Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Page 5

Nýi tíminn - 14.04.1955, Page 5
Fimmtudagur 14. marz 1955 — NÝI TÍMINN — (5 Bevan bar sigur af hólmi í á- tökunum við hægrimennina MiSsfjórnin heykist á oð vikja honum ur flokknum - ASeins tiu vildu rekahann Aneurin Bevan, leiðtogi vinstriarms brezka Verka- mannaflokksins, bar sigur af hólmi í viðureig-ninni við hægrimennina í miöstjórn flokksins. Miðstjórnin sam- þykkti 1 gær að víkja Bevan ekki úr flokknum og voru aöeins 10 af 28 miðstjórnarfulltrúum með brottvikningu hans. í ályktun, sem samþykkt var á fundi miðstjórnarinnar í gær með 16 atkv. gegn 10, en 2 sátu hjá, segir að miðstjórnin telji ekki ástæðu til að víkja Bevan úr fiokknum, þar sem hann hafi heitið því að brjóta ekki í bága við yfirlýsta stefnu flokksins. Miðstjórnin lýsir sig hinsvegar samþykka þeirri ákvörðun stjórnar þingflokksins að víkja Bevan úr þingflokknum og segir að ef hann geri sig sekan um frekari agabrot muni gripið til róttækra aðgerða. Attlee var einn þeíma 16, sem greiddu þessari ályktun atkvæði. Mikill sigur fyrir Bevan Þessi ákvörðun miðstjórnar- innar er mikill sigur fyrir Bevan og síuðningsmenn hans í flokkn- um. í yfirlýsingu þeirri sem hann gaf miðstjórninni áskilur hann sér rétt til að halda áfram að gagnrýna það sem hann á- lítur miður fara í stefnu flokks- ins og baráttuaðferðum og skuld- bindur sig aðeins til að hlýða settum flokksreglum svo fremi sem aðrir leiðtogar flokksins geri slíkt hið sama. Hann biður Attlee afsökunar á því, að hægt hafi verið að leggja orð hans Aneurin Bevan í ræðum út á þann veg, að hann efaðist um forustuhæfileika hans og segir það ekki hafa verið ætlun sína. Getur aftur sótt um inngöngu Það er viðtekin regla í Verka- mannaflokknum, að þingmaður, Tekjur af ferðamönnum einn mesti þáttur heimsviðskiptanna Ferðamenn frá 41 landi eyddu 2,4 milljörðum dollara erlendis árið 1953 Tekjur af ferðamönnum eru að verða ein mesta gjald- eyristekjulind margra þjóða og þarmeð einn stærsti liður- inn í alþjóðaviðskiptum. Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar verið beðnar að stuðla að auknum ferðamannastraumi milli landa. Samkvæmt opinberum skýrsl- um, sem birtar hafa verið í Washington er búizt við að um ein milljón Bandaríkjamanna taki sér ferð á hendur til út- landa áður en árið er liðið. Bú- izt er við að þessir ferðalang- ar eyði samtals 1,5 þúsund milljón dollurum á ferðalögum sínum og eru þá fargjöld að heiman og heim ekki talin með. Talið er að um helmingur þess- ara ferðamanna, eða um 500.000, ferðist um V-Evrópu- lönd, en hinn helmingurinn til Kanada, Mexíkó og S-Ameríku- ríkja. Mönnum er nú farið að verða Ijóst, að hinar duldu gjaldeyr- istekjur ýmsra þjóða af ferða- mönnum eru svo þýðingarmikl- ar, að þær ríða baggamuninn í greiðslujöfnuði fjölda þjóða og að það eru miklir ónotaðir möguleikar til að auka þessar gjaideyristekjur. Skýrslur, sem Alþjóðagjald- eyrissjóðnum í Washington hafa borizt .frá 41 landi sýna, að ár- ið 1953 eyddu ferðamenn, sem svarar 2,4 milljörðum dollara erlendis. I þessari upphæð eru ekki talin með fargjöld til skipafélaga og flugfélaga. Ferðamannatekjur í tölum. Hér fara á eftir nokkrar tölur, sem sýna auknar tekjur nokkurra þjóða af ferðamönn- um á undanförnum árum: Vestur-Evrópuþjóðir hafa aukið dollaratekjur sínar af ferðamönnum úr $225.000.000 árið 1950 í rúmlega $330.000.00 1954. Ef fargjöld eru reiknuð með má telja víst, að Evrópu- þjóðir munu hafa rúmlega 1,5 milljarð dollara tekjur af er lendum ferðamönnum 1955. Tekjur Breta af erlendum ferðamönnum jukust úr $171. 