Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1986, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.05.1986, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS 3. tbl. 4. árg. Maí 1986 FORM - MERKINGAR - KERFI I fréttabréf inu hefur áður verið minnst á framsetningu ættfræðilegs efnis. Menn setja saman ættartölur, ýmist áatöl eða niðjatöl. Oft er sama efni sett fram í töfluformi sem nefnt er ættartré. Ættartafla hefur jafnvel verið nefnd ættarkeila sem er í raun hið sama og áatal. Svo eru til ættarskífur eða ættar- sólir, þ.e. kringlóttar töflur. Við höfum þá orðin ættartala, áatal, niðjatal, ættartafla, ættartré, ættarkeila og ættarskífa. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að inntak þessara orða sé ljóst og öllum skiljanlegt. Talnakerfi í ættartölum eru því miður ekki alltaf augljós. I einföldum áatöl- um eru tölurnar ljósar: Yngsti einstaklingur (hann er 1. liður) er #1 (táknið # merkir "númer"), faðir hans er #2, móðir #3 (þau bæði 2. liður) o.s.frv., sbr. ættartöflueyðublöðin sem Ættfræðifélagið hefur haft til sölu. Þegat ættartölur verða flðknari, þ.e. með greinum, liðum og þáttum, gettm það vafist fyrir óvönum a. m. k. að átta sig. Það er eiginlega ekki vansalaust að Ættfræðifélagið skuli ekki hafa gert þessum atriðum skil. Hvergi hef ég séð upplýsingar um þetta á prenti. Það er minnst á þetta hér í þeirri von að einhver glöggur maður hjálpi upp á sakirnar og ötskýri þetta fyrir okkur. Ef einhver veit um upplýsingar um þessi atriði - sama er á hvaða tungumáli það er - væri kærkomið að fá þýðingu, eða ljósrit, af þeim. Hvað niðjatöl áhrærir hafa merkingarmálin verið í nokkrum ólestri, það svo bók- staflega að fólk hefur ekki haft full not af útgefnum niðjatölum. Þetta mál þarf að endurskoða og finna á því viðunandi lausn. Fólk hefur ýmist notað tölur eða bókstafi eða tölur og bókstafi. I þessu efni hefur hver viljað syngja með slnu eigin nefi. Mál er að linni. Eg hef heldur aldrei séð neitt um merkingar I niðjatölum. Enginn hefur fært rök fyrir merkingum sínum. "Eg bara geri þetta svona." Sjálfur hef ég óskir um að röð einstaklinganna komi fram, fivbrt sem miðað er við forföður (eða þann eða þá sem rakið er frá) eða systkini. Grund- vallaratriði ætti að vera að enginn maður I ættartölu væri merktur eins. Ymsir glöggir menn hafa velt þessu máli fyrir sér. Það vitum við. Það væri okkur öllum mikill fengur ef þeir létu í sér heyra. Ef einhver hefur sambönd við útlönd væri ekki úr vegi að afla upplýsinga þaðan. A næstu síðu birtum við með góðfúslegu leyfi teikningu Guðmundar Jenssonar yfirkennara af ættarskífu með talnamerkingu sem kemur heim við ættartréseyðu- blaðið okkar (konur með oddatölur).

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.