- ist svo fast í vitund hans, að síðar, er hann varð blaðamað- ur, tók hann að berjast gegn Ku Klux Klan hvar sem hann fékk því við komið. 1 Atlanta komst hann í ná- jn kynni við allt kerfi þessara kynlegu kuflmanna. Hið barna lega dálæti þeirra á dular- fullum, leynilegum inngangs- orðum, hið kynlega atferli þeirra, hin ruddalega og fá- víslega röksemdafærsla þeirra, gæti allt saman verið frá- leitt og hlægilegt, ef það væri ekki jafnframt dauð- hættulegt. Kennedy gat oft ekki að sér gert að brosa að þeirri kennd sem greip hann á fundunum — sem þeir sátu þarna minntu þeir hann á smádrengi á þeim aldri þegar þeir eru gagnteknir af ástríðu til að stofna leynileg banda- lög með flóknum fyrirmælum. En hann brosti aldrei lengi — þetta voru ekki smádreng- ir, heldur stórir og ruddalegir, valdafíknir eða andlega sjúkir karlmenn, sem höfðu skamm- byssur og barefli í vasanum og riffla í bílunum fyrir utan, og ofbeldisverkin voru engir hugarórar heldur verk sem þeir voru staðráðnir í að framkvæma. Og þeir skiptu tugum þúsunda um landið allt — náðu inn i embættismanna- kerfið, ríkislögregluna og leyniþjónustuna; þar sátu trúnaðarmenn þeirra — ekki sízt eftir að þeir höfðu einn- ig tekið „baráttuna gegn kommúnismanum" upp á arma sína. ^ Studdu Eisenhower. Kennedy tókst að verða riddari, áður en hann fór að bera vitni fyrir rétti og kom þannig upp um sig. Ridd- ararnir eru hinn harði kjarni í skipulagi fasistanna — þeir eiga að vera til taks að fara af stað með nokkra mínútna fyrirvara til að taka þátt í aftöku, sprengjuárás eða of- beldisverkum. Þegar kosning- ar standa yfir á þessi innsti hringur sérstaklega að gæta þess að beita áhrifum sinum á réttum stöðum og koma í veg fyrir að svertingjar greiði atkvæði. I síðustu kosningum höfðu riddararnir mikið að gera til þess að tryggja kosn- íngu Eisenhowers. Kennedy skýrir frá því að hann hafi heyrt þul útvarps- ins lesa upp skeyti eitt kvöld- ið: S. 1. nótt skaut VVillis Mc- Call lögreglustjóri frá Lake County tvo negrafanga, þeg- ar þeir reyndu að strjúka, er þeir voru fluttir til liæsta- réttar til nýrra réttarhalda. Annar negranna, Samuel Shep- herd, lézt þegar í stað, en hinn, VValter Lee Irvin, ligg- tir fyrir dauðanum á sjúkra- húsi í Eustis. Svertingjarnir voru báðir ákærðir fyrir nauðgun, en sannanir voru svo gloppóttar, að hæstiréttur hafði krafizt þess að málið yrði tekið upp aftur. Kennedy fór þegar til Eust- is. Það voru komnir fleiri blaðamenn til bæjarins, og hótelstýran fagnaði þessum mikla gestagangi og sagði við Kennedy að hún vildi óska að fleiri svertingjar yrðu drepn- ir þar í bæ — aldrei áður hefði hótelið hýst jafn marga myndarlega, unga menn! Hliðstætt sprengjuárásum þeim í suðurríkjunum sem fylgt hafa í kjölfar þess að hæstiréttur hefur úrskurðað að blökkumenn og hvítir skuli hafa sama rétt til skólagöngu er morðið á svertingjanum Harry T. Moore. Kennedy seg- ir frá því að á aðfangadags- kvöld fyrir tveimur árum lögðu ofbeldismenn úr Klan- inum sprengju undir hús Moore-fjölskyldunnar, og í sprengingunni lét Harry lífið. I sýndarréttarhöldunum gegn lögreglustjóranum var þessi heiðursmaður sýknaður umsvifalaust. Enda þótt allt benti til þess, að hann hefði dregið svertingjana út úr bíln- um og skotið þá niður með köldu blóði til þess að koma í veg fyrir að hæstiréttur sýknaði þá, tókst lögreglu- stjóranum að tryggja fráleit- ar vitnaleiðslur, sem dómarinn féllst svo skilyrðislaust á að allt hlýtur að hafa verið á- kveðið fyrirfram. Lögreglu- stjóranum var óskað til ham- ingju með sýknunina, og eng- in í bænum þorði að vekja at- hygli á því að negrarnir höfðu verið hlekkjaðir saman og höfðu þannig ekki haft minnsta möguleika til að reyna að flýja aukinheldur