Skólablaðið - 13.11.1929, Qupperneq 8
-8-
in yrðu nokkuð áreiðanleg og að alt einkunna-
ósamlyndi yrði gert útlægt úr skólanum. Nám-
ið yrði frjálsara og andrúmsloftið í skólaa-
um heilbrigðara, en Það nú er.
Slík próf yrðu lika um leið einskonar
próf á kennaranum, og yrði Það Því sameigin-
leg ósk kennara og nemenda, að Það gengi sem
best. En Það er auðvitað mjög Þýðingarmikið
atriði að nem. viti með vissu, að kennarinn
óskar honum allra heilla við prófið. Einnig
liggur Það í hlutarins eðli, að ýmsir kenn-
arar mundu vanda kenslu sina meir ef Þeir
vissu að nú væru Þeir ekki lengur dómarar í
sjálfs sín sök.
Sumir segja, að ekki sje gott að aðrir
prófi, en Þeir, sem kent hafa. En auðvitað
yrðu prófendur að gjörÞekkja Það pensum,sem
nem. á að hafa farið yfir og prófa svo ein-
göngu i Þvi. Og væri lærdómurinn litils
virði ef nem. gæti ekki svarað öðrum spurn-
ingum en Þeim, sem kennarar legðu fyrir Þá.
ímsir kunna að segja, að við græddum ekki
einkunnalega á Þessum skiftum, Þareð skrif-
leg próf eru að jafnaöi Þyngri en munnleg.
En Þvi fer fjarri, aó við krefjumst ljett-
ari prófa og hærri einkunna. Það dettur okk-
ur ekki í hug. Nei, siður en svo. Það eina,
sem við krefjumst er, að einkunnirnar verði
rjettlátari, en Þær eru nú, oé að ekólinn
verði losaður við alla úlfúð og öfund og
Þann misskilning milli kennara og nemenda,
sem altaf hlýtior að loða við, meðan einkunna-
gjafavaldið hefir aðsetur sitt i skólanum.
Þessvegna viljuð við að einkunnafyrirtomu-
laginu verði breytt likt og hjer hefir verið
bent á og einkunnagjafavaldið verði flutt úr
skólanum.
Næði Þetta fram að ganga, Þá er jeg viss
um að andinn i skólanum breyttist ótrúlega
mikið til batna,öar á skömmum tima. Einkunna-
lesturinn svokallaði hyrfi. Skrópunum fækk-
aði, Þvi að áreiðanlega stafa mörg skrópin
af hræðslu við lága einkun. Fyrir Það væri
bygt að óvild kennarans gæti felt nokkurn'
mann, einkanirnar yrðu Þvi ekki lengur vopn.
Kennarinn hætti að vera grýla, Þareð nú
fyndi nem. betur en áður að frá kennarahum
fylgdu honum bestu árnaðaróskir upp að próf-
borðinu. Nemendur gætu hagað náminu betur
eftir eigin geðÞótta og Þannig gert Það
skemtilegra og frjósamara. Fjelagslifið
blómgaðist og engin breyting yrði skólanum
heppilegri en sú. - Væntanlegt er Þvi aö all-
ir góðir menn, bæði meðal kennara og nem-
enda, leggist á eitt og reyni að koma Þess-
ari breytingu, eða annari, sem i sömu átt
stefnir, i kring.
Það er vitanlegt að á öllum mannanna
verkum, bæði námi og öðru, eru og hljóta
altaf að vcra gallar. En Það er trú min og
vissa, að gallarnir á náminu Þurfi ekki að
liggja i fyrirkomulaginu, eins og nú er,
heldur aðeins i hugsumarhætti og fari hvers
einstaks nemanda. Það er Því skylda allra,
sem að skólanum standa, að reyna að sniða
af honum sem flesta galla, og einn stærsti
og versti gallinn álít jeg að yrði af hon-
um sniðinn með Því að breyta einkunnafyrir-
komulaginu og prófunum á líkan hátt og hjer
hefir verið á bent.
Gunnar Pálsson.
RÖTT ,
Sól er hnigin. Dreymir drótt
og dagurinn
blundar nú svo Þlítt og rótt
með bleika kinn.
Alt er kyrt og alt er hljótt
og autt jeg finn.
Golan hvislar: '’Góöa nótt" ,
við gluggann minn,
T? S
-----x-----
Nemendur l
Skólablaðið verður ætíð
skemtilegasti minjagripur námsár-
anna.
K a u p i ð Það og g r e i ð -
i ð Það skilvíslega.