Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1986, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1986, Blaðsíða 1
FRETTABREF TTFRÆÐIFELAGSINS 6. tbl. 4. árg. Október 1986 ŒŒEnm^mm ERINDI INDRIÐA A seinasta félagsfundi flutti hinn kunni ættfræðingur Indriði Indriðason erindi um gildi ættfræðirannsókna. Sem við var að búast var erindið hið skemmtilegasta. enda er Indriði fjölfróður og athugull ættfræðingur. Það fer ekkert á milli mála að ættfræði veitir þeim, sem hana stunda, mikla og sérstaka innsýn í mannlífið. NY EYÐUBLÖÐ Til þess að auðvelda ættfræðingum að halda saman fróðleik sínum hefur Arngrímur Sigurðsson hannað þrjú ný eyðublöð. Fyrsta blaðið er gamla eyðublaðið okkar endur- bætt. Það er nú kallað áatal og nær yfir 6 ættliði eða 63 einstaklinga. Annað blaðið er líka kallað áatal en nær yfir 5 ættliði eða 31 einstakling. Þriðja blað- ið er kallað fjölskyldusíða og tekur til foreldra og barna þeirra. Arngrímur vill taka það fram, að tvö síðasttöldu eyðublöðin eru hönnuð eftir erlendum tölvuútskriftum sem Þorgils Jðnasson sendi honum. Þau eru því um leið dæmi um hvað tölvur geta gert. Eyðublöðin er öll af staðalstærðinni A4 og passa því vel í fáanlegar lausblaðamöppur. Að lokum skal enn á það bent, að það er rúm- lega helmingi billegra að kaupa þessi eyðublöð í blokkum af Ættfræðifélaginu en að láta aðra ljósrita fyrir sig. GATUR FRIÐU Hér á eftir birtum við svo síðustu gáturnar frá dr. Fríðu Sigurðsson: Steinunn húsfreyja á Hjallanesi á Landi er 1801 sögð Gottskálksdóttir en 1816 Gottsveinsdóttir. Hvað er rangt og hvernig stendur á villunni? Reynið að finna skýringu á því, af hverju sr. Eggert Bjarnason í Klausturhólum skrifaði Pétur Björnsson á Efri Brú í Búrfellssókn fyrst 38 ára gamlan í manntali 1801 (bls. 294) en leiðrétti í 28? Hvað segið þið við því, að á MosvÖllum í Holtssðkn í Önundarfirði býr 1816 Jón Guðlaugsson 34 ára, en 1845 Jón Guðlaugsson 58 ára? Af hverju getur það ekki verið rétt sem segir í Islenskum æviskrám, að Magnús Arnason trésmiður sé fæddur 20. desember 1820?

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.