Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 13.11.1929, Page 4

Skólablaðið - 13.11.1929, Page 4
-4- B R 0 T It was the Time of Roses we pluck'a chem as we pass'd. T. Hood. pað er nótt. Vindurinn Þýtur i skóginum og hló'ðin blakta á trjánum. Kirkjugarðurinn er kuldalegur og drauga- legur. Legsteinarnir eru eins og hvitsr og bleikar vofur hjer og Þar. Jeg er einn. Jeg stend við leiðið Þitt nýorpið, og er með ungt birkitrje, sem jeg- hefi stungið upp með rótum. pað er einmitt trjeð, sem var vitni að fyrstu ástafundum okkar. pá var sumar, sólskin og blómaangan. Við mættumst við birkirunnann. Jeg las ástina úr augum Þinum. Þau loguðu svo ástriðuÞrung- in. Brjóstin bifuðust. - - - "En hvað Þessi birkihrisla er falleg. Hún er ung eins og við, og blaðhnappamir á greinunum eru varla sprungnir út',' sagðir Þú. Birkihrislan var ung eins og Þú, en Það var aðeins sá munur, að hún átti eftir að blómgast og springa út, en Þú ekki. pað dró fyrir sólina. Skýjabakkinn í vestr- inu var fyrirboði Þess, sem átti eftir að koma fram. En Þá grunaði mig Það ekki. Og nú stend jeg aleinn i hljóði næturinn- ar, með reku i hönd, og gróðurset birlcitrjeð unga 4 leiðinu Þinu. F.S. -----x--— S L tl Ð R " I Ð . Áhuginn fyrir náunganum og gjörðum hans er mjög oft skaðlegur og getur jafnvel orð- ið að hreinasta lýti á skapgerðinni. Góð breytiii er álitm svó sjálfsögð að hún sje engan veginn umtalsverð. ,En ef finha má,með hinni ströngustu gagnrýni, að náunginn hafi gert skyssu, Þá ris á svipstundu upp óvigur her af rógi og illgirni og framkvæmir mann- orðsslátrun i pafni velsaanisins. petta ér daglegt brauð. Nasreddin hjet maður. Hann átti konu,sem ekki gat Þagað yfir leyndarmáli, frekar en sumar kynsystur hennar. Hann taldi henni eitt sinn trú um, að hann hefði verpt eggi, Til sannindamerkis dró hann undan sænginni, einn morg\onn,glóðvolgt egg. Konu auminginn varð yfir sig hlessa, En Þegar hún fór að rifja upp fyrir sjer hið umliðna, Þóttist hún hafa orðið vör við einkennilegar og ó- venjulegar fæðingarhriðir hjá manni sínum, um nóttina. Hún sór og sárt við lagði, að hún skildi Þegja yfir Þessu. En leyndarmál- ið olli andlegum kvilla og lækningin var að- eins ein. Skömmu seinna var Það í almæli að Nasreddin hefði verpt 999 eggjum. Sjerhver, sem heyrði söguna, lagði sitt til málanna og bætti við einu eggi. Og sjálfur soldán- inn i landinu, kórónaði frjósemi Þegna % sinna og varp Þúsundasta egginu í hreiðrið. - Þannig skapast slúði-ið. Orð eykst a.f orði, ýkjur koma á ýkjur ofan og trúgirnin nálg- ast brjálsemi. Öllum mun og kunnugt vera hvemig ein fjöður verður að fimm hænum og eitt gleðskapar-kvöld að mánaðar-"túrr- - Þegar Gestur Pálsson samdi hinn ágæta fyr- irlestur sinn xom lifið i Reykjavík,var Það að vonum að hanrí gleymdi ekki slúðrinu. Og Þót't flest hafi breytst siðan og slúðrið lika, Þá eru Þó grundvallaratriðin og áhrif- in Þau s"mu. Það er i almæli að kvenfólkið blessað sje formælendur slúðxorsins, frekar en karlmenn. Um Það er jeg Þó i vafa. En .kona nokkur sagði við manninn sinn, að Það, sem hún segöi honum færi inn um annað eyrað og út um hitt. Maðurinn sagði Þá við konu sina, að ef hann segði henni' eitthvað, Þá fasri Það inn um bæði eyrun og út um munninn, í almepningsálitinu er Þetta einn höfuðmis- munur karls og konu. Menn kannast við orð eins og kaffikerling og kjaftakerling. Og ekki ósjaldan eru Þessir tveir"eiginleikar" sameinaðir i sömu manneskjunni. Þvi verður eigi að heldur neitað, að kaffisamsæti kjaftakerlinganná eru hinar frjósömustu gróðrarstiur slúðursins. Kaupstaðir hjer á landi hafa fengið á sig Það slyðruorð, að hafa forystuna i öllum kjafthætti íslend- inga. Þau ámæli afsannar sú staðreynd, að basndur háma i sig slúður og kjafthátt eins og berjasker væri. Ber Þar hvcrugur af öðr- um, kaupstaðabúi og sveitabúi. Það sjest t. d. vel við préstakosningar og önnur Þvilik tækitóri i sveitinni. Afleiðingar slúðursins eru samkynja or- sökunum. Orsökin setur mark sitt-á skapgerð Þess, sem slúðrar og afleiðingin skaðar Þann, sem slúðrað er um. - Ef'til vill var Það slúðrið, sem fyrir skömmu orsakaði dauða nýts manns. _ ' Kjaftæðið er alheimslegasta og almennasta dægrastyttingin. Og allar tegundir mannfje- lagsins, frá Þeim sem reka kjaftháttinn sem atvinnu og upp i spámenn Drottins eru slúðr- arar að meira eóa minna leyti. Þú vinur minn, sem vonandi lest Þessar

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.