Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.04.1955, Síða 10

Nýi tíminn - 14.04.1955, Síða 10
NÝI TlMINN — Fimmtudagur 14. apríl 1955 10) - 2 3 Ævintýraskáldið Framhald af 1. síðu. intýrin. í framsetningu í ævintýraforminu naut hann sín til fullnustu. Þar komu fram draum- órar hans, samlíkingar úr kynjaheimum og hugar- flug. Hann var ákaflega barngóður og haf ði yndi af að segja börnum sögur og ævintýri. Hvar sem hann kom á heimili þar sem börn voru, tók hann að segja ýmsar kynjasögur og ævintýri og samdi oft jafnharðan og hann sagði frá. Stundum lék hann einnig ævintýrin fyrir börnin, svo það var síst að undra þótt hann yrði vinsæll hjá smáfólkinu. Hjá fullorðna fólkinu mætti hann ekki skiln- ingi fyrr en löngu síðar. Og það voru tvö ágæt ís- lenzk skáld, sem vöktu athygli Dana á þessu ein- kennilega skáldi þeirra. Það voru þeir Jónas Hall- grímsson og Grímur Thomsen. Er ekki að orðlengja það, að H. C. Andersen ritaði nú hvert ævintýrið öðru fegurra, sem síðan bárust út, ekki einungis til hans eigin þjóðar, heldur um víða veröld. Stedngrímur Thorsteins1- son skáld þýddi á ís- Jenzku margt eftir And- ersen. Síðan hafa einnig aðrar þýðingar verið gerðar á mörgum verk- ■um hans. Þið kannist við svo mörg ævintýrin hans: Litla stúlkan með eld- spýturnar, Ljóti andar- unginn, Það er alveg á- reiðanlegt, Nýju fötin keisarans og mörg, mörg önnur. H. C. Andersen er eitt frægasta skáld Dana og verður nú minnst í 60-70 þjóðlöndum. Svo er sagt, að þegar Andersen var enn á barnsaldri hafi spákona spá því fyrir honum, að fæðingarborg hans myndi einhvemtíma verða ljósum skreytt hans vegna. Það er nú komið fram. í dag verða mikil hátíðahöld í Od- ense. Öll borgin verður skreytt. Húsið, sem hann bjó í, hefur verið tekið undir minja- safn um skáldið. Hef- ur fáum skáldum hlotn- azt frægð til jafns við Andersen og um lang- an aldur munu ævintýri hans verða lesin af ung- um og gömlum um víða veröld. L. . Teikning úr verðlaunasamkeppni Óskastundarinnar: Jólasveinn efitr Hún B. Snædal 10 ára Heiðarrósin Skrítlur Samkvæmt óskum birt- ist nú danslagatextinn Heiðarósin, sem vinsæll hefur orðið. Hann er eft- ir N.N. og Guðm. Sig- urðsson, en Öskubuskur hafa sungið hann inn á hljómplötu. Komdu vinur, kvöldlð er svo fagurt hlýtt og bjart, klætt sig hefur jörðin í sitt fagra sumarskart, blómin fögur breiðast yfir bala hól og tún, blrkið grænt í hiiðunum og lyng á f jallabrún. Og lóukliður I lofti er, og lækjamlður við eyra mér, og sólin glltrar á sæ og grund, og sál min titrar, hvilík gleðistund. Aftankyrrðin breiðist yfir brekku, grund og dal, blandast ldlðl fuglanna hlð mjúka lindarhjal. Undir leika djúpum rómi hljómsterk fossaföU á fiðlu sina i næturinnar söng og tónahöU. Við teygum unað þeim óml frá, og aUtaf munum við hijóma þá, hvert yfir helminn, sem okkur ber, þeir eUíft geymast i hjarta mér. Bar na rökfr æði. Siggi: Hvert fór hann pabbi? Mamma: Hann fór að veiða tófur. Siggi: Hvers vegna er hann að því? Mamma: Af því að tóf- an drepur kindumar. Siggi: Hver veiðir þá hann Guðmund, sem slátraði hjá okkur í haust? Ebbi litli: Heyrðu pabbi, sást þú konung- inn, þegar hann kom til hans Valda? Faðirinn: Af hverju spyrðu að því? Ebbi: Það stendur hérna í bókinni að kon- ungurinn hafi komið til valda fyrir 10 árum. Artölin 874 og 1874 Mikilvæg spurning — Komdu inn fyrir, Mikki, sagði bóndinn við manninn, sem stóð hik- andi fyrir utan garðshlið- ið. — Fjárans læti eru í hundinum þínum, sagði Mikki og gaut augunum til seppa, sem stóð innan við