000.000 1950 ' í $246.000.000 1954. í Þýzkalandi jukust tekj- ur af ferðamönnum úr $32.000. 000 1950 í 130.000.000 1954. í ítalíu úr 83.000.000 dollurum í 147.000.000. Alþjóðagjaldeyrisviðskipti vegna ferðamanna árið 1953 námu álíka upphæð og sem vikið hefur verið úr þing- flokknum, en fær áfram að vera í stjórnmálaflokknum, getur sótt um inngöngu í þin'gflokkinn aft- ur eftir nokkurn tíma. Litill vafi er á því, að Bevan mun aftur tekinn í þingflokkinn, þegar hann sækir um unotöku. 2000 ára gamlir hestar sýndir Hestar með skrautlegum reiðverum, sem legið hafa grafnir í.ireðjtuun.jarðvegi Sí- beríu í meira en 2000 ár eru nú til sýnis á safni í Lenín- grad. Sovézkir fommenjafræð- ingar fundu hestana í höfð- ingjagröfum í Pasirikdalnum í Altaifjöllum. Nýr heimskauta- leiðangur Sovézkir vísindamenn eru nú að koma sér upp þriðju rann- sóknarstöðinni á ísnum á Norð- ur-íshafinu. Prófessor Volkoff frá haffræðistofnunipni í Lenín- grad og félagar hans lögðu af stað flugleiðis í gær norður á ísinn. Þeir sem starfað hafa und- anfarna mánuði í tveim eldri rannsóknarstöðvunum eru á heimleið. 39 tróðust undir í brennandi bíói Á sunnudaginn tróðust 39 menn, 20 þeirra börn, undir til dauðs þegar kviknaði í kvikmyndakúsi í smábæ ná- lægt Liége í Belgiu meðan á barnasýningu stóð. Ofsa- hræðsla greip áhorfendur og myndaðist þvaga við dyrnar. Margir hlutu brunasár. Orsakir flugslysa rannsakaðar Alþjóðaflugmálastofnunin í Montreal (ICAO) hefur birt yf- irlit um orsakir 33 flugslysa er urðu á árinu 1953. Samkv. yfirliti þessu urðu 44% slys- anna er flugvélar. voru í lofti, 40% við lendingu og 16% urðu við flugtak. Orsakir 55% af þessum 33 slysum voru „sennilega mistök flugstjóra, segir í yfirlitinu. En ICAO tekur vara á þessari tölu vegna þess hve skiptar skoðan- ir séu um hvað telja beri mis- tök flugstjóra. Fjögur slysanna eru talin stafa af ónógu eftirliti og við- haldi vélanna, en fjögur slys stöfuðu af slæmu veðri Yfirlit þetta er byggt á flug- slysum er urðu í Argentínu, Burma, Kanada, Honduras, Ind- landi, Israel, Saudi-Arabíu, Tyrklandi, Bretlandseyjum, N- Atlantshafi, Kyrrahafi, Mexíkó- flóa og í Bandaríkjunum. Ráðstafanír gegn ofskipulagn- ingu í sovézkum landbúnaði Ýtt undir íramtak og ábyrgðartilíinningu bænda með því að ge.fa þeim frjálsar hendur Ríkisstjórn Sovétríkjanna og miðstjórn kommúnista- flokksins hafa í sameiningu gefið út tilskipun um gagn- gerða breytingu á skipulagningu landbúnaöarframleiðsl- unnar. anir og gera tillögur um breytingar ef þær tryggja ekki að uppfyllt verði afhendingar- skylda á afurðum til ríkisins. Hefur staðið framleiðslunni fyrir þrifum. I tilskipuninni, sem Búlganín forsætisráðherra og Krútsjoff aðalframkvæmdastjóri Komm- únistaflokks Sovétríkjanna undirrita, segir: „Til þess að tryggja fram- leiðslu nauðsynlegs magns hinna ýmsu landbúnaðarafurða Ráðuneyti þau sem fara með landbúnaðarmál eru harðlega gagnrýnd fyrir rangar starfs- aðferðir og skriffinnsku. Skipulagning neðanfrá Lýst er yfir að það sé óhag- kvæmt og vonlaust verk að ætla að