meir. — Auk þess höfðu þeir ástæðu til að búast við góð- um árangri af rannsókn hæstaréttar. Hveriu máli skiptir liturinn? ir norðan Miami í Flórída. Mrs. Moore slapp lemstruð, en hún andaðist skömmu síðar. Hún vildi ekki lifa lengur, sagði hún vinum sínum og ættmennum. Kennedy þekkti Moore frá Þetta var í Mims, smábæ fyr- 1950, en þá ferðaðist Kenne- dy um ríkið sem óháður frambjóðandi til þess að mæla fyrir vináttu kynþátta og þjóða. Moore var þá formað- ur í kjósendafélagi framfara- sinna og hafði stutt Kenne: dy. Ert þú ekki hræddur um að við verðum kallaðir rauð- liðar, spurði einn félaga hans. — Það er svo lengi búið að segja að við séum svartir, að ég sé ekki að við þurfum að hafa áhyggjur af því þótt nú verði farið að ráðast á okkur fyrir að vera öðruvísi á litinn, svaraði svertinginn. Ég er viss um, segir Kenne- dy, að þetta svar var ástæðan til þess að Harry T. Moore var myrtur. ^ Sprengjumar sam- eina okkur. Lögreglufulltrúinn á staðn- um reyndi að draga úr reiði fólks með því að lýsa yfir því að lögreglan hefði í fórum sínum vitneskju um málið. Á fundi í Jaeksonville nokkrum dögum síðar var honum svar- að með þessari athugasemd: — Vitneskju? Það er næg vitneskja í Flórída. Ef hvítur maður og kona hefðu verið myrt með dýnamíti, er enginn efi á því að lögreglan hefði þegar næsta dag verið búin að varpa hundruðum svert- ingja í fangelsi — hundruð- um þeirra sem fyrst hefði náðst til! Og kvennaleiðtoginn Edith Simpkins frá South Carolina sagði við Kennedy um morðið á Moore: — Þeir halda að hægt sé að sundra okkur með sprengj- um, en þeir eru í staðinn að sameina okkur. Og víst er þessi ályktun rétt. Það er hægt að mis- þyrma einstökum svertingjum og myrða þá, en jafnframt tengjast allir hinir æ sterkari vamarsamtökum. Og þetta er raunar lögmál sem mun móta alla baráttu Bandaríkjamanna sjálfra fyrir lýðræði og frelsi. Samvinna verkam. og bœnda Framhald af 7. síðu. fyrir málum sínum. Sá stjórn- málaflokkur sem þyldst vera vinstri flolckur, en neitar þó samrínnu við aðra flokka, sem hægri armi Alþýðuflokksins og Þjóðvarnarflokknum, að þótt þeir vilji að vísu vinstri samvinnu, þó komi samstarf við Sósíalistaflokkinn ekki til ekki síður eða frekar bera það nafn með réttu, hann vinnur aðeins skemmdastarf á sviði Lslenzkra stjórnmála, og reynist þarfur þeim einum, er hann þyldst vinna gegn. Þetta er staðreynd sem hinn óbreytti vinstri kjósandi verð- ur að skilja, því annars verð- ur hánn léiksoppur til gagns þeim öflum,. er hann telur sig andvígan. Án Sósíalistafiokksins er ekkert vinstra samstarf mögulegt. Sífellt er því haldið fram af bæði Framsóknarflokknum, Thor Vilhjálmssoa iFramhald af 7. síðu um og rithöfundum og yrkja ætti ósjálfrátt og ekki byggja á neinu sem gert hefur verið. Ég geri ráð fyrir að þessi ungi höfundur hafi orðið fyrir mikl- um áhrifum. Veit ég um aðdá- un hans á Faulkner og fyrr- meir á Vefaranum mikla frá Kasmír. Væri ekki óskemmti- legt að gera dálítinn saman- burð á síðarnefndri bók af því að hún er á íslenzku og við höndina. í vefáranum eru mikið notuð erlend orð, setningar og mannanöfn. Það kemur líka oft fyrir hjá Thor. í Vefaranum kemur margt fyrir: ritgerðir, sem nálgast heimspeki, smásög- ur, barnasögur, ljóðmæli, þýð- ingartilraunir, kristileg' dul- speki m. m. Sama er að segja um Daga mannsins: barnasögur, biblíu- sögur, dæmisögur, saga manns-' andans, surrealismi, ævintýri ekki ætlað börnum, ástarsögur. í Vefaranum segir: Þá veit ég það varst þú sem helltir myrkr- inu yfir sál mína og réttir að vörum mér bikar örvæntingar- innar. Eða: Hann situr í hæg- indastólnum á svölunum, illur eins og dólgur í haugi, hugur hans sýldur. Á enn öðrum stað: hann hafði reynt að setja sér fyrir sjónir á