hliðið og gelti að hon- um af öllum mætti. — Veiztu ekki, að hundar, sem gelta, bíta ekki, sagði bóndinn. — Jú, ég veit það, sagði Mikki, en veit hundurinn það? Árið 874 er talið að fs- landsbyggð hefjist, en þá komu þeir hingað til landsins fóstbræðurnir Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson. Árið 1874 var haldið há- tíðlegt þúsund ára af- mæli íslandsbyggðar. Þá kom hingað til lands Kristján IX. Danakon- ungur. Hann veitti ís- lendingum stjórnarskrá og með henni var merk- um áfanga náð í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinn- ar. En það var ekki fyrr en 1944, með lýðveldis- stofnuninni, að íslend- ir.gar losnuðu að fullu úr tengsium við Danmörku. Ártölin 1118 og 1918 Hvaða minnisverðir at- burðir úr íslandssögunni eru bundnir við ártölin 1118 og 1918? — Hugleið- ing til næsta laugardags. Gátur 1. Hvaða fugl er líkastur rjúpukarra? • ---------- 2 f hvaða mánuði er minnst étið? • --------- 3. Hvað er milli eins og tveggja? KLIPPIÐ H É R ! Blóð í morgunsórinu ERLEND Framhaíd af 6. síðu. ríkjastjórn muni ekki ræða Þýzkalandsmálin nema á f undi þar sem stjórn Vestur-Þýzka- lands eigi fulltrúa. Stórveldafundur sem haldinn kann að verða eftir full- gildingu samninganna um her- væðingu V-Þýzkalands verður auðvitað með allt öðru sniði en ef orðið hefði af fundi á síðasta ári. Sovétstjórnin hef- ur margsinnis lýst því yfir að þýðingarlaust sé að ræða um sameiningu Þýzkalands meðan Vesturveldin gera kröfu til að fá að innlima sameinað Þýzka- land í hernaðarkerfi sitt. Hún kveðst ekkert hafa á móti því að ræða Þýzkalandsmálin við Vesturveldin eftir að hervæð- ingarsamningarnir hafa verið fullgiltir, en fyrsta krafa henn- ar í slíkum viðræðum verði að samningarnir séu felldir úr gildi. Fyrr sé ekki hægt að ræða sameiningu Þýzka- lands. Þess er getið til að markmiðið með hinum nýju tillögum sovétstjórnarinnar um friðarsamning við Austur- ríki sé að skapa fordæmi, sem heimfæra megi á Þýzkaland. Molotoff hefur skýrt sendiherra Austurríkis í Moskva frá að ekkert eigi að vera því til.fyr- irstöðu að samið verði við Austurríki og allt hernámslið verði á brott að "því tilskildu að tryggilega verði frá því gengið að landið sameinist i. ,. ..... f ..... M'ijVO'Á^iu;dÍlíXí:v r-2 í<T>ilHÍW-fii \ %&• TIÐINDI ekki Vestur-Þýzkalandi og standi utan allra hernaðar- bandalaga. Þessum uppástung- um hefur verið tekið vel í Austurríki en með mikilli ó- lund í London og Washington. Ýmsir geta þess til að heim- sókn Gromikos aðstoðarutan- ríkisráðherra til Stokkhólms í síðustu viku sé þáttur í við leitni utanríkisráðuneytis So- vétríkjanna að skilja hernaðar- bandalögin í Austur- og Vest- ur-Evrópu að með hlutlausu belti þvert yfir álfuna frá Sví- þjóð í norðri yfir Þýzkaland, Austurríki og Sviss til Júgó- slavíu í suðri. IMrálgögn sænsku ríkissjórn- J-'-l arinnar hafa oft hreyft þessari hugmynd um hlutlaust belti, nokkurskonar höggdeyfi milli hinna andstæðu fylkinga, Hlutlaust og sameinað Þýzka- land er einng stefnumál sósíal- demokrata, helzta stjórnarand- stöðuflokksins í Vestur-Þýzka- landi. Hinir fjölmörgu and- stæðingar vesturþýzkrar her- væðingar í nsér öllum flokkum í Frakklandi, Bretlandi og öðr- um Vestur-Evrópulöndum eru sama sinnis. Háskinn sem því er samfara ef Austur- tíg Vest- ur-Þýzkaland hervæðast hvort gegn öðru er svo augljós að öll- um sem umhugað er um varð- veizlu friðarins í Evrópu hlýtur að hrjósa hugur við. M. T. Ó. * í i (l í•’ .