skipuleggja landbúnað- arframleiðsluna ofanfrá úr einni miðstöð. Með því sé fram- taki þeirra bem !að sjálfri framleiðslunni vinna á hverjum stað sniðinn of þröngur stakk- ur. Hér eftir eiga samyrkjubúin sjálf að semja áætlanir um jarðrækt sína og kvikfjárrækt í samráði við vélastöðvarnar með það fyrir augum að nýta allt ræktað land sem bezt. Framkvæmdanefndir í hverju héraði eiga að fara yfir áætl- er engin þörf á að ráðuneytin sendi samyrkjubúum og ríkis- búum allar þessar áætlanir um hvað eigi að rækta á hve miklu landi eða hve stórum bústofni eigi að koma upp. Slíkar starfsaðferðir hindra að samyrkjubúin og ríkis- búin geti sýnt framtak um rétta og skynsamlega búskap- arhætti.“ Enfremur er komist svo að orði að rangar skipulagsaðferð- ir hafi „veikt ábyrgðartilfinn- ingu og áhuga í samyrkjubú- unum og vélastöðvunum á fram þróun landbúnaðarins og þetta hefur síður en svo orðið til að auka afraksturinn." Skipt uín ráðherra. Nokkru áður en tilskipunin var gefin út var skipt um landbúnaðarráðherra og ráð- herra ríkisbúanna. Búlganín og Krútsjoff segja, að skipulagning í landbúnaðin- um verði að miða , að því að raunverulegt framleiðslumagn verði sem mest en ekki að því að hafa sáðlandið sem stærst eða búpening sem flestan. Með tilskipun þessari eru framkvæmdar ákvarðanir sem teknar voru á fundi miðstjórn- ar komrnúnistaflokksins í jan- úar. Kom þar fram hörð gagn- rýni á ýmsa misbresti í málum landbúnaðarins. Mest rennur fil fangelsa Brezka nýlendustjórnin í Kenya tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að leggja fram 23.5 milljónir sterlingspunda til að „efla atvinnuvegina og bæta kjör almennings". Stærsti lið- urinn á framkvæmdaáætluninni er bygging fangelsa og efling lögregluliðsins. Til þess verður varið tæpum fimm milljónum punda. Þjóðverjar vilja losna vlð bandarisk kjamorkuvopn Tillaga sósíaldemókrata á fylkisþingi Rínarlanda-Pfalz um bandarískar kjarnorkufallbyssur 1 1 Harðar umræður urðu fyrir skömmu á fylkisþingi Rín- arlanda-Pfalz í Vestur-Þýzkalandi um kröfu um að banda- rísk kjarnorkuvopn verði flutt brott úr fylkinu. Sósíaldemókratar, sem eru í andstöðu gegn fylkisstjórninni, báru fram tillögu um að fela henni að fá sambandsstjórnina í Bonn til að koma því til leiðar við yfirherstjórn A-bandalags- ins að bandarískar fallbyssur til að skjóta úr kjarnorku- sprengikúlum verði f jarlægðar. Ræðumenn sósíaldemókrata sögðu, að bandaríski herinn hefði gert Rínarlönd-Pfalz að púðurtunnu, sem myndi rjúka í loft upp ef til vopnaviðskipta kæmi. Allir aðrir hafa neitað Bent var á að Bandaríkja- menn hefðu sjálfir skýrt frá því að í Rínarlöndum-Pfalz hefðu verið byggðir hermanna- skálar og gerðir hernaðarflug- vellir fyrir hálfan annan millj- arð marka (sex milljarða. króna). Þar væru mestu olíu- geymslur í Evrópu og að sögn bandarísku herstjórnarinnar sjálfrar 22 kjarnorkufallbyssur. Öll önnur A-bandalagsríki í Vestur-Evrópu hafa neitað að láta Bandaríkjamenn koma sér fyrir með kjarnorkuvopn í lönd- um sínum vegna þeirrar gífur- legu árásarhættu sem þeim fylgir, sögðu sósíaldemókrat- arnir. Meirihluti Kristilega lýðræð- isflokksins og Frjálsa lýðræðis- flokksins á fylkisþinginu vísaði tiliögunni frá. j íj r'i/l x*>/éUíí uriext attthrsb ~i 'Bv bn" rtnalialí

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.