hvern hátt hann gæti öðlast hlálegastan dauðdaga; hann langaði að deyja með sögulegri smán og spurði sig aftur og aftur: — Thor segir í Dögum mannsins: — hami kveikir á því og lýsir framan í sig: uppundir höku- barðið. Það er ægilegt að sjá. þ>að er eins og ásjóna draugs. Hann finnur beyg fara um sig. Ennfremur: Maðurinn slítur sig lausan frá hinni óbærilegu martröð með átaki alls sem hann á til og fer út og fær sér bjór á l’escale de Jakob til að verða aftur einn vonlaus mað- ur — Ef ég finn margt skylt með þessari bók og t. d. Vefaranum, er það ekki með lítilli forvitni sem ég spyr: Hvað svo? Hvaða leið velur þetta unga skáld. Heldur hann áfram á braut þeirri sem liggur aftur til Vefar- ans og jafnvel til þeirra sem ungir hafa gefið sig að poesi- prose á íslandi? En þeir, sem entist æv- in, hafa flestir gefist upp, hald- ið áfram á öðru stigi eins og sú tegund ritaðs máls væri spor í áttina yfir í annað og meira og ákveðnara, eða þá viðfangs- efnið svaraði ekki hefðbundnu íslenzkulegu uppeldi þeirra. En með þeim hefur það fengið borgararétt. Ég hlakka til að fá stærra samfelldara verk eftir þennan höfrmd þar sem hann nær fast- ari tökum og stærra og meira efni og bjartsýnin lætur allan bölmóð þoka. D.V. mála. Til þess að sýna fram á hvílík firra þetta er nægir að benda á hvaða fólk það er, sem myndar Sósíalistaflokk- inn. Það er kjarninn úr verk- lýðshreyfingunni. Það er meiri hluti menntamanna og listamanna þjóðarinnar. Það er stór hópur af opinberum starfsmönnum og nokkuð af bændastéttinni. Þetta fólk er Sósíalistaflokkurinn. Þeir sem þykjast ætla að mynda vinstri stjórn og jafnframt útiloka þetta fólk allt eru annaðhvort hreinir fávitar í stjórnmálum, eða skemmdarverkamenn, sem aðeins nota orðin vinstri stjórn sem slagorð til að blekkja sína eigin umbjóð- endur. Vegna þess að kjarni verkalýðsins myndar Sósíal- istaflokkinn ásamt þeim stóru hópum í öðrum stéttum sem fyrr eru nefndir, ræður liárm stærstu verklýðsfélögunum, þeim er mesta þýðingu hafa, auk þeirra sterku áhrifa sem hann á í öðrum skipulögðum félagssamtökum alþýðunnar og þar með vinnustéttanna. Hvaða vinstri stjórn skyldi verða mynduð án þátttöku þessa fólks og samtaka þess. Þótt þeim flokkum og flokks- brotum, sem fyrr eru nefnd tækist að berja saman stjórn- arnefnu ,sem þeir kölluðu vinstri stjórn án þátttöku Só- síalistaflokksins og þess fjölda er honum fylgir, þá yrði það engin vinstri stjórn. Slík stjórn yrði aðeins máft- laust rekald, sem einskis væri megnug í baráttu við þau öfl er nú ógna þjóðinni, og mundi því í reyndinni þjóna þeim einum með því að veikja trú fólksins á möguleika sam- starfsins. Eina vinstri stjórn sem með réttu gætd borið það nafn, og kraft hefði til að starfa í samræmi við stefnu sína, þarf að byggja á póli- tísku bandalagi vinnustétt- anna í landinu, og livorugt getur orðið til án þátttöku Sósíalistaflokksins. Vilhjálmur Þór Framhald af 9. síðu. helmingaskiptareikingar eflaust birtast fljótlega. Með þessu er enn haldið á- fram þeirri stefnu að troða pólitíkusum í bankastjórastöð- ur, en ganga fram hjá banka- mönnunum sjálfum. Þannig hefur Svanbjörn Frímannsson gegnt bankastjórastörum í for- föllum um langt skeið undan- farið, en honum er nú stjakað til hliðar. Vilhjálmur mun taka við starfi sínu upp úr næstu ára- mótum, en áður þarf hann að skipuleggja miklar embætta- breytingar hjá SlS. Pravda telur upp með öðrum nýjum bókum 28. nóv. sl. Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness (Samostojat- eljuie l.júdí. Geroítseskaja saga. — Perevod s íslandsk- ogu. — Goslítísdat.) Af öðr- um þýðingum nýkomnum eru skáldverk eftir Lú Sin,. Pab- lo Neruda og Jorge Amado.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.