■» • ■: - Já v. :!j V uit.': v:l Framhald af 4. síðu. glamur, spýtnabrak. Skipið kastast til á sjónum. Tréverk- ið við vantinn brotnar í spón, fulla ferð áfram! — afturábak! — áfram! Vélarnar þrymja, þagna, þrymja. Byssan er hlað- in í skyndi með sprengikúlu. Hlaupið sígur. Stynjandi skepn- an nálgast með boðaföllum. Fætur skyttunnar tifa ótt og járnhandriðið sópast fyrir borð og bakborðssíðan fer í kaf í sælöðrið. Skipið hörfar hratt aftur á bak. Síðan glymja skothvellirn- ir einn af öðrum í morgun- kyrrðinni og hvalur og hval- fangari, umluktir perlugráum púðurreik, byltast til og frá í særótinu. Og enn glymja skothvellirnir. Þeir halda áfr.am að skjóta unz þeir hafa skotið í skepn- una 900 pundum af járni og 10 sprengikúlum. Síðasta skotið hæfir hana í lungun. Þá gefur hún frá sér þunga stunu, blæs feiknlegum blóðstrók í síðasta sinn, eins og í formælingar- skyni, yfir skipið. Blóðgusan brotnar sem holskefla á brúnni og skorsteininum; veikir kippir fara um skrokk skepnunnar, ferð hennar er lokið — og hægt og þunglamalega veltur hún um hrygg í blóði sínu, kvið- urinn upp. Hvalfangarinn plægir sjóinn á hægri ferð. Þeir hafa hlekkj- að bráðina við skipssíðuna, skorið hana eftir endilöngum kviðnum, og úr sárínu fossar • M»5í:aii‘íy,» ij'.uJ<:■-«.< í sífellu blóð, það skolast aftur með síðunni, þykkt, heitt og rjúkandi, og í iðukastinu frá' skrúfunni blæs það upp í glitr- andi froðu. Þeir í brúnni skima þög- ulir; glampa slær á sjón- glerin, síðan beinast þau skyndilega öll í sömu átt. Snör hönd lýstur vélsímann. Góann! Vélstjórinn hverfur í iðandi gufumökk; svitinn perlar á enni hans og á ljósavélina i falla tiðir glampar framan af fírplássinu. Skipið tekur við- bragð; blóðfroðan blæs upp. Skorsteinninn þeysir eldi og sóti til himins; blóðið á honum hristist uppi lögun risakrabba, vellur og sýður á sjóðheitu járninu, og hnarreist skipið, knúið allri orku sinni, þenur sig yfir hafflötinn með þungum túrbínudyn. Það fjarlægist meir og meir unz það er .aðeins lítill depill í fjarska — sem að lokum hverfur í morgunsárið. Og inn- an stundar er ekkert lengur sem minnir á tilvist þess, blóð- flekkirnir leystir upp, skothríð- in þögnuð — og hafið er aftur flekklaust og hreint, slétt og glitrandi eins og fægður spegill. Gerizt áskrif- endur að Nýja tímanum w* *i'l.Í4Á.' ■ .V-A&l.h liUll !&zi :zi~i£n&ntsl$'iú v stt-i Utvarpið Framhald af 4. síðu. um daginn og veginn. Það er alltaf eitthvað hressilegt við málfar hans, hann hefur menningaráhuga og frásagn- argleði. Hann talaði um H.C. Andersen og svo um móður- málið og varðveizlu þess og síðast um. verkföll, rifjaði upp svo bráðskemmtileg atvik úr verkfallasögu okkar og sagði þau svo skemmtilega að það hrein ekki á manni frekar en stökkt væri vatni á gæs, þó að skilningur hans á eðli verkfalla svamlaði í miðju kafi án viðhlítandi fótfestu. ---- Vilhjálmur útvarpsstjóri kom víðar við en á einum stað í þættinum um bækur og menn, en fátt af því man mað- ur að vikunni liðinni. — „Hinn dauðadæmdi frammi fyrir hetjunni“ eftir von Heid- enstam, sem Helgi Hjörvar las í hléi milli útvarpssagna, er spekiþrunginn skáldskapur, en mun við hæfi fremur fárra og meir til að liggja yfir í ró og næði en hlýða á af ann- arra vörum, þótt vel sé flutt. — Sigurði Ólafssyni þakka ávallt margir léttan og hljóm- fagran söng, og ekki ber að láta þess ógetið hve þakk- samlega það er þegið, að hann flytur okkur lög ungrar kyn- slóðar tónskálda og kynnir þau. — G. Ben. : !■ ■ í. - Í.f..‘híV'L.' •; mtú&wj :c-l mwiidnv. -. í. tíU.A

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.