Litli Bergþór - 27.05.1981, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 27.05.1981, Blaðsíða 22
En grasiö sprettur hvort sem einhver er til frá- sagna um þaö eöa ekki. Sumarið mun renna hjá án þess aö paö veröi stöövað, án þess að ég taki eftir því, rétt eins og veturinn forðum. Allt i einu var hringt út úr seinustu kennslustundinni og nokkrum dögum seinna stóð ég á skólahlaöinu viö mitt eigið far- angursfjall og beiö að veröa sótt. Grasbakkarnir voru aftur orönir grænir eins og daginn góöa i haust, daginn sem ég kom og allur snjórinn, ísinn, myrkriö og skafrenningurinn horfin burt og manni gleymdur, Einn vetur, eitt litiö andvarp frá brjósti eiliföar- innar, fokinn út i bláinn og kemur aldrei aftur. Eg biö eftir að fiflarnir spretti svo ég geti tint pá og sett i glas á náttboröiö mitt, pó ég viti aö peir geri ekki annað en aö loka krónunni i pvermóösku og drepast. I grasafræöinni minni, siöan i Reykholti stendur að blöö túnfifla séu æt. Þvi var ég búin aö gleyma. Dagurinn er iiðinn. .Hátt skal hefja hunangsbikarinn enn ....... Þetta stendur lika i námsbókunum. Sigriður Jónsdóttir. AF HUNDINUM JÖKLI Hundurinn Jökuil, hann er svo vökull, aö hann heyrir lús sem læöist á mús, sem læðist hinumegin i dalnum. Þorsteinn Valdimarsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.